Ísafold - 28.10.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.10.1885, Blaðsíða 4
188 tolium og í Vatíkanshöll, og sleppi jeg hjer að lýsa þessu. I Eóm hitti jeg ýmsa Skandinava; hafa jseir þar fjelag og samkomustað líkt og Islendingar í Höfn; gerðu menn sjer þar ýmislegt til skemmtunar, sungu, dönsuðu og drukku. I Eóm hitti jeg skáldið Henrik Ibsen; lágu honum mjög vel orð til Islands, og spurði hann margs um landsháttu og bók- menntir. XIX. Neapel 27. maí 1885. Frá Eóm til Neapel er 8 stunda leið með hraðlest. Suður af Eóm eru skóglausir vellir; en alstaðar sjest til hálsa úr Apennínafjöllum og snjór sjest á nokkrum tindum austurfrá. Á Norður-Italíu, t. d. Pósljettu, er hver blettur ræktaður; allt er eins og aldingarð- ur. En þegar kemur til Suður-Ítalíu, er rækt- unin miklu minni; hjer er víða sauðfjár- rækt töluverð og hjarðsveinar sitja yfir fje. Við Capúa fer að sjást yfir flatlendið hjá Neapel, og Vesuvius gnæfir upp í suðri; reykjarmökkurinn stendur þráðbeint í lopt upp og breiðist svo út á alla vegu. Vesu- vius gaus f byrjun maí-mánaðar og gosinu var ekki lokið þegar jeg kom til Neapel. Eins og kunnugt er, gengur allmikill flói inn í Italíu miðja sunnanhalt og er eld- fjallið Vesuvius fyrir fióabotninum ; flóinn er rúmar 3 mílur á lengd, en tæpar 5 á breidd. Landspildan er liggur að flóan- um að norðan, er allbreið, og eyjan Ischia fyrir landi; að sunnan gengur mjór skagi í haf út og fram undan nestánni liggur eyj- an Capri. Við norðausturhornið á flóan- um er borgin Napoli (Neapel); borgin er stór, íbúarnir um \ miljón; bærinn er byggð- ur í lengju fram með ströndmni og nærri 2 mílur á lengd; eru mörg þorp og smábæir vaxnir saman við aðalbæinn, svo þar má heita samanfastur bær suður á móts við Vesuvius miðjan. Borgin stendur utan í hallandi hlíð, sem er hæst að norðan; lyptir hver húsaröðin sjer upp af annari húsin eru hvít eða ljósleit á lit, en allt f kring og sumstaðar milli húsanna er skóg- ur, suðræn trje, ljósgular cítrónur innan um dökkgrænt laufið, en pinjur rísa upp yfir hinn lægra skóg á hæðabrúnunum, svo laufþökin nema við himin ; flóinn er dimm- blár fyrir neðan og sólarljóminn glitrandi yfir öllu saman. AUGLÝSINGAR í samteldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 stata trekast m. ö3ru letri e5a setninj 1 kr. tjrir þumlung dálks-lengdar. Borjun át; hönd Rauöskjóttur hestur, mark: sýlt bæði eyru, flatjárnaður, kom að Kolviðarhóli 22. þ. m. og er þar í bjargarleysí hjá Jóni Jónssyni. Tii söíu t verzlun W5 Tierney í Rey.javík (Edinburgh): 200 waterproof-kápur 1 sopha 6 stólar 1 hægindastóll 1 kvennmannsstóll Og margi annað fleira, allt með mjög lágu verði. TIL SÖIjU á afgreiðslustofu ísafoldar: Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg............................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ...................0,25 Hættulegur vinur.....................0,25 Landamerkjalögin.....................0,12 Almanak þjóðvinafjelagsins 1880 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Speneer....................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 I fataverzlun F. A. LÖVE’S verða fram tii miðs næsta mánaðar seldar fyrir innkaupsrcrð fleiri hundruð áinir af dufFeli hentugt í vetrar-jakka og yfirfrakka, eingöngu móti borgun út hönd. Sljett dufifeL meir en 2 al. breitt, frá 2 kr. 15 a- al. og þar yfir; dufifel með upphleyptum vígindum, sama breidd, 2 kr. 30 a. al. og þar yflr. Að öðru leyti birgðir af alskonar fata-efni og fatnaði. 25. október 1885. Til atliugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Bullner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-líjs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækira margskonar magaveikindi, og getum því mælt með houum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vörutil þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Otregers Kirk. L. Dahlgaard Iiokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.J N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Vantar af fjalli rauðstjörnóttan fola, þrjevetran. ótaminn, vel- gengan, vetrarafrakaðan, taglsíðan, hálfvanað- an; mark: biti aptan hæði. Finnandi skili honum gegn borgun til Ólaýs Rósenkranz í Reykjavik. Fundizt hefir vínflaska og fleirí smámunir, nálægt Hvítá í Borgarfirði. Eigandinn getur vitjað þess hjá hreppstjóranum í J>verárhlið, ef haim lýsir mununum og borgar þessa auglýsingu Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Frentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.