Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 4
132 lega tekið með 4—7 daga fresti; hið upp- tekna hey var geymt í pokum, sem byrgðir voru vel með heyi inn í heyholum, svo að ekki fraus. Helztan galla hefi jeg sjeð þann á aðferð þeirri er jeg við hafði við súrheysverkun þessa, að heyið var of snemma byrgt með mold; það hefði átt að síga betur og fara hefði átt ofan á það aptur, þegar nóg þótti vera sigið, og þáfyrst byrgja það með mold, því fyrirhöfn varð mjög mikil með ofaná- mokstur, til að viðhalda mænir á heygryfj- unni, og erfiðleikar talsverðir í fyrstu að komast að því, og sjest það bezt á því, að þegar jeg í janúarmán. mældi hæð heysins og þykkt moldarinnar, sem ofan á því var, varð sú niðurstaða, að á miðjunni (álnum) var heyið 2 álnir, til hliðanna lf alin á hæð, en moldarþykktin á miðri gryfjunni var 2 álnir, til hliðanna tæpar 2£ alin. Xirkjubæ á Rangárvöllum 28. apríl 1885. BogiP. Pjetursson. Ferðapistlar eptir 'pozvald Sfývozoddoon. XIII. Genua 18. maí 1885. f>að hefir lengi verið til þess tekið, hve Genúa væri fögur, enda er ekki ofsögum af því sagt; hún ber nafn sitt »la superba« með rjettu. Genua stendur við flóabotninn ut- an í skógi vaxinni hlíð og er byggð fram á tvo lága höfða, er ganga fram í sjóinn beggja megin við höfnina. Prá sjónum er undra fagurt að líta upp til borgarinnar, skrautlegar hallir í röðum hver upp af ann- ari, hjallar og aldingarðar með suðrænum trjám allstaðar innan um, hver hæðabrúnin tekur við af annari, og allstaðar glampar á húsin milli trjánna, fyrir neðan höfnin full af skipum, lífið og fjörið fram með sjónum, bátafjöldinn og gufuskipin er fara og koma ; fram með ströndinni hús og þorp, svo langt sem augað eygir, og í fjarska skógi vaxnir höfðar og hamrar fram með sjónum, er hverfa í blárri móðu, og svo takmörkin Miðjarðarhafið með allri sinni fegurð og til- breytingum, sjórinn sýnist grænn næst ströndinni, blánar er utar dregur og yzt við sjóndeildarhringin slær á hafið fjólulit- um og lifrauðum blæ. Glæsileg fortíð, dýrðleg náttúra, íþróttir og fjörugt mannlíf renna hjer saman í eina mynd, sem eigi er hægt að lýsa. Göturnar eru einkennilegar í Genua, sem náttúrlegt er; af því bærinn er byggður utan í hlíð, eru margar þeirra mjög bratt- ar og sumstaðar verða menn að ganga ótal steinþrep uþp á við, húsin eru geysihá og atundum með 8 til 10 loptum, þó eru breið- ari götur og sljettari fram með sjónum ; til þess að draga vagna og kerrur nota menn múldýr og múlasna, þó ganga hestar fyrir mörgum vögnum með þungri vöru, en þá gengur vanalega múldýr á undan, því þau eru fótvissari og duglegri þar sém bratt er. Múlasnar eru og hafðir til áburðar, bornir á þeim stórir þverpokar eða því um líkt, eru á þeim reiðingar, en engir klifberar og er allt girt undir kvið, gengur það vel þegar hægt er farið. Kvennfólk er og haft til á- burðar eins og í Reykjavík, að minnsta kosti sá jeg margar stúlkur með stóra poka, ekki á bakinu, en á höfðinu, voru þær glað- legar, sem allt fólk hjer, rauluðu fyrir munni sjer og ljetu pokann ramba áhöfðinu án þess að styðja hann; til þess þarf lag og vana. Lífið og mannamorið fram með sjónum er fjarskalegt, þar er allt á iði, sífeldur hávaði og arg, því ítalir eru mjög háværir; verzl- un er hjer mjög mikil og höfnin full af skip- um, fram með sjónum þjóta járnbrautarlest- ir með kol og aðra þungavöru og sjómenn og vinnumenn í alls konar búningi og alls konar ræflum hlaupa fram og apt- ur og bera byrðar, eða