Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.10.1885, Blaðsíða 4
176 er þurkað vandlega úr með ljerepti. Slð- an er sáð á salt að innanverðu, hvolft saman og hlaðið upp í stafla og fjalir hafðar undir og ofan á ; ofan á fjalirnar eru lögð dálítil þyngsli, og látnir liggja svo eina nótt. Eptir það eru álarnir teknir upp úr saltinu, burstaðir og þandir út með mjóum trjeteinum, hæfilega löngum, svo þeir hrukkist ekld saman í reykingunni; síðan eru þeir dregnir upp á mjóa staura og hengdir hátt upp, í stóra botnlausa tunnu eða hrip, sem gengið er frá upp yfir eldin- um í skorsteininum. Til að reykja álana eru hafðir spænir og sag úr laufvið ; með þeim er svælt undir þeim í 10—12 stundir. Ef hafður er einir, má reykja á miklu styttri tíma; en vel verður að gæta þess, að láta nær aldrei koma upp loga; annars steikist álhnn, en reykist ekk. Tunnan eða hripið verður að vera svo hátt yfir eldinum, að állinn hitni ekki svo, að fitan smiti út úr. AUGLÝSINGAR í samleldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 slata frekast m. öðru letri eða setning 1 kr. tjrir þuinlung dálks-lengdar. Borgun ú! í hönd Carl Franz Siemsens verzlun í Rvík. Með brjefi 25. ágúst þ. á. hefir mjer verið tilkynnt, að erfingjar húsbónda míns heitins og skiptastjórar hafa ákveð- ið, að verzlun þessi skuli hætta, sem hjer með gefst heiðruðum skiptavin- um mínum til vitundar, eptir því sem fyr- ir mig hefir verið lagt. peir, sem ekki hafa enn goldið það, sem þeir skulda nefndri verzlun nje samið við mig um lúkningu skuldar sinnar, eru bcðn- ir að gera það sem allrafyrst, með því að jeg neyðist til að öðrum kosti að lögscekja þá. íteykjavík 1. október 1885. G. Emil Unbehagen. Carl Franz Siemsens verzl. Samkvæmt því, sem fyrir mig hef- ir verið lagt, scljast allar útlemlar vöruleifar við verzlun þessa með 20% afslætti við það, scm þær liafa áður kostað, gegn borgun í peningum út í hönd. Reykjavík 5. október 1885. G. Emil Unbehagen. Eitt herbergi með nokkrum húsbúnaði er tii leigu í miðjum bænum; ritstj. vísar á I Brúkuð íslenzk frímerki, brjefkort j og þjónustufrímerki alls konar kaupir Aage Lind Aalborg Danmark. þeim, sem hafa óskað eptir að læra sjómanna- fræði í Rvík, gerist aðvart um, að kennslan bjrjar hinn 15. þ. m., að öllu iorfallalausa, í svo kölluðu Doktorshúsi í Rvík. Bækur og önnur áhöld fyrir nemendur verða pöntuð með næstu póstferð. Reykjavík 5. október 1885. Markús Bjarnason. Týnzt hefir 4. þ. m. reiðbeízli með kopar- stöngum og tvístönguðu höfuðleðri og taumum. Skila á skrifstofu Isafoldar. Týnzt hefir 2. þ. m. hjá húð Br. H. Bjarna- sens poki með ljereptstjaldi í, fangamörkuðu með E. M. S. og ártali, og 8 pd af mör. Finn- andi skili til Einars Magnússonar á Gljúfur- holti í Ölvesi. Sigurður Eristjánsson hefir til sölu : Enskt-íslenzkt orðasafn ..... 1,50 Islenzks-enskt orðasafn ..... 1,50 Enska lestrarbók (með málfræði) 1,00 Ef orðasöfniu eru bæðikeyptíeinu,kostaþau 2,50; en sje Lestrarbókin keypt líka, kostar alltsaman að eins 3 kr. Eins og kunnngt er. var sumarið 1884 eitthvert liið bágasta hjer á suðurlandi, sem menn muna, enda hefir það haft slæmar afleiðingar hjerna i Leiðvallarhreppi, því að á síðastliðnu hausti varð almenniugur að eyða miklu af lífsstofm sinum, vegna fóðurskorts, og þær fáu kýr, sem a vetur voru settar, urðu gagnslitlar, enda þraut fóður hjá mörgum þegar áleið veturinn, svo að margir urðu enn að eyða kúm, og sumir hinni eínu, er þeir áttu. petta hefir eðlilgga í för með sjer mikinn bjargar- skort og harðindi manna á meðal, en þeir næsta fáir hjer, sem hjálpað geta að mun. En höfðings- maðurinn, fyrrum hreppstjóri í Leiðvallarlireppi Magnús Magnússon á Skaptárdal, hefir látið nefnd- um hreppi mikla hjálp í tje á siðastliðnum vetri og vori, með þvi að lána mörgum nauðstöddum lífsbjörg, án þess að hafa áreiðanlega tryggingu fyrir að fá það endurgoldið. Auk þess hefir hann nú gefið Leiðvallarhreppi 6 tunnur og 2 skeffur af korni, og jafnframt falið mjer undirskrifuðum að skipta því meðal nokkurra fátækra, helzt fjölskyldu- manna i hreppnum, og hefi jeg nú samstundis gert það. Hemru 22. júuí 1885. Jón Einarsson. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-líjs- elixír hra. Mansjeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja' eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-líJs-elixír, og reynzt liann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með houum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r-J N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Pjóðvinafjelagsbækur 1885 fást á afgreiðslustofu ísafoldar: Andvari XI. ár .................2kr. 25a. Almanak jpvflagsins 1886 með myndum ......................«____45. Sparsemi, eptir Samúel Smiles ...1-50- Dýravinurinn, með myndum .......«i— 65 - 4kr. 85 a. Fjelagsmenn fá þessar bækur fyrir tillag sitt, tvcer krdnur. Sundfj elagsmenn eru beðnir að greiða sem fyrst árstillög sín, til ritstjóra Isafoldar, er einnig veitir nýj- um fjelagsmönnum viðtöku í fjelagið. þeir sem hafa fengið boðsbrjef fjelagsins, eru beðnir að gera svo vel að endursenda þau hið fyrsta. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði...................2,25 Gröndals Steinafræði ...... 1,80 Islandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg............................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ..................0,25 Hættulegur vinur................0,25 Landamerkjalögin................0,12 Almanak Ljóðvinafjelagsins 1886 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert'Spencer................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 tSs’ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Brentsmiója ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.