Ísafold - 14.10.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.10.1885, Blaðsíða 2
178 Stjórnarbótarmál vort og Danir. ætla menn að þeir haldi sjer saman, er til kemur. Mikið talað nú um boðskýrslu Gladstones. Eitt atriði hennar er það, að Englendingar eigi að kveðja sem fyrst allt hð sitt heim frá Egiptalandi, og leysast þar af öllum vanda. Atfarirnar og allt það, sem þeim fylgdi, hafi verið heimska og ráðleysi. »Um seinan sjeð!« segja margir. Frá Þýzkalandi bg Spáni. t>ræt- unni um Karólínsku-eyjarnar er að vísu ekki lokið, en allir þykjast vita, hverjar lyktirnar verða. Spánverjar voru mjög uppvægir framan af, og skríllinn í Madríd gerði aðsúg að höll 3endiherrans þýzka, og reif þar niður merki þýzkalands og brenndi sfðan. I fleiri borgum órótt, og ekki sízt kvisað um gremju fyrirliða í hernum. Stjórn- in hefir að vísu beiðzt afsökunar í Berlín, lofað uppreist og hept þá, sem fyrir uslan- um gengust í höfuðborginni, en tregðast enn við að leggja málið í gerð, sem þjóð- verjar hafa boðið. þjóðverjar hafa því tékið öllu með vægð og hógværð, að þeir vita, 1 hverri vök Spánarkonungur á að verjast, en Bismarck mun ekki vilja, að þetta verði honum að falli, hvað sem hann svo finnur til aflausnar. Frakkland. I Anam og Tonkin gengur allt skrykkjótt heldur, og Frökkum veitir afarerfitt að halda þar griðum og friði. Ránum og uppreisnum vill ekki linna. þeir hafa sett nýjan keisara til valda í Anam, en óvíst hvort það bætir um. Mótstöðu- flokkar stjórnarinnar hafa »nýlendupólitík- ina« fyrir höfuðvopn sitt á móti henni og þjóðveldinu, og nú er ekki sparað þvl að beita undir kosningarnar (4. október), svo brýndu sem atburðirnir þar eystra hafa gert það. Allir einvaldsflokkarnir haldast í hendur að svo stöddu, og tala í boðsskrám sínum um afglöp stjórnarinnar, vandkvæði Frakklands og fjárkröggur, og það fleira sem finnst í ámælum og aðfinningum frekjumanna vinstramegin. þeir nefna ekki þjóðveldið sjálft; en allir vita, hvað þeim býr í brjósti Frá Tyrkjaveldi og Balkanlönd- um. í miðjum mánuðinum urðu þau ný- lundutíðindi í Eystri-Rúmelíu, að nokkrir sveitarforingjar gengu á fund landstjórans, Chrestics pasja, og tóku hann höndum í fólksins nafni, lýstu hann af völdum og landið tengt við Bolgaraland. þessi þruma kom sem úr heiðu lopti, og enginn átti við slíku húið. Uppreisnin hafði auðsjáanlega verið lengi ráðin og allt í leynd og með varúð undirbúið. Samdægurs kom sendi- nefnd til Alexanders fursta—eða Bolgara- jarls—og bað hann taka við tign og völd- um. Hann tók öllu sem greiðast og rjeðst þegar til ferðar suður yfir Balkan um Sjípkaskarð og til Filippópel, höfuðborgar landsins. Honum var alstaðar fagnað með ys og ómi, og þá ekki sízt í höfuðbænum. Allt var þegar á tjá og tundri, fólkið hafði tekið til vopna sinna, og forustumenn upp- reisnarmanna höfðu þegar sent liðsveitir til landamæranna, sem til Tyrkjalands vita og þær tekið þar varðstöðvar, sem helzt var innrásar von af her Tyrkja. I ávarpi sínu til landsbúa kallar Alexander jarl sig »fursta yfir Norður- og Suður-Bolgaralandi«. Hann hefir kvatt allan landher Bolgara til vopna, og þingið í Sofíu veitt framlögur til landvarnar, ef soldán vill hörðu beita. Fólkið fer ekki fram á að leysast með öllu undan drottinsvaldi soldáns, en koma því aptur í heilt lag, sem að var skilið í friðar- gerðinni í Berlín 1878, eða með öðrum orð- um: koma sömu skipun á landið, sem á- formað var í San Stefanó, en Tyrkir hlutu þá að að ganga. Auðvitað, að bæði soldán og Bolgarar hafa snúið sjer að stórveld- unum, og hitt með, að þau vilja afstýra vandræðum; en hitt er óvísara, hvort Tyrkir geta haldið kyrru fyrir unz stórveldin hafa komið sjer saman um aðaltillögurnar. það er þó líkast, að