Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.08.1885, Blaðsíða 4
144 land er enn óeytt til fjalla. En nú sjest ekki annaú eptir af skógunum en fáeinar kaldar ^ rótarfeyskjur, sem fjúka með sandmum, nema' lítill blettur inn við |>jórsá. f>ar voru stórir fiákar alsprottnir blöðku eða sandmel, og voru þar slegnir mörg hundruð hestar af grasi þessu, en nú er það allt komið í kaf og horfið. Eptir því sem jeg liefi næst komizt, þá er ekki eptir meira af graslendi á efra helmingi sveitarinnar, fyrir ofan Stóruvallalæk, en sem svarar einum sjöttungi af landffákanuin. Ritað á Jónsmessu 1885. f Ólafur prestur f>orvaldsson. Olafur til alls óseiun, ofar fioginn skýi, sálarprúður hjartahreinn hataði flærð og lygi. (iruðrækin og grandvör önd gott allt meta kunni, mikilvirk og hög var hönd, hjartað fegurð unni. Helgar tíðir hann þá söng hjartans mál fram bar hann; orðasmið hans ei var löng, en efnisheppinn var hann. Hann virti lítils veraldar plóg en vildi svo til haga, að aldrei ríkur, ávallt nóg ætti’ hann sina daga. í muna honum mannást brann mörg hans verk það sýna; opt á líkn við örsnauðan ól hann fátækt sína. Önn fyrir því hann ávallt bar að allir væru glaðir; makafár hann maki var og mjög ágætur faðir. Gestrisinn til greiða ör gestum skemmtun vakti; ástríkt viðmót, eldheitt fjör ólund burtu hrakti. Önn til hvetur, óskorað, jeg eignist flet í jörðu, en varla get jeg, veit jeg það, vin mjer betri’ á jörðu. Armæðan þá öll er stytt eykst mjer gleði’ án tafar; þá „Hjartanslífið11 hitti’ eg mitt hinum megin grafar. Gamall kunningi. Reykjavík 19. ágúst 1885. Manntjón af slyaförum. Sunnudagsmorg- unin 16. þ. m. drukknaði maður í Markarfljóti, bókbindari Bjarni (Skúlason læknis) Thorarensen frá Móeiðarhvoli, síðast til heimilis á Oddhól, 27 ára að aldri. Hanu var í för með bræðrum sínum þremur og nokkrum mönnum öðrum skemmtiför austur á J>órsmörk. Höfðu þeir lát- ið þar fyrir berast um nóttina og hjeldu heim- leiðis með morgninum, í fögru veðri. |>eir leit- uðu fyrir sjer um vað á fljótinu, og hjelt Bjarni heitinn niður með fljótinu cinn saman, en hín- ! ir allir upp á við. [>eim varð litið við að vörmu ' spori, og sáu þá hvar hestur Bjarna brauzt um út í miðjutn strengnum árinnar, í forsandi strauinfalli og stórgrýti, en maðurinn horf- inu, og fannst líkið rekið langar leiðir niður með fljótinu 2 kl.stundum eptir, talsvert skaddað. Bjarni heitinn var mannvænlegur maður og vel látinn, vaskur og gervilegur, sem hann átti ætt til. Franskur vísindamaður, Paul Passy að nafni, prófessor við kennaraskólann í París, málfræðingur, er á ferð hjer um land, gerður út af stjórninni til að kynna sjer menntunar- hagi landsins m. fl.; kom hingað með Oamoens 1. þ. m. Með Camoens komu hingað ennfremur með þeirri ferð frú Guörún Hjaltalín frá Möðruviill- um, og frú Sigríður E. Magnússon frá Cambridge. Sömuleiðis þessir útlendingar. Miss B. Turner, Miss Walker, Mr. & Mrs. H. Percy Smith, Mrs. Edw. Lister, Dr. Edw. Lister, Mr. Bevens, Mr. Buller, og Mr. Thomson. AUGLÝSINGAR í samfeldu ináli m. smáletri losla 2 a. (þatöaráv. 3a.) hvert orá 15 stafa frekast ia. öðru letri efa selninj 1 kr. fjrir jramlunj dálks-lenjdar. Borgun út i hönd Uppboðsauglýsing. Eptir beiðni prófasts síra pórarins Böð- varssonar verður við opinbert uppboð, er hald- ið verður laugardaginn 5. sept. þ. á. kl. 12 á hádegi, hjá húsinu nr. 12 (þorvaldar Björns- sonar) við Vegamótabrú, nefnt hús boðið upp og selt hœstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Skilmálar fyrir sölunni eru til sýnis á skrifstofu bœjarfógeta 4 dögum fyrir upp- boðið. Bœjarfógetinn í Beykjavik 18. ágúst 1885. E. Th. Jónassen. Tapað u/8. Græn gleraugu, tvöföld, glerin á hjörum, á leiðinni frá Artúni til Reykjavlkur. Finnandi skili á skrihtofu „ísafolrk\r“ gegn fund- arlaunum. Jeg undirskrifaður sel skó og aðgerðir eins bil- lega og jeg get. Reykjavik ,s/8 85 Björn Guðmundsson, i húsi Benidikts Asgrimssonar gullsmiðs. Sá, sem helir fengið gyllta silfurfesti með stóru lijartamynduðu deshúsi aí veði hjá móður minni sál. Guðr. Jónsdóttir í Hólshúsi, aðvarast l.jer með að skila þessum góða grip úr veðsetningunni þegar i stað til undirskrifaðrar, gegn því, að fá skuld þá borgaða í peningum, setn gripur þessi stendur I veði fyrir. |>eim, sem hjer á hlut að máli, er sjálfum fyrir beztu að sinna þessari aðvör- un. Hólshúsi i Rvík 17. ág. 1885. Ingibjörg Jónsdóttir. Hjer með apturkalla jeg fullmakt þá, er jeg 23. febr. 1884 gaf Eggerti kaupstjóra Gunnarssyni til þess að útvega 111)61 lán og veðsctja fyrir þvi eign mína liöfuilólið li.'.l an Staðarhól í Dalasýslu Aðvarast því einn og sjerhver um, að veita tjeðum Eggerti Gunnarssyni ekkert lán gegn veði i tjeðri eign, skyldi þess verða á leit farið. p. t. Reykjavík, 6. ágúst 1885. Eggert Steffansson. Til almeiiniiigs! Læknisaðvörun. I»ess hefir verið óskað, að éj; segði álit mitt um „bitter-essentsu, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég heli komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög viil- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. f>ar eð ég uin mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bitlera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmainerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði...................2,25 Gröndals Steinafræði.................1,80 íslandssaga J>orkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfárræktarinnar, eptir sama........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg............................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ...................0,25 Hættulegur vinur.....................0,25 Landamerkjalögin.....................0,12 Almanak J>jóðvinafjelagsins 1886 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Speneer....................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.