Ísafold


Ísafold - 19.08.1885, Qupperneq 1

Ísafold - 19.08.1885, Qupperneq 1
?en.ir ó! á miðvikudagsinorjna. Verí árganjsins (55-60 arai 4kr.; erlendis 5kr. Borjist Ijrir miBjan júl'inánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin vií áramót. {- jilii nema komin sje lil ÚI5. tjrir 1. oki. iíareiísiuslola í IsafoidarDrenlsin. i. sal. XII 36. Reykjavík, miðvikudaginn 19. ágústmán. 1885. 14F. Alþingi 143. Sandeyðingin í Kangárvallasýslu. 144. Ólafur prestur J>orvaldsson (minningarstef). Innlendar frjettir. Auglýs. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 —2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen á gúst Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu umhád. fm. em. fm. em. M. 12. + 1 + 8 29,Q 29,9 V h h Sv h d F. 13. 4- 10 ?9,9 29,9 Sv h b Sv h d F. 14. + 6 -t 9 29,9 29,8 Sv hv b Sv hv d L. (5. + 6 + 'O 29,9 3° Sv h d 0 b S. 16. + 5 + II 30,1 30 0 b Nv h b M. 17. + 6 + II 30 29.9 0 a 0 d í>. 18. + « + 14 29,9 29,9 A hv d Sa hv d Umliðna viku hefur optast verið hægð á veðri, aðaláttin liefur verið útsynningar (Sv.) með skúrum, einkum var talsverð úrkoma h. 14 I dag er aust- an-landssynningur, dimmur fyrir hádegi og lítur úr- komulega út, nokkuð hvass en hlýr. Alþingi. Lög frá alþingi. þessi lög hafa við bætzt frá því síðast: 10. Lög um hluttiiku safnaða í veitingu brauða. 1. gr. jpegar brauð í þjóðkirkjunni losn- ar, tekur söfnuðurinn þátt í veitingu þess eptir reglum þeim, er nú skal greina. 2. gr. þegar auglýst hefur verið, að prests- embætti sje laust, og hinn ákveðni umsókn- arfrestur er út runninn, skal landshöfðingi, þegar fleiri en 3 hafa sótt um embættið, er allir fullnægja hinum almennu skilyrð- um fyrir því, að geta haft á hendi prests- embætti í þjóðkirkjunni, með ráði biskups velja þrjá af umsækendum til kosningar, er honum virðist hafa bezta hæfilegleika til þess að geta komið til álita við veitingu embættisins. Hafi að eins 3 slíkir menn sótt um brauð, má landshöfðingi á sama hátt velja tvo þeirra til kosningar. 3. gr. Umsókuarbrjef þau, er þaunig hafa verið valin úr, og bæði umsóknarbrjef- in, hafi að eius 2 sótt um embættið, sendir biskup með athugasemdum þeim, er hon- um virðist ástæða til að gjöra, til hlutað- eigandi prófasts, en prófastur skal sjá um, að þau verði lögð fram og liggi til sýnis í 2 vikur á einhverjum hentugum stað í prestakallinu. Ef sóknarnefndin eða sókn- arnefndirnar í prestakallinu láta eigi prófast vita, áður frestur þessi er liðinn, að söfnuð- urinn ætli sjer eigi að nota kjörrjett sinn, skal prófasturinn stofna til fundar fyrir allt prestakallið, áður aðrar 2 vikur sjeu liðnar, og skal auglýsa fund þennan svo sem þörf gjörist. Um umsækendur þá, sem í kjöri eru, skal á þessum fundi öllum þeim með- limum þjóðkirkjunnar, sem búsettir eru í prestakallinu, og óspillt mannorð haia, gef- inn kostur á að greiða atkvæði, ef þeir eru orðnir fullra 25 ára, þegar kosningin fer fram, t>g hafa atkvæðisrjett á safnaðafund- um samkvæmt lögum nr. 5 frá 27. febr. 1880, sbr. Iög nr. 10 frá 12. maí 1882. 4. gr. Kjörstjórn skal stýra kosningum; er prófastur formaður hennar, en hver sókn- arnefnd í prestakallinu kýs í hana 2 menn. 5. gr. Sóknarnefnd hver semur skrá yfir þá sóknarmenn, er kosningarrjett hafa eptir 3. gr., og sjer um að skráin liggi til sýnis fulla viku á undan kjördeginum á ein- hverjum hentugum stað fyrir sóknarbúa; eptir þeirri skrá fer kosningin fram. Nú kærir einhver, að sjer hafi verið sleppt úr skránni, eða að annar hafi heim- ildarlaust verið tekinn á skrána, og skal hann þá í seinasta lagi koma fram með kröfu sína eða mótmæli á sjálfum kjördegin- um, og leggur kjörstjórnin því næst úr- skurð sinn á málið, áður en gengið er til atkvæðagreiðslu. 