Ísafold - 02.12.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.12.1885, Blaðsíða 2
206 rofin og nýjar kosningar o. s. frv., úr því að hinir sömu menn sátu enn í ráðaneytinu sem áður, en við öðrum munu fæstir hafa búizt á svo skömmum fresti. það er með öðrum orðum, að þessi »kon- unglega auglýsingn, undirskrifuð af Islands ráðgjafanum með konungi, er að eins ein- faldur atburður í stjórnarsögu Islands, eins og hvað annað sem við ber öðru nýrra; en tíðindi getur hann ekki heitið. Málið stendur alveg í sömu sporum eptir sem áð- ur, í sömu sporum og á þinginu í sumar. f>að er meira í munni, þetta vltonungleg auglýsing«, heldur en nskilaboð frá stjórn- innú, og það getur vel verið, að stjórnin hafi ímyndað sjer, að það mundi auka boð- skapnum gildi í augum almennings, að kenna hann við konungsnafnið, og hugsa sjer aó reyna, hvort þetta hefðarnafn gæti eigi unnið meiri bilbug á kjósendunumí vor heldur en skilaboðin á þingmönnum í sum- ar. En það er þá líka allur munurinn. Hvorttveggja er stjórnarinnar orð og andi, en eigi konungs út af fyrir sig. Allar hans stjórnarathafnir, orð og gjörðir, eru bundn- ar við vilja ráðgjafanna, eins eða fleiri, meðan þeir halda völdum, og á þeirra á- byrgð eingöngu, en ekki hans. Ber því að vega »skilaboðin« og »auglýsinguna« á hina sömu vog; það er hvorugt öðru fremra. Með því nú að niðurstaðan er hin sama í þessari konunglegu auglýsingu og í skila- boðunum frá í sumar, þá er einsætt, að málið stendur í sömu sporum og þá. Að vísu er ekki sagt í auglýsingunni með ber- um orðum meira en að konungur muni með engu móti geta staðfest þetta stjórnarskrá- arfrumvarp, er alþingi fjellst á í sumar; en það leynir sjer ekki í niðurlagsgrein aug- lýsingarinnar, þar sem talað er um þá ósk og von konungs, að hið nýja þing »kjósi heldur að halda áfram því verkinu, sem farsællega hefir byrjað verið . . . unclir þeirri stjórnarskipun sem nú er«, að stjórn- inni býr sama í skapi og í sumar : að vilja alls enga breytingu aðhyllast á stjórnar- skránni. |>að er því óvöndu úr að ráða um svör af hálfu þings og þjóðar við þessari nýju orðsendingu stjórnarinnar. Hafi hvort- tveggja verið eindregið á því í sumar, að halda stjórnarskrárendurskoðuninni áfrain þrátt fyrir óndverðar undirtektir stjórnar- innar, þá hlýtur allt að standa við sama enn. Slik svör mun þjiiðin veita í kosningunum í vor, og á að veita, ef hún vill vera sjálfri sjer samkvœm. Og þingið þá slíkt hið sama. f>að er ekkert launungarmál, að stjórn- arskrárendurskoðunin er ekki byrjuð og er ekki fram haldið í þeirri veru,að verða nokkurn tíma, fyr nje síðar, aðnjótandi lið- veizlu þessarar stjórnar, sem nú situr að völdum, til slíkra hluta, heldur eingöngu í þeirri vissu von, að óöld sú í Danmörku, er af henni stendur í stjórnarefnum, muni að lokum komin innan skamms, og þá sje hver stundin dýrmæt, er vjer sitjum af oss hagkvæmara stjórnarfyrirkomulag, en nú höfum vjer, það stjórnarfyrirkomulag, sem er sjálfsagt skilyrði fyrir verulegum fram- förum landsins og þjóðþrifum. Mótstöðumenn stjórnarskrárendurskoð- unarinnar munu nú kalla þetta hina mestu ráðleysu. Bæði ímynda þeir sjer ef til vill, að þessi stjórn, sem