Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 2
182 að bankinn komizt á fyr en á miðju næsta ári; fyr getur meðal annars maðurinu ekki verið búinn að »kynna sjer bankastörf er- lendis«, fyrir þessar 1000 kr., sem þingið veitti til þess, en þar á móti þarf hann engan undirbúning til að kynna sjer aðferð- ina til að taka á móti embættislaununum, þessum 2000 kr., og það getur hann því auðvitað byrjað þegar með nýjárinu; fyr þvf miður ekki, af því að fjárlögin öðlast ekki gildi fyrri. Raunar kom það skýrt fram í umræðunum á þinginu, meðal annars í skýringu landshöfðingja sjálfs í efri deild á tillögu neðri deildar um að fá útlendan bankastjóra, að þingið ætlaðist ekki til lauhagreiðslu til handa embættismönnum bankans fyr en hann byrjaði störf sín ; en það er engin »brýn nauðsyn« fyrir lands- stjórnina, að fara eptir öðru en því, sem í lögunum stendur, hvað sem umræðunum líður, og því skyldi hiin vera að gera sjer grýlur úr því ? En hvað sem nú þessu líður, þá má sjálfsagt gera ráð fyrir því, að ýmsir, sem hugsa og skrafa um landsins gagn og nauð- synjar, fari að brjóta heilann um það, í hverju hin brýna nauðsyn á að fela ein- um yfirdómaranum á hendur bankastjórn- ina muni vera fólgin. því hitt mun eng- um þeirra til hugar koma, að þessi ráðsá- lyktun landsstjórnarinnar eigi að sýna það, að hún sje líka »karl í krapinu«, sem ekki kynoki sjer við að traðka vilja og óskum þingsins, eða að hún sje komin svo langt í fræðunum Estrúps, að hún viti, að ekki beri að gefa gaum því sem að eins önnur deild þingsins vill vera láta, og það hin ógöfugri: neðri deild. Nauðsynin getur verið í mörgu fólgin. Hún geturverið sú, að með þessum manni, sem fyrir kjöri á að verða, leynist einhverj- ir þeir framúrskarandi bankastjórahæfileg- leikar, að ekki sje áhorfsmál að taka hann fram yfir alla aðra, þótt einhverjir smá-agnúar kunni að vera á þessari embættasamsteypu, svo sem meðal annars sá, að fá verður setudómara í landsyfir- rjettinn í öllum málum, sem bankinn kemst í. Nauðsynin getur að dómi landstjórnar- innar einnig verið fólgin í því, að þetta er lagamaður, en þeir eru eigi á hverju strái; það getur verið ómissandi fyrir því, þótt annar lagamaður, æðsti dómarinn í land- inu, sje þegar kjörinn í stjórn bankans, og þótt í öðrum löndum muni sjaldan sókzt eptir lagamönnum til bankastjórnar, heldur einkum teknir til þess verzlunarfróðir menn, ráðnir og reyndir. Nauðsynin getur verið í svo mörgu fólg- in; en er þó líklegast ekkert af því, sem nú hefir nefnt verið. Nauðsynin, hin »brýna nauðsyn«, mun vera fólgin í hinu sama, sem verið hefir að jafnaði efst á baugi síðan alþingi fjekk fjárforræði. það er launabótanauðsynin, handa hin- um hálaunuðu sjer í lagi. Hjer stendur þar að auki alvegsjerstak- lega á. Annar embættisbróðir þessa manns hefir svo árum skiptir haft hjer um bil helmingi hærri laun en hann: yfirdómaralaunin 4000 kr., hálf amtmannslaun 3000 kr., yfirskoð- unarmannslaun 400 kr. m. fl. Hinn hefir í embættislaun 5800 kr., og fjekk í sumar 500 kr. aukagetu á ári, sem gæzlustjóri við bankann, með því að hann hafði líka bor- ið sig upp við þingið og kvartað sáran, að sjer væri ómögulegt að komast af með þessar 5800 kr. Var nú nokkur nærgætni 1 því, að ætlast til, að þriðji dómarinn, sem hefir auk þess fullt eins mikið embættis- annríki og hinir, meðal annars stórkostleg- ar skriptir, skyldi þá komast af með 4000 kr., með að eins einum eða tveimur smá- bitlingum í viðbót (400 kr. frá síldarfjelag- inu sáluga m. m.)