Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 2
174 Fluttar 2,132,144 kr. fátækra á þessu tímabili í sveitalánum............... 381,710 — Og hjer um bil f af öllum ó- vissum útgjöldum.......... 581,904 — Samtals í 10 ár: 3,095,758 kr. eða 309,575 kr. að meðaltali um árið. Höf. leiðir rök að því, að fátækraútgjöld- in hafi þó í raun rjettri eða þegar öllu er á botninn hvolft verið langt um meiri. 0- magameðlagið er sem sje mikils til of lágt, fullt ómagaframfæri, þ. é. með ungbörnum og örvasa gamalmennum, t. a. m. víðast hvar 120 álnir eða 66 kr. um árið eptir verðlagsskránni, sem er sama sem hjer um bil 18 aurar á dag, sem hrekkur ekki einu sinni fyrir mjólk handa barni í Reykjavík t. d. það öðrum orðum, að »með því að koma ómögunum fyrir, og það fyrir of litla borg- un, er lagður nýr skattur til fátækra á gjaldþegna, sem ekki verður sagt, hve milllu nemuri. Rr því óhætt að gera fá- tækraframfærið langt um meira en 309,000 kr. á ári, líklega heldur fyrir ofan en neðan 350,000 kr. En það er svo mikið fje, að hefði öllum tekjum landssjóðsins verið var- ið til þess eins og þær voru 1881, að und- anteknu tillaginu úr ríkissjóði, þá hefðu þær rjett að eins hrokkið til að greiða fá- tækrameðlögin. þar sem fátækraframfærið nam eptir reikningnum rúmum 309,000 kr. á ári, að meðaltali, varð meðaltal sveitarútgjaldanna allra um 352,000 kr., og verður það 4 kr. 93 a. á ári á hvert mannsbarn á landinu, en um 33 kr. á hvern gjaldanda, bæði hjú og búandi menn. Sjeu gjöldin til búnað- arskólasjóðanna og jafnaðarsjóðanna talin með, verða álögurnar til sveitamála 5 kr. 10 a. á mann, eða langt um meiri en álög- urnar til landssjóðs, sem eigi námu meiru en 3 kr. 79 a. á mann 1881, að með töld- um tollum og skipagjöldum, en ekki nema rúm 1 kr. á mann í beinlínis sköttum og aukatekjum líks eðlis. í öðrum löndum nema álögur til landssjóðs svo tugum króna skiptir á mann, 20, 30, 40 kr. eða þar yfir; en í Bandaríkjunum t. d. voru fátækragjöldin árið 1870 að eins 1 kr. 5 a. á mann, og í Norvegi 1876 3 kr. 11 a.á mann. Enda voru hjer á landi á áminnztu tímabili 15 óinagar eða sveit- arlimir fyrir hvern 1 sveitarlim í Banda- rfkjunum 1870. I Danmörku og Norvegi er tala sveitarlima hjer um bil helmingi færri en á Islandi. í Bandaríkjunum kostaði hver fullkom- inn ómagi að meðaltali árið 1870 .. 350 kr. í Norvegi ........................ 110 — á íslandi ........................ 66 — Arið 1871 taldist svo til, að 14. hver maður á landinu þæði af sveit, og þó raun- ar fleiri, því þar sem um þurfabændur er að ræða, þá eru þeir að eins taldir sjálfir, en ekki hyski þeirra. þegar bezt ljet á þessari öld, nfl. 1850, var 48. hver maður á sveit, 1861 22. hver maður og 1881 23. hver maður. það er þó heldur hugnun í því, að fá- tækraútgjöldin hafa farið nokkuð minnk- andi á tímabilinu 1872—81 eða um rúm- an fimmtung alls á öllu landinu, og tala þéirra, sem þiggja af sveit, þó frekar að tiltölu: hún hefir minnkað um 35 af hundr- aði. Höf. þakkar það meðal annars því, að ekkert hallærisár gekk yfir allt land á þessu tímabili; landfarsóttir voru í rjenun, í samanburði við næsta 10 ára tímabil á undan; það dóu nærri því 5000 færri alls á landinu á því tímabili en á tímabilinu á undan; aptur fæddust færri að tiltölu, og því var færrum fyrir að sjá; fjöldi af ung- börnum fóru til Vesturheims. Svo eru framfarirnar í búnaði og verzlun m. fl., þó smátt sje: jarðabætur aukizt; ljáir þeim mun betri en áður, að einn maður getur nú unnið fyrir miklu meiri fjenaði að sumr- inu en áður; sparisjóðir komnir upp á ýms- um stöðum, »sem hafa frelsað nokkur hundr- uð þúsund krónur, sem í stað þess að far- ast strax, gefa eigandanum