nú er í Dan- mörku, muni verða eilíf, og svo kunna þeir að halda ástæður stjórnar þessarar fyrir undirtektum hennar undir málið svo al- gildar, að hver stjórn sem er hljóti þeim að lúta. Astæður eru tvenns konar: sönn rök, og — viðbárur. f>að er auðkenni á sönnum röksemdum, að þær eru stöðugar, óbifanlegar og óbreyt- anlegar; því sannleikurinn er óbreytan- legur. Viðbárurnar þar á móti eru mjög reik- ular og á sífeldu flökti, eins og mýraljós. f>ær þjóta upp á víxl, sín í hvert sinn, þeg- ar hin er kveðin niður. f>ær eru sjaldan hinar sömu stundu lengur. Nú er að vita, hvorum flokknum þær heyra, ástæður stjórnarinnar fyrir stjórnar- skrársynjuninni. f>að er þá ekki góðs viti, að þær eru eng- an veginn hinar sömu á þingi í sumar, fyrir munn stjórnarfulltrúanna, þeirra fje- laga frá Arnarhóli og Bægisá, og nú í aug- lýsingunni frá Khafnarstjórninni. f>eir tala mest urn, að landstjórinn skerði svo vald og tign konungs, að ekki verði eptir nema skarið, sem varla geti hjarað. Að Bretadrotning miðlar allt eins miklu af sinni tign og veldi, ekki við einn landstjóra á fá- I tækri og fámennri ey á hala veraldar, heldur við mesta fjölda af landstjórum í stórauðug- um og voldugum löndum víðsvegar um' heim,—og hjarir þó á konungsstóli,—það er líklega af því, að þar er meiru af að taka. En hvað sem því líður: þegar suð- ur kemur fyrir pollinn, þá er þessi ástæða hjöðnuð eins og mjöil, eða orðin að gjalli fyrir aflinum í smiðju Hafnar-dverganna. Gripurinn, sem þeirkomameð frá aflinum, er alríkisfjöturinn mikli; án hans fellur rík- ið í stafi, eins og gjarðalaust kerald! I sumar var kostnaðurinn önnur aðalá- stæðan gegn hinui nýju stjórnarskrá, kostn- aðurinn af hinu fyrirhugaða stjórnarfyrir- komulagi. Nú er hann ekki nefndur á nafn. Hafnarstjórnin veit og skilur, að vilji þjóðin vinna það til, að leggja þennan kostnað á sig, og sje hann annars teljandi, þá er það á hennar valdi. Hjer er viðbáranna litur og einkenni, en ekki hinna sönnu röksemda. »Kerlingareld« kallaði Benidikt Sveinsson þær, í hinni snildarlegu framsögu sinni í stjórnarskrár- málinu í sumar. Böksemdirnar eru ráðríkar; þær fara 8Ínna ferða, hvort sem maður vill eða ekki. Viðbárurnar þar á móti eru »þjónustusam- ir andar#; þær eru eingöngu háðar vilja manns. f>egar viljinn breytist, hverfa þær eða breytast. f>egar vjer fáum þá stjórn yfir oss, sem hefir vilja á að veita oss hagkvæmt og eðli- legt stjórnarfyrirkomulag, þá hjaðna við- bárurnar gegn því og verða að engu, hvort sem þær svo eru dragnar af konungdóms- eðli eða af krónuskorti, af alríkistengslum eða einkarjettindum. f Reynsla og vonir Islendinga. Fáein orð um fjenaðarverzlun, ■ í tilefni af greininni í „Suðrau, 10. okt.: „Fullt traust íslendinga“. Eptir p. f>að er ekki nema lofsvert af Suðra, að hann minnir menn á, hversu hættúleg lánsverzlun getur verið lánveitendum og að gjaldþrot geta átt sjer stað. En dæmi hans og röksemdir eru að mínu áliti eigi sem heppilegastar. Að meta Eggert Guunarsson hina þyngstu og verstu landplágu, verri en almennnar sóttir og manndauða, ætla jeg nokkuð freklega til dómsvaldsins tekið. Einkan-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.