Ísafold - 30.09.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1885, Blaðsíða 2
170 brestur, votviðri um heyannir o. fl. J>að getur opt að borið fyrir þeim, sem eiga nokkuð margt fje, að þeir geta eigi á einu sumri aflað nægilegs heyforða fyrir skepn- ur sínar. Vill þá einatt verða annaðhvort, að menn hætta til að setja á meira, en fóður er fyrir, og hafa svo allt fje sitt í voða, eða þeir lóga fje að haustinu sjer í stórskaða, svo sem með því að skera flest eða öll lömb sín, — eða enda eigi sjaldan hvorttveggja. En heyfyrningar eru hið vísasta og enda eina ráð til að geta jafnan haft áþekkan bústofn, hversu sem árar. þær eru nokkurs konar ábyrgðarsjóður fyr- ir búnaðinum ; og svo sem kaupmenn og aðrir, er fá ábyrgð eigna sinna, horfa eigi í, að verja nokkru af eignum sínum til þess að þeir missi eigi allan höfuðstól sinn, ef óhöpp vilja til, svo ætti og hver búandi árlega að leggja nokkurt fje í heyfyrningar, og auka þær í góðum árum til undirbún- ings undir hallærin. Hjer er stungið upp á að hafa afgangs nægilegum heyforða 5 sátur handa hverjum 10 sauðkindum, eða 25 hesta handa 100 fjár, og að því skapi eptir fjárfjölda, og er það í rauninni hið allra minnsta til þess að tryggja pen- ingseign manna, og væri gott, að þeir, er það gæti, hefði enn meiri fyrningar að tiltölu við fjáreign sína. Til þess að kom- ast í heyfyrningar verða menn í eitt skipti annaðhvort að hafa meira en venjulegan mannafla að sumrinu til heyfanga, eða þá að fækka pening sínum að haustinu, en í það er eigi horfanda, því eigi er hugsanda til, að ásetning manna verði í nokkru lagi, meðan miðað er við, að komast rjett af í meðalvetri, með því ef til vill að draga fóður við allan pening og missa svo mikið af afnotum hans. Slfk búnaðaraðferð seð- ur eigi fyrirvinnu sína. Yið 8. gr. f>að virðist kominn tími til þess, að al- menningur taki aðra stefnu en verið hefir með eign og ásetning hrossa, með því að ekkert er skeytt um að bæta kyn þeirra eða meðferð, og marga vantar hús og hey fyrir þau á vetrum, og þau eru látin berj- ast úti á gaddinum, þar til er þau eru komið að falli úr hungri og hor, en þau hross, er af komast, verða þróttlaus fram á sumar og lítt fær til aðdrátta þeirra, er þau þarf til. f>að er vitaskuld, að þeim hrossum, er eigi verður af komizt án, verður að ætla nægilegt fóður. En að ætla öllurn þeim hrossasæg, er menn nú fíkjast til þess aðeiga, nægilegt fóður, er óhugsanda, nema með því að setja aðrar skepuur í voða. Hross- um þarf mjög að fækka. Hagurinn af að geta selt hross og hross á mörkuðum vegur hvergi nærri upp á móti því tjóni, er leiðir af óþarfri hrossaeign, er spillir af- rjettum til afnota sauðpeningi og upp yr heimahaga sumar og vetur, svo að mál- nytupeningur gerir vart hálft gagn, og út- beit á vetrum eyðileggst, svo að sauðfje þarf meira fóður. f>að er háskaleg óregla, að hjúum skuli haldast uppi, að eiga fjölda hrossa, er þau opt sleppa í greinarleysi og láta ganga öðrum til tjóns, þar sem það vill. f>að væri því hin mesta nauðsyn, að reyna að reisa skorður við slíkri hrossaeign, og láta eigi eigöndum þeirra haldast uppi, að traðka svo landsrjettindum einstakra manna á afrjettum og heimahögum, án hæfilegra sekta eða útlausnar að lögum. Svo ætti og að ganga ríkt eptir, að öll hross, og eigi sfður hin óþörfu, sje talin fram til tíundar, svo að af þeim greiðist öll lögboðin gjöld, og kynni það að stuðla að fækkun þeirra. Ásetningarmenn gæti brýnt þetta fyrir búöndum, og ráðið þeim frá, að ofsetja land sitt af hrossum, en hreinsa þau vandlega af öllu aðskotastóði, er þangað kanu að safnast. Við 9. gr. Heyásetningarmenn ætti að miða gjafar- tíma sauðfjár til krossmessu á vorin, því