Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 2
134 aðra menn fyrir þessum dómi fyrir glæpi, er einkar-hættulegir þykja landinu«. Fjárlaganefndarálitið. Fjárlaga- nefndin vill enn fremur hækka ritfje bæjar- fógetans í Rvík. upp í 1400 kr. (úr 1000). Hún vill og veita 1000 kr. til vörðuvita á Langanesi eða Melrakkasljettu; auka fje til póstafgreiðslumanna um 400 kr. og brjef- hirðingarmanna um 100 kr.; ekki veita 350 kr. til að kaupa fyrir »harmonium« handa prestaskólanum. Páli Melsteð yfirrjettar- málfærslumanni, sem »hefur nú þegar um 20 ár verið tímakennari við latínuskólann í mannkynssögu og allanþann tímalagt mikla stimd á sagnafræði« fyrir rýra borgun, og er nú 73 ára, vill nefndin veita 1800 kr. á ári í notum þessarar kennslu, þannig, að hann sleppi þá ölluni málfærslustörfum. Kvennaskólum vill nefndin veita 3600 kr. alls, er skiptist milli allra kvennaskólanna 3: i Rvík, á Ytriey og Laugalandi. Til aðstoðar landsbókaverði vill nefndin veita 500 kr. á ári (handa kand. Hallgr. Melsted). Til þjóðvinafjelagsins vill hún veita 300 kr. á ári, til að gefa út góðar og þarfar al- þýðubækur. Matth. Jochumsyni í Odda vill nefndin gefa upp öll ógoldin árgjöld af brauðinu, og eins þau er á falla nú til ársloka, alls að upphæð 2,368 kr. 85 a. þorv. Thoroddsen vill nefndin veita 1000 kr. hvort árið til jarðfræðislegra rannsókna hjer á landi, og 500 kr. að auki til að safna til jarðfræðislegrar lýsingar Islands. Út af bænarskrá frá Arnesingum, um að fiskifræðingur verði látinn férðast þar um sýsluna næsta sumar, til að kynna sjer þar laxgöngu, leggur nefndin það til, að reynt sje að fá hr. A. Feddersen aptur hingað til lands í þeim erindum næsta sumar, fyrir á að gizka 3,500 kr., og auk þess útlendan fiskiklaksmann að vetri fyrir 1200 kr. Enn fremur vill nefndin veita Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndasmið 300 kr. styrk til að gefa útl.bindiaf Islandi í myndum ; M. Stephensen yfirdómara og Jóni Jens- syni landritara 800 kr. styrk til að gefa út handhægt lagasafn ; landlæknir S. Schier- beck 400 kr. styrk til að rannsaka bráða- pestina; dr J. Jónassen 500 kr. styrk til að ferðast til Englands að sumri til að kynna sjer meðferð enskra lækna á sullaveikinni; Birni Pálssyni frá Akureyri 500 kr. styrk til að búa til ýmsar verkvjelar; E. Waage í Rvík 300 kr. til söngnáms Guðrúnar dóttur hans; Snæfellingum 1500 kr. til að hreinsa Rifsós, gegn 500 kr. úr sýslusjóði; til að varna skemmdum af Hafursá í Mýrdal 800 kr.; loks leggur nefndin með því, að lán fáist til búnaðarskólastofnunar á Hvanneyri í Borgarf. Afgangurinn eptir fjárhagstímabilið gerir nefndin að muni verða fram undir 19,000 kr. Fjárbænir þær, er nefndinni höfðu borizt í þetta sinn, voru 82 að tölu. þar af hefir hún tekið 33 til greina að meira eða minna leyti, en synjað 49. Um landsbókasafnið eptir Boga Th. Melsted. III. Um afnot og stjórn landsbókasafnsins. Landsbókasafnið á sjóð, og eru upptök hans þau, að C. C. Rafn heitinn tók, nokkru eptir að hann hafði stofnað það árið 1818, að útvega því gjafir hjá velvildarmönnum þess og voru þær sendar stjórnendum safns- ins 1829, 1830 og 1834. Konungur stað- festi samþykktir fyrir sjóðinn 10. júlí 1856, og er þar ákveðið, að 50 rd. af ársvöxtun- um skuli leggja við hinn fasta sjóð. Sjóð- urinn átti þá (1856) 2343 rd. í arðberandi ríkisskuldabrjefum (Stjórnart. I 361). Nú ætti hann eptir því að vera um 7686 kr.; en annars er mjer lítið um þennan sjóð kunnugt. það er nokkur bót í máli, að safnið á þó svona stóran sjóð; samt dugir hann skammt, því til þess að landsbókasafnið komist í við- unanlegt horf, þarf það fje, og það tölu- vert, úr landssjóði. Margt hjá okkur er sniðið eptir því, sem tíðkast hjá Dönum, og er það að sumu leyti eðlilegt; en hvað um það, þá held jeg, að við mættum breyta eptir þeim í mörgu, þegar um söfnin er að ræða, og því skal jeg nefna hjer 2 helztu bókasöfa og hið helzta skjalasafn þeirra. Hið mikla konunglega bókasafn, um 500,000 bindi, þar af undir 20,000 handrit; útlán hvern virkan dag frá kl. 11—2; lestrarsalur opinn hvern virkan dag frá 10—3. Bóka- verðir og fastir aðstoðarbókaverðir eru þar 9; auk þessa eru þar auka-aðstoðarmenn, sendimenn o.s.frv. Arin 1877—79 var varið einungis til bókakaupa og bókbands 27,000 kr. árlega úr ríkissjóði.