Ísafold - 30.12.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.12.1885, Blaðsíða 1
teiuj 51 á miðvikudagsmorgna. íerí árjangsins (55-60 arka') 4kr.; erlendis 5 kr. Borjist tjrir miðjan jálWiraO. ÍSAFOLD. Uppsöjn (skrifl) hundin við áraiaól, ó- gild nema komin sje lil úlj. tjrir 1. aki. Atjreiðsluslota í Isafoldarprentsm. 1. sai- XII 56. Reykjavík, miðvikudaginn 30. desembermán. 1885. 221. Innlendar frjettir. Leirumenn og innan- menn. 222. Auglýsingar. B rauð laus: Ólafsvellir 14/4................9°5 kr. Tjörn i Svarfaðardal 2/12 . . . 1214 kr. Forngripasafnið opið livern mvd. og ld. kl. I —‘2 Landsbókasafnið opió hvern rúmhelgan dag kl. 12 — 2 útlán md., mvd. og ld. kl. ‘2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 — 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen des. \é Hiti (Cels.) Lþmælir 1 Veðurátt. inóttu|um hád. fm. | em. | fnr.. | em. M. 23. + 3 -f 0 29, 29,9 S hv d S h d F. 24. 0 + l 29,8 29,5 Sa h d A h d F. 25. 0 + I 30,1 30, O !) Sv hv d L. 26. + 1 + 3 29,8 29.4 Sv hv d Sv hv d S. 27. +- 5 +- 5 29.1 28,9 Sv h d A hv d M. 28. -f- 10 -T- IO 59,5 29,8 N liv b 0 b í>- 29. -r- 1 2 +- 'O 29.9 29,9 0 b 0 b Fyrstu daga vikunnar Vt.r hjer sunnanátt með rigningu, gekk svo til útsuðurs (Sv) með jeljum og var hjer rokhvass síðari part dags h. 26. Fjell hjer þá nokkur snjór. Aðfaranótt h. 28. gekk hann til norðurs með lals\erðum kulda, og í dag 29. er hjer logn og bjart veður. Reykjavík 30. desbr. 1885. Brennisteinsnámarnir í f>ingeyj- arsýslu eru eptir brjefi frá stjórnarherran- um 23. okt. »teknir undir umráð landssjóðs«, af þvl að leigjaudinn, »the Icelandic Sul- phur andCopper Company Limited« í Lund- únum, sem er undir skiptameðferð, hefir fyrirgjört rjetti sínum, með því að láta uud- anfalla að gjalda leiguna í rjettan tíma, og hefir stjórnarherrann jafnframt látið taka og greiða í landssjóð fje það, er leigulið- [ inn hafði lagt að veði fyrir því, að samn- ingurinn væri haldinn. Námarnir hafa ver- ið á leigu síðan 1872, fyrst hjá Alfred G. Lock, fyrir 1800 kr. á ári, nema fyrstu árin fimm nokkuð minna, og skyldi leigu- málinn standa í 50 ár. Er þetta því tekjumissir fyrir landssjóð. Nú á lands- I höfðingi að láta uppi álit sitt um, hvernig i gera skuli námana arðberandi fyrir lands- sjóð eptirleiðis. Sóttvarnarhús- í fjárlögunum nýju er veitt allt að 500 kr. hvort árið 1886 og 1887, sem »borgun fyrir að eiga aðgang að ; húsum fyrir sóttvarnarhús« í 6 aðalkaup- túnum landsins. Landshöfðinginn skilur þetta svo, í brjefi til amtmannanna 1. þ. m., að hlutaðeigendur eigi ekki einungis að fá þessa borgun, hvort sem húsin verða notuð eða eigi, heldur að auki ákveðna húsaleigu eptir samningi fyrir þann tíma, sem þau yrðu notuð fyrir sóttvarnarhús, og skuli greiða þá borgun úr landssjóði upp á vænt- anlega aukafjárveitingu. þetta mun koma ekki sem bezt heim við hugsun þeirra, er fjárveitingunni rjeðu á þinginu í sumar. þar mun engum hafa komið annað til hugar en að fjárveitingin ætti að duga, hvort sem húsin yrðu notuð eða ekki, og gert eðlilega ráð fyrir, að svo örsjaldan eða aldrei þyrfti til húsanna að taka, að eigendur þeirra mundu álíta sig fá skaða sinn bættan með hinu fasta árgjaldi, þótt svo óheppilega til tækist, að þeir yrðu að missa þeirra not einhvern tíma um stundarsakir. Lánveitingar alþingis. Stjórnar- herran hefir í brjefi 7. nóv. neitað að taka til greina athugasemdina aftan við fjár- lögin, um 150,000 