Ísafold - 30.09.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.09.1885, Blaðsíða 3
171 sýslunefndum til þess að afstýra hallæri, er að verja sem svarar helming af árs- tekjum sýslunnar (að meðaltölu fyrir 3 ár) til þess, en það liggur í augum uppi, að þegar hallæri kemur yfir, verður engin bót á því ráðin með eigi meira fje. Allir búendur ætti því að vera svo hyggnir og fjelagslegir, að samþykkja hagkvæmar regl- ur um heyásetning, er hafi skuldbindanda gildi sem Sveitarsamþykkt. Um reyking á laxi, sild o. fl. cptir Bened. S. pórarinsson fiskircektarmann. það hefir verið hreift við mörgu, nú áj seinni árum, bæði í ræðum og ritum við- víkjandi verzlun, fiskiveiðum, búbótum og mörgu öðru tieiru, því er miðar landinu til hagsbóta og framfara, en þó hefir enginn vakið máls á því, hvorki með ræðum eða ritum, hvort ekki mætti eða væri reynandi, að reykja síld eða lax hjér á landi, og selja síðan þessa vöru úr landinu, ef vera mætti, að hægt væri, að gera hana ígildismeiri er- lendis, en verið hefir. En til þess þarf fyrst að koma upp húsi, sem eingöngu væri ætlað til reykingar, og til að geyma í þá vöru, sem ætti að reykja, eldivið og annað fleira, er á þarf að halda, þegar um reykingu er að gera. Margir, sem heyra fyrst í stað talað um hús, er ætlað væri til reykingar, kynnu að hugsa, að það yrði allt of dýrt, ef illa kynni að fara, eins og t. d. að hin reykta vara gengi ekki út með nægilegu verði, svo allt gæti borgað sig. En svo að enginn láti þennan blindnisbj álka draga úr sjer alla dáð og dugnað, ætla jeg að geta þess, að það er hægt að koma upp allviðunandi reykingarhrrsi fyrir 400—500 kr. það er auðvitað, að auk byggingarkosUi aðar þarf að gjalda manni, er kann vel að reykingar- iðn ; kaupa vöru tilaðreykja, eldsneyti og annað fleira. Höfuðatriðið er sjálfsagt það, hvort reykt vara gengi út erlendis, og hvort hægt sje að flytja hana, án þess hún láti sig, eða skemmist á einn eða annan hátt, sem gerði hana ígildisminni en ella. Hið fyrsta skilyrði fyrir hinni reyktu vöru er það, að hún sje reykt á sama hátt og tíðkast í því landi, sem hún á að seljast í, og sje að öllum gæðum jöfn þess lands reyk- ingarvöru. Um vegalengd er sjálfsagt mikiö að gera, að hún sje eigi oflöng, eptir þeirri reykingaraðferð, sem á vörunni er. Sje varan t. d. kaldreykt, þolir hún ekki að liggja lengur en eina viku óseld, ef hún á að halda gæðum sínum ; en sje hún þar á móti heitreykt, þolir hún að liggja nokkru lengur. Eigi kemur þó alllítið undir því með vöruna, að hún geti haldið sjer lengur, ef vel er búið um hana í köss- unum, sem hún á að sendast í, og að veð- urátta sje eigi of heit um það leyti, sem hún á að flytjast landa eða staða á millum. Einna tiltækilegast væri í fyrstu, að byrja með eitt eða tvö reykingarhús á þeiin stöðum landsins, sem samgöngur eru beztar við frá öðrum löndum, einkum þó frá Skotlandi, því að ef rjett væri að farið, ætti ekki að reyna með reykta vöru til ann- ara landa en þess, sjer í lagi fyrir þá á- stæðu, að það liggur oss næst og vjer höf- um mestar samgöngur við það. Enda brúka Skotar og Englendingar miklu meira i reyktar fisk- og kjötvörur, en aðrar þjóðir. Til að geta verzlað við Skotland, verður að hafa þá reykingaraðferð, sem kölluð er kaldreyking, því að þá aðferð brúka Skotar og Englendingar mestmegnis á allri reyk- ingarvöru sinni. Ekkert væri í móti, að reyna með sýnishorn af heitreyktri síld eða laxi, til að vita hvort sú aðferð gæti ekki gengið þar. Herra N. F. Nilsson í Khöfn,1) sem er einn af helztu reykingarmönnum hæarins, sagðist hafa reynt að senda sýnishorn af heitreyktri síld til Skotlands fyrir ári síð- an, og kvaðst hafa fengið 15 kr. fyrir kassa, sem hann áleit sig annars geta fengiðíhæsta lagi 5 kr. fyrir. Hann reyndi svo aptur, en