Ísafold


Ísafold - 21.10.1885, Qupperneq 1

Ísafold - 21.10.1885, Qupperneq 1
?en.u 51 á miMulajsniorjM. Ver1' arjanjsins (55-60 arka^ 4kr.: erlendis 5 kr. Borjist Ijrir miðjan júlímánuð- ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifL) hndin viJ áramót, í- jild nema kemin sje !il úlj. tjrir 1. akt Atpelðsloslota i Isatoldarprentsm. I. sal XII 46. Reykjavík, miðvikudaginn 21. októbermán. 1885. i8í. Innlendar frjettir. „Brýn nauðsyn". 182. Hið íslenzka garðyrkjufjelag. 183. Ferðapistlar eptir p>orv. Thoroddsen. 184. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útián md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jðnassen okt. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðunitt. inóttu|umhád. fm. | em. fm. em. M. 14. + 4 + 7 30.3 30 Sa h d A hv d F. 15- + 6 + 9 30,1 30,3 Sa h d 0 d F. l6. + 5 4 9 3° 5 30,7 0 b 0 b L. 17- 0 + 6 30,6 3°/> 1) b 0 d S. 18. + 2 + 5 30,4 3°>3 0 d 0 b M. 19. + 1 + 5 30,3 3°, 2 A h d A h d Þ. 20. + 3 + 5 30,2 3°>2 0 d 0 d Umliðna viku hefir verið óvenjuleg stilling á veðri og veðurblíða; loptþyngdarmælir hefir alla vikuna staðið mjög hátt og lítið haggazt. Má svo segja, að logn hafi verið á hverjum degi; 16. var hjer logn, en hvass að sjá til djúpanna á norðan, sem aldrei náði hingað heim og gekk strax niður, því daginn eptir (17.) var hjer blíða logn frá morgni til kvölds. í dag (20.) togn, þoka og rigning. Reykjavik 21. okt. 1885. Póstskipið, Laura, fór aptur hjeðan á tilteknum degi, 18. þm., snemma morg- uns. Með því fóru frú Sigríður Magnús- son frá Cambridge, frökenarnar þóra Jóns- dóttir og Bertha Jörgensen, stud. juris Hannes Hafsteinn, stúdent Rikkarður Torfa- son, kaupmaður F. A. Löve, bændurnir Guðmundur Einarsson frá Nesi og þórður Guðmundsson frá Görðunum o. fl. Ekki hefir það orðið uppgrafið enn, hvað valdið hefir afbrigðunum frá ferðaáætlun- inni með Hafnarfjarðarferðalaginu. Sumir kenna það hafvillum. Skipið hafði legið vió akkeri á Yogavík nóttina áður, og skreiddist síðan inn með landi um morgun- inn með mikilli hægð, til Hafnarfjarðar, yfir boða og flúðir, sem það mundi eflaust hafa reynt að hefla, ef lágsjóaðra hefði verið eða nokkuð í sjóinn. Póstskipið hefir stöku sinnum brugðið sjer upp á Akranes hjeðan, þegar gott hefir verið veður og ríflegt flutningskaup hefir verið í aðra hönd;—auðvitað samt eingöngu af náð; allt, sem hið volduga danska gufu- skipafjelag gerir oss íslendingum til hægð- arauka, er bara einskær náð, hvað vel sem það er borgað; meira að segja: það er einskær náð, þegar það lætur sjer þóknast að haga sjer nokkurn vegin eptir samningi sínum við stjórnina og ferðaáætluninni. En náðarveitingar fara, sem kunnugt er, mjög eptir því, hvernig á veitandanum liggur. I þetta sinn lá svo á póstskipstjóranum, að hann var ófáanlegur til að fara upp á Akra- nes, þótt mörg hundruð krónur væru f boði í flutningsgjald og einmuna-veðurblíða, en þörfin mjög mikil fyrir Akurnesinga til slát- urtöku o. fl. Pæreyingar þar á móti eru stöðugt í náð- inni. þar horfir fjelagið ekki í að láta skipið eyða eins miklum tíma til að skjökta fram og aptur og kanna hvern kyma, eins og þarf til heillar ferðar landa á milli. Raunar heimilar Samningur fjelagsins við stjórnina (12. jan. 1880) því að eins að láta póstskipin koma við #í þórshöfn eða einhversstaóar annarstaðar á Færeyjum«, þ. e. að eins á einum stað þar í eyjunum í hverri ferð. En hvað þýðirþað? Hvað