Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 3
183 I sem allir geta snúið sjer að, til að fá gott og ósvikið sáðfræ. Allt til þessa tíma hafa merm því miður verið mjög illa settir með að fá fræ ; opt og tíðum hefir það vantað í mörgum sveitum að vorinu, þegar menn hafa þurft þess með, og þó að það hafi fengizt, hefir það reynzt mjög misjafnlega, stundum verið of gamalt, stundum blandað saman góðu og slæmu fræi, og stundum verið annars konar fræ én menn hugðu, þ. e. með fölsuðu nafni, eða þá svikið með öðrum hætti. Jpað er heldur engin furða, þó að vjer einatt fáum slæmt fræ, þar sem engin umsjón er höfð með þess konar. Erlendis hafa menn víða 611 brögð í frammi til að falsa þessa vöru, sem hverja aðra, er mikið selst af, því þar hafa menn ákaf- lega mikla fræverzlun. Vjer fáum þá ein- att vorn skerf af hinu gamla ellegar hálf- ónýta fræi, sem enginn vill hafa. Jpað eru líka til verksmiðjur surastaðar erlendis, er hafa það fyrir atvinnu, að mala grjót og lita það svo á eptir eins og hinar ýmsu frætegundir, og blanda því svo saman við; og þetta er svo vel gert, að mjög erfitt er að geta án rannsóknar aðgreint hvort frá öðru. Jpessi og fleiri slík brögð hafa menn í frammi, til þess að pretta náungann. Til þess að koma í veg fyrir, að slík stórnauðsynjavara sje fölsuð, hafa menn nu á síðari tímum erlendis stofnað fjelög, er hafa það fyrir mark og mið, að útvega gott sáðfræ og bægja hinu lakara út af markaðnum, og koma upp um svikarana. Einnig hafa menn vísindalegar stofnanir, sóm hafa það sjerstaklega ætlunarverk, að rannsaka frætegundir; þangað geta þeir, er keypt hafa fræ, sent dálítið sýnishorn, og fengið þannig vissu fyrir gæðum þess. »Hið íslenzka garðyrkjufjelag« mun, fyrir utan frætegundir, einnig útvega trjáplöntur og skrúðjurtir frá öðrum löndum, þær er líklegastar eru til að geta lifað hjer, og er það nú hægra fyrir menn, að fá þetta með strandferðaskipinu frá Eeykjavík, heldur en að panta það erlendis frá, því plönturn- ar veikjast æfinlega á hinni löngu sjóleið, svo að lífsmagn þeirra er einatt þrotið, þegar mest á liggur og heim er komið. Hið annað aðalmarh og mið fjelags þessa er, að skera úr því með tilraunum, hverjar jurtir geta þrifizt hjer á landi, af þeim, er hugsandi væri að gætu orðið hjer að einhverjum notum, og sýna fram á skil- yrðin fyrir þrifnaði þeirra og tilveru hjer á landi og hinni beztu aðferð við ræktun þeirra. Jpetta kostnaðarsama og vanda- mikla starf hefir formaður fjelagsins, herra landlæknir Schierbeck, tekið sjer á hendur, mestmegnis á sjálfs sín kostnað. Hann hefir sjálfur lagt garðinn til, undir búið hann í tvö ár undanfarin, og svo byrjað á tilraunum sínum í sumar. Jprátt fyrir ó- hagstætt veðráttufar í sumar, hafa þessar tilraunir heppnazt furðanlega og borið meiri ávöxtu en við mátti búast í slíku ár- ferði. fpegar jeg kom í garð þennan seint í á- gúst í sumar, stóð þar flest í bezta blóma. Jpar voru þá alls um 500 tegundir af jurt- um og trjám, þar á meðal 50 frá Dr. Schiibeler í Kristjaníu, sem hann útvegar frá ýmsum stöðum í Norvegi. Jpar voru alls konar matjurtir: kálrófur (kálrabí), bortfelskar rófur, fóðurrófur (túrnips), gul- rófur (hinar rjettnefndu), maí-rófur, pasti- nak, salat, spínat, pjetursselja, ísópur, ýms- ar káltegundir og lauktegundir, piparrót, kervill, salvía, rauðbitur o. s. frv. Jeg sá þar einnig rabarbara og voru blöð þeirra hin stærstu 18—24 þumlungar á breidd. Jpar var enn fremur hör og hampur (lín), er spratt furðanlega, ýmsar smárategundir, svigaplöntur, þyrnirósir og mikið af greni- trjám, og svo ýmsar skrúðjurtir. Jpótt þetta sumar hafi verið