Ísafold - 11.11.1885, Side 1

Ísafold - 11.11.1885, Side 1
Upi'Sögn (skrifL) bundin ti® árainól, 5- jild cema kemin sje lil úlj. fjrir 1. okí. Mgreiflslustoía i Isafoldarorentsni. 1. sal feiuj út á miðvihdajsmorjna. Verí írjanjsins (55-60 arlai 4kr.; erlendis 5 kr. Borgisl Ijrir miíjan júl’mánnd. ÍSAFOLD XII 49. Reykjavík, miðvikudaginn 11. nóvembermán. 1885. 193. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir. 194. Um vermireiti. 195. Ferðapistlar eptir J>. Th. XXI. 196. Au^lýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I -2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 — '2 útlán md., mvd. og ld. kl. '2— 3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen nóv. \í Hiti (Cels.) Lþmælir 1 Veðurátt. inóttu|um hád. fm. | em. | fm. | em. M. 4. — 4 -I. 1 1 ^8,8 29,1 Nv h b |N h b F. 5- -t- 5 -4- i 29,6 29,8 N h b 0 b F. 6. — 6 0 29,8 29,8 Na h d |0 d L. 7- -i- 5 -4_ i 29,8 29,8 A h b A h b S. 8. -i- 4 1 29,6 29,6 Na hv d A h d M. 9. + 1 + 3 29,7 29,8 0 b A h d í>. IO. + l + 2 1 3° 30,1 A h b lA h b Framan af þessari viku var hann optast við norð- anátt, stundum hvass útifyrir (5.), þótt hægur hjer innfjarðar; síðari hluta vikunnar hefir verið hæg austanátt með þíðu; rigndi hjer mikið mest allan sunnudaginn (8.). í dag hægur á austan, rjett logn; jörð hjer nú alauð aptur. Reykjavík II. nóv. 1885. Fjárkaupaskip Siimons, Camoéns, kom hjer loks í fyrra dag, með nokkuð af vörum. Fer aptur á morgun, með um 3000 fjár, er geymt hefir verið hjer í nágrenninu í 3 vikur eða lengur. Árferði o. s. frv. Ofan á ótíðina i haust, frost og kaföld með mesta móti um norður- og vesturland, og afialeysi úr sjó, bætist dæmafár matvöruskortur, líklega í fiestum kaupstöðum lands- ins; t. d. matvörulaust í öllum kaupstöðum vestan- lands nema á Borðeyri lítilsháttar. Vestan af Snæ- fellsnesi voru gerðar stórar lestaferðir suður á Straumfjörð og beðið þar vikum saman eptir vatns- ins hæringu úr fjárkaupaskipiuu enska, sem þangað var von, en aldrei kom nema til Rvíkur, en vör- urnar fluttar á fiskiskútu upp eptir þangað löngu seinna. Utlendar frjettir. Danmöek. |>aðan komu engin blöð eða brjef nú með Camoéns. En í þýzkum blöðum og enskum er sagt frá þeim tíð- indum frá Khöfn, að Estrup forsætisráð- herra var veitt bauatilræði með skotum 21. f. m., af prentsveini, Rasmussen að nafni, 19 vetra. Ráðgjafinn var á leið heim til sín af þingfundi í fólksþinginu og beið við húsdyrnar hjá sjer (Toldbodvei 26) æptir að lokið væri upp. Gekk þá pilturinn að honum, ávarpaði hann og spurði, hvort þetta væri Estrup. Hann kvað já við því. Pilturinn dró þá marghleypu upp úr vasa sínum og hleypti. »Eruð þjer að skjóta á mig?« mælti Estrup, og vjek sjer undan fram með húsveggnum, því enn var ólokið upp. I sama bili varð pilturinn höndlaður, af skipstjóra, er bar þar að, og tekið af honum vopnið ; hafði hann þó getað hleypt af áður öðru skotinu til. Síð- ara skotið reið fram hjá, eu hið fyrra kom í hnapp framan á yfirhöfn ráðgjafans og reif hann af; annað varð ekki að sök. Sagði hann, að sjer hefði fundizt eins og hnippt væri framan á brjóstið á sjer. Pilturinn ljet höndla sig viðnámslaust og var hinn spakasti. »Eruð þjer vitlaus, hvað á þetta að þýða?