þær fari fram á eins konar griðasetning, þar til er að málið er rætt á erindsrekafundi. Mikill fögnuður f öllum Slafablöðum, einkum á Rússlandi, en stjórn Rússakeisara segist við ekkert vera riðin. Svo kann að vera, þó sumir efist. Bolgar- ar (Rúmelíubúar) hafa sent tvo menn á fund keisarans til Kaupmannahafnar að biðja hann ásjár, og Alexander jarl á að hafa sent honum þau skeyti, að sjer sje ljúft að leggja niður tignina, ef þess skyldi krafizt og keisarinn vildi taka að sjer mál- stað Bolgara. þess má geta, að á óróa bryddir í Macedóníu og Albaníu, og að bæði Serbar og Grikkir hafa kvatt her sinn til vopna. Hver hugsar með sjer : »Ætli’ hann (Tyrkinn) hrökkvi ekki upp af núna ? Bezt að vera vakandi og verða ekki hlutræningur, er hreyfunum skal skipta«. Fortjaldið er uppi fyrir nýjum leikþætti »austræna málsins«, og í næsta skipti get- um vjer líkast sagt betur frá, til hvers vill draga, enda er nú bágt að átta sig í skæða- drífu hraðskeytanna og lausafregnanna. Kólera. Hún rjenar nú dag af degi á Spáni, og má þykja mál komið, því yfir 100,000 manna hafa úr henni dáið. Hún er enn allskæð á Sikiley, einkum í Paler- mó, en síðustu fregnir segja, að manndauð- inn sje að stöðvast. A öðrum stöðum í Ítalíu og á Suður-Frakklandi er kallað, að hún sje á förum. Svo er að heyra, sem þjóðin danska eða mcginþorri hennar, þ. e. vinstrimenn, ætli að taka svo í stjórnarskrármálið, sem skyn- semin býður og bezt gegnir. Höfuðblað þeirra, Politiken, er Hörup stendur fyrir, mestur atkvæðamaður í liði vinstrimanna, segir svo meðal annars : »Vjer fáum eigi sjeð, að Danmörk hafi neitt að sýsla á íslándi sjálfrar sín vegna. Vjer eigum þar hvorki fjár nje frama nje ríkis að leita, og langar eigi hót til að vera frándur í Götu fyrir far’sæld íslendinga. þegar þeir geta sjeð um sig sjálfir og ann- ars eru á eitt sáttir, fáum vjer eigi sjeð, hvers vegna þeir mega eigi hafa allt eins og þeim sýnist. Að landinu hefir eigi orðið mikilla fram- fara auðið undir hinni dönsku stjórn- mennsku, það er víst; en að því megi verða betri framtíðar auðið, það fullyrða þeir sjálfir að minnsta kosti; eptir að vjer loks- ins höfum fengið þeim í hendur málefni sjálfra þeirra, þá á að veita þeim fullt ráð- rúm til að reyna lukku sína. En það hafa þeir eigi, meðan þeir hafa löggjafarvaldið þar heima hjá sjer [reynd- ar ekki nema hálft], og umboðsvaldið í Kaupmannahöfn. þ>að þurfti eigi mikinn spásagnaranda til að sjá það fyrir, að slíkt fyrirkomulag mundi eigi geta átt sjer lang- an aldur. |>að er raunar ef' til vill ekkert skemmtilegt, að þurfa nú að fara að skipta sjer af þeim aptur, ekki nema 11 árum ept- ir að þeir eru búnir að fá stjórnarskrá sína, og er það nú þegar vjer höfum til dags og nætur af stjórnarbaráttu heima fyrir; en mikið af föðurlegum áminningum höfum vjer þó naumast köllun til að veita þeim, er vjer íhugum, hvernig vjer höfum sjálfir farið með stjórnarbót vora og hvað lengi vjer vorum að hafa á henni endaskipti. ís- lendingar eiga þó því að hrósa, að bylting- arnar þjá þeim stefna þó í rjetta átt — fram á leið; það væri skemmtilegra, ef vjer gætum sagt hið sama umj byltingarnar hjá oss--------. f>að liggur í augurn uppi, að eigi þeir að bera sjálfir ábyrgðina á forlögum sínum, þá stoðar eigi að láta fá þing, og síðan að öðru leyti setja Kauptnannahafnar-prófessor til að stjórna þeim. Eigi þeir að stjórna sjer sjálfir í raun og veru, þá mega þeir til að hafa stjórnina heima hjá sjer og hana skipaða sínum mönnum. Hún verð- ur að vera þannig löguð, að það, sem til er af framtakssemi í landinu, það komi fram hjá stjórn þess ; þeir mega til að eiga kost á að lemja inn í hausinn á stjórninni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.