Ísafold - 29.08.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.08.1885, Blaðsíða 4
148 alþingi fjekk verulegan þátt (löggjafarvaldi og fjárforræði landsins, en vjer finnum eigi að síður sárt til þess, að fjarlægðin milli lands vors og Yðvarrar Hátignar leggur til finnanlegustu tálmanir í veg fyrir það, að stjórn Yðvarrar Hátignar geti verið svo hagfelld fyrir landið og svo gagnkunnug hinu sjerstaklega ásigkomulagi og einkenni- legum þörfum þess, sem nauðsyn krefur, auk þess sem fjarlægðin hlýtur að gjöra stjórnarframkvæmdirnar seinfara, og sjer í lagi hefur hún þann þýðingarmikla ann- marka, aðútiloka þá samvinnu og nána sam- band millum alþingis og stjórnarinnar, sem er einkaskilyrði fyrir eðlilegri þingbundinni stjórn. Að ráða bót á annmörkum þessum, er sií aðalhugsun, sem nýmælin eru byggð á í frumvarpi til endurskoðaðra stjórnarskip- unarlaga fyrir ísland, er alþingi nú hefur samþykkt, þar sem farið er fram á, að stjórn in sje færð inn í landið sjálft og að Yðvarri Hátign mætti þóknast, að láta mann hjer á landi fara með umboð Yðvarrar Hátignar í löggjafar- og stjórnmálum, að svo miklu leyti, sem fjarlægðin eptir atvikum útheimt- ir, því samvinnan og sambandið milli þings og stjórnar er hið mikilvægasta atriði í þing- bundinni konungsstjórn. Mildasti herra konungur! Vjer erum þess fullvissir, að Yðar Hátign lítur mildirlkum augum á þessa viðleitni vora, að auka og efla velferð lands vors. Vjer erum þess fullvissir, að yðar konunglega speki sjái, að með þeirri skipun á hinum viðurkenndu sjerstaklegu málum Islands, sem hjer ræðir um, hljóti það ástar- og bræðraband, sem tengir oss við frændþjóð vora Dani, að eflast og styrkjast að sama skapi, sem þessi tilhögun á landsstjórn- inni gjörir oss Islendinga frjálsari, sælli og hæfari til að vera í tölu bræðraþjóða vorra á Norðurlöndum. Vjer biðjum almáttugan guð að blessa og farsæla Yðra konunglegu Hátign, Yðvart konunglega hús, ríkisstjórn, lönd og þegna Yðvarrar Hátignar. Stjórnarskrármálið. Efri deild að- hylltist við 2. umr. breytingartillögur nefnd- arinnar, þær, sem getið er í síðasta blaði en felldi breytingartillöguna frá 2 konung- kjörnum þingmönnum um kosningarrjett kvenna, og setti í þess stað svohitaudi á- kvæði, eptir tillögu nefndarinnar : »Með lögum má veita konum kosningar- rjett til alþingis«. Auk hinna þjóðkjörnu 6 var éinn úr flokki hinna konungkjörnu málinu með- mæltur, Hallgrímur Sveinsson, og með þeim 7 atkvæðum var því vísað til 3. um- ræðu. Síðan var frumvarpið samþykkt við 3. umræðu í efri deild með þessum sömu 7 atkvæðum gegn 1. J>essi eini var Jón Pjet- ursson. Fleiri voru eigi á fundi, auk for- seta, varafors. Á. Thorsteinssonar. Hinir 3 höfðu forföll: biskupinn, og yfirdómararn- ir tveir: Magnús Stephensen og L. E. Sveinbjörnson. Loks var frumvarpið samþykkt óbreytt af neðri deild síðasta þingdaginn, með öllum atkvæðum gegn 5. J>essir 5 voru: Arnlj. Ólafsson, H. Kr. Friðriksson, Th. Thor- steinsson, Tr. Gunnarsson og J>orkell Bjarnason. Fjárlagamálið. það útkljáðist loks í sameinuðu þingi síðasta þingdaginn. A- greiningurinn mest út úr launabótum. Land- læknir Schierbeck fjekk 600 kr. launabót á ári á fjárhagstímabilinu; læknaskólakennari Tómas Hallgrímsson 400 kr.; Arni prófast- ur Böðvarsson 100 kr. eptirlaunabót og síra J>órður Thorgrimsen 50 kr. Kand. juris Páll Briem 2000 kr. styrk til að stunda ís- lenzk lög. Loks samþykkti hið sameinaða alþingi svo látandi viðaukagrein aptan við fjárlög- in, frá dr. Grími Thomsen : »Stjórninni veitist heimild til að verja allt að 150,000 krónum af innskriptarskírteina- upphæð viðlagasjóðs til lána gegn 6”/° í vöxtu og afborgun á 28 árum handa sýslu- fjelögum og bæjarstjórnum til þess að út- vega mönnum atvinnu við gagnleg fyrir- tæki». AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri