Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 4
212 þar streymir kolsýra upp uin sprungur í hellirnum, en af því kolasýran er þyngri en aðrar lopttegundir nær hún að eins rúmt fet upp frá gólfinu ; kolsýran er ban- væn, en af af því að vitin á manni upp- rjettum nema miklu hærra, þá gerir loptið mönnum eigi mein, en hundar drepast, er inn koma. Hver, sem vill gera tilraun með þetta, getur fengið þar hund fyrir 2 franka. A heimleiðinni kom jeg inn í veitingahús í Pozzuoli, til þess að fa mjer miðdegisverð, en fekk þar ekkert annað en soðið »macca- roni«, steikta krossfiska og smokkfiska, og varð að gera mjer það að góðu, þó eigi þætti mjer lostæti. Mannalát. Nýfrjett er að norðan með ferðamönnum lát hins ágæta öldungs As- geirs alþingismanns Einarssonar á J>ingeyr- um, og konu hans (dóttur Jóns sýslumanns á Melum); varð einn dagur á milli þeirra. Höfðu þau legið bæði lengi í haust, enda var Asgeir með mjög veikum burðum á þinginu í sumar. *Hiim 12. okt. þ. á. sálaðist aö Geldingaholti í Skagafirði merkis og sóma konan Guðrún |>or- leifsþóttir, áttatíu ára gömul. Foreldrar henn- ar voru hin nafnkunnu heiðurshjón borleifur J>orkelsson, er lengi bjó í Stóradal, og gegndi hreppstjórn í Svínavatnshrepp um 20 ár, og Ingibjörg Guðmundsdóttir Jónssonar, er áður bjó í Stóradal og gaf Svinavatushreppi jörðina Meyjarland. Guðrún sál. giptist trjesmið Hall- dóri sál. Magnússyni, prests í'rá Glaumbæ, og varð þeim eigi barna auðið. J>au hjón bjuggu lengi á Geldingaholti. Eptir það húu misstí mann sinnbjó hún þarekkjatil dauðad. með ráðs- manni Asgrími Jorsteinss., erveitti búinu góða for- stöðu, og gerðu þau með sjer fjelagsbú. Guð- rúu sál. var kona trúrækiu og skynsöm, og tók flestum samtíða konum fram í allri verklegri kunnáttu og hússtjórn. Hún var gestrisin og glaðlynd, og virt af óllum, er við hana kynnt- ust. Hún var jafnan við góð efni, og upp ól mörg munaðariaus börn, sern hennar eigin væru. Jarðarför hennar fór fram 4. nóvbr. að Geld- ingaholti, því maður hennar Halhlór sal. hafði, áður en hann Ijezt, fengið leyfi til greptrun- ar fyrir þau hjón n eignarjörð sinni, Geldinga- holti; hafði þar áður staðið bænahús. Prófast- ur Jón Hallsson á Glaumbæ flutti við jarðar- förina kennimannlega og snjalla ræðu, áður en líkið var borið til grafar, í viðurvist fjólmennis af ættingjum og vinum hinnar framliðnu. 1 minningarljóðum, er einn boðsmanna flutti við jarðarförina, voru meðal annars þessi er- indi: Lángetin var hún Um lífstið alla; En ríkust var hún Af rótgrónum kærleik ; Engan sá hún auman, Kr ei vildi gleðja, Og hjálpa setn bezt Mei"> hollum íáðuni. Hýbýlaprúð Með hjtverskri skemnitun f>vf gáfur nægar Bar göfugt kvendi Rausnargjöful Við ríka og snauðu Gesti þá, er gengu í garð hennar. J. J. AUGLYSINGAR ísamfeldu míli ;n. smálein kosla 2 a, (þakkaráv. 3a.) iivert oró" 15 slaía la. ócru leiri eía setninj 1 kr. [jrit þumlunj dálks-lengdar. Bor=nin úl i Tombola fyrir Good-Templars-fjelagið. Samkvœmt þartil fengnu yfirvaldaleyfi, áformar Good-Templars-fjelagið hjer í bœn- um að halda tombólu þegar eptir nýjárið. Agóðanum af tombólunni á að verja til húsbyggingar fyrir fjelagið. það eru innileg tilmœli vor til allra þeirra, er unna bindindi og vilja hlynna að vexti og viðgangi Good-Templars-fjelagsins hjer á landí og sjerstaklega hjer í bœnum, að þeir styrki nv þetta fyrirtœki vort með gjöfum nokkrum, annaðhvort í peningum eða mun- um. Vjer sem hjer ritum nöfn vor undir, tökum hvert um sig þakksamlega a muti gjöfum í þessu skyni. Tombólunefnd Good-Templars-fjelagsins i Beykjavik, hinn 8. des. 1885. Gestur Pálsson. Guðlaug Grímsdóttir. Guðm. B. Scheving. Guðrún J>órðardótir. Halldóra Hansen. Helga Eiríksdóttir. Ingunn Loptsdóttir. Jón Ölafsson. Konráð Maurer. Kr. Ó. Tiorgrimsson form. Magnús Sakaríasarson. María Torfadóttir. Matthías Matthíasson. Olöf Sigurðardóttir. Páll Jónsson fjehirðir. P.Pjetursson skrifari. Eagnheiður Zoéga. Sigurður Magnússon. J>orl. (). Johnson. S Til hœgðarauka fyrir vaxtagreiðendur til sparisjóðsins verður hann opinn hvern virkan dag fr* !-¦—19.þ.m. kl. 4-5 e.m. Reykjavík 8. des. 1885. Halldór JónssoiL Enska biblían fæst nú eins og áður á skrifstofu biskupsins fyrir 4 kr. hver Fáeinar biblíur geta fátæklingar fengið fyr- ir nokkuð minna verð, þegar þeir sanna fátækt sína. fl^- „GKATUIiATIOlVS-KOHT" (sam- fagnaðar-miðar) af mörgum tegundum fást í Isafoldarprentsmiðju hjá Siguröi Kristjánssyni. §ff~ ENSKA. Kristján Jónasarson kennir ensku. J>eir sem nema vilja semji við hann eða ritstj. V. Asmundarson. Jörð t,l sölu. Til kaups fæst með sann- gjörnu verði, og til ábúðar í mvstkomandi far- diigum, jörðin Kárancs í Kjús, 10 hundruð að fornu mati, með 2 kúgildum. Allar nytjar jarð- ar þessarar eru einkar hægar, tún í ágætri rækt heyskapur mikill og góður eptir jarðardyrieika. Lysthafendur snúi sjer til undirskrifaðs, er sem- ur um kaupin, eða til eiganda jarðarimiar ekkju Margrjetar Sigurðardóttir á Káranesi, fyrir 25. janúar 1886. Neðra-Hálsi 30. nóv. 1885. p. Gubmundsson, Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda vavhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansýeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki rama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar viim til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Tliomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jenscn. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjcr. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.......2,25 Gróndals Steinafræði......1,80 íslandssaga f>ork3ls Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undi rstöðuatriði búf ;árræktarinnar, eptir sama.........0,50 Erðlevs landafræði, önnur út-jáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg.............2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ........0,25 Hættulegur vinur........0,25 Landamerk.ialögin........0,12 Almanak Jjjóðvinafjelagsins 1886 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer........1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 §0p~ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastiginn, 1. sal; — nema Seltirningar i búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmið.ja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.