Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 2
142 handskutlum eða lagjárnum, en eigi með skotum. |>á er hvalur er drepinn á þann hátt, sem hjer er leyft, skal þess ávallt gætt, að eigi sje síldarveiði eða veiðarfærum spillt. 2. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessara varða sektum til landssjóðs allt að 2,000 kr. Auk þess skal veiðifang, ef nokkurt er, gjört upptækt, og andvirðið falli til lands- sjóðs. Sje hvalur, hverrar tegundar sem hann er, nokkurstaðar veiddur í landhelgi af mönnum, er eigi hafa rjett til að veiða þar, eða sje landhelgi notuð af þeim á nokkurn hátt við hvaiveiðar, varðar það sömu sekt- um og útlátum til landssjóðs, þó svo, að sektin má eigi minni vera en 500 kr. 3. gr. Mál um brot gegu lögum þess- um skal farið með sem opinber lögreglu- mál. 12. Lög um takmörkun á fjárforræði þurfa- manna, er þiggja sveitarstyrk. 1. gr. Hver sem þiggur styrk úr sveitar- sjóði, er hann er orðinn fullra 16 ára að aldri, annaðhvort fyrir sjálfan sig eða skyldu- ómaga sína, er 9kyldur til að veðsetja allt er hann á og eignast kann, til þess er hann hefir að fullu endurgoldið sveitarstyrkinn, og gétur sveitarstjórnin látið skrifa upp fjár- muni þurfamannsins og þinglýsa veðskulda- brjefinu og uppskriptargjörðinni á varnar- þingi hans til tryggingar fyrir skuldinni. Fyrir þinglýsinguna skal ekkert gjald greiða. 2. gr. Nú beiðist sveitarstjórn fjár- náms til lúkningar sveitarstyrks hjá skuldunaut sveitar, eða skuldinni er lýst við á skipti búi hans, og er eptirrit úr sveitar- bókinni næg sönnun fyrir skuldinni, enda hef- ri hún forgöngurjett fyrir öðrum skuldum. 3. gr. Bjett er að amtmaður eptir ósk sveitarstjórnar og tillögum sýslumanns eða bæjarfógeta setji fjárráðamann þurfamanni þeim, sem gjörir sig kunnan að ráðlauslegri meðferð þess, er hann undir höndum hefir. Birta skal úrskurð þann á varnarþingi þurfamanns. f>á er þurfamaður hefir end- urgoldið allan sveitarstyrk þann, er hann hefir þegið, er sveitarstjórnin skyld að gefa honum skrifaða viðurkenningu fyrir end- urgjaldinu, og skal amtmaður, þá er hann fær viðurkenningu þessa, nema úrskurðinn úr gildi. 4. gr. Nú getur þurfamaður eigi endurgoldið sveitarstyrkinn, en er þó vinnu- fær, og er honum skylt að fara í hver- jaþá viðunanlega vist, og vinna hver- ja venjulega vinnu, sem sveitar- stjórnin ákveður, og honum er eigi um megn; þó er honum heimilt að ráða sjer sjálfur, ef hann setur áreiðanlega tryggingu fyrir því, að fátækrasjóðurinn bíði engan halla við það. Yerði ágreiningur milli þurfamanns og sveitarstjórnar um það, hvort vist eða vinua sje viðunanleg eða trygging nægileg, skal sýslumaður eða bæj- arfógeti leita álits tveggja kunnugra óvil- hallra manna um ágreiningsefnið ; því næst skal hann leggja fullnaðarúrskurð á málið. 5. gr. Óhlýðnist þurfamaður ákvæðum laga þessara eða úrskurðum þeim, er honuin kunna að ganga á móti (sbr. og 4. gr.), má kæra málið fyrir sýslumanni eða bæjar- fógeta, er heldur þurfamanni til hlýðni, að við lögðum sektum eða hegningu eptir málavöxtum. 6. gr. Nú vill maður flytja af landi burt, en skilja. eptir vandamenn, er honum að lögum ber fram að færa, en sem ekki eru sjálfbjarga, og skal hann þá skyldur að setja uægilega tryggingu eptir mati tveggja manna, sem ekki eru í sveitarfjelaginu, fyrir því, að skylduómagar hans verði ekki sveitarfjelaginu til þyngsla, að minnsta kosti um næstu 3 ár, nema veikindi eða önnur ófyrirsjáanleg óhöpp valdi, ^pda ó- heimili sýslumaður eða bæjarfógeti utanferð nema þessum skilyrðum sje fullnægt. 7. gr. Mál, sem rísa út af brotum gegn lögum þessum, eru almenn lögreglumál. 13. Lög um stofnun lagaskola á lslandi. 1. gr. I Beykjavík skal stofna kennslu- skóla í lögfræði. 