Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 2
210 að Bismarck megi sín meira en þingið, þá er það að þakka hinu mikla trausti og fylgi frá hálfu meira hluta þjóðarinnar. petta var þá fjórða stórveldið hjer í álfu, er breytt hefir stjórnarskipun sinni 20 ár- in síðustu, þannig, að þjóðviljinn er henn- ar aðal-hyrningarsteinn. Og þótt eigi verði með sanni sagt, að haun sje einráður á pýzkalandi nú sem stendur, meðan Bis- marcks nýtur við, þá hefir hann þó mjög mikil áhrif á allt stjórnarfar þar í landi. pá kemur Austurrihi. par hefir sú breyt- ing á orðið á síðustu 20 árum, að í stað einveldis hefir komizt þar á þingbundin stjórn. Eptir ófarirnar fyrir Frökkum og ítölum 1859 tók Austurríkiskeisari það ráð, að reyna að bæta þegnum sínum það upp með frjálslegu stjórnarfari innanlands; áð- ur hafðí allt verið þar í einveldisdróma. En sú stjórnarskrá, er keisarinn gaf land- inu 1861, var ekki samkvæm vilja þjóðar- innar, og var því eigi lengra á veg kotnið í Austurríki fyrir 20 árum en svo, að stjórn- arskráin var felld úr gildi og ríkinu stjórn- að með fullkomnum einveldisbrag. En eptir hinar nýju ófarir 1866, fyrir Prússum, gerði keisari fullkomna bragarbót, og leitaði samkomulags við þegna sína með miklum tilslökunum. Bíkinu var skipt í tvo helm- inga, Austurríki og Ungverjaland, og hafði hvort sína stjórnarskrá út af fyrir sig. Árið 1882 var kosningarrjettur aukinn nokk- uð í Austurríki, og er hann nú bæði þar og á Ungverjalandi hjer um bil eins rífur og hann var í Norvegi þangaó til í fyrra. Á Ungverjalandi er stjórn hagað eptir þing- ræðisreglum, og í Austurríki er fulltrúa- þingið að minnsta kosti látið hafa veruleg áhrif á skipun ráðaneytisins. petta var fimmta stórveldið : þar er kom- in á frjálsleg þingbundin stjórn í stað ein- valdsstjórnar. Sjötta stórveldið, Bússland, vita allir að hefir einvaldsstjórn, og þá líka, að þar gengur allt á trjefótum. Og þótt svo virð- ist, sem byltingastefnan sje yfirbuguð þar nú sem stendur, er samt engin ástæða til að óttast reglulega sókn fyrir vörn af ein- valdsstjórnarinnar hendi í gegn þjóðfrels- isanda þeim, er þar hefir eflzt svo mjög hin síðustu 20 ár. Meira um sundkennsluna. I 21. bl. Fjallkonunnar er grein með yfirskript »Sundkennslan«, og er undirskrifaður »Sund- fjelagsmaður«. pað gleður mig að heyra, að greinarhöf. er mjer samdóma í því, að æskilegt væri, að sundkennsla kæmist á í latínuskólanum; því jeg fyrir mitt leyti hefi þá skoðun, að embættismenn hjer á íslandi þurfi allt eins að kunna sund og sjómenn eða bændurjt. d. sýslumenn, læknar og prestar þurfa opt hjer á landi að fara yfir mjög hættuleg vatns- föll, og er jeg sannfærður um, að sundið kæmi þá í mörgum tilfellum að betri notum heldur en trjebyssufiktið, sém þeir nú læra í lærðaskólanum. Jeg fyrir mitt leyti hefi aldrei sjeð neinn embættismann reiða trjebyssu á sínnm em- bættisferðum, enda yrðu þær að litlum notum, sem von er. En það hefi jeg sjeð, að sundið er injög þarft fyrir hvern mann, sem kann það vel. Eins og allir vita, þá eru læknar opt sóttir í lífsnauðsyn og stend- ur þá ýmislega á vatnsföllum. Detti nú hesturinn í ánni, þá kemur það opt fyrir, að maðurinn losnar við hann, straumurinn velt- ir honum ofan ána og hann drukknar; en hestunnn, hann syndir að landi, ef hann ekki hefir flækzt í beizlistaumnum eða maðurinn kæft hann. En kunni maðurinn vel að synda, þá getur opt staðið svo á, að hann komist að landi, þótt hesturinn drukkni. Jeg er hinum háttvirta sundfjelagsmanni samdóma í því, að sundkennslan þurfi að vera meira en kák;en eins og enn hefir stað- ið, þá hefir varla verið mögulegt