Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 2
194 Um vermireiti. Eptir landlækni Schierbeck, formann „hins íslenzka garðyrkjuíjelags11. það hefir iverið mjer mikil ánægja, að heyra í brjefum til mín víðsvegar að ó- rækan vott um talsverðan áhuga á garð- yrkju hjer á landi. |>að er engum efa bundið, að garðyrkja getur eigi einungis borið góðan og arðsaman ávöxt hjer á landi, ef hún er stunduð af kunnáttu og með alúð, heldur muni jafnvel viða eiga fyrir sjer að verða mikilvægur þáttur í efna- legri blómgun heilla hjeraða. _ f>ví garð- yrkjunni fylgir sá kostur fyrir Island sjer- staklega, að hún getur komið að góðu haldi og beztu notum langt fyrir norðan þau takmörk, er náttúran hefir sett reglu- legri kornyrkju. Til þess, að gera það öllum ljóst, hve mikilsvert þetta er, vil jeg leyfa mjer að herma hjer það, sem hinn ágæti franski hagfræðingur Quesnay segir um afurðir nátt- úrunnar í riti sínu »Tableau economique«: »Jörðin er hin eina uppspretta allra auð- æfa. Sú ein vinna er í raun og rjettri veru framleiðandi eða framleiðin, er eykur afurðir náttúrunnar. Iðnaðurinn gerir eigi nema að breyta mynd þeirra, og verzlun- in eigi annað en flytur vörurnar til og frá. fæssar atvinnugreinir, sem og listir og vís- indi, er allt getur orðið að miklum notum óbeinlínis, eru þó raunar ófrjóvar, af því að þær, þegar öllu er á botninn hvolft, geta eigi staðizt öðru vísi en fyrir rammleki þeirrar vinnu, sem framleiðir afurðir náttúrunnar«. Framfarir Islands hvað efnahag snertir eru mestmegnis komnar undir því, að af- urðir náttúrunnar aukist sem mest. Með því nú að garðyrkjan er ein af þeim upp- sprettuhndum, þá ætti hver góður Islend- ingur að gefa henni mjög mikinn gaum; og það er örugg sannfæring mín, að þrátt fyrir það, þótt landið liggi svona norðarlega og sje svona hrjóstugt, þá veiti jörðin hjer á landi ríkulega umbunfyrir vinnu þá, ervarið er til að rækta hana. f>að er eigi komið und- ir stærðinni einni, hvers virði hver jarðar- blettur er. f>að er eigi siður og jafnvel öllu fremur komið undir vinnunni, sem lögð er í hann. Jörðin hjer á landi hrópar og kallar eptir vinnu. Yjer verðum að vinna, og vinna með elju og þrautgæði; það kemur margfalt aptur. — Jeg sný nú máli mínu að því, að svara hinum helztu spurningum viðvíkj- andi tilhögun á vermireitum, er fyrir mig hafa verið lagðar í áminnztum brjefum úr ýmsum áttum. Jeg þarf ekki að rifja hjer upp aptur þær ástæður, er jeg hefi áður til nefnt fyrir þvl, að miklu betra sje, að sá fyrstTí vermireit, og flytja síðan plönt- una þaðan, þegar hún er komin vel upp, heldur en hin aðferðin, sem nú tíðkast hjer á landi; jeg vil að eins minna á það einu sinni enn, að með þessu móti eigum vjer kost á, að lengja sumarið hjer á landi um hjer um bil 6 vikur. f>að er vitaskuld, að vermireitir geta verið með ýmsu móti, eptir því, hvaða sáðjurtum er ætlað að vaxa í þeim; en hjer munum vjer einungis lýsa vermireitum fyrir kál- rófur og fóðurrófur (turnips). Slíkur vermireitur er þannig tilbúinn, að rekin er saman úr 8—10 þuml. breiðum borðum nokkurskonar gluggakista, sett í hana gler og síðan hvolft ofan yfir mold- ina. Breidd og lengd fer eptir því, hvað margar plöntur á að gróðursetja í reitnum. f>ær verða að standa hjer um bil þumlung hver frá annari, og komast því 3000 plönt- ur fyrir í vermireit, sem er 60 þuml. á lengd og 50 þuml. á breidd. Hjer mundi vera hentugt að hafa hann svo sem 74 þuml. á lengd og 48 þuml. á breidd, og væri þá bezt að hafa yfir 2 glugga, 36 þuml., á breidd, og 48 þuml. á lengd, og 2 þuml. breiðan lista á milli undir gluggana. I slíkum reit komast þá fyrir hjer um bil 3500 plöntur. Auðvitað er tilvalið, að hafa stuðla í hornunum