mjög kalt, var þó margt af þessu svo vel sprottið, að það hefði bæði verið mikið gagn og skemmtun að því, ef það hefði verið ræktað upp til sveita. Merkilegt var að sjá tilraun þá, er gerð hafði verið með kálrófurnar. Jpar var sem sje einu beðinu skipt með stryki til helminga eptir endilöngu, og voru í öðr- um helmingnum kálrófurnar eins litlar og þær eru nú hjer til sveita, um 2—3 þuml. í þvermál, en í hinum helmingnum voru þær ákaflega stórar, um 8—10 þumlungar að þvermáli. Jpessar rófur voru þó hvoru- tveggju sprottnar af sama fræi, en það, sem gerði hinn mikla mun áþeim, var það, að fræinu til stóru rófnanna hafði verið sáð í vermibeð undir eins í byrjun apríl- mánaðar, en fræinu til hinna rófnanna var sáð í garðinn a venjulegan hátt, þegar veð- ur leyfði, nefnilega 22. maí í vor. Sama daginn og þessu fræi var sáð í annan helm- inginn af beðinu, voru plönturnar teknar úr vermibeðinu og settar í hinn helminginn; þær voru þa með 3 þumlunga löngum blöð- um. Hjer er áþreifanlegt dæmi þess, hvað nauðsynleg er að hafa vermibeð fyrir margs konar matjurtir, til þess að bæta upp hinn stutta og kalda sumartíma, sem hjer er svo opt, og hefi jeg opt haldið því fram, og er vonandi, að menn hjer eptir stundi þetta meira. Undirbúningur jarðarinnar fyrir allar þessar jurtir, sem í garðinum eru, kostar auðvitað mjög mikið, enda þarf herra Schierbeck að halda mann, er hefir nóg að starfa við þetta allt sumanð; sjálf- ur er hann lærður garðyrkjumaður og starfar mikið að verkinu sjálfur. Jpað verða allir að jata, að mark þessa fjelags er bæði þarft og fagurt. Jpað hefir einnig þann kost, að það kostar ekki mikil fjárframlög af hendi fjelagsmanna, en að arðurinn er viss í aðra hönd fyrir hvern þann, er stundar jarðrækt hjer á landi, og munu þeir víst flestir þckkja til þess, hvað það hefir að þýða, að hafa slæmt maturta- fræ. Að ganga í fjelagið, kostar einungis eina krónu á ári, og munu þeir hinir sömu njóta ýmsra rjettinda og hlynninda fram yfir ut- anfjelagsmenn, t. a. m. með gjafafræ, cf til er, og sitja fyrir mcð kaup á góðu fræi meðan endist o. s. frv. En menn verða að taka sig til í tíma að panta hjeðan fræ til þess að forseti fjelagsins geti fengið nægilegt fræ erlendis frá og sent það með fyrstu ferð strandferðaskipsins í vor. Bezt að heilar sveitir slægju sjer saman um þetta. Sveinn búfrœðingur. Ferðapistlar eptir XVII. Kómaborg 26. maí 1HK5. Piazza del popolo er eitt af hinurn fcg- urstu torgum í Bóm; þar stendur »obelisk« frá Egyptalandi á torginu rniðju ; kringum hann eru 4 ljón, sem spiia vatni; þenna steinstöpul ljet Agústus keisari flytja til Bómar 30 arurn f. Kr., varðinn er höggvinn úr einum steini 1200 arum f. Kr., hann stóð áður við sólarmusterið í Heliopolis. Jpar sem Corso liggur út frá torginu, eru tvær fagrar kirkjur sín hvorum meginn. Á hægri hönd er brött hæð, Monte Pincio; þar eru breið marmaraþrep upp að ganga og myudastyttur á báða vegu ; uppi á hæð- inni eru fagrir aldingarðar með gosbrunn- um ; þar vaxa pálmar og pinjur, cypressar, aloé og alls konar fögur blóm; fram með blómreitunum og milli trjánna eru ótal myndastyttur af merkismönnum ítölskum. Jpaðan er dýrðleg útsjón yfir borgina, yfir hús og götur, turna og hvelfingar, styttur og steinstöpla; vestan ár mænir Pjeturs- kirkja eins og fjall við himin, og svo taka við skógivaxnar hæðir með einstökum skrauthýsum milli trjánna og pinjum á brún- unum. Tiber er lygn og mórauð og á henni margir bátar; víða standa húsvegg- irnir beint upp frá ánni og er þar víða freinur óþrifalegt; stög með þvotti hanga á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.