bsta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 stafa frekast ia. ó5ra letri eða setninj 1 kr. [jrir þumlung dálks-lengdar. Borgun nt i hönd Lotteri. Með brjefi dags 30. júní síðastl. hefur lands- höfðinginn yfir Islandi veitt mjer undirrituðum leyfi til að stofna til lotterís til ágóóa fyrir vegagjörö á hinni svokölluðu Síóu austanvert á Vatnsnesinu, og með brjefi dags 8. f. m. hefur amtmaðurinu yfir Norður-og Austuramtinu sett eptirfylgjandi reglur fyrir því: „1. Vinningurinu er foli 5 vetra, vakur og af góðu kyni. 2. Seðlar þeir, sem útgefnir verða, mega ekki vera fleiri en 1000, og má eigi taka meir fyi-ir hvern seðil, en 1 kr. Á hvern seðil skal for- stöðunefnd lotterísins (o : undirritaðui,) hrepp- stjóri þorl. þorláksson i Vesturhópshólum og hjeraðslæknir Júlíus Halldórsson í Klömbrum) rita eiginhandar nöfn sín, og verður hver kaup- andi seðils að varðveita hann vandlega, og get- ur enginn fengið vinninginn framseldan, nema hann komi fram með seðil undirskrifaðan af forstöðunefndinni, sem vinningurinn hljóðar upp á. Hver sá, sem selur seðla, ritar hjá sjer nafn þess sem keypti, og tölurnar á þeim seðlum, sem hann selur, en fjehirðir lotterísnefndarinn- ar skal rita upp þcttu allt aptur á skrá sjer. 3. Drátturinn um vinninginn skal, hvort sem margir eða fáir seðlar seljast, framfara fyrir næstkomandi 15. oktbr. opinberlega undir um- sjon forstöðunefndarinnar, og skal auglýsa í blaóinu ísafold þann dag og stað, er dráttur- inn fer fram. Drátturinn fer fram á þann hátt, að forstöðunefndín býr til jafn marga seðia og seldir hafa verið, með árítuðum tölum hinna seldu seðla, þar sem að eins verður dregið um þær tölur, er seldar hafa verið. þessa seðla, sem nefndin þannig býr tii, skal hún láta í kassa, og skal öll nefndín þá vera viðstödd, og síðan forsigla kassann með innsiglum sínum. þann dag er drátturinn skal fram fara, kemur uefndin með liinu forsiglaða kassa, þangað sem draga skal, og skal þar folinn vera til sýnis; siðan fer drátturinn fram á þann liátt, að stálp- að barn með bnndnum dúki fyrir augu og ber- um handleggjum dragi einn seðil úr kassanum sem innsigii þá eru tekin frá; við seðli þeim, sem dreginn verður úr kassanum, tekur forstöðu- nefndin jafnskjótt, og sýnir þeim, sem við eru, töluna, og hefur þá sá unnið follann, sem hef- ur sömu tölu á þeim seðli, sem undirskrifaður er af nefndinni og áður hefur verið seldur. 4. Að afstöðnum drætti skal þegar auglýst í „lsafold“, hver tala hafi komið út, eða verið dregin, og verður vinnandi þá svo fljótt sem auðið er, að gefa sig fram með seðil sinn, og taka á möti eða gjöra ráðstöfun fyrir því, að hinum unna hesti verði veitt móttaka, en þang- að til þetta getur orðið er hesturinn á ábyrgð forstöðunefndarinnar. Verði enginn búinn að gefa sig fram sem vinnandi innan 4 mánaða frá því er auglýsing- in kom út, verður hosturinn seldur við opin- bert oppboð, og andvirði hans varið til opt- nefndrar vegagjörðar. 5. Agóðinn að frádregnum kostnaði við aug- lýsingar o. s. frv. skal ganga til optnefndrar vegagjörðar“. Samkvæmt framanskrifuðu leyfi og reglum hef jeg nú gefið 5 vetra fola, vakran og af góðu kyni, til fyrirtækis þessa. Nú er nýbyrjað að temja fola þennan, og virðist hann líklegur til reiðar. Drátturinu um hann á að fara fram að Bfri-þverá 14. oktbr. næstkomandi. Tjörn 21. ágúst 1885. J. S. j»orláksson. Carl Franz Siemsens verzlun. Samkvæmt skipun, er jeg tjekk í dag með pótskipinu Lauru, leyft jeg mjer að vekja atliygli viðskipta- manna minna á því, að jeg frá ]>ví á mánudag 24. ágúst sel eingöngu fyrir borgun út í liönd og með talsvcrt lægra verði en áður. Reykjavík 22. ágúst 1S85. G. Emil Unbehagen. Ritstjóri Björn Jónsson, eand. phil. Prentsmiðja Ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.