Ísafold - 04.09.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.09.1885, Blaðsíða 2
154 orði, en með því að jeg hefi enn nokkuð nýtt þessu máli -viðvikjandi, og mjer er ekki svo ógeðfélt, að eiga nokkurt samtal viö K. K. um þetta efni, þar sem hann fer þess á leit, þá skal jeg fara hjer um nokkrum orðum. það skiptir mjög í tvö horn um skoðanir K. K. og mín um Njálu; honum verður það þegar fyrir, að hlaupa í ritara sögunnar> þegar hann ekki skilur orð hans i sambandi við sögústaðina, og gefur í skyn, að hann hafi eigi þekkt þá, þ. e. ekki vitað sjálfur, hvað hann var að tala um. Jeg þar á móti held, að þau missmíði, sem kunna að finn- ast á Njálu og vorum góðu sögum, sjeu meira að kenna þeim mikla fjölda af afskript- um, sem teknar hafa verið síðar, heldur en þeim upprunalegu söguriturum, sem sett háfa saman söguna, og að menn hafi ekki ritað sögu um þá staði, sem þeir ekki þekktu; þetta liggur lika í augum uppi; slíkt hefði ella orð- ið hlægilegt hjá þeim, sem betur þekktu, og þeirhefðuþá enda gjört þarvið athugasemd- ir eða leiðrjett það; það hefir sjaldan orðið til frambúðar, að gefa sig í að tala mikið um þá staði, sem maður hefir óljósa kynn- ingu af. En hjer er ekki um nein slík mis- smíði að ræða á þessum stað í Njálu; hjer er svo vel sagt frá, sem bezt má vera, sem enn skal sýnt. Mjer sýnist, að K. K. hafi heldur snemma hlakkað yfir þessu, og að hann hafi verið heldur bráður á sjer að leggja dóma á ýmsa staði í Njálu, sem sýna má, því málsgögn eru ekki enn öll fram kornin. Almenningur hjer á landi hefir gott vit á sögum vorum og er þeim nærri sem samvax- inn, og hvert hjerað á svo að segja sína sögu; almenningi kemur því illa, þegar ménn eru með þarfiausar rengingar á sögum vor- um, sem ekki eru á rökum byggðar. Mönn- um er og nokkuð kunuugt um rannsóknir K. K. hjer á landi, og á hverju þær eru mest byggðar, en hjer er ekki staður að tala um það. K. K. grlpur til þess í vandræðum, að reyna að hjálpa sjer með því, sem konfer- enzráð M. Stephensen segir um rit síra Sæ- mundar Hólms um Skaptáreldinn, en þetta hefði verið bezt að láta liggja á milli hluta, því þau orð koma þessu máli alls ekkert við. f>etta er því eins og vjer segjum, »að anza tryppunum fram á dal«. M. Stephensen minnist ekki með einu orði á kort síra Sæ- mundar, en það eru þau, sem hjer eru að- alumtalsefnið, en ekki ritið; það er viður- kennt, að S.H. var góður teiknari, og einn sá bezti sinnar tíðar af Islendingum. Oðru- vísi minnist þjóðskáldið Bjarni amtmaður Thorarénsen síra Sæm., heldur en K. K. sýnist vilja gjöra; hann afsakar sig þó, og segist ekki vilja höggva of nærri honum; en skyldi K. K. með þessari aðferð sinni ekki höggva svona óbeinlínis heldur nærri þeim mikla fræðimanni dr. Finni biskupi, þar sem S. H. segir í riti sínu bla. 40, að dr. Finn- ur hafi nákvœmlega leiðrjett og eptirlitið kort sitt árið 1771, sjá ísaf. XII 19, bls. 75; það berast þá eiginlega böndin að Finni biskupi um þær stórkostlegu örnefna-vitleysur, sem K. K. langar svo mikið til, að sjeu á korti S.M. Hefði ’pað verið ósannindi, að F. bisk. hefði leiðrjett kortið, en sjeð þó á því stór- kostlegar örnefna-vitleysur, inyndi hann sannarlega ekki hafa látið það óátalið; F. biskup var miklu skarpskyggnari maður og ærukærri um verk sín, heldur en svo, og gat sjálfur leiðrjett, ef þörf var á (hann andað- ist, sem kunnugt er, ekki fyr en 1789), eða þá hann gat látið son sinn, Hannes biskup, gjöra það. Langlíklegast er, að S. H. hafi gjört kort sitt að ráði Finns biskups, því lík- legt er að allir, sem til hans gátu náð hafi leitað hans aðstoðar, þegar um eitthvert vandasamt verk var að gjöra. En hvernig sem þetta er, þá hefir Finnur biskup eptir- litið kort S. M. og þá er nóg. Vitnisburður Árna Magnússonar er hjer alveg þýðingar- laus, því hvort sá mikli vatnafláki, sem ligg- ur þann óraveg norður á öræfum og fyrir norðan Tungnaá, hjet Fiskivötn, gjörir ekk- ert til. |>ar fyrir gátu vötnin norðvestan undir Bláfjalli heitið Fiskivötn, éins og svo mörg vötn önnur