teyma hesta og múlasna. Mannfjöldinn á götunum í borgunum á Italíu er miklu meiri en í öðr- um borgum 1 Európu, veðráttan leyfir mönnum hjer að starfa hvað sem þeir vilja undir berum himni. Eram með höfninni eru bogagangar framan á húsunum og þar er lífið og fjörið mest, þar eru opin her- bergi fram að götunni og í þeim iðnaðar- menn við vinnu sína fyrir allra augum, þar eru koparsmiðir, járnsmiðir, skósmiðir; þar eru sölubúðir, og veitingastaðir, sumstaðar er verið að sjóða og steikja, sumstaðar ver- ið að borða og drekka; sumstaðar er verið að járna hésta og múlasna inni i búðunum; 6n fyrir framan hlaupa strákar með blöð, ávexti og eldspýtur og hlaupa hver í kapp við annan. A fyrri öldum þegar Genúa var voldugt þjóðveldi og einhver hin mesta verzlunar- borg í heimi, byggðu höfðingjarnir sjer glæsilegar hallir og skreyttu þær með dýr- gripum og listaverkum; margar af höllum þessum standa enn og hafa að géyma lista- verk eptir frægustu meistara. Myndastytt- ur eru víða úti við og skal jeg að eins nefna mynd af Columbusi; hann varfæddur rjett hjá Genua. Fyrirspurn. í næstliðnum maímánuði var jeg staddur á Ulfljótsvatni við uppskrift á búi Jóns sál. |>órðarsOnar. Skýrði þá hreppstjóri Jón Ögmunds- son olckur frá, sem vorum við uppskriptina, að sýslumaðurinn í Árnessýsla gerði ekkjunni kost á að koma til að halda uppboðið, ef hún vildi vinoa }>að til að senda honum hest að f>urrá í Ölvesi og fl>tja hann aptur á sínum hestum fram að ^ Arnarbæli eptir uppboðið, en vildi ekki lofa neinni borgun fyrir. Má bjóða þetta ekkjunum í Arnessýslu? En þegar hreppstjórinn efaðist um, að hún mundi senda hest nema fyrir borgun fær sýslumaður honum þá undir eins fullmakt til að selja nefnt bú. — Ekkjan sendi ekki hestinn og sýslumaður kom ekki til að halda uppboðið, sem þó hljóp nokkuð á annað þúsund krónur. Er þetta lögum samkvæmt ? Elliðahoti 28/6 i8*<5. Guöm. Magnússon, bróðir ekkjunnar. Svar: Eptir lögum 13. jan. 1882 „skal sýslumaðnr sjálfur halda þau uppboð, er ætla má að hlaupi meira en 200 kr.“, og eptir aukatekjureglugjörð co. sept. 1830, 80. gr„ var sýslumaður skyldur að kosta sjálfur ferðina á uppboðið. Hjer er því tvö- föld lögleysa í frammi höfð af sýslumanni, er hefði átt að kæra þegar í stað fyrir amtmanni. Og það er því óskiljanlegra að sýslumaðurinn skuli hafa látið sjer þetta verða á, þar sem í ráðgjafabrjefi 22. nóv. 1883 (Stj. t. B. bls. 124) skyldur sýslumanns í þessu efni eru rækilega brýndar einmitt jyrir sýslumanninum í Árnessýslu sjálfum, út af fyrir- spurn hans þar að lútandi.—Ritstj. Póstskipið Rornny kom loks i dag kl. 3. Engir ferðamenD með nafnkenndir. Frjettir frá útlöndum engar merkar. Friður enn með Rúsum og Englending- um, en óvíst hvort hann helzt, þótt líklega sje látið. Kólera gengur enn á Spáni, og ekki í neinni rjenun. Hitar óvenjumiklir í Danmörku. AUGLÝSINGAR í samfeldu ináli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orá 15 slata írekasl m. öðru letri eða setoinj 1 kr. fjrir jramlunj dálks-lenjdar. Borjun út í hönd. f essar ágætu bækur fást hjá undirskrifuðum : Vídalínspostilla. Mynsters hugleiðingar. Jónasar hugvekjur. Sighvatar bænir. Sálmabókin, nýasta útgáfa. Jónassens lækningabók. St. Thorsteinsons Ljóðmæli. Hinar fyrst töldu með gjafverði. Halldór pórðarson (bókbindari) Um merki íslands. fyrirlestur eptir Valtý Guðraundsson, er til sölu hjá Sigurði Kristjánssyni, Verð : 30 aurar. TSsT’ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.