Ísafold - 12.08.1885, Síða 4

Ísafold - 12.08.1885, Síða 4
140 Um það kvað kennt hefir verið á skólanum og hvernig kennslunni hefir verið hagað, nægir að vísa til hinnar prentuðu skýrslu um það efni. Yfir hverja grein skólabúsins eru haldnirbú- reikningar, sem eru endurskoðaðir af skóla- stjórninni. Á hverju vori skal skólastjórnin taka út skólabúið. Hinn 12. maí þ. á. átti búið.: 1. í lifandi peningi .... 5,455 kr. „ a- 2. í búsáhöldum...... 2,563 — 16 - 3. í matleifum........ 160 — 85 - 4. í heyfyrningum .... 708 — 75 - Samtals 8,887 kr. 76 a. En að frádregnnm skuldum voru eigur þess að upphæð . . . 7,513 kr. 95 a. Eignir búsins í maí 1884 voru 6,608 — 80 - Gróði búsins verður þvi síðastl. ár samtals................... 905 kr. 15 a. Aðurnefndur búfiæðingur Jósef Bjarnarson hefir allt af verið skólastjóri. Árið 1883—84 voru námsveinar 7. Nú eru þeir 10. Auk þess sóttu 8 menn um skólann í vor, en gátu eigi fengið inntöku vegna rúmleysis. Af þessu sjest, að almenningsálit á skólannm hefir stór- um breytzt til batnaðar hið síðasta ár. Sýslu- nefndimar i báðum sýslunum veita svo mikið fje til skólans sem þeim er unnt. Amtsráðið einnig nú orðið honum hlynnt. En þrátt fyrir allt þetta er fjárskorturinn enn hið mesta mein skólans. þannig eru útgjöld skólans þetta ár, aukljósa, hita, bóka- og verkfærakaupa: 1. Laun skólastjóra............... 900 kr. 2. Laun annars kennara .... 400 — 3. Afborgun Hólaverðsins . . . 900 — 4. Fæðisstyrkur námssveina . . . 1000 — Samtals 3200 kr. en eigi aðrar lögboðnar tekjur af opberu fje, en búnaðarskólagjald beggja sýslnanna (464 kr. 91 e.). Auk þessara nefndu útgjalda ber hina bráð- ustu nauðsyn til að koma upp skólahúsi til þess að ekki þurfi að neita mönnum um inn- töku í skólann sakir rúmleysis. J>ótt amtsráð- ið og sýslunefndirnar vilji bæta úrþessumvan- kvæðum, þá er þeim það ómögulegt sakir fje- leysis. f>að virðist því vera eina úrræðið, að snúa sjer til alþingis og biðja það að veita nægi- legt fje til skólahúsbyggingarinnar og árlegra launa handa kennurum skólans. Tungunesi 19. júní 1885. Úr brjefi frá Kaupmannahöfn. Síðan á þjóðhátíðinni árið 1874 er íslendingum kunn- ugur prófessor Rasmus B. Anderson, sem nú er sendiherra Bandaríkja hjer í Danmörku. Um það leyti er þjóðhátíðin var haldin á íslandi, gekkst hann fyrir því ásamt öðrum íslandsvini í Ameríku, professor Villard Fiske, að safna bókagjöfum handa íslandi víðsvegar um Banda- ríkin, og safnaðist þannig talsvert, sem sent var til landsbókasafnsins í Keykjavík. Um sama leyti samdi hann tvö rit, er snerta fornöld ís- lands, annað heitir America not discovered by Columbus (Ameríka ekki fundin af Kolumbusi), en hitt Norse Mythology (goðafræði Norður- landa); í fyrra ritinu færir hann ýmsar líkur fyrir.að Kolumbus muni hafa fengið vitneskju um Ameríku á íslandi, þegar hann var í förum við ísland í þjónustu Englendinga; híð síðara ritið, sem er talsvert stærra, er eins og nafnið bendir til, um norræna goðafræði. Nokkru seinna gaf hann út ásamt landa vorum sjera Jóni Bjarnasyní mjög góða útgáfu af Friðþjófssögu eptir Esajas Tegnér, þvi auk þýðingarinnar sjálfrar, sem 'er eptir prófesser George Stephens hjer víð há- skólann, er ensk þýðing af sögum þeim, er Tegner tók efnið úr, nefnilega af sögunni af Friðþjófi frækna og |>orsteini Víkingssyni, enn fremur æfisaga Tegnérs. R. B. Anderson hefir enn fremur þýtt eddurnar á ensku, en þar af er einungis Snorraedda prentuð enn. þetta er hið helzta af því, sem B.. B. And- erson hefir samið og þýtt, er snertir beinlínis ísland; en auk þess hefir hann fengizt við ýms öpnur ritstörf, er snerta Norðurlönd yfir höf- uð. J>að er