Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 1
(eit.u 51 á mioviMajsmorjna. Verí irjanjsins (55-60 arkaí 4tr.; erlendis 5b. Borjisi [jm mibjan ÍSAFOLD. (skri) bundm viJ áramót, 6- jild nema tomin sjí lil úlj. fyrir 1. oH MjreiJslustola ; Isaioldamrentsm. 1. sal. XII 34. Reykjavík, miðvikudaginn 5. ágúslmán 1885. 133. Alþingi. 134. Um landsbókasafnið. 136. Frá útlöndum. Innlendar frjettir. Kvæði. Augl. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. i—2 Landsbókasafnið opið hvern rúnihelgan dag kl. 122 útián md„ mvd. og ld. kl. 2-3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4-5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Júli 1 ágúst 1 Hiti (Cels.) | Lþmælir Veðurátt. ánóttu umhád.] fm. | em. fm. | em. M. 29. F. 30. F. 31. L. 1. S. 2. M. 3. í>. 4. + 5 + 5 + 7 + 5 + 4 + 5 + 5 + 14 + 10 + 9 + 12 + 10 + 11 + 14 3° 3° 30 30,3 30,3 30,5 30,4 30 3° 30.2 30,3 30,5 3°.s 30.4 Sa h d S h d S h d Sv h d Nvh b N h b 0 d S h d Svh d Sv h d Nvh b 1) d b 0 d N h d Allan fyrri part vikunnar hjelzl við n^ning sú, sem var alla fyrri viku ; I. þ. m. stytti upp og gekk þá veður til v.útnorðurs og varð bjartur, eink- um var veður fagurt 2. þ. m. I dag, 4., hlýtt veð- ur, en dimmur hægur norðankaldi. A Jþt QgÍ Lög frá alþingi. Fern hafa lögin komizt frá síðan um daginn, í viðbót við þau þrenn, sem þá voru talin; sjö alls: 4. Lög um breyting d lögum 17. marz 1882 um friðun fugla og hreindýra : Hjer á landi skulu þessar fuglategundir friðaðar fyrir allri veiði á hverjum tíma árs sem er : kríur, snjótitlingar, þúfutitlingar, máríu- erlur, steindeplar, þrestir, rindlar og auðnu- titlingar; og allar aðrar fuglategundir, nema ernir, valir, smirlar, hrafnar, kjóar, skúmar, veiðibjöllur, mávar, fiskiendur, himbrimar, lómar og bjargfugl, skulu friðaðar frá 1. apríl til 20. júlí ár hvert; þó skal lundi friðaður frá 10. maí til 20. júní, fýll frá 1. marz til 10. ágúst. Net og skot má eigi hafa við lunda eða fýlaveiði. Með lógum þessum er 1. gr. Iaga 17. marz 1882 um friðun fugla og hreindýra úr lögum numin. 5. Lög um selaskot d Breiðafirði : 1. gr. 011 skot a sel skulu hjér eptir bönnuð á Breiðafirði fyrir innan línu, er hugsast dreg- in frá Klofningshyrnu í Dalasýslu mitt á milli Gassaskerja og Stagleyjar hálfa mílu suður frá Oddbjarnarskeri nyrðra í Bjarg- tanga í Barðastrandarsýslu. — 2. gr. Brot gegn 1. gr. varða sektum og skaðabótum eptir 5., lð. og 16. gr. í tilskipun 20. júní 1849. — 3. gr. Með þessum lögum er opið brjef 22. marz 1855 úr lögum numið. 6. Lög um samþykkt d landsreikningun- um fyrir árin 1880 og 1881. 7. Lög um sjerstaka dómþinghá í Grafn- ingshreppi : Grafningshreppur í Árnessýslu skal vera sjerstök dómþinghá með þingstað að Úlfljótsvatni. f>ingsályktanir. Tvær hafa bæzt við frá því síðast. 6. Dm hina íslenzku stjórnardeild > Khöfn, prentuð í síðasta bl.; samþykkt óbreytt í efri deild með 7 atkv. gegn 4. f>essir 4 voru allir hinir konungkjörnu nema A. Thorsteinson. 