heita víða hjer á landi, sem kunnugt er. En nú er hjer allt öðru máli að gegna; aðalnafn þessara vatna norður á öræfum var aldrei Fiskivötn, heldur Veiði- vötn; jeg vona, að jeg bráðum geti sýnt K. K. vottorð margra kunnugra manna um, að þannig hafi það verið fyrir nokkrum manns- öldrum. þar að auki skal jeg enn taka það fram, að jeg hefi í höndum 6 manna dóm frá 1476 um Landmannaafrjett; þar sverja 2 menn eið um, hvað þeir mundu lengst og til vis8u; hjer eru vötn þessi kölluð Veiði- vötn, og það er auðsætt, að það rjetta nafn vatnanna muni vera nefnt í dómi, sjá ísaf. XII 19, bls. 76. K. K. er ráðalaus með þetta, og hefir því um það »svigurmæli«; hann segir nefnil., að jeg »þykist« geta leitt rök að því, að þau hafi heitið Yeiðivötn; jeg bið K. K. að hafa ofurlitla þolinmæði, því jeg get ekki látið prenta dóminn sökum rúmleysis í blaðinu í þetta sinn, en hann mun fá að sjá hann síðar. Nú komum við þá loksins að aðalefni þessa máls. Síðan jeg skrifaði greinina í Isafold, eru enn fundin tvö kort í handritasafni Stein- gríms biskups; ekki sjest eptir hvern þau eru. A báðum þessum kortum eru Fiski- vötnin með nöfnunum við, líkt og á kortum S. H., þ. e. undir Bláfjalli; þessi kort sýn- ast ekki bæði að vera eptir sama mann, því fyrir utan ýmislegt, sem á það béndir, þá er lögun vatnanna á öðru kortinu mismunandi; þar eru vötnin sýnd 3 saman og smávötn hjá mjög lítil. Að öðru leyti legg jeg ekki svo mikla áherzlu á lögun vatnanna, því til þess smásmuglega verður ekki ætlazt á neinum þess konar kortum, en höfuðþýðing- in liggur í því, hvar viitnin liggja, því það er hjer aðalatriðið, eu K. K. sýnist gjöra það mótsetta, nl. til að reyna að hjálpa sjer með því. En hjer er fram kominn enn annar þegjandi vottur, sem lítið hirðir um þrætni manna. Síra Páll Pálsson, prestur að f>ing- múla, hefir gefið mjer skýrslu um þetta; hanu er allra manna kunnugasturFjallabaks- veginum — hefir farið hann 23 sinnum —; hann er og fæddur og uppalinn í Skaptár- tungu, og hefir verið þar prestur á næstu brauðum fram undir fimmtugt. Síra Páll, sem er skarpur maður og gréindur, segir, að á sljettunum fyrir norðan Svartanúp sjeu. miklar og margar fornar götur, og að þessi vegur hafi legið upp porvaldstungur og vest- an við Tólfahringa, og þaðan beygt vestur hjá Bláfjalli; hann segir og, að vestan til á Mælifellssandi sjeu hraunklappir og þar miklar götur í klöppunum, sein vottur þess, að þar hafi verið fjölfarið; þær liggja nærri í stefnu vestur frá Bláfjalli, og stefna svo sunnanvert við Markarfljót niður til f>órs- merkur. Síra Páll er mjer og samdóma í því,/ að Flosi hafi riðið út Síðuheiðar frá Kirkju- bæ (»á fjall« sem sagan segir) ogyfir Skaptá þar upp frá, því það varð vel komizt fyrir Skaptárgljúfrunum, sem síra Páll segir, að ekki næðu svo langt niður, og þá hefir Flosi riðið upp með Skaptá að vestan; þar koma þessar fornu götur, og þá fyrir norðan Blá- fjall. Flosi hefir þá riðið fyrir vestan Fiski- vötnin í orðsins rjetta skilningi, því þau eru norðvestan undir Bláfjalli, sem áður ermarg- sagt og að vitni fjögurra korta. Síðan ligg-1 ur þessi leið upp með syðri Ófœru fyrir norð- an og vestan Svartahnúksfjöll, og fyrir of- an (norðan) Meyjarstrút, og þá á þannforna , hraunklappaveg á Mælifellssaudi, sem fyr segir (sjá hið stóra kort Islands eptir Björn Gunnlaugssou). Síra Páll segir, að þessi forni vegur sje miklu sljettari og greiðfær- ari, heldur en þær syðri leiðir, sem nú eru vanalega farnar, upp frá Ljótarstöðum, eða hin frá Búlandi; þar sjeu bæði hálsar og skurðir. Hjer er og annar kostur við þenn- an forna veg: þá er maður laus við bæði þau miklu vatnsföll Tungufljót og Hólmsá, því þá er farið fyrir upptök þeirra. það er auðsjeð, að ritari Njálu hefir verið þessari leið mjög kunnugur, því hann lýsir henni aptur síðar í sögunni. þegar Sigfússynir riðu austur Fjallabaksveg og Kári ogBjörn sátu fyrir þeim við Skaptá í nesinu, og hleyptu þar loksins út á ána, sogir sagan: »riðu of-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.