Ísafold - 02.12.1885, Síða 1

Ísafold - 02.12.1885, Síða 1
Uppsöjn (skrifl.) bundin nJ áramót. 6- gild nema kemin sje til ólj. tjrir 1. okt. MjpeiJsluslola i Isatoldarprenlsm. 1. sal [eiLur úl á miðvikudagsmorgina. Vefð árgangsins (55-60 artai 4kr.; erlendis 5 kr. Borgist tvrir miöjan júl'mánuð. ISAFOLD. XII 52. Reykjavík, miðvikudaginn 2. desembermán. 1885. 205. Innlendar frjettir. Svar stjórnarinn.ir. 206. Reynsla og vonir fslendinga. 207. Flandrar. 208. Hitt og þetta. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 út'ián md„ mvd. og ld. kl. 2— 3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 5 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen nóv. I des. 1 Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ínóttujum hád. fm. | em. fm. em. M. 25. + 3 + 4 29,5 29,4 Sa h d S h d F. 2b. + 1 + 4 29,4 29 A h b A hv d F. 27. + 1 + 3 28, q 28,7 Na hv b A h d L. 28. 0 ■+ 3 28,8 29 A h d 0 S. 29. • 2 + 2 24,8 28,9 A h b A h d M. 30. O + 2 29 29 0 d 0 d p. I. -i- 2 29,3 29,3 Sv h b Sv h b Umliðna viku hefir verið hægð á veðri og blíða ; alveg auð jörð, þar tii að fjell sujór (krapaslettingur) sunuudagskveldið 29, svo jörð varð alhvít; daginn eptir 30. var allan daginn dimmviðrismolla með ofanhríð nokkurri seint um kveldið, en frostlaust veður. Föstudags- kvöldið (h. 27.) sást óvenjulega mikið stjdrnu- hrap, og hjelzt við alla nóttina, og hefði verið stórkostleg sjón, hefði verið heiðríkja. Lopt- þyngdarmælir hefir staðið lágt alla vikuna, og gengur seint að hækka. í dag 1. hægur á úts. (Sv.), bjartur; hefirsnjóað í nóttmeð vægu frosti. Reykjavik 2. desbr. 1885. Póstskipið Laura lagði af stað hjeðan til Khafnar, síðustu ferðina á árinu, 29. f. m., eins og til stóð. Með henni fór hinn nýi bankastjóri, L. E. Sveinbjönsson yfirdómari, og ýmsir kaup- menn: G. Zoéga, Jón O. Y. Jónsson, Guðbr. Finnbogason konsúll, Jón Guð- mundsson frá Flatey, P. J. Thorsteinson frá Bíldudal o. fl. Landsbankinn. Landshöfðingi hefir eptir tillögu bankastjóranna skipað þessa sýslunarmenn við bankann 27. f. m.: fje- hirði Halldór Jónsson cand. theol., og bók- ara Sighvat Bjartiason landshöfðingjaskrif- ara. Barnaskóli í Haukadal í Dýra- firði. Skrifað að vestan 6. f. m.: Laug- daginn var, 31. okt., var vígður barnaskóli í Haukadal, stórt og vandað og fagurt timburhús, sem 4 menn í Haukadal, bú- lausir allir, hafa byggt af eigin efnum og stofnað skólann. Andrjes skipstjóri Pjet- ursson hefir sjálfur lagt fram allan aðal- kraptinn, og á þó ekkert barn. Hann vinn- ur fyrir aðra. þar flutti síra Kristinn ræðu og aðra skólakennarinn Mattias Ólafsson, er lært hefir á Möðruvöllum ; enn fremur mennta- og fræðimaðurinn Sighvatur Gríms- son Borgfirðingur, er flutti þar einnig kvæði það, er hjer fer á eptir. Slík höfðingsverk, sem skólastofnun þessi, eru þess verð, að þeim sje haldið á lopti. Andrjes þessi Pjetursson hefir auk þess gefið nýlega Sandakirkju prýðilegan ljósa- hjálm, er kostaði nær 100 kr., ofan á aðrar gjafir til kírkjunnar áður, sem hafa numið fleiri hundruð krónum. Og þó er þetta vinnumaður og hjú annara. Betur að hann ætti sjer marga líka. Hjer var ekki verið að hrópa í þing eða landssjóð; en þessi orð Andrjesar dugðu : nBarnaskólinn skal upp !