6. gr. Sjerhver sá, er kosningarrjett hef- ur og vill greiða atkvæði, skal koma sjálf- ur á kjörfund. Atkvæðagreiðslan skal fram fara munnlega, og skulu tveir af kjörstjór- unum taka við atkvæðunum við kjörskrá hverja. þegar öllum, er viðstaddir eru og hafa kosningarrjett, hefur verið gefinn kostur á að greiða atkvæði og þau rituð í kjörbækurnar.skal atkvæðagreiðslunni lokið, en þó eigi fyr en klukkustund er liðin, frá þvl kosningar hófust. 7. gr. Kjörstjórnin semur skýrslu um það, er fram hefir farið á kjörfundinum, og sendir hana ásamt kjörskránum og umsókn- arbrjefunum o. fl. til landshöfðingja, þegar frestur sá er liðinn, sem ræðir um í 8. grein. 8. gr. Nú vill einhver koma fram með kæru viðvíkjandi kosningu þeirri, er fram hefur farið, og verður hann þá að senda kæru sína skriflega til formanns kjörstjórn- arinnar, áður en vika sje liðin frá því kosn- ingin fór fram, ef henni skal nokkur gaumur gefinn ; en formaður kjörstjórnarinnar skal senda landshöfðingja kæruna ásamt áliti kjörstjórnarinnar. 9. gr. Ef að minnsta kosti helmingur safnaðarlima þeirra í prestakallinu, er kosn- ingarrjett hafa, hafa tekið þátt í kosning- unni og einhver af umsækendum hefir hlot- ið að minnsta kosti helming atkvæða þeirra, er greidd hafa verið, verður honum gefið veitingarbrjef af hlutaðeigandi stjórnarvaldi, hafi kosningin farið fram eptir 3.-8. gr. laga þessara, eða sjeu eigi þeir gallar á, sem eptir atvikum geti haft veruleg áhrif á úrslit hennar ; ella skal við veiting em- bættisins taka það tillit til þeirra óska, er hafa komið fram af hálfu safnaðarins, er álitið verður að rjett sje. 10. gr. Nú hefur laust brauð verið aug- lýst á venjulegan hátt, og hinn ákveðni um- sóknarfrestur er útrunninn, og hafi þá ekki nema einn, er fullnægi hinum almennu skilyrðum fyrir að þjóna prestsembætti í þjóðkirkjunni, sótt um brauðið, þá skal ept- ir kosningarreglum laga þessara leita tillögu safnaðarins um, hvort hann heldur kjósi að brauðið verði veitt þessum eina umsækj- anda, eða prestsþjónusta í brauðinu verði fyrst um sinn falin á hendur nágranna- présti eða nágrannaprestum, verði því við komið, eða settur verði prestur til að þjóna brauðinu til bráðabirgða, geti hann fengizt. 11. gr. Kostnaði við prestakosningar skulu sóknarnefndirnar jafna niður á alla safnað- armenn í prestakallinu, þá er atkvæðisrjett hafa samkv. 3. gr. Eindagi á því gjaldi er hinn fjórtándi dagur, frá því niðurjöfnunin og hverjum greiða skuli var auglýst á kirkju- fundi. Kærur út af fjárheimtu þessari er heimilt að bera upp á hjeraðsfundi prófasts- dæmisins, og leggur hann fullnaðarúrskurð ámálið. Kjett er að taka gjöld þessi lögtaki. 12. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag jan- úarmánaðar 1887. 11. Lög um friðun hvala. 1. gr. Allir hvalir, nema tannhvalir og smáhveli, svo sem hnýsur, höfrungar og mar- svín, skulu friðhelgir fyrir alls kyns skot- um hvervetna í landhelgi, svo fyrir land ut- an sem á flóum og fjörðum inni, frá 1. maí til 31. október ár hvert, nema í ísvök sje, fastir á grynningum eða hamlaðir á annan hátt þvílíkan. Eigi má heldur hvali skjóta á öðrum árstíma á fjörðum eða vogurn, með- an síldarveiði er þar stunduð. En reka má hvah á laud og drepa, ef það er gjört með

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.