að, er vorköst koma, þarf enda að gefa ám 1 ljettings- hagkvisti fram um sauðburð, ef þær eiga að geta fætt lömb sín, enda eru þess eigi allfá dæmi, að þurft hefir að gefa ám inni þar til hálfnaður er sauðburður. f>að er og eigi svo sjaldgæft, að kúm verður að gefa inni, þar til er 7 til 8 vik- ur eru af sumri, og færi þá eigi vel, að ætla þeim eigi fóður jafnaðarlega til far- daga, ef þær eiga að gera fullt gagn að sumrinu. Yið 10. gr. Svo segir gamalt máltæki, að bollur sje haustskurður, og er það sannkveðið í ýmsu tillití. Aðalatriðið er að vera nægi- lega heybyrgur fyrir pening þann, er á er settur, því að færra fje vel haldið gerir meira gagn en margt fje illa haldið. f>að er optast samfara, að þeir, sem setja til- tölulega margt fje á lítil hey og draga fram fjenað sinn, eru og vanbyrgir af mat- björg til heimila sinna, og eigi er það ó- títt, að fátæklingar neyðist til þess að farga skepnum sínurn að vorlagi, til þess að bæta úr þeim skorti. En hollara væri þeim að lóga svo fje að haustinu, að þeir hefði bæði næg hey fyrir það, er eptir lifði, og næga matbjörg fyrir heimilin, og að bú- peningur þeirra seddi fyrirvinnu sfna. Allir ættu þvf að segja ásetningar- mönnum hreinskilnislega frá peningshöfn sinni og heybyrgðum, og öðrum kringum- stæðum, svo ásetningarmennirnir geti leyst hið vanda ætlunarverk sitt af hendi. Við 11. gr. f>að er mjög nauðsynlegt, að ásetningar- menn semji skýrslur um heymegn og pen- ingsásetning á hverjum bæ, og ætti hrepps- nefndirnar að gefa form til slíkrar skýrslu, ásetningarmönnum til leiðbeiningar, enda gæti það framvegis verið að mörgu leyti fróðlegt að sjá af henni töðu og útheys- feng hvers búanda ár eptir. Einnig gæti slíkar skýrslur verið hvetjandi til að auka fremur heyfall að jörðum en láta þær fara í niðúrníðslu, er kunnugt er, hvað þær hafa áður af sjer gefið. Enn fremurmá af þeim sjá, hvort fyrirhyggja búanda með heyásetning tekur verulegum framförum. Hreppsnefnd- irnar ætti helzt að halda bók yfir heyá- setning og peningshirðing, og sýnist vel til fallið, að hún væri kostuð áf hreppssjóði. Við 12. gr. Jafnvel þó að það væri sanngjarnt, að ásetningarmenn fengi borgun fyrir starfa sinn, er varla fram á það farandi að svo stöddu, af því að almenningi er of gjarnt til þess að fyrirlíta nytsöm fyrirtæki, ef af þeim leiðir bein útgjöld, Og er hætt við að ásetningar strandi á því skeri, ef þeim er ákveðin borgun fyrir, er þær fram- kvæma. Ásetningarmenn verða því fyrst um sinn, meðan sá hugsunarliáttur er ríkjandi, að láta sjer nægja að vinna kauplaust að jafn-nytsömu fyrirtæki, sem það er, að koma á skynsamlegri heyásetn- ing, enda ætti þeim að }>ykja það nokk- urs virði, að sjá ávöxt verka sinna koma fram í betri afkomu búanda og hagsæld sveitarinnar. Við 13. gr. það virðist lagaskylda bæði sýslunefnda og hreppsnefnda, að reyna að afstýra hallæri, eða að koma í veg fyrir, að það geti upp á komið, og að sjá um, að góð regla eflist og viðhaldist. Ef svo er rjett álitið, að skynsamleg heyásetning miði hvað kröftuglegast til þess, þá sýnist það sjálfsagt, að þeir, sem eptir kosning að tilhlutun hreppsnefndarinnar vinna að því verki, hafi þann rjett á sjer, að við lög varði að sýna þeim óhlýðni og mótþróa. Einnig sýnist það geta heimfærzt undir lögin, ef menn móti betri vitund—þrátt fyrir skynsamlegar tillögur ásetningar- manna—kvelja svo skepnur sínar, að þeim liggi við hordauða eða þær falli algjörlega, og ætti vægðarlaust að kæra þá til sekta, er þannig fara með skepnur sínar, hafi þeir eigi látið skipast af fortölum ásetn- ingarmanna. Við 14. gr. þau ráð, er sveitarstjórnarlögin heimila

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.