Ísafold - 12.08.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.08.1885, Blaðsíða 3
139 en ekki í hól eða barði. Innan í þær var hlaðið blautum mýrarstreng allt í kring. í gryfjur þessar ljetu þeir í 18. viku hrakið mýrarhey, gegnvott, hjer um bil 23 hesta af votabandi í hverja. Heyið var troðið af hesti, og moldarbing mokað ofan yfir, áln- arþykkum. Fyrri part vetrar gerði f jarska- lega krapa- og stórrigningar. A þorra var önnur gröfin opnuð. Leyndi það sjer þá ekki, að heyið var allt út runnið- hafði hlaupið vatn í það-, mósvart að lit, eins og forarkássa, en með nógri súrlykt; ázt þó furðanlega af sauðkindum, eneyddist ekki, af því þá kom svo góður bati. »Yar þá rept yfir skotið, sem búið var að taka, og svo drifinn aptur sami moldarhaugur ofan yfir«. Svo sátu báðar gryfjurnar ó- hreyfðar þar til á þorra í vetur, 1885; var þá gjörsamlega ónýtt f þeirri, sem áður var opnuð, en í hinni hjer um bil f áln- ar þykkt forarlag ofan á ; en hitt átu hæði fje og hestar furðuvel ; var þó útrunnið, svo blautt, að kreista mátti úr því, nema dálítill hringur neðst út við tóptarveggina, sem var nær því þurr, og með mestu með grasht, og ázt eins og gott þurkað hey. »það hyggjum við að sje það eina, sem óskemmt hafi verið af rigningarvatni«. — Loks er í brjefi frá merkum manni á Rangárvöllum getið um ýmsa nefndarbænd- ur þar í sýslu, er reynt hafi súrheysverk- un í fyrra og reynzt mikið vel. Brjefritar- inn segir svo : »Mjer og öðrum finnst þessi heyverkunaraðferð hin nytsamasta : til hag- ræðis, flýtis og fóðurauka og fóðurgæða, þá þurrkur bregzt og útlit er að hey hrekjist, rýrni eða ónýtist. Má fullyrða, að hjer verði eptirleiðis framhaldið þessari hey- verkun, þá útlit er að hey hrekjist eða ó- nýtist á annan hátt af öflum náttúrunnar. Að vanda heytóptina eða gröfina ríður mest á; hún þarf að vera vel þurr, sljett, nokk- uð flá, hornasljó, lík sporöskju, og halli vatni frá á alla vegu; síðan hryggmænd með mold eða öðrum þunga, þá búið er að tyrfa heyið með þungu torfi, og troðið og mænd tóptin jafnóðum og flöt verður, og má ekki opna heyið í 3 mánuði eða þó lengri tíma, svo súr og ger sje búið að brjóta sig í heyinu.—Er og enn einn kostur við hey- yerkunaraðferð þessa, að þá búið er að ganga frá heyinu, eins og áður er sagt, grandar því ekki vindur, eldur, vatn, bú- peningur, eða ófrjáls brúkun mannanna; hey þetta erúr allri ábyrgð, þar tilgefið er«. * * * það er aðalatriðið fyrir alla þá, sem hugsa um súrheysverkun, að festa sjer vel í huga þá meginreglu, sem er grundvöllur- inn undir þessari meðferð á heyinu, að verja , gjursamlega bœði vatni og lopti að komast > ! að heyinu. Allar einstakar reglur við þessa aðferð eru á því byggðar og í því skyni settar: t. d. þrýstingin, lögunin á tóptinni (fláir veggir og kringlótt horn), jarðvegur- inn, og hvað eina. Dæmi Langanesbænd- anna sýnir, hvernig fer, ef þessi megin- regla er eigi vandlega haldin. — Að öðru leyti er ómissandi að kynna sjer sem bezt hinn fullkomna og ýtarlega leiðarvísir herra Torfa í Ólafsdal um þetta efni í f. á. And- vara. — Búnaðarskólinn á Hólum. — Skýrsla frá forinanni skólastjórnarinnar, dbrmanni Erlendi Pálmasyni í Tungunesi. Snemma á árinu 1881 ritaói amtsráðið í Norður- og Austuramtinu sýslunefndunum í amtinu og lagði fyrir (»ær, að stofna einn búnaðarskóla í hverjum tveim sýslum eða alls 3 skóla í amtinu (sjá Stjórnar- tíð. 1881, B bls. 133). Stofnuðu þá sýslunefnd- irnar 1 Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum til fundar til að ræða þetta mál í maím. s. á. Kom fundinum saman um, að hagkvæmast væri, að einn búnaðarskóli væri stofnaður í hverjum fjórðungi landsins, enda væri það oigi síður tilgángur tilskip. 