Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.08.1885, Blaðsíða 4
136 getum vjer ekki að skaðlausu flutt allt bók- menntafjelagið hingað heim, og er það hart. þegar alþingi keypti bókasafn Jóns Sigurðs- sonar, steig það hið fyrsta spor til þess að sýna landsbókasafninu rjettan sóma, og nú er sannarlega tími til þess kominn að taka annað sporið. Frá útlöndum. MeðCamoens, semkom hingað 1. þ. m„ frjettist lát Grants hershöfðingja, fyrr- um forseta Bandamanna í V esturheimi; hann ljezt 23. f. m., eptir langa legu og þunga. Enn fremur var talið sannfrjett, að falssp&maðurinn í Súdan, forkólfur ófriðarins þar, hafi orðið sótt- dauður 29. júní. — Manndauði af kóleru fer vaxandi á Spáni: 1000 á dag síðast. Reykjavik 5. ágúst 1885. Lausn frá embætti. Lector theol., presta- skólaforstöðumanni Sigurði Melsted veitt lausn frá embætti af konungi 16. f. m. frá 1. okt. þ. á. með eptirlaunum. S. d. var sýslumanni í ísafjarðarsýslu og bæj- arfógeta á ísafirði C. Fensmark loksins vikið frá embætii af konungi fyrir fullt og allt og án eptirlauna. Heiðursmerki. Sigurður Melsted presta- skólaforstöðumaður, r. af dbr., sæmdur af kon- ungi 16. f. m. heiðursmerki dannebrogsmanna Minnisvarði Hallgríms Pjeturssonar. Minnisvarði þessi, stöpull úr íslenzkum steini, 10 álna hár, með hörpu (lyra) ofan á, eptir danskan listamann, var afhjúpaður af lands- höfðingja sunnudaginn 2. þ. m., í viðurvist mikils mannfjölda, á að gizka 1 */2 þús., eptir að sungið var kvæði eptir Steingr. Thorsteins- son og ræða flutt af biskupi I)r. P. Pjeturssyni. Yarðinn stendur norðanhallt við dómkirkju- dyrnar. Hann er reistur með almennum sam- skotum, er þeir gengust fyrir Dr. Grímur Thomsen og Snorri beit. Pálsson á Siglufirði, og að honum látnum, alþingismaður Tr. Gunn- arsson. Á varðann er höggvið þetta letur : HALLGRÍMUR PÉTURSSON 1614—1674. FYRIR BLÓÐ LAMBSINS BLÍÐA BÚINN ER NÚ AÐ STRÍÐA OG SÆLAN SIGUR VANN. P.S. 25.12 Hið umgetna kvæði er þannig hljóðandi: f»ú, ljóðsvanur trúar, lýðum kær, Frá liðinnar aldar flóði J>inn himneskur ómur eyrum nær, J>ú úthelltir söng með blóði, Með dauðann f hjarta, þá dimm var tfð, J>ú dýrð guðs tjáðir f óði. J>ú, trúskáldið frægst, sem fólk vort á, J>jer fremst vill það þakkir vanda ; J>ví aldrei fyrnist þfn andagipt há Með ódauðleiks vængi þanda. Sem helgaði „móðurmálið þitt“ 1 mætti, fegurð og anda. f>inn guðlegur óður var uppheims gjöf Og afspringur himinglóðar; J>inn heiður, þótt ekki sje hjer þín gröf Er hvervetna rjettur þjóðar: J>ví rfs hjer þinn varði frá bergstall beinn Og bendir til himinslóðar. Stgr. Th. AUGLYSINGAR ísamleldu máli m.smáletri iosla 2 a. (þaktaráv. 3a.) hverl ori 15 slala frekast tn. aðru ietri eía setning 1 kr. [jrá þuinlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd Dyravarðarsýslunin við hinn lærða skóla hjer f Reykjavík er fyrir uppsögn hins núverandi dyravarðar laus frá 1. degi næstkomandi októbermánaðar. J>eir, sem vilja sækja umsýslun þessa, verða að senda skriflega beiðni um hana inn- an loka þessa mánaðar, og stýla hana til stiptsyfirvaldanna. Launin eru 900 krónur. Reykjavík 1. dag ágústm. 1885. H. Kr. Friðriksson. Til almcimings! Læknisaðvörun. |>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á Islandi og kallar Brama-lífs-essents. Eg hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama-lffs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-lífa -elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og þvf eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá ábrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu mellingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júli 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Laxastangarhjól með snúru á týndist */9 frá Árbæ til Rvíkur. Pinnandi skili til ritstjóra ísafoldar gegn riflegum fundarlaunum. Nýja prentsmiðjan. þar eð nú er verið að enda við byggingu hius nýja húss, við Skólavörðustiginn, sem jeg hefi fengið byggt fyrir prentsmiðju mína ein- göngu, og þar eð hin nýju verkfæri min einn- ig eru komin í lag í húsinu, leyfi jeg mjer hjer með að tilkynna mínum heiðruðu löndum, að jeg frá 6. þ. m. tek móti hvers konar handritum til prentunar sem vera skal af vanalegu letur- pressu-prenti. Jeg hefi nú miklu fleiri letur en áður, og fleiri og betri maskínur. Eptir 20. þ. m. tek jeg sjcrstaklega að mjer að prenta ýmis konar skrautprent, ef þess er óskað. Reykjavík 3. ágúst 1885 Sigm. Guðmundsson. Týnzt hefir úr Keflavík rauður hestur með ljósleitt fax, 8—9 vetra, klárgengur en viljugur, mjög styggur, með mark : standfjöður aptan vinstra og brennimark á framhófum : J. P. Th. Kv. Finnandi er beðinn að halda hesti þessum til skila gegu borgun til kaupmanns J. P. Thomsens í Keflavík eða til ritstjóra þessa blaðs. Af því að ýmsir hafa spurt mig um svar til hr. Kálunds viðvikjandi hinum fornu Fiskivötn- um, þá skal þess getið, að grein sú er löngu búin, en með þvi að hún er nokkuð fyrirferðar mikil, getur ekki vel orðið rúm fyrir hana í ísafold um háþingtímann, meðan blaðið er í mestum önnum. S. V. Fundizt hefir 1. þ. m. efst í Svínahrauni tóhaksponta vönduð úr rauðaviði og nýsilfurbú- in með fangamarki á. Rjettur eigandi má vitja á skrifst. ísafoldar gegn auglýsingargjaldi og fundarlaunum. Týnd í einhverju húsi í bænum bláleit regn- hlíf með pjáturliún á enda og festi. Skila á skrifst. ísaf. TIL 8ÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði....................2,25 Gröndals Steinafræði..................1,80 islandssaga þorkela Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 U ndirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama.......................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (8. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg...........................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Olaf Ind- riðason, bundið ..................0,25 Hættulegur vinur.....................0,25 Landamerkjalögin.....................0,12 Almanak þjóðvinafjelagsins 1888 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer...................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.