dálitla vexti, og þegar þær eru lánaðar út aptur, auka við og við atvinnu«; verzlun hagkvæmari en áður víða, einkum við Skotland; fátækra- málefnum ef til vill betur stjórnað nú, af hreppsnefndunum, en hreppstjórunum áður. Sundkennslan og leikfimin. Af því að jeg endaði sundkennsluna í gær, ætla jeg að biðja yður, herra ritstjóri, að gera svo vel að ljá fáeinum línum frá mjer um mál þetta rúm í yðar heiðraða blaði. Sem betur fer, þá er nú almennt mikið farið að lifna hugur f mönnum á að læra sund, einkum meðal hinnar yngri kynslóð- ar. Jeg, sem verið hefi hjer við sund- kennslu nú í 2 sumur, hefi orðið vel var við það, og hefir mjer fundizt áhuginn koma bezt fram hjá hinum ungu skólapilt- um. En því miður eiga þeir tiestum frem- ur örðugt með að fá tíma til að stunda þessa fögru og þarflegu íþrótt. En hvernig stendur núáþví? f>að stendur svo á því, að í skólareglu- gerðinni nýjustu (12. júlí 1877) er fyrir skipuð kennsla í leikfimi, en sundlistinni algerlega gleymt. Lærisveinar latínuskól- ans læra að stökkva, khfra, skylmast og að fikta með byssu. En sundtökin læra þeir aldrei, öðru vísi en ef þeir geta skot- izt til þess í tómstundum sínum utan skóla. Hvort mundi nú samt þarflegra, að læra að synda og geta þannig bjargað lífi sínu og máske annara, og margfalda heilsuna, eða að leika sjer að trjebyssum, þ. e. myndum af byssum, því annað eru trjebyssur raunar ekki. það getur engum manni dulizt, að sund- ið á vera hjer það fyrsta, sem kennt er af öllum líkamsæfingum,- næst því að ganga. þetta sjá aðrar þjóðir og þetta ættum vjer að geta sjeð líka. f>etta trjebyssufikt get- ur að vísu verið gaman fyrir pilta, líkt og þegar börn leika sjer að hrífuskaptsbrotum eða hríslukvistum, en gagnslaust og þarf- laust. Jeg er að vísu eigi nógu kunnugur kennslufyrirkomulaginu í lærða skólanum, til þess að geta borið um það til hlítar, að hve miklu leyti hægt er láta pilta njóta sundkennslu, svo að haldi komi, án þess að slökkva miklu niður af bó'knáminu. En óskiljanlegt er mjer, að það geti verið ó- kleyft hjer, úr því það þykir hægðarleikur annarstaðar. Jeg skal leyfa mjer að benda á til dæm- is skólaskýrslu frá þessu ári frá Vebjörgum á Jótlandi. f>ar er skýrt frá, að sund- kennsla hafi byrjað í fyrra sumar 12. júní, og kennir sami maður sund og leikfimi. Sundtökin eru kennd í sundgjörðum í leik- fimishúsinu að vetrinum, en með vorinu eru piltar látnir byrja að synda í vatni eða sjó, og eru þá látnir brúka sundbelti, og með þeim synda þeir þangað til þeir geta synt 200 álnir með sundtösku á bakinu. Ur því er þeim sleppt beltislausum, og eru kallaðir vel syndir, þegar þeir geta synt 400 faðma. f>egar piltar eru þannig látn- ir reyna sig, eru sundmenn eða sundkenn- arar í bát til fylgdar. Mjer finnst nú, að hjer í latínuskólanum í Reykjavík mætti hafa líka tilhögum og þessi er : panta sjer útlendar sundgjarðir og piltar látnir læra í þeim að vetrinum, og gæti sá leikfimiskennari, sem nú er, kennt þetta, þar eð hann er sjálfur sundmaður. Ef of mikið þætti, að bæta þessari kennslugrein við hinar, sem fyrir eru, virðist mundi mega láta eitthvað niður falla af leikfimisviðburð- unum, t. d. að minnsta kosti byssufiktið. Ef piltar lærðu sundtökin í gjörðum, þá þyrftu þeir mjög stuttan tíma til að læra sundið í vatni. Jeg ímynda mjer, þó jeg þori eigi að fullyrða það, að skólastjórnin muni hafa heimild til, að gera nauðsynjaráðstafanir í þessa átt. Að hún vilji vel í þessu efni, hefi jeg enga ástæðu til að efast um; það er þvert á móti. Og væri mikilsvert, að undinn væri bráður bugur að þessu máli. Reykjavík 1. okt. 1885. Bjiirn L. Blöndal.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.