« það var orðið viðkvæði hans. Nú er þar fastráðinn kennari í vetur, en bömin líklega of fá, til að fá laun kennarans, svo eigeudur skólaus mega nú borga honum þar á ofan. Enda er hjer nú versta árferði, sem orðið getur fyrir fólk, að koma börnunum fyrir, alveg kornlaust á Flateyri, þingeyri og Bíldudal, og engin fyrirsjón, að afstýrt verði hungursdauða (?)« Aminnzt kvæði við vígslu barnaskólans er svo látandi: Leiptri slær á ljósa vesturfjörðu lýsir bjarmi Glámu skalla frá. Hver er sá sem hyggst að varna hörðu hrímgum ströndum Dýrafjarðar á? Drenglynt hjarta, dýrstu hjeraðsmanna dáðarík og auðmild styrktar hönd; ósjerplægni sjáum vjer þar sanna, sem að losar vanþekkingar bönd. Ótal þarfir orrar snauðu móður afarmargir finna glöggt og sjá; en að þekkja’ í þrautum vin og bróður, það er optar torveldara’ að fá. Hjer má sjá, að sannreynt göfuglyndi, saman hefir krapta lagt og þor: hús er byggt og búið út í skyndi, barnanna að greiða framaspor. Synir íslands! Sjáið nú hvað stoðar, sannur vilji til að stunda gott; fram af austurfjöllum bjarmi roðar, fegurstan er sýnir drengskapsvott. Lyptið brúnum, börn, á þessum degi, blæju sveiflið augum sljófgum frá; horfið áfram óförnum að vegi, upp til þess að líta framför á. þakkið, börn, og þakkið bljúgt af hjarta, þeim sem vinnur ykkar kjörum bót, mennta sólin brosir ljúf hin bjarta, breiðir sína geisla yður mót. Fetið því á framabraut í skyndi, fljótt og vel, og sýnið andans þor; nú er bæði auðlegð vís og yndi, ef þið greiðið fram til námsins spor. Svar stjórnarinnar. Stjórnarmálið gengur sinn reglulega gang, lögum samkvæmt í alla staði. þingið leyst upp á lögboðnum tíma, efnt til nýrra kosn- inga á lögboðnum tíma og hiuu nýja þingi stefnt saman til aukafundar á lögboðnum tíma, næsta ár. þetta er sjálfsagður hlutur, er allir gengu að vísum, er nokkru sinni höfðu haft fyrir að líta í 61. gr. stjórnar- skrárinnar. Hennar boðorð er svo skýrt og skilyrðislaust, að þar er ekkert undanfæri. þar verður engum hálum lögskýringum við komið, engu skriffinnsku-gjörræði ; þar stoðar ekkert annað, ef duga skal, en ber- högg við lög og rjett, með þeirri skýlausu og alvarlegu ábyrgð, er slíku fylgir í svo mikilsvarðandi máli. Að þessu leyti var því svar stjórnarinnar sjálfsagt. Hitt var ekki eins sjálfsagt frá upphafi, að hin fyrsta fullnaðartilraun þingsins til að endurbæta þetta bráðabyrgðasmíði, er vjer köllum stjórnarskrá, hitti eigi fyrir sjer annað en þvert nei frá stjórnarinnar hálfu. Tildrög stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874, sjerstaklegt ásigkomulag lands vors og margreynt alúðarþel konungs vors til Islendinga gat vakið og alið þá von, að hinn alræmdi apturhalds-andi, er hefir verið drottnandi nær alla tíð síðan í stjórn Danmerkur sjálfrar, kæmi síður fram við oss, með því líka að bágt var að ímynda sjer, að þessum miklu einherjum, þeim Estrúp og sessunautum hans í ráðaneytinu, þætti nokkur slægur í að sýna karlmennsku sína á oss. En eptir hin víðfrægu skilaboð stjórnarinnar til alþingis í sumar, er lands- höfðingi þuldi upp eitthvað 4 eða ð sinn- um, um að hún vildi alls enga breytingu hafa á stjórnarskránni, gat engum komið á óvart þetta svar, sem skýrt er »konungleg auglýsing til Islendinga« og prentuð var í síðasta blaði. það var þá sjálfsagður hlut- ur, eigi síður en hin »opnu brjef« um þing-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.