Ísafold - 12.08.1885, Síða 2

Ísafold - 12.08.1885, Síða 2
138 styrkur Magnúsi |>órarinssyni til að full- komna tóvinnuvjelar. Þurfamannalög. Efri deild er bú- in að samþykkja frumvarp um takmörkun á fjárforræði þurfamanna, er þiggja sveit- arstyrk; frá Skúla þorvarðarsyni. J>ar seg- ir svo: »Hver sem þiggur styrk úr sveitar- sjóði, er hann er orðinn fullra 16 ára að aldri, annaðhvort fyrir sjálfan sig eða skylduómaga sína, er skyldur til að veð- setja allt er hann á og eignast kann, til þess er hann hefir að fullu endurgoldið sveitarstyrkinn, og getur sveitarsjórnin lát- ið skrifa upp fjármuni þurfamannsins og þinglýsa veðskuldabrjefinu og uppskriptar- gjörðinni á varnarþingi hans til tryggingar fyrir skuldinni. Fyrir þinglýsinguna skal ekkert gjald greiðast«. »Rjett er að amtmaður, eptir ósk sveitar- stjórnar og tillögum sýslmnanns eða bæj- arfógeta, setji fjárráðamann þurfamanni þeim, sem gerir sig kunnan að ráðlaus- legri meðferð þess, er hann undir höndum hefir. Birta skal úrskurð þann á varnar- þingi þurfamanns. J>á er þurfamaður hefir endurgoldið sveitarstyrk þann, er hann hefir þegið, er sveitarstjórnin skyld að gefa honum skrifaða viðurkenningu fyrir endur- gjaldinu, og skal amtmaður, þá er hann fær viðurkenningu þess, nema úrskurðinn úr gildi«. »Nú getur þurfamaður eigi endurgoldið sveitarstyrkinn, en er þó vinnufær, og er honum skylt að fara í hverja þá viðunan- lega vist og vinna hverja venjulega vinnu, sem sveitarstjórnin ákveður, og honum er eigi um megn; þó er honum heimilt að ráða sjer sjálfur, ef hann setur áreiðanlega tryggingu fyrir því, að fátækrasjóðurinn bíði engan halla við það«. f Kosningarlögtilalþingis. Frum- varp þetta var fellt við framhald 1. umr. í neðri deild, með 11 atkv. gegn 11. Mátti segja, að feigð kallaði að því, þar sem sjálf- um framsögumanni málsins, Arnljóti Ó- lafssyni, gleymdist að koma á fund fyr en búið var að jarðsyngja það. Nefndinhafði aðhyllzt hið upphaflega frumvarp (Tr. G.) í flestum greinum ; vildi þó meðal annars fjölga kjörstöðum f Gunnlaugur Blöndal sýslumaður, dáinn í Danmörku i maí 1884. TJr fjarska heyrist hljómur og hjarta skellur á, það hljóð er ilauðans dimma rödd og döpur verður brá : þvi nú er Laugi liðinn og lífsins sloknað skar, og hjartað góða hætt að slá sem hugljúft mörgum var. Og þessi sæti söngur, haun slær í eyrum enn — því hver sem heyrði hljóðin þín hann heyrði margt í senn! Sem hvítur svanur sveifstu á sakleysisins væng, og saklaus varstu lagður lík á lága banasæng. þó glæstur geislinn sólar þjer glaða veitti stund: j>ann geisla lífsins grátur braut og gleði stytti fund! 1 andans fullu fjöri og fnllum krapti í þinn bezti máttur brotinn var sem blossa slær við ský! Nú leikur lítil bára við lága Dana strönd og kveður lag við leiðið þitt þar liggur stirðnuð hönd; og fjarri fósturjörðu þig feigðar hitti nótt; þá glepur ekkert geislabrot, þá gerist lifið hljótt. þar sjest ei nokkur syrgja, þar sjest ei nokkur steinn sem geymi góða nafnið þitt, þín getur ekki neinn — en yfir hafið hraðar á huldum andans væng og myrkrið klýfur geislinn gljár sem gekk frá banasæng. Að ísa fornu frðni hann flytur allt þit.t líf— þvi þú varst íslands eigin son, við unað, þraut og kíf — og þessi andans ómur sje æfiminning þín, þú saklaust barn með svana hljóm er söngstu kvæðin mín. •/„ 85. ®. S. Skýrslur um súrheysverkun, H. Onnur skýrslan er frá hr. búfræðing Egg- ert Finnssyni á Meðalfelli í Kjós, um til- raun, er þar var gerð í fyrra sumar. Hann segir svo