Ísafold - 14.10.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.10.1885, Blaðsíða 3
179 þeim hugmyndum, sem þeir hafa um vel- ferð landsins. |>að er svo að heyra, sem Nellemannsráða- neytið sje eigi með öllu tilfinningarlaust fyrir slíkum skoðunum, úr því að eitt af blöðum þess (Dagens Nyheder) hefir í gær lagt það til, að skipaður sje »virkilegur landshöfðingi á íslandi með yfirgripsmiklu framkvæmdarvaldi og sjerstökum ráðgjafa fyrir ísland í Kaupmannahöfn«. Fyrra at- riðið er samkvæmt því, sem alþingi hefir nú einmitt samþykkt. Hvort ráðgjafinn eigi að vera einn eða þrír, er naumast svo mikils vert atriði fyrir íslendinga, sem hitt, að hið íslenzka ráðaneyti sje á íslandi. Blaðið játar, að það eigi að vera þar með- aU á þingi stendur ; en ráðaneytið á yfir höfuð auðvitað að hafa aðsetur í því landi, sem það á að stjórna. Látum ísland fá fyrir stjórn hjá sjer hinn bezta mann, sem það á til sinnar þjóðar. Sá maður, sem allt landið hefir traust á, það er hinn rjetti rnaður, og hann á að bera ábyrgðina. Úr því að alþingi hefir í báðum deildum verið á einu máli að einu (konungkjörnu) atkvæði undan- skildu [ónákvæmt], um þá leið, er það á- lítur bezta, þá er eigi gott að vita, hvað orðið sjálfsforrceði á að þýða, ef niðurstað- an verður eigi sú, að landið haldi þá braut eptirleiðis. Vjer fyrir vort leyti óskum Islendingum eigi nema alls góðs; og hvað þeim er til góðs, ímyndum vjer oss, að þeir hafi bezt vit á sjálfir. Að hin íslenzka skrifstofa í Kaupmannahöfn hafi betur vit á því, er víst mikið lítil ástæða til að gjöra ráð fyrir«. — þetta er vel mælt og hyggilega. Og haldi frelsismenn í Danmörku þessari skoðun og þessari stefnu eptirleiðis; sem etjgin ástæða er til að efast um, rneðal annars af því, að hún er svo náttúrleg, þá megum vjer góðum tíðind- um fagna, eins góðum og vjer gátum frek- ast búizt við. því af hinum höfum vjer aldrei við góðu búizt í þessu máh; það hefir aldrei kornið dúfa úr hrafns-egginu. Ferðapistlar eptir Jibt-t-’aCS S’hoioddse.n. XV. Róm 93. maí 188ö. Frá Flórenz fór jeg snemma morguns beina leið til Kómaborgar, fram hjá Tra- simenusvatni. Hæðirnar fram með Arnó og suður eptjr eru frjóvsamar og fjölbyggð- ar, olíuviðir utan í hlíðunum og vínviðir fljettast alstaðar milli trjánna, en fögur hús og þorp sjást fjær og nær. A hverj- um stað, sem gufuvagnarnir stöðvast, þyrp- ast konur og börn kringum ferðamennina til að selja þeim suðræn aldini og vín í hnöttóttum, hálslöngum flöskum ; um flösk- urnar er fljettað strám og strátappi í þeim. Frá Arezzo liggur leiðin suður Chianadal- inn suður að Trasimenusvatni, þar sem Hannibal barði á Rómverjum forðum daga. Vatnið liggur á hásljettu 750 fet yfir sjáv- armáli; alstaðar sjást hús og þorp á skrúð- grænum bökkunum, hálsarnir dökkgrænir fyrir austan og bláleitir fjallatindar nema við himin í fjarska; í vatninu eru þrjár skógi vaxnar eyjar. 1 þessum hjeruðum eru ótal leifar frá fornöldinni, og menjar þær, sem í jörðu finnast, sýna mannlegar framfarir á öllum öldum frá því mannkyn- ið var á æskustigi fram á vora daga ; þar eru vopn og verkfæri frá steinöldinni og eiröldinni, grafreitir og listaverk eptir hina fornu Etrúríumenn, rómverskir peningar og margt fleira. Nokkru eptir miðjan dag komnm vjer til Orvietó ; það erþorp eigi all- lítið byggt upp á bröttum móbergshömrum ; þar eru margar merkar byggingar og lista- verk, eins og því nær í hverjum bæ á Italíu; þar er meðal annars stórkostleg vatnsþró eða brunnur högginn í bergið ; liggja 248 steinþrep niður að vatninu, en 72 gluggar eru á hhðunum ; þrepin eru