þýða samningar við stórveldin ? I Fj árkaupaskipið enska, GlenRosa, fór hjeðan aptur í fyrra dag, með hátt á 3. þúsund fjár, frá þeim þorl. kaupmanni Ó. Johnson og þorbirni kaupmanni Jónassyni á Straumfirði, er varð að reka fjeð suður hingað landveg á endanum, í stað þess að skipið átti að sækja það þangað upp eptir, en brá þeirri fyrirætlan. Arferði m. m. Haustveðrátta stríð norðanlands- og vestan: frost og snjóar talsverðir. Hinn mikh töðubrestur, því nær gjörsamlegur brestur á garðávexti um mestan hluta lands, aflaleysið og nú loks vöruskortur í kaupstöðum gerir útlitið harla ískyggilegt manna á meðal hvað bjargræði snertir, einkum sunnan lands og vestan. Snemma á haustlestum var matvara þrot- in í aðalkaupstaðnum fyrir austurhelming suðuramtsins, Eyrarbakka. Af hallærislán- inu, sem veitt var í sumar Gullbringu- og Kjósarsýslu, samtals 20,000 kr., fjekk einn hreppur, Vatnsleysuströnd, meira en þriðj- ung, en er nú búinn með þann skammt, áð- ur en veturinn er byrjaður. Biður því sýslan um annað eins aptur, en hefir að sögn fengið í bráðina 4—5000 kr. af hin- um útlendu hallærisgjöfum. Námsmeyjar í kvennaskólanum í Reykjavík. í Öðrum bekk : Guðrún Daníelsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Guð- rún Heilmann, þóra Magnúsdóttir og Laura Scheving, allar úr Reykjavík. Mar- grjet Jónasdóttir úr Mýrasýslu, Guðný Magnúsdóttir úr Gullbringusýsu, Guðrún Brynjólfsdóttir úr ísafjarðarsýslu, Elín Friðriksdóttir úr Skagafjarðarsýslu, Krist- björg Sigurðardóttir úr þingeyjarsýslu. í fyrsta bekk: Ingibjörg Torfadóttir úr Dalasýslu, Guðrún Hermannsdóttir úr Rangárvallasýslu, Elizabet þórðardóttir úr Reykavík, Valgerður SchevingúrÁrnessýslu, Elín Zoega úr Reykjavík, þórunn Guð- mundsdóttir úr Arnessýslu, Jórunn Jó- hannsdóttir úr Eyjafjarðarsýslu, Guðrún Guðmundsdóttir úr Reykjavík, Guðbjörg Bjarnadóttir úr Reykjavík, Guðrún Torfa- dóttir úr Rangárvallasýslu, Sigríður Torfa- dóttir úr Reykjavík, Hólmfríður Guð- mundsdóttir úr Rekjavík. Stúlkur í öðrum bekk taka þátt í öllum námsgreinum, sem kenndar eru í skólan- um, en stúlkur í fyrsta bekk í fleiri eða færri námsgreinum, eptir samkomulagi við foreldra eða vandamenn, eða eptir öðrum atvikum. Af því, sem hjer er ritað, sjest, að stúlk- urnar i skólanum eru 22, eins og gert er ráð fyrir, nema hvaó fleiri geta tekið þátt í söng; en ekki 15, eins og stendur í Suðra þeim sem út kom fyrir 5 dögum síðan. það sem einhver óvitur maður eða ill- viljaður kann af óhreinum hvötum að hafa hreytt úr sjer, um kvennaskólann, þyk- ir ékki svaravert. Reykjavík 15. október 1885. Thora Melsted, forstöðukona kvennaskólans. „Brýn nauðsyn“. það var eitt, sem gerðist tíðinda á þingi í sumar, að neðri deild alþingis samþykkti nálega í einu hljóði áskorun til stjórnarinn- ar um, að fela eigi dóinendum landsyfir- rjettarins neina umboðslega sýslan eða em- bætti á hendur, nema brýna nauðsyn beri til. það er nú í almæli, og mun eflaust eng- an veginn tilhæfulaust, að þessi áskorun eigi að bera þann sinn fyrsta ávöxt, að framkvæmdarstjóraembættið við hinn fyrir- hugaða landsbanka verði falið yngsta dóm- aranum við landsyfirrjettinn, hinum eina af landsyfirrjettardómurunum, sem ekki er svo hlaðinn umboðslegum störfum undir, að hann getur á móti því tekið þess vegna. það er að sögn von á þessari embættisveit- ingu þá og þegar, þó að ekki sje búizt við,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.