7. Um ábyrgðargjald fyrir verðsendingar : Alþingi skorar A ráðgjafa íslands að hlut- ast til um, að ábyrgðargjald fyrir sendingar, sem verð er tilgreint á og látnar eru á póst- hús á Islandi til að flytjast til Danmerkur, verði hið sama sem borgun sú, er greiða þarf fyrir sendingar á sömu upphæðum með póstávísunum. — f>armig eru nú 14 mál alls framgeng- in og afgreidd frá þinginu. Tollmálið. Nefndin í efri deild (sjá Isaf. 29. júlí) vildi hvorugt frumvarpið að- hyllast, síra Arnljóts nje síra Jakobs, og kemur í þeirra stað með frumvarp um linun til helminga á ábúðar- og lausa- fjárskattinum 1886 og 1887 ; það mundi að vlsu rýra tekjur landsjóðs á fjárhagstíma- bilinu um 30 til 40 þús. kr., »en þann tekju- missi ætlum vjer landsjóði að geta borið» segir nefndin, »og það er óefað mál.að skatt linunin mundi konia sjer mjög vel, eins og nú er ástatt«. Um tollfrumvörpin segir nefndin, að »bæði sje það í sjálfu sjer ísjárvert, að umsteypa skattalögum vorum hvað ofan í annað á fárra ára fresti, og að sjerstaklega sje ó- hentugur tími tíl þess nú, eins og ástatt er fyrir hinum helztu atvinnuvegum landsins«. Landvarningstollsfrumvarpið (síra Arnlj.). þykir nefndinni sjerstaklega óaðgengilegt, þar sem það fari fram á að laekka tekjur landsjóðs um meira en 20,000 kr. og megi hann þó einskis í missa, éf hann eigi að geta fullnægt þó ekki sje nema hinum brýnustu af hinum miklu og margbrotnu þörfum hans. Auk þess sje þessi landvarn- ingstollur mjög óhagfelldur, þar sem hann leggst á svo margar varniugstegundir, en munar þó eigi neinu að ráði nenia á einni (ullu). Um aðflutningsgjald af kaífi og sykri (frv. síra Jakobs) segir nefndin, að það hafi þann kost fram yfir útflutningsgjaldið, að það fylli að mestu upp í það skarð i tekjum landsjóðsins, sem afnám skattanna af landbúnaði og sjávarútvegi mundi höggva í þær; »en hins vegar yrði það gjald mjög ósanngjarnt og þungbært fyrir mikinn hluta gjaldenda, þar sem það á sumum þeirra yrði 15- til 20- falt við þann skatt, sein af væri numinn, og á sumum þeirra yrði nýtt gjald i viðbót við þá skatta, sem nú hvíla á þeim, og sem allir stæðu ó- haggaðir eptir sem áður«. Efri deild felldi síðan í gær landvarn- ingstollsfrumvarpið (A. Ó.) í einu hljóði, en vísaði bæði aðflutningsgjaldsfrumvarp- inu (Jak. G.) og skattlínunarfrumvarpinu nefndarinnar til 2. umræðu með 6 atkv. gegn 5 (þeim konungkj. nema H. Sveinss.). Stjórnarskrármálið. Annari um- ræðu í neðri deild var lokið 30. f. m. og málinu vísað til 3. umr. með 21 atkv. gegn 2 (Arnlj. 01. og H. Kr. Friðr.). f>riðja umræða í neðri deild fer fram á morgun. Nokkrar breytingar komust inn i frum- varpið við 2. umr., svo sem t. d., að þar sem í nefndarfrumvarpinu landstjóra var ætlað að staðfesta lóg og ályktanir alþingis, nema Jstjórnarskrárbreytingar, veita em- bætti, uppgjöf á sókum, undanþágur frá lögum o. s. frv., þá er nú í þess stað sett: •konungur eða landstjóri«, eptir tillogu nefndarinnar. Enn fremur var breytt fyrirmælum um landsdóminn. Sú grein er nú þannig orðuð: »Landsdómur skal skipaður dómendum æðsta dómstóls innanlands og öllum þing- mönnum efri deildar. Eyðja má sá, er kærður er, allt að 5 mönnum úr dómi; en jafnan skal tala dómenda á stöku standa, og skal því, ef til kemur, 1 úr víkja eptir hlutkesti. Tölum þessum má breyta með lögum. Landsdómur velur sjer sjálfur forseta sinn. Endi kjörtími meðan á máli stendur í landsdómi, halda þó efri deildar- menn sæti sínu í dóminum. Ejettarfarið við dóm þennan skal ákveðið með lög- um«. — »Landsdómur einn dæmir í þeim málum, er Iandsstjóri eða neðri deild al- þingis hófðar gegn ráðgjöfunum. Með leyfi neðri deildar getur landstjóri einnig kært

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.