Ísafold - 23.09.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.09.1885, Blaðsíða 2
166 og spánskur maður fann þær 1686, en litlar sögur eða engar hafa farið af því, að þeir hafi hagnýtt sjer þá eign, eða sett þar landnám eða landgæzlu. þetta hefir Bismarck minnt þá á, en þeir kalla að svo stöddu, að hjer sje ekki að lögum far- ið, og mörg blöð í öðrum löndum taka í sama streng. Versta veilan á málstað Spánverja er sú—sem Bismarck hefir líka tekið fram—að Englendingar og þjóðverj- ar ljetu stjórnina í Madrid vita 1875 með skýlausum og hjer um bil samhljóða at- kvæðum, að þeir yrðu að neita rjettar- kvöðum Spánar til þeirra eyja, en að hjer hafa engin svör á móti komið. f>ýzkaland. þjóðverjar hafa ráðið und- ir sig mikil lönd á austurströnd Afríku í grend við Zansibar. Soldán þess lands, Bargasch-Ben-Said kalla blöðin hann, þóttist eiga meira tilkall til sums og bjóst til að verja oddi og eggju, en fór skjótt ofan af ráði sínu, er 5 herskip þjóðverja lögðu að landi. Kaluocký, utanríkisráðherra Austurríkis- manna, hefir heimsótt Bismark í Warzin. Eiga að hafa talað um tollmál. Jósep Austurríkiskeisari hefir heimsótt Vilhjálm keisara í Gasteini. Eiga með handabandi og kossum að hafa reyrt og innsiglað vje- bönd og umbúðir friðarins. Og mi hafa þeir Rússakeisari og Jósep gert hjer eptir og rekið endahnútinn í Kremsier (í Máhren) á dróma stríðs og styrjaldar. Eitt blaðið í Vínarborg kallar það gott og blessað, að höfðingjarnir og þjónar þeirra bindi með sjer einkamálum að halda frið, en rjúfa ekki; en bætir við, að þetta tákn tímanna minni menn á hið forna far, er þjóðirnar eða fólkið voru gerðar fornspurð- ar um slík mál, en konungarnir rjeðu öllu. Bætir svo við : »Allt um það : þeim en- um voldugu heill og heiður, sem sverðin bera, þegar þeir láta þau kyr í slíðrun- um !« Italía. Italir hafa hafa haft til þessa litlar sæmdir af hersendingunum til Rauða- hafs, og lið þeirra hefir lítið sem ekkert getað að hafzt sökum ofurhita og veikinda. En nú er sagt, að þeir ætli að senda drjúg- an liðsauka til þeirra slóða. þeir munu því hyggja til sókna þar syðra þegar hit- arnir rjena—, en hitt ekki ólíkt, að sam- mæli sje gerð við Englendinga. Ameríka. Látinn er nú Grant hers- höfðingi (23. júlí), sigurvegarinn í því stríði, þar sem 4 miljónir manna deildust í and- vígi, og 500,000 manna fjellu í viðureign- inni (1861—1865). Greptraður í New-York og útförin hin glæsilegasta. Líkfylgdin náði yfir hálfa aðra mílu. Meðal annara fylgdu kistunuí 100 foringjar frá Suðurríkj- unum fyrrum í uppreisnarhernum. Slíkt má að minnsta kosti þýða sem fag- urt sáttamark með ríkjum hins mikla þjóð- veldis, og mun lengi haft meðal minnileg- ustu atriða 1 hinni sögulegu útför. Frá öðrum löndum. Uppreisnar- foringi kynblendinganna í Canada, Riel, er dæmdur til lífláts, en menn ætla honum verði vægt. Málsvarnarmaður hans hafði þá vörn fyrir dómi, að hann væri ekki með öllu ráði, en við það reiddist Riel, og það lenti í rimmu með þeim. Annars bar hann sig heldur aumingjalega. — I Mið-Amerfku hefir verið styrjaldarkennt nokkurn tíma. Forsetinn í Guatemala. Borrio, vildi koma öllum smáríkjunum (5) í einingarsamband — og gerast svo sjálfur forseti bandaríkis- ins. það vildu hin ríkin ekki þekkjast; og lögðu lag sitt til ófriðar við Guatemala. þar lauk, að Barrio hafði ósigur og fjell í höfuðbardaganum. Nú er Guatemala gjald- þrota fyrir stórræðabragðið. Nokkur orð um garðjurtir hjer á landi. Eptir landlækni Schierbeck. Kálrófur eru taRvert ræktaðar hjer á landi, og er það rjett gjört, af því að það er svo mikil búbót að þeim. En því mið- ur lánast þær ekki í öllum árum, og þó er það sannfæring