Ísafold - 23.09.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.09.1885, Blaðsíða 3
167 um gróðursettu rófum, til þess að vita, hvort nokkur munur mundi verða á hin- um gróðursettu rófum og þeim, sem sáð var til. Raunin varð sú, að í hinum lang- vinnu kuldum og þurkum í vor komu þær, sem sáð var til, seint upp, en hinar, sem voru gróðursettar, þroskuðust svo ágætlega, að þær voru orðnar fullþroskaðar í mat í ágústmáuuði. En af hinum, sem sáð var til, hefir eptirtekjan orðið mjög rýr í ár, vegna kuldans. þessi aðferð, að gróðursetja rófurnar, hef- ir að minni vitund þessa kosti um fram hitt, að sá til þeirra: það lengir að kalla má sumarið fyrir þær um 1 mánuð; að ekki er hætt við að maður skemmi hinn unga vísi með því að róta moldinni í kring, sem svo hætt er við, þegar sáð er, og gleiðka þarf síðan á milli, þar sem of þjett er, þegar plantan kemur upp; og loks, að hinar gróðursettu rófur vinna bæði fljótara og betur bug á illgresinu í garðinum, held- ur en ef sáð er til þeirra, því þá liggur við, að illgresið kæfi þær óðara en þær koma upp. Jeg vil því ráða mönnum til að gróðursetja kálrófur snemma, í stað þess að sá til þeirra þar sem þær eiga að spretta. Reynist þessi aðferð hagkvæm hjer á landi, sem jeg efast ekki um, mun jafnan mega hafa einhver ráð að komast fram úr erfið- leikanum að útvega sjer hinar ungu plönt- ur svona snemma á árinu. Aminnztum sýnishornum af kálrófum mun jeg láta fylgja sýnishorn af tveimur öðrum garðjurtum, sem óskandi væri að líka yrðu algengar hjer á landi; en það eru turnips- rófur og bortfelskar rófur. Af turnips-rófum hefi jeg ekki ræktað nema eina tegund í sumar: White-Glope- Turnips. Jeg gróðursetti hana í garðinum, eins og kálrófurnar. Turnips eru hafðar til fóðurs handa kúm bæði á Englandi og í Daumörku og getur vafalaust orðið að ó- metanlegum notum hjer á landi, ef þær væru almennt ræktaðar. f>að er enginn efi á því, að þær muni í góðum árum geta orð- ið helmingi stærri hjer á landi heldur en þær, sein jeg hefi fengið úr garðinum hjá mjer í sumar, og eru þær þó nú orðnar 17—18 þurnl. að umrnáli. Bortfelskar rófur þróast ágætlega hjer á landi. J>ær eru bæði holl og ljúffeng fæða fyrir menn og auk þes3 ágætar til fóðurs handa fjenaði; og með því að þær þola að standa miklu þjettara heldur en turnips og ekki þarf annað en sá til þeirra, getur vel verið, að þær verði þeim hlutskarpari til fóðurs hjer á landi með tímanum. Um heyásetning. ii. Ástœður fyrir frumvarpi til reglucjjörðar uvi heyaskoðun og peningsásetning með fl. í Húnavatnssýslu, samið af E. Pálmasyni. —o— Svo er boðið í tilskipun um sveitastjórn á íslandi 1872 39. gr. 5. tölul., að sýslu- nefndir skuli »gjöra ráðstafanir til þess að afstýra hallæri í sýslunni eptir að hafa leit- að álits hlutaðeigandi hreppsnefuda«. það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, að slík lagaákvörðun verður mjög þýðingarlítil ef eigi er tekið ráð í tíma og nauðsynlegar ákvarðanir eru gjörðar, áður en hallæri ber að höndum. En af því hallæri stafar al- mennt af peningsfelli, ætti hreppsnefndir og sýslunefndir að leggjast á eitt með að koma á betra skipulagi með búnaðarfrarnfarir í sveitunum, að því er snertir jarðrækt, pen- ingshirðing, og heyásetning á haustum, til þess að reyna að koma í veg fyrir þá neyð, er leitt getur af fyrirhyggjuleysi í þeim efn- um, því eigi er skort að óttast fyrir sveita- bóndann, meðan fjenaður helzt og hans eru full not. Sýslunefndin virðist eigi á annan hátt betur geta fullnægt lagafyrir- inælum þeim, er nefnd voru, en með því að setja haganlegar reglur til þess að fyr- irbyggja peningsfelli og láta sjer annt um framkvæmd þeirra. Við 1. gr. Reynslan sýnir, að