hans mark og mið, að efla og út- breíða í Bandaríkjunum þekkingu ábókmennt- um og skáldskaparverkum norðurlanda, og vinn- ur hann að því af miklum áhuga. J>annig hefir hann þýtt rit eptir ýms skáld og fræði- menn á Norðurlöndum, þar á meðal bókmennta- sögu norðurlanda eptir danskan vísindamann að nafni "Winkel Horn. J>ar er fyrst skýrt frá forníslenzkum bókmenntum, síðan frá bók- menntum íslendinga nú á dögum og því næst koma þrír kaflar um bókmenntir Dana, Norð- manna og Svia, sinn um hverjar. Síðast er skrá yfir öll þau rit á enskri tungu, er að ein- hverju leyti snerta norðurlönd og önnur skrá yfir enskar þýðingar á norrænum og íslenzkum ritum; hvor um sig inni bindur hjer um bil 500 rit. Hið síðasta ritverk R. B. Andersons er úr- valssafn af norskum þjóðsöngvum, danskvæðum o. s. frv. eldri og nýrri, ásamt enskum þýðing- um af þeim og lögum við. J>að heitir The Nonoay Musical Album, og er það stórt og yfirgripsmikið verk; í samverki með sjer við það hafði ít. B. Anderson fræðimann einn að nafni Auber Forestier. Samskonar úrvalssafn er hann að undirbúa af sænskum, dönskum og íslenzkum þjóðsöngum, er hann ætlar svo að gefa út. Sendiherra R. B. Auderson er af norskum ættum, en fæddur og uppalinn í Ameríku; hann er miðaldra maður, um fertugt; hann er hversdagslega glaðvær og skemmtinn. Hnan er sem margir Ameríkumenn að hann bragðar aldrei vín eða neitt áfengt. Einkum er íslend- ingar honum kærir og hefir hann þegar kynnzt allmörgum þeirra. J>að er áform hans að ferð- ast til íslands áður en langt um líður, og verð- ur það ef til vill næsta sumar. AUGLÝSINGAR í samíeldu máli in. smáletn kasta 2 a. (Jiakkaráv. 3a.) hrert ord 15 slala frekast m. öðru letri eJa setniuj 1 kr. Ijrir tramlnnj dálks-lengdar. Borgun útí hönd Hjer með er skorað á alla þá menn hjer í bænum og í næstu sveitum, sem enn skulda mjer, og eigi hafa fengið nýjan borgunarfrest, að borga skuld sína til mín fyrir 20. þ. m. Reykjavik 11. ágúst 1885. U. E. Brieiu. Sd prestur eða kandidat, sem sœkir um Mjrdalsping og fœr pau og fer að pjóna peim i haust, getur átt von á að fá 500—fimm hundruð krónur útborg- aðar sem bráðabyrgðaruppbót á brauðið. Biskupinn yfir íslandi, Reykjavík 8. ág. 1885. P. Pjeturssoi). Tierney kaupmaður í Reykjavík vill kaupa 80 —90 hesta af góðu útheyi. Hjá Rauðavatni fyrir neðan Hólm hefur fundizt steinhringur 6. ág., sem geymdur er hjá Jóni á Kolviðarhóli. Týnzt hefur úr nýlega á leið úr Svínahrauni ofan að Árbæ, sem beðið er, að halda til skila á skrifst. ísafoldar. Gólfábreiða, mjög stór og vönduð, er til sölu hjá kaupmanni Tíerney. Með því það er ákveðið, að jeg fari austur í Rangárvalla og Skaptafells- sýslu, ef fært verður Fjallabaksveg, þá skal jeg geta þess, að þeir herrar: Landsrevísor Indriði Einarsson, og cand. theol. Halldór Jónsson, sýna forngripa- safnið á meðan; þeir taka og á móti hlutum sem koma kunna til safnsins á meðan. Á morgun veður safnið ekki opið. Reykjavík II. ágúst 1885. Sigurður Vigfússon. Til athugunar. Vjer undirskrifaóir álítum það skyldu vora aó biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-líjs- elixír hra. Mansjeld-Búllner <£ Lussens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna liefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er elcki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-líjs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vörutil þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christenscn. Chr. Sörensen. 9jr.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby. tSS* Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Brentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.