Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 3
195 ina í stórum hrauk, og þakið svo vel sem jeg gat ; má þá ná í nokkurn vegin þíða mold einhverstaðar í hrauknum að vorinu, með nokkurri fyrirhöfn, og þó þá sjeu nokkrir klakakekkir innan um, þá sakar það ekki til muna undir kálrófur og fóð- urrófur. Ekki má blanda moldinni saman við nýtt tað ; þá verða plönturnar langar og grannar. Moldinni er nú mokað ofan á taðið í vermireitnum, sem allrajafnast, svo lagið verði 7—8 þuml. á þykkt ; moldin hlýnar nú smátt og smátt, og verður að róta henni um nokkrum sinnum, en troða þó ekki með fótunum um reitinn. þegar moldin er orðin hlý og losast vel við rek- una, á að jafna hana vel með hrífu og þrýsta henni dálítið saman um leið með hrífunni ; á þá að vera svo sem 3—4 þuml. frá yfirborðinu upp að glerinu ; þegar plönturnar fara síðan að vaxa, er ætíð hægt að lypta kistunni upp 1 eða 2 þuml. í senn, og renna hellu undir hornin ; því þess verður vandlega að gæta, að plönt- urnar nái ekki með blöðin alveg upp að glerinu. Nú ríður á, að hafa gott fræ til útsæðis, svo að maður geti reitt sig á, að hjer um bil hvert fræ komi upp; því komi það of strjált upp, hefir maður ekkert upp úr öllu saman, og komi það of þjett upp, verður mjög örðugt að grysja plönturnar og að vissu leyti skaðlegt. Bézt er að sá heldur í þjettara lagi, til þess að vera öruggur ; það er þá ætíð hægt að grysja ofurlitla ögn. Kálrófna- og turnipsfræ liggur eigi lengi í jörðu; það kemur upp á 8—10 daga fresti, ef vel lætur; að jafnaði líða hjer um bil 6 vikur frá því að sáð er og þang- að til gróðursetja má hinar uugu plöntur í garðreiti. Nú þetta ár sáði jeg í miðj- um apríl, og gróðursetti 22. maí. þegar plönturnar koma upp, verður mað- ur að hafa gætur á því tvennu, að ekki komi frost að þeim,—sem má verjast með því móti, að breiða yfir gluggana reiðings- torfur eða meldýnur eða þá hlera á kveld- in, þegar út lítur fyrir mikið næturfrost, —og að plönturnar verði ekki of langar og grannar, og er hægast að varna því með því móti, að hleypa lopti á reitinn, þ. e. að ljúka upp glugganum dálítið, þegar veð- ur leyfir, þeim meginn, sem snýr undan áttinni, ef vindur er. þegar líður að því, að fara á að gróðursetja plönturnar annar- staðar, er gott að taka gluggana alveg af, að minnsta kosti á daginn, til þess að venja þær við loptið. þegar gróðursetja skal plönturnar, er skorið dálítið neðan af rótinni, svo sem þriðjungur. Bezt er að setja í raðir, og hafa \—| alin á milli plantanna ; er það hæg- ast með holusting, sem kallaður er; það er trjestautur, lþ þuml. digur, mjór í ann- an endann; er svo rótinni á plöntunni stungið niður í holuna, þannig, að hún (rótin) verð öll vel niðri 1 moldinni. Síðan er moldinni þjappað með stautnum utan að plöntunni, en þó látin vera dálítil hola opin rjett við rótina fyrir vatnið; þó má rótin hvergi vera ber. Að því búnu er holan við hverja plöntu hellt full af vatni; er svo vanalega ekki vökvað framar. Skilyrðið fyrir því, aðgóðar kálrófur fá- ist hjer á landi í köldum sumrum, er, að gróðursetja megi jafnsnemma sem annars er vant að sá ; ætli maður sjer þar á móti að gróðursetja plöntur, er sáð hefir verið til á venjulegum tíma, þá hnekkir þeim svo mikið við gróðursetninguna, að það sem sáð er til, kemts fram úr^hinu, þar sem sumarið er svo stutt. Beztar eru plönturn- ar til gróðursetningar, þegar vel eru sprott- in á þeim 2 eða 3 blöð, auk fræblaðanna tveggja, ogsjeu þær ekkilangar og grannar. —Nú hefi jeg í fám orðum reyntað lýsa aðferðinni að rækta kálrófur og fóðurrófur, eins og jeg hefi reynt hana, og sem ætíð mun bera áreiðanlegan árangur, ef rjett er með farið. Auðvitað þarf dálitla