12. febr. 1872, en að þeir væru fleiri. Auk þess væri það hinn mesti fjársparnaður, og loks yrðu fjórðungsskólarnir kraptmeiri. Samdi því fundurinn frumvarp til reglugjörðar fyrir einn búnaðarskóla í Norð- lendingafjórðungi og ritaði sýslunefndunum í Eyjaljarðar- og þiugeyjarsýslum áskorun um, að þær sameinuðust vestursýslunum um einn búnaðarskóla. þessu tóku Eyflrðingar fremur vel, en þingeyingar skeyttu því ekki. Nokkru seinna rjeðst sýslunefndin í Skaga- fjarðarsýslu í, að kaupa jörðina Hóla í Hjalta- dal til að stofna þar skólann; fjekk hún 15,000 kr. lán úr landssjóði til þessa fyrirtækis, upp á árlega afborgun í 28 ár. Samkvæmt samningi viðsýslunefndinai Skaga- fjarðarsýslu var búfræðingur Jósep Bjarnarson kennari á Hólum fardagaárið 1882/88 og lánaði sýslunefndin honum 2000 kr. til að halda þar bú fyrir eigin reikning. þetta ár voru 3 náms- sveinar á skólanum. Var Skagafjarðarsýsla ein um stofnunina þetta ár, af því að fundur, sem halda átti vorið 1882 um sameiningu við Hún- votninga og Eyfirðinga um skólauu, fórst fyrir. En 26. apríl 1883 var haldinn fundur á Hólum um sameiuinguna. Mættu þar tveir fulltrúar fyrir hverja sýslnanua, Húnavatns-, Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðarsýslu, er kosnir voru af sýslu- nefndunum. Á fundinum gengu Húnvetniugar og Eyfirðingar inn í Hólakaupin með Skagfirð- ingum, og skyldu allar 3 sýslurnar vera í sam- einingu um skólann. Skyldi þar reisa bú fyrir reikning stofnunarinnar og var þar ýmislegt fleira samþykkt; var það allt seinna staðfest af hlutaðeigandi sýslunefndum. Einnig var fund- argjörðin send til amtsráðsins. Undirtektir þess (stj.tíð. 1883 B bls. 93) eru i sumum greinum mjög athugaverðar, t. d. þar sem það vildi eigi mæla með því, að Húnavatns- og Eyjafjarðar- sýslur fengju hlut sinn úr búnaðarskólasjóðnum, en hafði þó látið Skagafjarðarsýslu fá sinn hlut áður. Af þessu leiddi, að taka þurfti mikið lán I fyrir búpening og búsáhöld til að koma skóla- búinu á fót. Máttu þau kaup eigi dragast enda var verð á búpeningi þá lágt í Skagafirði, því að þaðan fluttust þá margir til Ameríku, svo að ef kaup á búpeningnum hefðu dregizt til næsta árs, hefði stofnunin orðið mörg hundr- uð krónum dýrari, er peningur hækkaði í verði eptir fjárfækkunina í harðindunum. þrátt fyrir þetta hjeldu Húnvetningar áfram búnaðarskólasambaudinu við Skagfirðiuga, og fengu sinn hlut úr búnaðarskólasjóðnum vorið 1884. það var heldur eigi útlit fyrir annað, en að Eyfirðingar ætluðu og að halda áfram, því að þeir greiddu til skólans 500 kr. En síðan kom hik á þá; og hafa þeir ekkert gjört til að efna samþykktir sínar um skólasambandið þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um það. Jafnvel þótt stofnunin hafi orðið að berjast við tilfinnanlegan fjárskort, landsstjómin hafi eigi verið henni hlynnt og almenningsálitið í byrjun svo dauft, að fáir vildu sækja um skól- ann, hefir hann þó smám saman komizt í full- komuara horf; þannig var á fulltrúafundi að Hólum 28. apríl 1884 meðal annars gerður að- skilnaður á reikningum skólasjóðsins og skóla- búsins, þannig, að skólasjóðsreikningum telst: A, í stofnfje : 1. Jörðin Hólar meö hjáleigunni Hofi og Kolbeinsdalsafrjett með öllum húsum, nema peningshúsum á heimajörðinni; 2. Öll áhöld skólans utanhúss og innan ; 3. Bókasafn lians. B, í eyðslufje: a. Tekjur: 1. Afgjald af jarðeigninni; 2. Árleg búnaðarskólagjöld hlut.aðeigandi sýslna; 3. Allur opinber styrkur. b. Gjöld: 1. Laun til kennara skólans; 2. Meðgjöf með námspiltum ; 3. Húsabyggingar; 4. Endurgjald fyrir jarðabætur; 5. Vextir og afborganir af lánum ; 6. Til bóka og verkfæra- kaupa; 7. Til fundahalda og skólastjórnar. Búreikningum telst: A, stofnfje: 1. Allur lifandi peningur; 2. Allir dauðir búshlutir utan húss og innan; 3. öll penings- hús á heimajörðinni. B, eyðslufje : a. Tekjur : 1. Allar afurðir búsins; 2. Með- lag námspilta; 3. Styrkur af skólasjóði fyrir unnar jarðabætur ; 4. Afurð af garðyrkju. b. Gjöld : 1. Afgjald jarðarinnar; 2. Opin- ber gjöld; 3. Kaup vinnuhjúa; 4. Fæðiskostn- aður; 5. Endurbætur og vidauki á innstæðum búsins; 6. Endurbótpeningshúsa; 7. Kostnað- ur við jarðabætur; 8. Eudurgjald tíl skóla- stjóra fyrir umsjón búsins (samkvæmt 9. gr. í reglugjörð fyrir skólastjóra). Á tjeðum í'undi var og ákveðið, að námspilt- ar úr Húnavatns og Skagafjarðarsýslum þyrftu ekkert aö gefa með sjer á skólauum. Báðar sýslunefndirnar hafa kosið 3 menu í skólastjóru. Skal hún hafa yfirstjórn í öllum málum skólaus af hálfu sýsluuefndanna og gjöra svo sýslu- nefndunum og amtsráðinu grein fyrir gjörðum sínum. Skólastjórnin hefur nú samið reglugjörð um skyldur og rjettindi skólastjóra, er amtsráðið liefir samþykkt, og um skrá um skyldur og rjettindi skólastjórnarinnar, er það og hefir samþykkt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.