Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 3
148 ir að nefnd hafði um það fjallað þar, og stungið upp á nokkrum breytingum. t Ný læknahjeraðaskipun. Frum- varp um breyting og fjölgun (um 6) á læknahjeraðaskipuninni, borið upp í efri deild af Ben. Kristjánssyni og Einari As- mundssyni, og samþykkt þar uær í einu hljóði, fjell í neðri deild með jöfnum at- kvæðum (11:11). Fyrirspurnir. |>ingmenn Isfirðinga Tb. Thorsteinson og þórður Magnússon, bera upp svolátandi fyrirspurn : »Hvað hefur landsstjórnin gjört til að firra landssjóð peningatjóni við embættis- færslu sýslumanns og bæjarfógeta C. Fens- marks ?«. Jón Ólafsson ber upp svolátandi fyrir- spurn : »Hve hár er sjóður landsbókasafnsins orðinn nú? Og hvernig stendur á því, að landsstjórnin aunast eigi um, að fylgt sje fyrirmælum konungsúrskurðar 2. marz 1861 (sbr. brjef kirkju- og kennslustjórnarinnar til stiptsyfirvaldanna 29. desbr. 1863) um birtingu reikninga sióðs þessa á prenti?« Fjárlagamálið. Fjárlagafrumvarpið var samþykkt við 3. umræðu í neðri deild 14. þ. m., að miklu eins og við 2. uuiræðu, sjá síðasta blað. Efri deild tók málið til umræðu þegar daginn eptir, og setti í það nefnd : Sighv. Arnason (form.), Magnús Stephensen (fram- sögum.), Árna Thorsteinsson, Einar Ás- mundsson, L. E. Sveinbjörnsson. Nefndin vill gjöra talsverðar smábreytingar á frumvarpinu, og skjóta inn í ýmsum launa- bótum : |>orv. Jónssyni hjeraðslækni á ísa- firði 224 kr., Tómasi Hallgrímssyni lækna- skólakennara 400 kr., dyraverði latínuskól- ans 100 kr., landsbókaverði Jóni Árnasyni 200 kr. Enn fremur vill hún veita 5000 kr. til aðalagerðar á skólahúsinu, og kenn- ara Geir Zöega 700 kr. til að fullkomnast í frakknesku á Frakklandi. Styrkinn til að kynna sjer bankastörf í Danmörku vegna hins fyrirhugaða lands- banka vill nefndin færa upp í 1500 kr., og láta ekki bókarann hafa hann, heldur fram- kvæmdarstjórann. (Ekki mun nú svo til ætlast, að einn úr nefndinni sjálfri, einn af þeim hálaunuðu, hljóti þann bitling?). Hins vegar vill nefndin færa niður styrk- inn til f>orv. Thoroddsens í 2000 kr. (úr 3000), nema burtu styrkinn til S. Eymunds- sonar og styrkinn til að varna skemmdum af Hafursá í Mýrdal, og færa niður styrk- inn til cand. juris P. Briems í 1000 kr., en nema burtu lánið handa honum. Reikningar Reykjavíkurkirkju. Neðri deild hefir samþykkt ályktun um að setja nefnd til að rannsaka reikninga Beykjavíkurdómkirkju fyrir árin 1882, 1883 og 1884, og veita nefnd þessari heimild til að heimta skýrslur, munnlegar og brjeflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar. — Deildin kaus síðan í þessa nefnd þá Eirík Kúld, Jón Ólafsson Jón Sigurðsson. Yíirskoðunarmenn landsreikn- inganna 1884 og 1885: Til þessa starfa hefur neðri deild endurkosið Dr. Qrírn Thomsen, en efri deild—aptur amt- manninn sinn, Magnús yfirdómara Stephen- sen. Gæzlustjórar við hinn fyrirhug- aða landsbanka. Eptir hinum nýju bankalögum frá þinginu eiga að vera í stjórn bankans einn framkvæmdarstjóri (með 2000 kr. launum), er landshöfðingi skipar með hálfs árs uppsagnarfresti, og tveir gæzlu- stjórar, er kosnir eru sinn af hvorri deild alþingis til fjögra ára, með 500 kr. launum hvor. fúngið hefur nú kosið þessa gæzlu- stjóra : neðri deild Eirík Briem prestaskóla- kénnara, og efri deild háyfirdómara Jon Pjetursson. Sandeyðingin í Rangárvallasýslu. Skýrsla eptir Jónas prest Jónasson. Ofan á allt, sem á undan var farió. gengu í vetur landnyrðingsstormar yfir sýsluna í hálf- an mánuð (27. jan. — 11. febr.), áalauða jörð, með miklum harðviðrum, og jósu þeir miklu vikurflóði hjer yfir Landsveit, og svo hafa verið sífelldir stormar og sandbyljir frá páskum og allt fram í miðjan júní, og hafa þeir einnig gert allmikið að verkum. Sandágangur þessi hagar sjer hjer um bil á þossa leið. Landssveit liggur milli þjórsár og Rangár hinnar ytri, og liggur frá landnorðri til útsuðurs; hún er hátt á þriðju mílu á lengd, og um og undir mílu á breidd. Ofantil á Landinu er fjall eitt lítið, er kallast Skarðsfjall, nærri úti undir þjóraá. Eptir Landinu gengu þrir saml- gárar fyrrum, allt þaugað til í vetur. Hinn austasti kemur innan af afrjetti, milli Búrfells og