mín, að sje fræið vel valið og vandlega gengið frá ræktuninni, þá muni naumast viðra svo illa nokkurt sumar hjer á landi, að kálrófur geti ekki sprottið mik- ið vel. Svo er um kálrófur sem aðrar jurtir, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að þær spretti vel, er, að fræið, sem til þeirra er sáð, sje gott, þ. e. eigi einungis frjómaguað, heldur einn- ig þannig kynjað, að það þoli sem bezt lopts- lagið þar, sem það á að spretta. En hvort einhver sáðtegund er vel fallin til gróðurs þar eða þar, fyrir það verður eigi komizt öðruvísi en með tilraunum, og slíkar tilraun- ir, er jeg hefi gjört með kálrófur hjer á landi, hafa fært mjer heim sanninn um það, að það er ákaflega mikill munur á ýmsmn kál- rófnategundum að því leyti til. Sumar teg- undir, sem reynast afbragðsvel í öðrum lönd- um, þrífast alls eigi hjer á landi, af því að þær fá ekki nógan tíma til að vaxa til hlítar. Af öllum þeim kálrófnategundum, sem jeg hefi reynt hjer til þessa, hafa hinar norsku reynzt bezt, og þó er þeirra mikill munur sín í milli til vaxtar og viðgangs hjer á landi. Jeg hefi á þessu ári reynt kálrófna- fræ frá sex stöðum í Norvegi, þar á meðal þrjár, sem kenndar eru við þrándheim, og hefir ein þeirra reynzt langt um betur en allar aðrar tegundir, er jeg hefi reynt á þessu ári. þessi tegund fer snemma að vaxa, þ. e. rófan sjálf, sem er rauðleit, og fblá ofan; kálið sprettur aptur minna að tiltölu. Blöðin eru mjög vikótt. Svo kalt sem sum- arið hefir verið í sumar, spratt samt svo vel af þessu fræi í garðinum hjá mjer, með dálítið annari meðferð en venjulegt er, að rófurnar voru orðnar stórar og vel notandi fyrst í ágúst. Sýnishorn af þessum rófum, er sprottið hafa í garði mínum í sumar, munu verða til sýnis hverjum sem vill nii í októbermán- uði hjá herra kaupmauni Geir Zoega. þær eru nú orðnar um 14 þuml. að þvermáli. »Hið íslénzka garðyrkjufjelag« mun sjer- staklega kosta kapps um, að útvega fræ þessarar tegundar að vori til útbýtingar meðal fjelaga sinna. Jeg hefi eigi nægilega reynslu enn sem komið er, til þess að geta borið um, hversu gott íslenzkt kálrófnafræ er til útsæðis. Svo framarlega sem það hefir náð fullum þroska, mælir margt með því, að það muni einkar- hentugt til útsæðis hjer á landi. Hvernig sprottið hafi af íslenzku fræi í sumar, er mjer enn ókunnugt um; en mjer væri mikil þökk á, að einhverjir þeir, sem sáð hafa íslenzku kálrófnafræi í ár, gjörðú svo vel að senda nokkur sýnishorn af því, sem sprottið hefir upp af því, til hr. kaupmanns Geirs Zoéga, til samanburðar við mínar rófur af norska fræinu. En það er ekki nóg, til þess að mega eiga vísa von um góðan árangur af kálrófna- rækt, að fræið sje gott, þegar illa árar hjer á landi. það er jafnframt mjög svo komið undir því, hvernig garðurinn liggur og hvernig rneð liann er farið og með plönt- urnar sjálfar. Jeg get ekki farið út í það nákvæmar hjer, hvað mikið er í það varið, að garðurinn sje í skjóli, að hann sje stunginn vel upp og borið vel í hann og siðan varinn vél fyrir arfa og öðru illgresi; jeg ætla hjer einungis að minnast með fám orðurn á þá ræktunaraðferð, er beztan ávöxt hefir borið í mínum garði, og sem jeg vona, að muni geta orðið til þess, að kálrófur lánist vel hjer á laudi, hvað illa sem í ári lætur. I byrjun aprílmánaðar sáði jeg þránd- heimskálrófnafræi í jörð með glugga yfir. þegar jurtirnar voru orðnar hjer um bil 3 þuml. háar og vel styrkvar, voru þær 22. maí gróðursettar í nýstunginni mold með litlum áburði í, en skorinn áður broddur- inn neðan af rófunni. Sama dag sáði jeg þrándheimsrófnafræi rjett við hliöina á hin-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.