2. gr. f>eir, sem vilja uema í skóla þess- um, skulu hafa tekið burtfararpróf við hinn lærða skóla í Beykjavík, eða einhvern lærð- an skóla í Danmörku. Svo skulu þeir og, áður en þeir megi ganga undir burtfarar- próf við lagaskólann, hafa tekið próf í for- spjallsvísindum. 3. gr. Við skóla þennan skulu skipaðir tveir kennarar, og skal annar þeirra jafn- framt vera forstöðumaður skólans og hafa í laun 3,600 kr., en laun hins kennarans skulu vera 2,500 kr. 4. gr. Báðgjafi Islands semur reglugjörð handa skólanum. 5. gr. þeir, sem leysa af hendi burtfarar- próf á skólanum.eiga aðgangað þeim embætt- um á íslandi, sem lögfræðingareruskipaðirí. 14. Lög um liigtak og fjárnám án undan- farins dóms eða sáttar. (Langt mál, stjórn- arfrv., í 16. greinum). Jpingsályktanir. Enn fremur hafa ver- ið eamþykktar þessar þingsályktanir. 8. Um aðgang kvenna til námsprófa. »Alþingi skorar á ráðherra Islands að hlutast til um að leyft verði konum, a, að ganga undir burtfararpróf við hinn lærða skóla; b, að njóta kennslu og taka burtfarar- próf við hinar æðri menntunarstofn- anir landsins«. 9. Um prestakallamál. »Neðri deild al- þingis skorar á stjórnina, að leggja fyrir alþingi 1887 nýtt lagafrumvarp um skipun prestakalla í þá átt, að þar sje farið frarn á fast árgjald til hvers prófastsdæmis, er þess kann að þurfa, úr landssjóði, eða ár- gjald frá einu prófastsdæmi til annars, og að hjeraðsfundum prófastsdæmanna verði heimilað rneð samþykki landshöfðingja að jafna prestaköllin með tillagi frá einu til annars, og með því að skipta milli þeirra landssjóðstillaginu til prófastsdæmisins eða tillagi annara prófastsdæma til þess«. Stjórnarskrármálið. Meiri hluti nefndarinnar í éfri deild, þeirBen. Kristjáns- son, Einar Asmundsson, Sighvatur Árn. og Skúli þorv., segjast vera »fyllilega sann- færðir um, að málið mætti eigi seinna upp bera, og að frumvarpið (neðri deildar) gjöri þær einar breytingar á stjórnarskrá vorri, sem brýn nauðsyn er á, til þess að stjórn landsins og lagasetning vanti eigi hin helztú skilyrði fyrir því, að geta orðið að þörfum þjóðarinnar; en skilyrðin eru að voru áliti þessi: að stjórnin ogalþingi vinnisem miðla- minnst saman að lagasetningunni, og að stjórn landsins sje dregiu sem mest saman í landinu sjálfiu. Að öðru leyti vill nefndin lítið gera nema orðabreytiugar á frumvarpi neðri deildar, til uinbótar á orðfæri. Einungis vill hún hafa ákvæðiu um stundarsakir þannig : »1 íslenzkum málum, þeim, er eigi skal dæma í landsdómi sainkvæmt þessum stjórnar- skipunarlögum, er hæstirjettur í Danmörku æðsti dómstóll, þangað til breyting verður á því gjörð með lögum, er ríkisþingið og alþingi samþykkir«. Hinn eini konungkjörni þingmaður í nefndinui, Jón Pjetursson,—líklega valinn í í hana sem »íðel-frjálslyndur«, eptir því sem einn samdeildarmaður hans hefir lýst honum á prenti,—treystist ekki til að fylla flokkinn, heldur fer eiun sjer með þá tillögu, að láta sjer uægja að »alþingi nú sendi kon- ungi vorum allra þegnsamlegast ávarp, og beiðist þess þar í, að ísland fengi sjer- skildan ráðgjafa, er mætti á alþinginu«. Tveir konungkjörnir þingmenn utan nefnd- ar, Hallgrímur Sveinsson og Magnús Ste- phensen, stinga upp á, að (húsráðandi) konur hafi kosningarrjett til alþingis, en kjörgengi ekki nema karlmeun. Málið er til 2. umræðu á morgun. + Tollmálið. Tollfrumvarpið frá efri deild, er skýrt var frá í síðasta blaði (kafíi- tollur, sykurtollur, tóbakstollur) fjell i neðri deild þegar í stað með 14 atkv. gegn 7. Hið eina af öllum toll og skattafrumvörpun- um á þessu þingi, -er enn þá hjarir, er frum- varp efri deildar um linun (til helminga) á ábúðar- og lausafjárskattinum um fjárhags- tímabilið. + Helgi lands fyrir ágangi af skepnum. það frumvarp er einnig fallið í neðri deild, með litlum atkvæðamun, ept-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.