Ísafold - 23.12.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.12.1885, Blaðsíða 4
220 sjónum, og liggja þrep frá húsdyrunum niður í vatnið ; standa vanalega háir staur- ar beggja megin við húsdyrnar; eru þeir ýmislega litir, opt röndóttir ; þessir staurar eru eins og hestasteinar á hlaði; við þá eru bátarnir bundnir, þegar menn fara inn í húsin. I Yenedig eru 157 skurðir, og er #Canale grande« þeirra lang-lengstur og breiðastur; gengur hann um þvera borgina og er á honum stór bugða; ganga gufubátar um þenna skurð, alstaðar annarstaðar verða menn að fara á »gondólum«. I Venedig eru þó til allmargar örmjóar götur og smá- torg; rúmið hefir verið svo lítið, að menn hafa orðið að byggja húsin svo há og hafa göturnar sem mjóstar. Sá, sem vel er kunnugur, getur komizt um mestalla borg- ina gangandi, með því að krækja gegnum ótal göng og holur og fara yfir fjölda marg- ar brýr; í borginni eru 390 brýr, ganga þær í háum bogum yfir skurðina; er Rialto-brúin þeirra frægust; á henni eru fjölda margar smáar sölubúðir. Venedig er nú orðin allt önnur en áður var ; »feðranna frægð« er horfin, og þó hall- irnar enn þá standi í sömu skorðum full- ar af dýrmætustu listaverkum, þá er hin framtakssama og auðuga kynslóð dáin út. og horfin, sem reisti þær. Heimsverzlun- in fer nú aðrar brautir, hin volduga borg, sem fyrrum gat boðið hverju stórveldi byrg- in, er nú orðin fátæk og aflvana, verzlun- in er horfin, iðnaðurin er ekkert í saman- burði við það sem áður var, fimmti hver maður verður að þiggja af sveit; í stórhýs- um aðalstrætanna búa nú auðugir prang- arar norðan úr Európu, gamlar dansmeyj- ar og söngkonur, sem hafa safnað auðæf- um við konungahirðirnar og í gjálífi stór- bæjanna; bænum er enn að hnigna. Til Venedig kemur árlega fjarskalegur sægur af ferðamönnum, til þess að skoða þessa gullfögru listaborg; ítalskar, norræn- ar og austrænar listir hafa hjer runnið saman í eina heild og óteljandi hlutir bera vott um forna frægð og frama. Kjöt- kveðjuhátíðin (Karnevalið) kvað hvergi f Italíu vera jafn fögur og fjörug, enda koma þá hingað fjölda margir útlendingar; þá er allt á iði, dansað og drukkið og borgin öll í ljósaskrauti. Langstærsta og fegursta torg í bænum er Markúsartorgið; þar er Markúsarkirkj- an, hertogahöllin, fegurstu súlnagöng, torg- ið allt hellulagt og marmaratíglar á milli. A kvöldin og fram eptir nóttu er mann- fjöldinn einna mestur á torginu; þá er allt ljómandi af ljósum; súlnaraðirnar og sölu- búðirnar eru þá fullar af fólki; »gondólarn- ir« líða fram og aptur um sjóinn fram með lendingarþrepunum og rekast aldrei á þó þröngt sje;. hið austræna útflúr á bygg- ingunum, turnarnir og háttsemi manna í kring o. fl., gæti komið manni fiil að halda, að hjer sæist kafli úr »f>úsund og einni nótt« eins og í draumi. í gær var jeg á sífelldum hlaupum um borgina til þess að skoða hið merkasta. Markúsarkirkjan var reist á miðri 11. öld; hún er ein hin fegursta og einkenni- legasta kirkja, sem til er; hin ítalska og hin austræua íþrótt hafa fallizt í faðma, og þó hvor sje annari ólík, þá verður sam- ræmið aðdáanlegt og hátíðlegt; í kirkju þessari eru ótal listaverk, málverk og mos- aik-myndir, 500 súlur úr dýrum steini, porfyr, serpentín og marmara o. s. frv. Við torgið er hár og mikill turn (il Cam- panille), 315 fet á hæð, og er þaðan ágæt útsjón yfir Venedig og upp til lands. |>eg- ar jeg ætlaði að ganga upp á þenna turn, varð jeg alveg hissa á því, að jeg gat ekki fengið að koma upp, nema jeg fengi einhvern með mjer; á torginu fjekk jeg mjer fylgdarmann, og var hann með mjer eptir það með um daginn til þess að sýna mjer borgina; sagði hann mjer, að enginn fengi einsamall að koma þar upp, af því að svo margir hefðu á seinni árum fyrir- farið sjer með því að kasta sjer niður af turninum. Fegurst er að líta yfir borgina um