Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 1
ita-U át j aicvikttdijsmorjDi. Ver’. irjanjsins (55-60 arka'i 4kr-: erlendis 5 kr. Borgisl fyrir mi&jan júl;mínní. ISAFOLD. öppsóp (skrifL) sundin vi5 aramói. ó- gild nema kemin sje lil úlj. tyrir 1. okt Mjreiísluslola i Isafoldarprentsm. i. sal XII 53. Reykjavík, miðvikudaninn 9. desembermán. 1885. 209. fjóiVviljinn og stói veldin II. 210. Meira um sundkennsluna. Ferðapistlar eptir jþorv. Tl.oroddsen 212. Mannalát. Auglýsingar. Forngripasafnið opii) h\ern mvd. og ld. kl. I 2 Landsbókasafnið opi- hvern rúmhelgan dag kl. 12 J útián md„ tr.vd. og Id. kl. 2—3 Sparisjóðu^ Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4-5 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen des |.j Hiti (Cels.) I Lþmælir Veðurátt. inóttujum hád.| fm. | em. fn*. | em. M. ) - 3 - I 29 29 0 b III b F. - 6 - 4 29,2 29,5 N h b N b hv F. 4- - 7 - 5 29,8 3° N b hv 0 b L. 5- - I I - 9 .10 30 Na b h A b h S. 6. - 8 — 2 3° 3°. 2 0 d 0 d M. 7- - 12 - IO 30,3 30,5 0 b A b h P. 8. - IO - 4 3°,4 30,3 Na d h IA d h Framan af þessari viku var hann við norðanátt og var hjer æói hvasst 3. og 4. Sí;'an hefir verið hægð á veðri, optast bjartur. Talsverður kuldi hefir venð alla vikuná. Loptþyngdarmælir hefir farið sí-hækkandi og stendur enn mjög hátt. Hjer er alhvítt af snjó, en hingað til helir fallið mjög lítill snjór á jörðu. I fyrra um þetta leyt: var hjer svipað veðurlag, nema frostharkan er talsvert b meiri nú ; snjór var og þá mjog lítiil hjer. 1 dag (8.) hœgur á austan-landnorðan^Na), dimmur, snjór i lopti. Þjóðviljinn og stórveldin. 11. (Niðurlag.) Yjer höfum rennt huganum yfir sögn þjóðviljans á í’rakklandi, og komizt að þeirri niðurstöðu, að þótt hann hafi átt þar miklum og fögrum sigri að hrósa, þá sje dæmi Frakka eigi einhlítt til frambúðar, sak- ir hverflyndis þeirra. þá bregðum vjer oss norður yfir Sundið og komum við land á hinni frægu fóstur- byggð þjóðfrelsis og sjálfsforræðis hjer í álfu. það er England. I fljótn bragði mun margur kalla stjórn- arskipun þess lands vera með sömu um- merkjum nú og fyrir 20 árum. f>að er satt, að skipting stjórnarvaldsins er hin sama nú og þá. J>að var þá, eins og nú, neðri málstofan, er rjeð því, hvernig stjórn- in var skipuð og hver stefna var haldin í stjórnarefnum. Efri málstofan, svo há- göfug sem hún er og yfirmáta æruverð, ljet sjer lynda þá eins og nú, að seinka dálít- ið fyrir sumum rjettarbótum eða gera meinlitlar smábreytingar við þær. En sá er munurinn, og hann afar-mikill, að grund- völlurinn, sem neðri inálstofan stendur á, hefir breytzt gersamlega síðan 1865. Ept- ir hinum nýju kosningarlögum, frá 1885, er tala kjósenda þreföld á við það sem verið hefði eptir þeim kosningarlögum, er voru í gildi 1865. Árið 1867 var tala kjósenda aukin um helming, og nú, með lögunum 1885, var kjósendum fjölgað úr miljón upp í 5 miljónir. Nú með því að neðri málstofan ræður lögum og lofum á Englandi, má svo að orði kveða, að þar sem völdin voru fyrir 20 árum í fárra manna höndum, eintómra auðmanna, því aðrir höfðu eigi kosningarrjett, þá sje nú almenningur eða þjóðviljinn hæstráðandi þar í landi. þriðja stórveldið, er vjer virðum fyrir oss, er hið unga konungsríki Italía. Kon- ungsstóll sá, er þar stendur, í hinum mesta sögustað heimsins, Rómaborg, hann stendur á vilja þjóðarinnar. »Af guðs náð og samkvæmt vilja þjóðarinnar« gerðist Victor