Heklu; gengur hann fram eptir öllu Land- inu, fram með Rangá; sá gári hefir nú nýlega gjöreytt Stóra-Klofa, Litla-Klofa, Borg og Stóru- velli, og stefnir iram lengra, og er að gjöreyða Tjörfastaði, og svo Húsagarð, Bjalla, Lúnans- holtsengjar, Efrasel og Neðrasel. Sandröst þessi er hátt á þriðju mílu á lengd þar sem er í byygð, og sumstaðar um og yfir ’/« mílu á breidd. þar er sandmegnið svo mikið, að ekki getur að lita meira stórfenni í snjóvetrum. Kr bvo mikið stórfenni við Stóruvelli, að það er auðgert að ríða sljett víðast hvar upp á bæinn. Líkt er og á Tjörfastöðum. Miðgárinn tekur sig upp inn við þjórsá fyrir innan Skarfanes, og er í fyrstu kominn innan af þjórsárdalsvikr- um fyrir ofan þjórsá. Hanu hefir gjöreytt Eskíliolt, Eril, Oarða, annexíuna Skarð og ljens- jörðina Fellsmúla; þessar jarðir hafa reyndar allar, nema Eskiholt og Erill, verið byggð- ar upp aptur í bithaga. Nú er hann að eyða I Osgröf, Skarfanes, Yrjar, Skarðssel, Skarð (hið I nýbyggða), Minnivelli, og engjar á Heysholti og þúfu. Sá gári er um 2 mílur á lengd, en mjórri en hinn. Milli þoirra var grastunga upp undir Ósgröf, og er Mörk efsti bær í þeirri tungu, og svo Skarð, Króktún, Garðar og Fellsmúli. í vctur náðu þeir saman um Mörk, og má telja þá jörð nú gjöreydda; en það er auðsætt, að þegar þeir eru komnir saman, þá sópast tíjótt um tungu þessa, þar eð sandmegn- ið er svo fjarskalegt fyrir innan. þriðji gárinn gengur fyrir vestan Skarðsfjall, og hefir gjör- eytt Árbæ og vofir yfir Hvammi. þessir eru aðalgárarnir í Landsveit; en auk þess er auka- gári úr þeim austasta, sem hefir eytt Merki- hvol fyrir löngu síðan, og er að eyða tíaltalæk og stefnir á Leirubakka og Vatnagarð. Svo er í miðgáranum meðfram Skarðsfjalli að sunnan svo mikið sandmegn, að það hefir skeflt sljett suður af fjallsendanum, og mun hann þá og þegar eyða Látalæti og skemma land á Hell- um. því miður or mjer ekki eins vel kunnugt um sandeyðinguna á Rangárvöllum; enn það eitt er víst, að þar hafa ýmsar jarðir gereyðzt i vet- ur: (funnarsholt og tíaddstaðir. Og nú segja kunnugir menn, að töluvert sje farið að blása til skemmda á Oddahverlistún, og horfi til eyð- ingar á því innan skamms tíma. Margar aðr- ar jarðir eru þar á förum. Sandur þessi, sem gengur ytír sveitirnar, er þrenns konar. Fyrst er moldarlag, sem blæs upp, hjer um 2'/a—3 ál. á þykkt; innan uin það eru öskulög eptir Heklugosin, og hefi jeg talið 11 i einu jarðfalli. Mcðan moldarlagið er að blása upp, gengur eyðingunni af fokinu seint, og sprettur optast upp úr blásturmoldinni. Síðan er blásvart ösku- eða brunasandlag mis- jafnlega þykkt, optast kringum alin, og svo vik- urlag, sem er nálægt hálf alin, og sumstaðar mikið minna. þar undir er brunahraun. Vik- ursandurinn er hvítur á lit og er opt svo stór- gerður eins og sauðarvölur; hvar sem hann kemur á grasrót, brennir hann úr allan gróður, og er þá vÍBt, að þar fer að blása upp þegar til þess viðrar næst. þar sem þcssi gandi vikur- sandur fýkur mest fram, fylgir honum óhollusta mikil, bæði fyrir menn og skepnur, og í vor, þegar sandveðrin voru mest, varð vatn ódrekk- andi í lækjum af brennisteinsbragði. það þarf engum orðum að því að eyða, að þessar sveitir hljóta að eyðast að lullu, nema einstöku bæir á stangli, því að það liggur svo fyrir, að það er óviðráðanlegt að stemma stigu fyrir því. En það er óneitanlega hart að láta þá menn, er neyðast til þess að vera í húsun- um á sandjörðum þessum, búa þar við sömu kjör og áður og gjalda þannig gjöld af engu. Jeg veit að margir eru þeir sem halda, að allur þessi sandur sjeu tómar ýkjur og orðagjálfur, og það meira að segja sumir þeir, sem hann er að seigdrepa ár eptir ár; en þó að þeim sje nokk- ur vorkunn, sem aldrei hafa sjeð slíka skelfingu, er þó varúðarvert að dæma alla sem kvarta um sand, ósaunindamenu. það er grátlegra en svo að 8já slíkar sveitir verða að blásvörtu ösku- flagi, sem voru fyrir 50,árum kjarnbeztu sveitir á Suðurlandi. þá var allur efri hluti Landsveitar alþakinn þjettum birkiskógi, og fjenaðnr gekk I þar sjálfala á hverjum vetri, og það gerði það I seinast í fyrra vetur á fáeinum bæjum. þar sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.