svo breið og jafnt hallaudi, að klyfjaður asni getur gengið þar upp og niður. Nokkru fyrir sunnan þenna bæ fórum vjer yfir ána Tiber og liggur leiðin fram með henni allar götur suður til Rómaborgar. Ain er hjer efra eigi mikil, en mórauð af mold og leir; jeg sá mann ríða á múlasna yfir ána og var hún varla á miðjar síður; hún er fremur lygn, er neðar dregur og í mörgum bugðum, sljettir bakkarnir, og poplar og cypresviðir á víð og dreif; lengra frá eru skógivaxnir hjallar og hálsar. Byggð er hjer fremur strjál, en beitarlönd góð fram með ánni, og víða sjást hjarðir af sauð- um, nautum og svínum ; standa þar yfir hjarðmenn meó upp mjóa flókahatta á höfði og á rauðum bol og stuttbux- um; nautin eru stór og sterkleg með mikl- um hornum og bjúgum. Tiberdalurinn verður fegri, er neðar dregur; þar liggja sumstaðar skógivaxnar hæðir með ánni; sumstaðar eru stór engi og er verið að heyja ; er heyið borið upp í sæti og lanir, sem hjá oss, og þurrkað í flekkjum. Byggð- in verður meiri er nær dregur Rómaborg og hæðirnar eru allar reifaðar vínviði og aldintrjám. XVI. Rómaborg 25. maí 1885. það væn óðs manns æði, að ætla sjer að lýsa Rómaborg í stuttu brjefi eptir fárra daga dvöl; jeg ætla því að eins að nefna fátt eitt af því, sem fyrir augun bar. Síðan Róm var höfuðborg landsins, er hún orðin töluvert breytt frá því, sem áður var og breytist árlega ; hið einkennilega er að hverfa og borgin hvað ytra útlit snert- ir meir og meir að líkjast öðrum borgum. Ferðamönnum þykir, eins og von er, leitt, að þjóðlífið er búið að missa hið fyrra snið; þýzkur listamaður gamall sem varð mjer samferða til Rómar frá Flósenz kvart- aði mjög yfir því, hve allt hefði breytzt; hann hafði áður dvalið þar nokkur ár í ungdæmi sínu og var þar samtíða Albert Thorvaldsen, sem var þá álitinn konung- ur allra listamanna f Rómaborg; ljet haun mikið af því, hve einstakt ljúfmenni og á- gætismaður Thorvaldsen hefði verið í allri viðkynningu. |>ó nú margt breytist í Róm, þá verður þar þó óendanlega margt að sjá, einkum fyrir þanu, sem getur dvalið þar nógu lengi; saga mannkynsins á öllum öldum liggur þar opin fyrir hverjum þeim, sem hefir nokkra þekkirigu og vill taka eptir; þar er nokkurs konar ódáinsakur lista og sagnfræða, svo það er engin furða, þótt þangað flykkist listamenn úr öllum átt- um. Jeg hafði búizt við, að f Róm sæist enn ljósari vottur fornaldarinnar en þar sjest; í fyrsta bragði verður maður varla var við þær fornleifar, sem svo mikill orð- rómur fer af; göturnar næst járnbrautar- stöðvunum líkjast mjög götum í öðrum stórborgum, nema hvað blærinn er sum- staðar nokkuð fornlegur, því víða eru stór- byggingar frá 16. og 17. öld; en fari mað- ur nánar að skoða borgina og ganga um hana, ber hún með sjer breytingar tímans meir en nokkur önnur borg. Af því Róm um svo margar aldir hefir verið miðdepill kristninnar, þá er það eðlilegt, að einhver kaþólskur kirkjublær ' hvíli yfir bænum. þar eru 369 kirkjur, 56 prestaköll og mesti sægur af klerkum og munkum ; þó kvað þetta vera miklu minna en fyrrum, meðan Píus IX. sat þar að stóli; þá var borgin sannkallað presta- hreiður, og þangað safnaðist alls konar skríll, sem hafóist þar við undir verndar- væng páfans eins ogflakkararnir hjá Guð- mundi biskupi góða. Mörgum þótti borg- in þá miklu skemmtilegri en nú, því þá var svo margt einkennilegt að sjá f klæða- burði og háttum manna. Nú lætur páf- inn sjaldan sjá sig; en þó hann hafi misst hið veraldlega vald, þá er hið andlega vald hans engu minna en áður. Stjórn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.