Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 3
175 Um reyking á laxi, síld o. fl. eptir Bened. S. pórarinsson fiskirœktarmann. byrjað er að leggja laxinn niður í stamp- ana eða kassana, er stráð salti á botninn og er þá laxinn lagður niður á roðið, og stráð á hann dálitlu af salti, síðan er næstu fiskum hvolft ofan á þá, sem á botinum eru, með roðið upp; þannig er lagt hvert lagið af öðru, að roðin snúa saman og fiskurinn saman, þar til að kassarnir eða stamparnir eru fullir. Gæta verður þess að ekki sje hylskið eða holótt í söltun- arílátunum, og er því gott að fylla upp allar holurnar, sem vilja verða, þegar salt- að er niður, með hausunum og dálkunum. A milli hvers lags á þeim lögum, sem roðin snúa saman, er ýrt dálitlu af hreinu vatni. Ekki þarf að leggja neinn þunga ofan á fiskana í stömpunum eða kössunum, því að söltunin pressar fituna úr laxinum. þeg- ar á að fara að reykja, er laxinn tekinn upp úr saltinu og þaninn í sundur með trjespýtum, svo hann taki betur á móti reykingunni. Eigi að reykja nýjan lax, án þess þó, að ætla sjer að selja eða neyta hans strax eða smátt og smátt, er hann saltaður mjög lítið. Beykingin fer fram á þann hátt, að hann er hengdur upp í skor- stein, og kynnt undir með einir, en ekki má reykurinn vera eins sterkur, og þegar svínakjöt erreykt, því að reykingarmaður- inn verður að geta komið inn í skorstein- inn, til að vita hvernig laxinn reykist. Hann er æfinlega hafður hátt uppi í skor- steininum, að hann geti ekki hitnað of mikið og ekki kvikni í spýtunum, sem hann er þaninn í sundur með. Hafi lax- inn lengi verið saltaður, áður en hann fór að reykjast, verður að láta hann liggja eina eða fleiri stundir í vatni. I Halmstað er söltunin álitin hið mest áríðandi, og helzta skilyrði fyrir reyking- unni. Fyrst, áður en laxinn er flattur, er hann nuggaður utan með salti, svo að hreistrið nuddast af; eptir það er hann flatt- ur eins og fyr hefir sagt verið. Hann er saltaður í stafla, þannig, að fyrstu fiskarn- ir eru lagðir niður á borð og roðið látið snúa niður og sáð á þá saltlagi \ —£ þuml. þykku; síðan eru hálmstrá breidd á Iagið; á þetta lag er lagt hvert lagið af öðru á sama hátt. Ekki má hindra saltið, sem bráðnar í honum, frá að renna burt. Jafn- ótt og saltið bráðnar, verður að bæta á hann salti aptur; þetta er ítrekað í þrjá daga ; síðan er hann rifinn upp úr saltinu, og nuddað eða þurrkað af honum allt salt- ið og breiddur svo til þurks, og þurrkaður nokkuð jafnt á bæði borð. Til reykingar- innar eru hafðir skorsteinar, sem eru 6— 8 feta að innanverðu í hvert horn. Inn- an í skorsteininn eru hlaðin þrep, með 3 feta millibilum, hvert upp af öðru; á þrep- j unum eru hafðir pallar (lausapallar) til að verja reyknum burt. Til eldsneytis er hafð- ur einir eða vel þurkaður börkur eða spæn- ir af eik eða bæki. Reykingin er álitin búin á 3 dægrum. Opt er laxinn, áður en hann er reyktur, nuddaður upp úr blönd- un af salti, saltpjetri, pipar og sykri. Aður en sildin á að reykjast, er hún þvegin og hreinsuð af öllu slýi og öðrum óhreinindum; síðan er sáð á hana salti og látin liggja í því 6—7 stundir. þegar hún er tekin upp úr saltinu, er hún þvegin upp úr hreinu vatni, lögð innan í Ijerept og þurkuð. þegar síldin þykir nógu þurr, er hún færð upp á trjeteina sívala í gegn um augun, með þumlungs millibili á milli hverrar, og reykt á sama hátt, eins og síðar getið verður, að flattur áll er reykt- ur; tíminn, sem er verið að reykja hana, er frá 3—4 stundir. Síld, sem lengi er búin að liggja í salti, er reykt á sama hátt og sagt hefir verið, nema hún er látin liggja náttlangt í vatni, áður hún er reykt. Til að gera síldina enn þá bragð betri, er hún lögð í kjöt aða flesk,áður hún er reykt. Óflattur áll er þannig reyktur, að hann er fyrst nuggaður utan með