þá tókst svo illa til, að kassarnir, sem var- an var í, brotnuðu á leiðinni, og varð var- an fyrir þá sök lítt útgengileg. Aptur sagðist reykingarmaður Hnndst í Stavanger opt hafa reynt að senda sýnishorn af heit- reyktri síld til Englands, en æfinlega haft skaða af. En hvað, sem er að tala um héit- reykta vöru,. þá ætti að reyna með hina kaldreyktu, því að fyrir henni er næg vissa, að hún geti gengið út sem inn- lend skozk eða ensk reykingarvara. Eg þarf naumast að minna neina á það að reykt vara, þegar hún selzt, er miklu dýrari en söltuð eða ný. Saltaða síldin, eins og kuunugt er, var seinast liðið ár í mjög lágu verði, og ekkert útlit fyrir, að hún muni hækka í verði að svo stöddu. Lax, sem kom seinast liðið ár hjeðan frá Islandi til K.hafnar, seldist mjög tregt og sumt lá óselt í marz 1885. Hið helzta til að ráða bót á þessu, væri að reykja lax- inn og síldina, ef unnt væri með því móti að gera hana að betri verzlunarvöru. þótt vjer Islendingar veiðum ekki svo mikið af síld, eins og vjer gætum, en látum heldur útlendinga taka hana svo að segja frá munninum á okkur, þá væri þó þess betra 1) Jeg var hjá honum að læra reykingu, eptir að jeg var búinn að ljúka laxaklaksnámi mínu í Viborg. að vjer reyndum að gera þetta litla, sem vjer fáum af henni í hendur, að dýrari og útgengilegri vöru, en hin saltaða síldarvara er, sem flyzt hjer frá landi. Laxaveiðar eru litlar hjer, á landi að tiltölu við það sem þær ættu og mættu verða, ef nokkuð væri sinnt laxa og urriðaræktuninni. En allt um það, þótt hjer flytjist ekki fjarsk- inn allur út úr landinu af lax, sem verzl- unarvara, þá sýndist mjer, að það mætti gera sjer hann að svo ígildsmikilli vöru, sem kostur er á. Hinn helsti og bezti staður hjer á landi, til að koma á fót reykingu í, er Beykjavík, ekki fyrir það, að hún er höfuðbær landsins, heldur af þeirri ástæðu, að hún hefir rnestar og beztar samgöngur við Skotland, og ýmsir af Kaup- mönnum bæjarins fá þaðan vörur sínar, 'og senda þangað hinar íslenzku vörur, sem þeir verzla með; fyrir þessa sök, væri það hægara fyrir kaupmenn í Reykjavík að verzla með reyktar vörur, en aðra kaup- menn landsins, sem engin viðskipti hafa við Skota. Eigi væri úr vegi, að reyna að reykja ganglimi af sauðfjenaði, og vita hvernig gengi með þá, því eigi væri óþörf, að sauðakjöt gæti gengið út frá landinu í hærra verði, en það gengur jafnaðarlega. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um hina reyktu vöru, og verzlun á henni, en snúa mjer heldur til lýsingar á meðferð- inniáhenni, bæði í Danmörku og Svíþjóð, og svo hvernig hún þótti almennt koma fyrir á sýningunni í Lundúnum árið 1883. Reykingarhúsin eru vanalega höfð úr timbri, og lítið vandaðri að smíðum en fiski- skúrar. Skorsteinana, sem rept er í, verð- ur að hafá hlaðna úr grjóti eða tigulstein- um, en ekki má hafa þá lægri en 3—4 áln- ir á hæð, og reykberann 18 þuml. í hvert horn. Uppi í reykberanum verður að hafa járnplötu, sem hægt er að hafa til þess að hindra reykinn, að hann rjúki ekki of fljótt út. Eldurinn er hafður á gólfum i skor- steinum, og það sem reykja á, er hengt upp yfir hann, mishátt, eptir því, hvað það er, sem reykja á. Járnhurðir eru hafð- ar fyrir skorsteinsdyrunum. þegar á að reykja nýja síld, er hún fyrst lögð i saltpækil, sem er svo sterkur, að þegar kastað er síld í hann, þá flýtur hún. I þessum pækli er hún látin liggja 6—8 stundir, ef hún hefir meðalstærð, en styttri tíma, ef hún er minni. Sje síldin flött, þá er hún ekki látin liggja lengur en 3—4 stundir í saltpæklinum. þegar síldin er tekin upp úr pæklinum, og á að fara að reykja, er hún lögð í vatn og látin liggja í því \—1 stund til að þvo af henni saltið. Eptir að þetta hefir fram íarið, er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.