? Eða var það frægilegt afspurnar, ef þessi sami maður, einn af þrem- ur yfirdómurum landsins, hefði neyðzt til að sækja um hallærislán? Var honum lá- andi, þótt hann reyndi fyrst að komast að 6000króna-jötunni,amtmannslaununum,sem embættisbróðir hans hafði lagt undir sig til hálfs, en landssjóður fyrnt hinn helminginn af eintómum búraskap? Var honum ekki full vorkunn, þótt honum væri eigi um að láta stjaka sjer þaðan öðru vísi en með á- ávæning um að hafa annað eins upp úr því, þ. e. 4000 -f 2000 = 6000 ? það mun ekki þurfa að gera ráð fyrir, að neinn efist um, að frá sjónarmiði land- stjórnarinnar sje hjer hinni brýnustu nauð- syn til að dreifa. Hitt kann sumum að sýnast í fljóti bragði ekki eins óyggjandi, að þingið kannist jafn fyllilega við þessa nauðsyn. En sá uggur mun hverfa að vörmu spori, er þeir hugleiða stefnu þings- ins í þessu máli í sumar. það viðurkenndi sannarlega í fyllsta máta nauðsynina að bæta kjör yfirdómaranna. þó það ekki treysti sjertil að verða beinlínis við bón hins aðþrengda háyfirdómara um launavið- bót, þá viðurkenndi það þá fullkomlega þörf hans bæði með því að gera hann bankagæzlustjóra með 500 króna launum, sem þegar er á vikið, og eins með því að gera honurn fje úr Sýslumannaæfum hans. Og hvað hinn yfirdóinarann snertir, sem ekki átti að verða banka- stjóri, þá var því svo annt um launahag hans, að þó það samþykkti hátíðlega í stjórnarskránni, að umboðsvaldið skyldi aðgreina gjörsamlega frá dómsvaldinu, þá felldi neðri deild með atkvæðafjölda þings- ályktunartillögu í sömu átt, af því hún ótt- aðist, að hún kynni að draga einhvern launarýrnunardilk eptir sig fyrir hlut- aðeigandi yfirdómara, en efri deild end- urkaus hann jafnframt til endurskoðunar- manns landsreikninganna, til þess að hann hjeldi þessari 400 kr. aukagetu, er því starfi fylgir, í viðbót við sjö þúsundin. Efri deild gat ekki annað gengið til þeirrar atkvæða- greiðslu. það gat ekki verið það, að hún áliti hann allra manna bezt kjörinn til að rannsaka ofan í kjölinn hin alræmdu reikn- ingsskil Fensmarks sýslumanns og eptir- litið með honum af hendi einmitt yfir- skoðunarmannsins sjálfs sem amtmanns. Hitt væri það heldur, að það hefði ver- ið gjört í viðurkenuingarskyni fyrir, að Fensmark neyddist til að hætta að moða í sig úr landssjóði hjer um bil hálfu öðru ári eptir að hann var kominn undir um- sjón þessa manns, reyndar af því að hann (Fensmark) var það flón, að segja sjálfur ' frá þvf, en ekki af því að hinn hefði upp- götvað það; hann var saklaus af því, þrátt fyrir hin megnustu reikningsvanskil af Fensmarks hendi ár eptir ár; en hann gat hafa uppgötvað það með tímanum, og við- urkenningin getur hugsazt hafa átt að vera fyrir það hugsanlega afreksverk. En hitt er þó sennilegra, sem fyr var til getið. Hið íslenzka garðyrkjufjelag. það er mörgum kunnugt, að þetta fje- lag var stofnað í Reykjavík síðastliðið vor; en því miður munu of fáir enn þá hafa gefið því verulegan gaum, eða kynnt sjer stefnu þess til hlítar. það mun þess vegna ekki um skör fram, þó að maður enn á ný leiði athygli almennings að stofnun þess og takmarki. Vjer getum það því fremur, sem árangurinn af hinni fyrstu verklegu til- raun nú er sýnilegur, sem sjá má af ritgerð frá formanni fjelagsins nú nýlega í ísafold. Mark og mið fjelagsins er, eins og í boðsbrjefinu stendur : 1., að sjá um, að sem auðveldast verði fyrir landsbúa, að fá gott og nægilegt sáð- fræ til maturtagarða og fóðurjurta, einnig trjáplöntur. 2., að gera tilraunir við ræktun á þeim jurtum, er vissa er fyrir og hugsandi væri, að gætu komið hjer á landi að notum, og finna hina beztu aðferð við ræktun á þeim. 3., að glæða áhuga landsbúa á garðyrkju og veita verðlaun þeim, er sýna dugnað og framkvæmd í þessum efnum. Hið fyrsta atriði af þessum þrémur þyk- ir mjer mestu varða, það, að fjelagið tekst á hendur að útvega gott sáðfræ erlendis og innanlands, svo að landsmenn hafa nú þanuig fengið einn vissan stað á landinu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.