Emanúel konungur Itala. Allur landslýður greiddi atkvæði í þá átt, jafn- óðum og landið leystist úr læðingi hinna fornu einvaldsdrottna. Ríkið er að því leyti til grundvallað á þjóðviljanum frá upphafi vega sinna. En þingkosningar voru þar allmjög takmarkaðar fyrir 20 ár- um, og það þangað til nú fyrir 3 árum. það var líkt á komið að því leyti til á Englandi og Ítalíu, svo mikið sem er mis- eldri þeirra ríkja. Á Italíu var og er neðri deild þingsins þungamiðja ríkisvalds- ins, eins og á Englandi. og heitir sú þing- deild á Italíu fulltrúadeild, en á Englandi neðri málstofa; í báðum löndum var þing- ræðisstjórn fyrir 20 árum og er það enn. En í báðum löndum var þá kosn- ingarrjettur til þessarar aðal-þingdeildar mjög takmarkaður; en nú er tala kjós- enda þrefölduð í báðum löndum. það er þó eigi svo að skilja, að kosningarrjettur sje jafnvfðtækur nú á Ítalíu og Englandi; það er hjer um bil helmingsmunur. Á undan kosningarlögunum frá 1882 taldist svo til, að 45. hvert mannsbarn á Ítalíu hefði kosningarrjett; en nú er það 14. hver. En í rauninni verður þó kosningar- rjetturinn rífari en þetta á Italíu. Eptir lögunum eiga enn fremur þeir að hafa kosningarrjett, sem hafa staðizt burtfarar- próf í þeim kennslugreinum, er tilsögn er veitt í í barnaskólum handa alþýðu. Enn fremur eiga þeir að hafa kosningarrjett, sem hafa verið hermenn í 2 ár, og þá annaðhvort verið undanþegnir kennslu hermannaskólanna, eða þá gengið þar vel. það er með öðrum orðum, að lögin binda kosningarrjett við uppfræðslu, sem hverj- um manni á að vera innan haudar að afla sjer, og eru allar likur til, að með því móti verði kosningarrjettur bráðlega full- komlega almennur á Italíu. þetta er þá þriðja stórveldið, þar sem þjóðviljinn hefir rutt sjer til ríkis á 20 ár- um síðustu. |>á snúum vjer leið vorri af Ítalíu norður á þýzkaland, frá Róm norður í Berlin. Hvað verður þar fyrir o^s ? Hvað nema almennur kosningarrjettur líka. þogar Bismarck bjóst til að setja á stofn hið þýzka keisaradæmi, bauð hann þjóðinni í aðra hönd almennan kosningarrjett. Hann hafði lýst því yfir 1848, að konungsveldi með stoð og fylgi lendra manna væri hið eina stjórnarfyrirkomulag, er ætti við Prússaveldi, og veitt gæti örugga viðspyrnu gegn þjóðviljanum. Mörgum árum síðar, 1865, er hann var orðinn forsætisráðherra Prússakonungs og átti í hinni megnustu baráttu við fulltrúaþingið, kvað hann svo að orði, sem síðan er frægt orðið, að stór- mál útkljáðust eigi með meirihluta-atkvæð- um og ávörpum, heldur »með blóði og járni«.' En tveim árum eptir stofnsetti hann norðurþýzka sambandið og grund- vallaði það á almennum kosningarrjetti, og svo ríkÍ8þingið þýzka sömuleiðis 1871. Hann fann eptir því, að það var nauðsynlegt, að styðja þetta ríki, er hann hafði dregið sam- an með blóði og járni, með meirihluta-álykt- unum, og í stað þess að leita sjer hælis bak við konungsvaldið og lenda menn og verjast þaðan gegn þjóðviljanum, þá ljet hann taka í lög svo rífan kosningarrjett, að mjög óvíða er lengra farið. Og það er helber mis- skilningur, að ímynda sjer, að Bismarck hagi stjórn sinni þvert á móti þjóðviljanum. Hanu stjórnar í raun rjetti með fylgi rík- isþingsins ; hann leitast jafnan við að hafa með sjer meiri hluta þingsins, og tekst það, þótt það sje stundum sinn fiokkurinn í hvert skipti. Og þó það kunni satt að vera,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.