sandi, þang- að til allt slý er farið af honum, þveginn og ristur á kvið með 6—7 þuml. löngum skurði, og illslógið tekið burt, þurkaður innan og skafinn, og gerður eins hreinn og hægt er; síðan lagður í salt, og látinn liggja í því í einn sólarhring. þegar áll- inn er tekinn upp úr saltinu, er það þurk- að vel og vandlega af honum, og hann svo látinn inn í bakaraofn, sem brauð hefir verið bakað í daginn áður, eða hefir verið hitaður upp nokkru áður, en állinn á að reykjast. Um leið og állinn er lagð- ur inn í ofninn, eru 4—5 einirkvistir lagð- ir í ofninn til þess, að hitinn haldist jafn. Gæta verður þess, að eldurinn kafni ekki, eða kulni út. Meðan á reykingunni stend- ur, er állinn við og við tekinn út úr ofn- inum, skoðaður og snúið. Reykingin stend- ur yfir 1|—2 stundir, þar til állinn er orðinn mjúkur og ætilegur. þegar hann er tekinn út úr ofninum, er hann hengdur niður í kjallara til að láta hann kólna; eptir nokkrar stundir má hafa hann til matar, en er beztur á næsta dægri eptir reykinguna. Ef ofnana á að hita áður en állinn er reyktur, verðurað leggja í þá að morgni nokkur trjestykki, ef reyking- in á að byrja að kvöldi. Aðferðin að reykja flattan ál, er nokk- uð öðru vísi. Ekki eru nema stórir álar flattir. þeir eru núðir úr sandi, þar til allt slý er af þeim. Allinn er flattur þann- ig, að tollir saman á kviðnum. Allt blóð [Niðurlag]. þegar reykja á lax, og hann er nýr, er hann flattur á þann hátt, að hryggurinn með hryggjarugga er tekinn burt og inn- ýflin undir eins; hann er látinn halda sjer ósundurskorinn á kviðnum, eða að hvor hlið er höfð fyrir sig; í roðið eru skornir skurðir eptir hliðarrákunum. þegar laxinn hefir verið þannig flattur, og blóð og slý vel þvegið burt, er hann saltaður niður í stafla, eins og saltfiskur, og síðan er borið svo mikið af salti á staflann, að hvergi sjer í hann; þannig er hann látinn liggjai 3—12 stundir, ef það er lítill lax, en fram undir 3 daga, ef hann er 20—30 punda lax eða þar yfir. þegar að laxinn er tek- inn upp úr saltinu, er hann lagður í hreint vatn, þetta frá 2—3—12—24 stundir lát- inn liggja í því, allt eptir hvað hann hefir legið lengi í salti, og hvað hann hefir verið mikið saltaður. þá búið er að þvo upp laxinn, er hann þaninn í sundur með spýt- ' um, svo hann fletjist sem bezt. Eins á að að gera við síldina, þegar hún er flött. Að- ur hann er reyktur, verður að þurrka hann dálítið, annaðhvort við vind eða eld ; síðan j er hann hengdur inn í skorsteininn, sem verður að hafa svo háan, að hann geti hangið 4 ál. fyrir ofan eldinn, því að hann þolir ekki mikinn hita. þegar búið er að ganga frá laxinum í skorsteininum, er bor- ið á skorsteinsgólfið eldsneytið og kveikt upp, en passa verður, að ekki logi, eins og þegar verið er að reykja síldina. þannig er hann svældur í tvo sólarhringa, nætur sem daga, og hurðirnar hafðar fyrir skor- steininum. Allt af verður reykingarmaður- inn að hafa vakandi auga á eldinum og því sem verið er að reykja. Eigi að reykja gamalsaltaða síld eða lax, er lengur afvatn- að en til hefir verið tekið; en önnur með- ferð er hin sama, sem að framan hefir ver- ið sögð. þessi reykingaraðferð, sem að framan er lýst, var höfð í Danmörku. í Norrlandi í Svíþjóð er höfð sú aðferð að reykja lax, að áður en hann er flattur, er hann vandlega þurrkaður og skafið af honum allt slý og önnur óhreinindi. Flatn- ingin á honum er hin sama og í Dan- mörku. þegar búið er að fletja hann, er hann þurrkaður innan og utan með ljer- epti, eptir það er nuggað inn í hann muldum saltpjetri og dálitið af sykri og góðu Lúbecks- salti, síðan er hann lagður í kalt hús eða kjallara, og látinn liggja þar einn sólar- hring; eptir það er hann tekinn og saltað- ur niður í stampa eða kassa. Aður en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.