frá: »Fyrir sláttinn var grafin gröf á vel þur- lendum stað, í hól, og var hún hlaðin innan allt í kring með nýstungnum mýrarkekki og veggirnir hlaðnir fláalausir (lóðrjettir) og vel sljettir, en gröfin tyrfð í botnin með blautu torfi; og þá búið var að gjöra hana, var stærðin einungis 4 álnir á hvern veg breidd, lengd og dýpt. Svo var fyrst látið í hana, eptir miðjan ágúst, nýslegið háargras, hjer um bil 12,000 pd. að þyngd, og var látið nið- ur þannig, að það var vel tætt í sundur og lagt í lögum nálægt | fets þykkum, og troðið svo vel sem varð við hvert lag, til þess grófin var kúffull; þegar fór að hækka f henni, var hestur látinn troða í hana, með því að láta hann ganga fram og aptur ofan á hverju lagi. Síðan var tyrft yfir með nýskornu torfi, svo að torfið varð tvöfalt yfir fóðrinu og að síðustu var borið grjót j ofan á torfið, svo mikið, að grjótlagið varð 1 fets þykkt. Svo var það látið vera óhreyft í 8 daga. J>á var það orðið sigið um helm- ing af þeirri hæð, sem það hafði í fyrstu eða niður í miðja veggi grafarinnar. |>á tók jeg grjótið og torfið ofan af því og skoðaði heyið; var það þá orðið ískalt og fast og lítið eitt dekkra að lit, en þá er það var lát- ið niður. þá var aptur látið þar ofan á um 3000 pd. af háargrasi, svo það varð alls um 15000 pd., og þar ofan á var láti ðmjög ruddakent, en nýslegið mýrargras, og troð- ið eins og áður, til þess meir en 1 álnar hár kúfur var kominn upp af grófinni; þá var það tyrft og grýtt eins og áður var gjört. Var það þá eptir viku sigið svo, að torfið sem ofan á var, var fets lægra en brún veggjanna. Svo var grjótið tekið af, en mold látin í þess stað, vel troðin og svo mikil, að lagið var yfir 1£ fet á þykkt. J>ar ofan á var hlaðin dálítil hrúga af þurru heyi og tyrfð. J>egar kom fram í desembermánuð, var súrheyið tekið upp, til að skoða það og reyna til fóðurs, og var það þá ólfkt að útliti og gæðum. J>að af því, sem var háargras, leit mikið vel út, var lítið eitt dekkra en þá er það var látið í gröfina; hafði sæt-súra lykt og smekk.og átu kýr það með mikilli græðgi. Af þessu súrheyi var kúnni gefið 4—5 pd. í stað 1 punds af góðri töðu, og sýndi það góð áhrif á nyt kýrinnar, einkum að því leyti að mjólkin var betri til smjörs. (Norskurbúnaðarskólastjóri, J. Middelfart, segir í skýrslu, sem jeg hefi sjeð, að súrhey sje hið eina fóður, sem hann þekki, er gefi viðlíka góða mjólk að vetrinum, sem grasið á sumrin). J>að sem var mýrargras var dökkt að lit, hafði sterkari og óþægilegri lykt og smekk, og átu skepnur það illa enda var það, eins og áður er sagt, mjög ruddalegt og stórgjört og ekki ætilegt sem þurkað hey heldur. J>essi litla tilraun var að mörgu leyti mjög ófullkomin; en var þó til að sýna, að súrhey getur orðið að góðum notum, þó gröfin sje ekki svo mjög kostnaðarsöm, og væri óskandi, að sem flestir reyndu það, eptir hinni ágætu fyrirsögn herra Torfa í Ólafsdal, sem lesa má í »Andvara« fyrir árið 1884. — J>á eru tveir bændur á Eiði á Langa- nesi, Daníel Jónsson og G. Einarsson, er skýra frá tilraun, er þeir gerðu í hitt eð fyrra, 1883. J>eir gerðu gryfjurnar (tvær) á venjulegan hátt 3—-4 álnir á hvern veg, nema höfðu kringlótta holu í miðjum botn- inum, alin að þvermáli og hálfa ahn að dýpt, og þjettreptu yfir holuna undir heyið, — eptir fyrirsögn einhvers búnaðar- lærisveins. Svo höfðu þeir grafimar jafn- sljettar við jarðargrundvöll að ofan, þ. e. ekkert hlaðnar upp, og líklega á jafnsljettu,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.