flóð, en um fjöru fellur svo mikið út, að milli bæjar og lands verða alstaðar eyrar upp úr og pollar og álar á milli, en fyrir utan borgun sjást við hafshrún samföst rif, sem greina lón það, er Venedig hggur í, frá Adríahafi. Hertogahöllin er svo merkileg og kem- ur svo mjög við sögu Feneyja, og þar eru svo mörg listaverk, að ekki mundi veita af mörgum bindum til þess að lýsa henni ná kvæmlega. Veggirnir í hinum miklu söl- um eru allir huldir málverkum eptir fræg- ustu meistara og snerta flest söguFeneyja; þar er merkilegt bókasafn og söfn af göml- um landsuppdráttum. Undir hertogahöll- inni eru dýflissur, hinar verstu vistarverur, og voru þar margir áður grimmilega leikn- ir ; fekk jeg kyndil og fór þar um göngin og inn í fangaklefana ; eru þeir svo smáir, að naumlega er hægt að snúa sjer við, keng- ir í veggjunum, er hlekkirnir voru við festir, og steinþrep; þangað kom en^in skíma og loptið var fúlt og óhollt. A einum stað er þar sýndur hlemmur, sem úr var tek- inn, þegar tíumannaráðið ljet drepa menn leynilega, og voru þeir höggnir á hellum fyrir innan, og eru göt á gólfinu, sem blóð- ið rann niður um, en síðan var búkunum kastað út í sjóinn. Uppi undir þakinu á 1 hertogahöllinni eru hinir alræmdu blýklef- ar ; þeir sem þar voru látnir inn urðu að pola hin mestu harmkvæli af hita og borsta; blýþak hallarinnar hitnaði svo af sólarhitanum, að þeir sem undir því lágu, voru hálfstiknaðir eins og í bakaraofni, en á vetrum var þar grimmdar-kuldi. A Markúsartorgi er mesti fjöldi af dúf- um ; þær eru friðaðar og fóðraðar á kostn- að bæjarins ; fyrrum var sjerstakur em- bættismaður, sem eigi hafði annan starfa, en að sjá um dúfurnar. Nú er búið að veita vatni í pípum frá meginlandinu út til Venedig, en áður höfðu menn ekki annað neyzluvatn, heldur en regnvatn, er safnað- ist af húsþökum og rann í vatnsþrór, og stundum var vatn flutt þangað á skipum úr landi; víða sjást vinnukonur með vatns- fötur; bera þær eir-föturnar hangandi á stöng á annari öxlinni. Mannaferð er langmest um göturnar við Rialtobrúna, þar er ávaxtatorgið, óendan- legar byrgðir af stórum og safamiklum á- vöxtum, þar er líka fiskisala mikil. Á fiskitorginu var gaman að sjá allan þann aragrúa af fiskum, sem fæzt úr Ad- riahafi ; tegundirnar voru alveg ólíkar þeim, sem fázt á Islandi eins og vonlegt var og mesti urmull af alls konar skelfiskur og kröbbum. Hver, sem kemur til Venedig, verður að sjá borgina á náttarþeli og í tunglsljósi. I nótt eð var, fór jeg með nokkrum kunn- ingjum á »gondól« út fyrir borgina. Var mikil gleði og glaumur á bátnum framan af, en þegar fjær dróg, fór að færast þögn yfir oss alla; næturkyrðin og fegurð nátt- virunnar grípur hugan hvort sem maður vill eða ekki. það er eins og að sjá í álf- heima, að líta til borgarinnar, tunglsljósið glitrandi og logandi á öldunum með græn- um og silfruðum blæ, borgin rís með ótal turnum og hvelfingum þverhnýpt og kol- svört úr sæ, og varpar löngum skuggum yfir sjóin spegilfagran; báturinn líður hægt og hlóðlaust áfram, en vjer liggjum þegj- andi á hvílubekkjunum, hálfsofandi og »heyrum um vornótt hinn vaggandi vatns- klið í Feneyja sæ«. Frá Venedig fór jeg til Verona, þaðan um Brenner-skarðið upp í Tyrol, svo til Múnchen, Leipzig og Hamburg, þaðan til Kaupmannahafnar og svo beina leið til Islands og kom til Reykjavíkur 22. júní. AUGLÝSINGAR. Sundfjelag Reykjavikur. Aðalfundur i fjelaginu verður lialdinn miðviku- daginn 6. janúar 1886 (prettánda) kl. 8'/2 e. m- í Borgarasalnum í Hegningarhúsinu. þar verður lagður fram ársreikningur fjelagsins, kosin for- stöðunefnd, endurskoðunarmenn til næsta árs m.m. Reykjavík 22. des. 1885. Fors töðunefndin. Forngripasafnið verður eigi opið fyr en eptir nýj-tr-_________________________ Ritstjóri Björn Jónsson, eand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.