—Jeg nefni þessi ár sem dæmi, af því jeg hef fjárlögin fyrir þau hjá mjer. Aðgætandi er og, að það fær ó- keypis allar danskar og íslenzkar bækur. Mig minnir, að það ykist um undir 7000 bindi árið sem leið. Allt er fremur ríkulega úti látið við þetta safn, sem er landsbóka- safn Dana. Sama er að segja um leyndarskjalasafnið; við það eru 7 fastir embættismenn; auk þess sendimenn og menn teknir til skripta, er með þarf. Við leyndarskjalasafnið er opinn lestrarsalur hvern virkan dag frá kl. 10—2, þar sem menn geta kynnt sjer safnið. Við leyndarskjalasafnið er nú sameinað skjala- safn konungsríkisins, og þar lenda nú öll skjalasöfn, sem upp kunna að vaxa við að- al-umboðsstjórn ríkisins. Dálítið öðru máli er að gegna með há- skóla-bókasafníð. f>að fær fje af meira skorn- um skammti, en þó eru við það 5 fastir embættismenn, bókaverðir og aðstoðarbóka- verðir; auk þess eru 2 stúdentar stöðugt til aðstoðar og fá dálítil laun, 2 sendimenn, og aðrir teknir til skripta, er með þarf. Bóka- safn þetta er opið hvern virkan dag, útlán frá 11—2, lestrarsalur frá 11—3. |>aö á um 260,000 bindi, er »klassenska« bókasafnið, sem við það er sameinað, er með talið, og mn 5000 handrit, þegar safn Arna Magnús- sonar er talið með, en það er um 2000 hand- rit og að auki um 6000 brjef (diplóm). Við það er nú sjerstakur bókavörður, og er hann eigi neinn af þeim, sem áður eru taldir. því miður get jeg ekki fengið hjer að sjá, hve miklu fje er varið til háskólabókasafns- ins, því að ýmsir sjóðir eru til, sem því eru ætlaðir vextimir af, auk þess, er það fær úr ríkissjóði. Bókavörðum er líkt launað og kennurum við latínuskóla. Yfirbókaverðir hafa líkt og skólastjórar og prófessórar. Yfirbókaverðir við bókasafn konungs og háskólans byrja hvor með 3600 kr. árlega og fá 400 kr. við- bót eptir hver 5 ár, unz launin eru 4800 kr. Leyndarskjalavörður byrjar með 4000 kr. og getur komizt upp í 6000 kr. Landsbókasafnið hjet fram að 1881 stipts- bókasafn, og var því lítill sómi sýndur af hálfu hins opinhera. Um 1850 varð herra Jón Arnason bókavörður þess ; hafði þá um hríð verið svo lítið skeytt um safnið, að ekki var útlán við það, en það komst þá á aptur (sbr. Um stiptsbókasafnið í Reykjavík eptir Jón Árnason 1862). En Jón gat þó ekki sinnt bókasafninu sem skyldi, því að hann hafði svo lítil laun, 30 til 100 kr. á ári, að hann varð að hafa önnur störf fyrir aðal- atvinnu. þegar alþingi fjekk fjárforráð, veitti það landsbókasafninu 400 kr. á fjárhags- tímabilinu 1876—77, sömu’eiðis 1873—79. Arið 1880 voru veittar 600 kr. og 1881 400 kr. Fyrir 1882—83 var veitt 2,050 kr., en þar af var varið nokkru fyrir umsjón með alþingishúsinu milli þinga, og eins var á- kveðið með þær 2800 kr., sem veittar voru til landsbókasafnsins fyrir 1884—85. þ>ó að þetta sje framför frá því, sem áð- ur var, á meðan landsbókasafnið hafði ekk- ert við að styðjast, nema sjóð sinn oggjafir einstakra manna, þá er hún hvergi nærri nóg. Hingað til hefir landssjóði þótt ofvax- ið, að launa svo bókaverði, að hann gæti varið öllum kröptum sínum í þarfir safns- ins —safnið sjálft er vottur þess — oglitlu fje hefir verið varið til bókakaupa og bók- bands. Stjórnarfyrirkomulag safnsins er svo lag- að, að það getur staðið því mjög fyrir þrif- um. J>ví er stjórnað af 5 manna nefnd, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.