til styrkingar. Gluggana er líka betra að hafa grópaða, til þess að vindurinn komist ekki undir og feyki þeim af. Eins er líka gott að tjarga kisturnar. Búðurnar í gluggunum mega ekki vera of stórar, svo sem 6 þuml. á breidd og 10 á lengd, og skaraðar eins og súð um \ til 1 þuml., til þess að vatn renni niður eptir, er kistan er látin sanda nokkuð höll, sem er nauðsynlegt þess vegna. Til þess að vatnið renni ekki niður í moldina í reitnum við neðri brúnina, er bezt að hafa ekki gluggann grópaðan þeim megin, heldur láta hann liggja ofan á borðröndinni, og hafa þar tvo tappa fyrir, til þess að hann renni ekki niður af. Gott er að hafa handarhald eða krók skrúfaðan í gluggagrindina ofan og neðan, til þess að hægra sje að fara með hann. I sjálfan vermireitinn er haft ýmislegt það efni, er hefir þann eiginlegleika, að það hitnar í því, ef það liggur deigt í lausri hrúgu. Hrossatað og sauða hefir þann eiginlegleika, en kúamykja ekki. I öðrum löndum er haft mikið af hálmi sam- an við hrossataðið, og gerir það góðan og jafnan hita. Hjer má hafa í þess stað gamlan rudda eða þang. Yermireiturinn er þannig til búinn, að grafin er álnardjúp gryfja, samsvarandi gluggakistunni á breidd og lengd, með flá- um börmum, þannig, að sje gryfjan 2 álna breið ofan, þá á hún að vera 1\ al. í botn- inn. þessi gryfja heldur í hitann. En sje mikið vatn í jörðu, þar sem vermireiturinn er hafður, má sleppa gryfjunni. Bezt er að búa til gryfjuna á haustin, áður en frost byrja; en nota má sömu gryfjuna ár eptir ár, og er þá hinn gamli áburður tekinn burtu í hvert sinn. Hrossatað er betra en sauða- tað, af því að sauðataðinu er hættara við að renna saman í stórar flögur, sem er taf- samt að vera að mylja sundur. þegar búið er að hræra saman áburðinn og heyið eða þangið, er þessu mokað í gryfjuna sem jafnast, þangað til komið er 1 alin upp úr jörðu, svo að haugurinn verður 2 álnir á þykkt eða 1\ alin að minnstá kosti. þjappa má lirúgunni nokk- uð saman með rekunni, en ekki troða. Haugurinn verður að ná um \ alin út fyr- ir gluggakistuna á alla vegu. Síðan skal leggja hana undir eins ofan yfir; og glugg- ana líka, ef vill; eptir því, sem haugurinn sígur, sígur gluggakistan og gluggarnir með; þetta er áríðandi, og því á maður ætíð að hafa lausa kistu á þess konar vermireiti; sje það haft hins vegar og kistan látin liggja á berri jörð, sígur taðið innan í og verður loks of langt bil frá rúðunum ofan að taðinu og plöntunum á síðan, svo að þær þjóta upp í móti ljósinu og verða að því skapi grannar, og því óhafandi. Maður mun nú fljótt verða var við, að hiti er kominn í taðið, og er þá tími til kominn, að láta moldina í reitinn. Sje moldin nokkuð freðin, er gott, að láta hana snemma inn, til þess að nota fyrsta hitann til þess að þíða hana, því annars fer hann til ónýtis. Góða mold í vermireiti er ekki gott að fá öðru vísi en úr sáðgarði, sem hefir ver- ið notaður árum saman. Annars verður maður að bjargast við vel hreinsaða mold, svo að ekki sje grjót í henni, og blanda þar saman [við J af sandi, vel afvötnuðum, sje moldin eigi sendin undir. þótt bæði kálrófur og fóðurrófur þoli raunar vel ó- viðraða mold, vil jeg samt ráða mönn- um frá, að taka hana úr flagi, sem ný-rist er ofan af; betra er að taka hana úr gömlu flagi. Vegna vetrarfrostanna hjer á lslandi er örðugt er að fá moldina svo snemma, sem á parf að halda; er þvf bezt að geyma hana inni yfir veturinn ; annars verður að hafa mikið fyrir að höggva hana upp og pæla, jegar hún er freðin, og svo verður hún líka æði-deig, þegar hún þiðnar í vermi- reitnum, og eyðir þar á ofan miklum hita til að þiðna. Jeg hefi haft mold-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.