« mælti sá er hönd hatði á honum. #Nei, jeg er ekki vitlaus« svaraði hann; »jeg verð að fylgja sannfær- iugu minni; jeg veit vel, hvað jeg hefi gert og veit líka, að nú er úti um mig. Verið þið ekki að halda mjer; það er óþarfi; jeg ætla tnjer ekki að fara langt«. Hann hafði fengið bezta orð, þar sem hann hafði ver- ið, og verið til skamms tíma stjórnarsinni, en snúizt síðan og sagt þá, að eina hjálp- ræðið væri að koma Estrup frá. Okyrð nokkur varð í borginni um kvöld- ið eptir. Múgur manna riðlaðist um Aust- urgötu og kölluðu sumir: »Niður með Estr- úp«; skarst þá lögreglan í leikinn. Stjórnin gaf þegar út bráðabyrgðalög um að setja á stofn nýtt lögreglulið til friðar- gæzlu, skipað á hermanna vísu. Tilræðið var gert að umræðaefni á þingi og ljet allir hið versta yfir, jafnt vinstri- menn sem aðrir. Síðan frestaði konungur þingfundum til 18. desbr. Hvað gerzt hefir á þingi að öðru leyti, verður eigi sjeð. Valdimar prinz hjelt brullaup sitt til Maríu hertogadóttur af Orleans 20. f. m. Fyrst fór fram borgaralega hjónavígsla í París, samkvæmt lögum þar í landi; síðan voru þau gefin saman aptur í kirkju á heimili brúðarinnar, hertogasetrinu Eu, og þar stóð veizlan. Var þar saman komið niargt göfugmenni. Prinzinn af Wales mælti fyrir brúðhjónaskáhnni. Fundin Austurbyggð á Grœnlandi. Tveir sjóliðsforingjar danskir, Holm og Garde, er gerðir voru út vorið 1883 að leita Aust- urbyggðar meðal annars, voru nýlega heim komnir. |>eir höfðu komizt norður á 66° 6’ norðurbreiddar á austurströnd Grænlands, þ. e. hjer um bil á móts við Súgandafjörð, eða rúmum 6 mílum norðar en Nordenskiöld 1883, og fundið þar Skræl- ingjabyggð allmikla, er þeir kenndu við kon- ung sinn og kölluðu »Kristjáns-níunda- laud«. Skrælingjar þessir búa í jarðhýsum og eru steinaldarmenn ; af járni höfðu þeir eigi annað að segja en það er þeir höíðu fengið af reknum skipsflekum. þeir höfðu aldrei fyr sjeð nokkurn mann af öðru kyni. Landsbúar sýndu Holm flösku, er þeir höfðu fundið, og hjeldu vera yfirnáttúrleg- an kynjagrip. Mun hún hafa verið úr för þeirra Nordenskiölds. Feakkland þar eru þingkosningarnar nýlega um garð gengnar, eins og til stóð, en tókust miður en við var búizt, með því að apturhaldsmenn efldust að liði um full- an helming, eða úr 95 upp í 205. Tala þjóðvaldsmanna í hinu nýja þingi er þó nær 400; en lið þeirra nokkuð á tvístr- ingi. Gengi hinna er kennt mest ófriðn- um austur í Asíu, er alþýða manna hefir verið mótfallin, og hefir því gert hana fráhverfa stjórninni. Að fám mánuðum liðnum á að kjósa nýjan ríkisforseta, og vita menn ekkert, hvernig það muni fara. — Sendiherrar stórveldanna í Miklagarði sitja á ráðstefnu út af uppreistinni í Rúmi- líu. Viðbúnaður mikill á allar hliðar, með- al annars af hendi Serba, er vilja sæta lagi og færa út kvíarnar, og jafnvel Grikkja líka; en engin frekari tíðindi orðið þar eystra enn. — Osman Digma, sá, er næstur gekk falsspámanninum að völdum í uppreistinni í Súdan og við herstjórn tók að honum látn- um, fjell í orustu 23. sept., og með honum 3000 manns, fyrir her Abyssiníukonúngs. — þrasið milli Spánverja og þjóðverja út af Karólínsku-eyjunum er lagt í gerð páfa, en ókljáð af honum enn. — Englendingar hafa komizt í illdeilur við konunginn í Birma í Asíu, og er búizt við, að þeir muni leggja lönd hans undir ríki sitt á Indlandi.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.