reynslu og þekkingu, til þess að sjerlega vel takist; en það kemur af sjálfu sjer, ef maður fæst við garðyrkju með alúð og gaumgæfrii. þessi aðferð verður auðvitað ekki notuð af hinum og þessum, sem ekki þarf á að halda nema svo sem 1—200 plöntum; en hún er á- gæt til að rækta áminnztar plöntur, ef það á að vera mikið af þeim; undir eins og nemur t. d. tveimur þúsundum, þá gætir miklu síður fyrirhafnarinnar. það, sem hefir gert rófnarækt einna mestan hnekki hjer á landi, er það, að uppskeran bregzt ósjaldan gersamlega. A slíkum grundvelli er ekki hægt að byggja stór fyrirtæki í þessa átt. þar á móti er jeg sannfærður um, að með framangreindri aðferð má eiga sjer vísa góða uppskeru af kálrófum og fóðurrófum, hvað illa sem viðr- ar; og hagnýti almenningur sjer þessa ræktunaraðferð svo miklu nemi, getur það orðið vísir til þeirra framfara í garðyrkju hjer á landi, að verulega muni á efnahag landsins. Ferðapistlar eptir )pozva(d cffli ozoddoen. XXI. Neapel 27. mai 1885. A torgunm og götunum við sjóinn geng- ur mikiðá, eins og við er að búast; þar orga og æpa kerlingar og karlar hver upp í anuan til þess að bjóða vörur sínar, alls konar nauðsynjavörur og glingur, ávexti, makkaroní, fisk, skeljar, kuðunga, smokk- fiska, ígulker o. m. fl.; vfða er verið að matreiða, steikja kastaníur, kjöt og fisk á götunum eða bjóða svaladrykki eða ískökur. Hjer er mesti grúi af ösnum og múldýrum; draga sumir asnar vagna og kerrur, en sumir eru hafðir til áburðar; öskrin og hrinurnar f ösnunum eru hið leiðinlegasta og ámátlegasta hljóð, sem jeg hefi heyrt, og bætir það ekki úr skröltinu og hávaðanum. Asnarnir bera opt stórar byrðar, þó smáir sjeu; er það skrftið að sjá framan á þá, þegar þeir koma vagandi með stórar sátur af káli og kálhausum, svo að ekkert sjest nema eyrun upp fyrir. Kvennfólk sjest með stórar byrðar; bera þær allt á höfð- inu, stórar vatnskrukkur eða poka. Heldra fólk gengur hjer eins til fara oger líkt útlits eins og annarstaðar; en yfir alþýðu er einhver suð- rænnblær, sem er ólíkur því, semjeg annar- staðar hefi sjeð; hörundsliturinn er dekkri af sólarbrunanum og slær opt á hann kopar- rauðum blæ. Af því loptslagið er svo blítt, þá gengur fjöldi fólks svo klæðlítið, að það mundi þykja hneixli í norðlægari löndum; allflest fátæk börn hafa enga aðra spjör en skyrturæfil á kroppnum. Siglingar eru hjer miklar, þó eigi sem í Genúa; fiskiinenn og sjómenn ganga líkt klæddir og Færeyingar, en hafa blóðrauðar skotthúfur á höfði og eru optast berir upp fyrir hnje. það lítur svo út, sem Napoli- menn eti það allt úr sjó, sem tönn á festir; þeir leggja sjer alls konar kvikindi til munns, þó einkum ígulker, kolkrabba og krossfi8ka; veiða menn þessi sjávardýr í háfa með sköfum og í stórar vörpur. A morgnana sjást opt hópar af karlmönnum á sundi fram með strandgötunni (Chiaja) að stinga sjer til þess að ná í skeljar og kufunga. Mjer dettur allt af ósjálfrátt f hug, þegar jeg sá sjómannalýðinn hjer í Neapel, að svona hefðu Fönikíumenn og Kartagóborgarmenn verið til forna, Af því loptslagið er svo heitt og blítt, at- hafna menn sig alveg undir berum himni; þjóðlífið liggur því opið fyrir augum þeirra, sem fram hjá ganga. Fram með götunum standa hýbýli manna opin, verksmiðjur jafnt sem íbúðarhús, skraddarar, skóarar, saumastúlkur, trjesmiðir, katlasmiðir, o. fl. vinna alit fyrir opnum dyrum ; húslífið sjest allt, menn borða fyrir allra augum, elda, steikja, hýðakrakkana hvaö þá heldur ann- að. Ohreinlæti er mikið í smærri götun- um, og var það engin furða, þó kóleran dræpi hér menn í fyrra sem flugur. Um hádegisbilið er mannfjöldinn einna minnst-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.