króna lán úr viðlagasjóði handa sýslufjelögum og bæjarstjórnum til að útvega mönnum atvinnu við gag'nleg fyrirtæki, af því, að viðlagasjóðurinn megi ekki við því; en vill heldur láta eitthvað af hendi rakna til þilskipakaupa, gegn af- borgun á 10 árum, eða 15 í lengsta lagi. Sömuleiðis hefir stjórnarherrann í brjefi s. d. eptir tillögum landshöfðingja neitað áskorun efri deildar alþingis um 2,500 kr. lán til Magnúsar þórarinssonar á Hall- dórsstöðum í þingeyjarsýslu. Leirumenn og innanmenn. í síðasta blaði »|>jóðólfs« stendur auglýsing frá »öllum búendum í Leiru suðr«, að þeir hýsi eigi innanmenn nje láni þeim upp- sátur hjeðan af til 14. marzm. næstkom- andi, nema borgað sje 25 a. fyrir hverrij mann fyrir hverja nótt, og 50 a. fyrir upp- sátur skipsins fyrir hvern túr. Auglýsing þessi er í ýmsum greinum einkar-merkileg. I fyrsta lagi er það eptirtektaverð ein- drægni milli allra húsráðanda í Leirunni, að þeir skuli allir vera einhuga um það, að vilja eigi greiða fyrir mönnum, sem vilja bjarga sjer, nema fyrir ákveðið verð. I öðru lagi er það merkilegt, að allir skuli þeir skuldbinda sig til, að láta hýs- inguna vera jafngóða hjá öllum, því að annars gæti eigi verðið verið hið sama. það virðist auðsætt, að þessi samtök Leirumanna stafi frá þeirri viðleitni sunn- anmanna, sem optar en einusinni hefir áð- ur komið í ljós, einkum frá þeim, sem búa fyrir innan Hólmsberg, að amast við fiski- veiðum innanmanna þar syðra, og gera þeim sem örðugast fyrir, að stunda atvinnu sína. Mikill er náungans kærleikur. En það er vonandi, að eins fari um þessa viðleitni, að bekkjast við utanhjeraðs-sjó- menn, og farið hefir um slíkar tilraunir áður, að hún falli brátt um koll af sjálfri sjer; því að engin heimska getur lengi staðizt. f>á er það enn fremur eptirtektavert, að þeir þar syðra skuli vilja berjast gegn því að hafa nokkurt gagn af innanmönnum. Elestir eru þó svo gerðir, að þeir vilja gjarnan hafa gagn af öðrum, ef þeir geta, og það er víst, að sunnanmenn, eigi síður Leirumenn en aðrir, hafa haft mikil not af fiskiveiðum utansveitarmanna, vjer skulum sjerstaklega nefna Reykvíkinga, þar syðra. það er eigi einungis það, að Reykvíkingar hafa borgað fyllilega allan þann greiða, hverju nafni sem nefnist, sem sunnanmenn hafa látið þeim í tje hvort heldur hefir verið í hinum svonefndu »túrum«, eða um vetrarvertíð, heldur miklu meira; því að auk borgunar þeirrar, sem Reykvíkingar hafa greitt beinlinis í peningum eða pen- ingavirði, þá er víst eigi ofhermt, þótt sagt sje, að þeir þar syðra hafi fengið margan málsverðinn reikningslaust beinlínis af fiski þeim, sem Reykvíkingar og ýmsir aðrir innanmenn hafa veitt þar syðra; og ætli það sje of djúpt tekið í árinni, þótt svo sje að kveðið, að þeir sumir hverjir fátæklingarnir þar syðra hafi lifað að nokkru leyti á inn- anmönnum sumar vetrarvertíðirnar ? En öllum þessum hagsmunum eru nú Leirumenn að reyna til að fleygja frá sjer með heimskulegri amasemi. En svo er ein spurningin enn : Hafa þeir Leirumenn fullan rjett til að bindast öðrum eins samtökum og þeim, sem hjer ræðir um? Lög ná að líkindum til þeirra sem annara. Vjer skulum eigi ræða mikið um rjett Leirumanna til þessara bekkingarsamtaka, en setja hjer að eins 2. gr. úr tilsk. 13. júní 1787, III. kap. Hún er enn í fullu gildi, og hún er svo ljós, að hún þarf engr- ar skýringar við, og hver og einn getur af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.