eigi er vanþörf á að brýna fyrir almenningi, hve nauðsynlegt það er fyrir hvern þann, er hefir umráð jarðar ogverður að lifa á peningsrækt, sem er undirstaða landbúnaðarins, að auka gras- rækt á jörð sinni, einkum með góðri hirð- ing á túni og engjum og duglegri vörzlu alls slægjulands á gróðrartímanum. Ef á- hugi væri á, mundi fæstum búendum of- vaxið að auka árlega grasrækt á ábýlum sínum sjer að kostnaðarlitlu, svo sem með því að drýgja áburðinn, að sljetta blett í túni, hlaða vörzlugarð, veita vatni á engjar framræsa mýrar o. s. frv., eptir því sem til hagar í hverjum stað. þ>ó að lítið væri unnið árlega, væri það eigi lengi að nema nokkurra skepna fóðri. I harðindum og heyskort á vorin sjest bezt, hvers virði hver töðuhestur er, en hans má afla með svo sem 5 hestum af áburði, er hagtært er skynsamlega til túnræktar. þ>ó að slíkar upphvatningar af hálfu hreppsnefnda hafi eigi lagaafl, kynni þær opt að geta komið miklu góðu til vegar, vakið áhuga manna á grasrækt og orðið góóur grundvöllur undir betri og tryggari búnaðarháttum manna. Við 2. gr. f>ess sjast árlega dæmi, að ýmsa búend- ur skortir næga fyrirhyggju til þess að fá sjer verkamenn til heyvinnu, eða þeir hafa eigi nógu ljósa skoðun á því, hví það er áríðanda, að hafa nægan vinnukrapt, og sumir ætla, að það muni eigi borga sig, að halda kaupafólk, en gæta þess eigi, hvern arð þeir hafa af skepnum þeim, er fram flytjast á heyaflanum, þótt hann virðist dýr- keyptur að sumrinu. Hreppsnefndin ætti að ráða þeim til kaupafólkshalds, er þess þarfnast, og þeim til þess, að fá slægjur hjá öðrum, er slægna þarfnast, og vera til hvorstveggja hjálpleg eptir atvikum. Hún ætti svo sem unnt er að stuðla að því, að búendur neyðist eigi til þess að skera nið- ur lífsbjargarstofn sinn um skör fram, því að það er beinasti vegurinn til þess að verða sveitarþurfar. Við 3. gr. Af því að reynslan hefir sýnt að undan- förnu, á hve völtum fæti búnaðurinn stend- ur, er harðindaskorpa kemur, og að þá ligg- ur öllu við falli, og hallæri sýnist þá þegar fyrir dyrum, með því að fjenaðurinn er að- alstofn atvinnu vorrar, þá virðist það nauð- synleg forsjálni, til þess að koma í veg fyr- ir neyð og vandræði, að setja eigi fleiri skepnur á fóðurafla sinn, en þeim megi vel nægja, þótt í ári harðni. í þessu efni er víða mjög ábótavant, og þó að yfirvöld vor hafi opt og einatt reynt að stuðla að skyn- samlegri heyásetning með góðum áminn- ingum, þá hefir árangurinn víða lítill orðið. Af því er auðsætt, að eptirlit innansveitar verður að vera nauðsynlegt, ef hlíta skal, eigi nokkrar ráðstafanir að geta fyrirbyggt fyrirhyggjuleysi í þeirri grein, áður en það leiðir til hallæris, sem erfitt mun verða af að ljetta, er það er í garð gengið. Við 4. gr. Til þess að gera ásetningarmönnum sem óerfiðast fyrir, virðist ómissanda, að skipta hverjum hreppi í vís skoðunarsvæði, eigi mjög stór, enda er hætt við, að það kippi úr árvekni skoðunarmanna, ef þeir hafa svæði mjög erfitt yfirsóknar, með því að þeim verður eigi ætluð borgun fyrir fyrir- höfn sína. Vonanda er, að í hverju sveit- arfjelagi sje kostur svo margra hygginna og dugandi búmanna, að slíkt megi takast, enda getur það lærzt fljótt með vana, að meta heybyrgðir manna, og til því betri kunnugleika á heygæðum, peningshirðing o. fl. má ætlast hjá skoðunarmönnum, sem skoðunarsvæðin eru smærri. Við 5. gr. það virðist eiga vel við, að hreppsnefndir hafi vald til þess að ákveða fleiri heyaskoð- anir, en til er tekið í þessari gréin, ef sjer- leg harðindi kæmi, því að opt munu hyggn- ir og reyndir búmenn geta sjeð, eitthvað er betur megi fara, og ráðið til einhverra um-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.