að kenna til hlítar, t. d. að láta pilta æfa sig að synda í fötunum; þvf meðan ekkert hús er við sundstaðinn, þá gæti það jafnvel verið hættulegt heilsunnar vegna, að piltar syntu alklæddir í lauginni, færu svo upp á bakk- ann eða inn í tjaldskrifli; vera svo lengi að tosast úr votum fötunum og við það fá í sig skjálfta. En kæmu þeir inn í hlýtt hús, þá er engin hætta búin. pað er annað sem með þarf til þess að fyrirbyggja kák-kennslu í þessari grein, og það er, að reglugerð þarf að vera til bæði fyrir sundkennara og þá sem læra; því á meðan að hún er engin, þá verður heldur engin föst eða viss regla höfð. |>etta er jeg búinn að reyna hjer í Beykjavík, að það er mjög misjafnt, hvernig piltar hafa stundað sundkennsluna; sumir vel, sumir illa, allt eptir því, hver áhugi hefir verið í foreldrum og öðrum forráðamönnum þeirra, að halda þeim að þessari list; en mjer hefir alls ekki fundizt jeg hafa nokkurn fullkominn mynd- ugleika til að skipa þeim að koma á sund- staðinn á vissum tíma eða að vera til ein- hvers viss tíina; enda þó að jeg fyrir sjálfan mig hafi haft fasta reglu, þegar veður ekki hamlaði. Jeg hefi það traust til forstöðunefndar Sundfjelags vors, að hún fyrir næsta vor sjái svo um,að samin verði reglugerð fyrir sundkennsluna. f>ví það er alls ekki heppi- legt, að hver, sem kemur á sundstaðinn, megi lifa þar og leika skilmálalaust. Að sundstaðnum hjer í Bvík (nefnil. laugunum) koma Islendingar, Frakkar, Englendingar og Danir og ýmsar fleiri þjóðir, og má mað- ur alls ekki horfa út í veður og vind, ef maður á að geta haldið þar góðri reglu, skapa allt sjálfur og gera alla ánægða. Bvík 30. nóv. 1885. Björn L. Blöndal. Ferðapistlar eptir jCb^va-Cð <Pkozoddo&/n. (xxn) x*\V Neapel 28. maí 1885. pað sem mjer var einna mest uinhugað um að skoða, voru hinar rniklu eldfjalla- myndanir hjá Neapel. pær hafa betur verið rannsakaðar en nokkrar aðrar, og því geta þær verið nokkurs konar fyrirmynd við slíkar rannsóknir. Vesúvíus er hið nafnkunnasta eldfjall í heimi; hann er 3700 fet á hæð, og eigi ó- svipaður Snæfellsjökli í laginu, þegar hann sjest úr vissum áttum ; en frá Neapel er fjallið einkennilegt að því leyti, að aðal- hluti þess er eins og stórkostleg skál og strýta í miðri skálanni; að ve3tan er skálar- barmurinn horfinn undir hraunum, en að austan er röndin jafnhá miðstrýtunni og myndast þar dalur á milli skeifulagaður (Atrio del cavallo) austan við aðaleldborgina; skálarbarmurinn eystri heitir Monte Somma. Fyrir gosið 79 e. Kr. var engin eldborg í skálinni miðri, fjallið var allt skógivaxið og hulið vínekrum, en í gosinu eyddist öll byggð og gróður í fjallinu,og gjall- og hraun- strýtur fóru að myndast; síðan hefir eld- borg þessi verið sígjósandi. Fjallið allt er samsett af móbergs- og hraunlögum á víxl. Frá aðaluppvarpinu hafa komið sprungur í allar áttir og þær fyllzt af hrauni, er storknað hefir í rifun- um, og heldur það allri byggingunni sam- an ; smáhraun hafa runnið niður í dal þann, sem fyr var getið og niður hlíðar fjallsins að vestan, sunnan og norðan, en ekkert hefir getað runnið austur, af því að þar eru klettarnir á Mte Somma til fyrir- stöðu. Jeg fór uokkrum sinnum gangandi og ríðandi um Vesúv til þess að skoða jarð- myndanir; en jeg ætla hjer að eins að lýsa dálítið ferð minni upp á fjallið í fyrra dag. Jeg fór vanalega leið, sem ferðamenn fara, þeir er vilja skoða fjallið. Nú er búið að leggja járnbraut upp á miðstrýtu fjallsins upp undir eldgíginn, enda er mjög örðugt að fara þar upp gangandi lausa- skriðu í steikjandi sólarhita. 1 Neapel fást

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.