Ísafold - 30.12.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.12.1885, Blaðsíða 2
222 henni sjeð, hvern rjett þeir hafa hvorir gagnvart öðrum, Leirumenn og innanmenn. Greinin hljóðar svona: »Að öðru leyti skal fiskimönnum vera frjálst, að stunda fiskiveiðar, jafnvel á bátum sjálfra þeirra, þar sem bezt afl- ast, en þá ber þeim að greiða þeim bónda í veíðistöðinni, sem þeir koma sjer fyrir hjá, þá borgun fyrir uppsátur, húsnæði og þjónustu, sem þar hefir tiðkazt átölulaust. En sje svo fullskip- að fyrir, að þeir geti hvergi komið sjer fyrir, hvorki til húsa nje lendingar, og þeir geti fundið sjer aðra lendingu, þá er þeim heimilt, að ryðja sjer þar vör, og hafast þar við í tjöldum eða undir bátum sínum, ef þeim býður svo við að horfa. þegar svo er, verður eigi krafizt neins gjalds fyrir lóðina, enda geri hinir aðkomnu flskimenn engin spjöll á túni nje utantúns með troðningi eða á ann- an hátt. Hagi svo til, að þar sjeu eng- ir grjótgarðar, hentug möl eða því um um líkt, og þeir verði því að þurrka fisk sinn fyrir ofan malarkamb, þar, sem gras gæti sprottið, þá skal eigi líta svo á, sem ábúandanum sje neitt tjón að því, heldur miklu fremur hagur, því, sje jarðveginum svo háttað, að þar geti sprottið gras, þá fær jörðin áburð og verður grasgefnari bæði af hryggjunum og fiski þeim, sem breiddur er á hana, og í þeim veiðistöðum, þar sem vertíðin er á enda 12. maí, verður eigi álitið, að neinn skaði sje gerður með því, þótt fiskur sje þurrkaður, jafnvel á góðu gras- lendi. En rísi nokkur ágreiningur milli ábúandans og aðkominna fiski- manna út af þessu, þá á sýslumaður að nefna til tvo óvilhalla menn, til að skoða landið og meta skaðann, og leggur sýslu- maður síðan úrskurð á málið. f>ar, sem er sumar-vertíð, má aptur á móti ekki þurrka fisk á graslendi, sem notað er, nema leyfi landeiganda sje áður fengið til þess«. Nokkurir Reykvíkingar. Sullaveikin (alvarleg bending). Á þremur heimilum í.........dal var mjög mikið haldið upp á hunda, þeir látnir sofa daglega í rúmunum og hið mesta dekur við þá. A öllum þrem heimilum urðu börnin sullaveik (2 börn á einu, 3 börn á öðru og 1 barn á hinu þriðja). Að þetta sje satt, hefi jeg áreiðanlega vissu fyrir. Er þetta eigi hin alvarlegasta bend- ing til vor, að hafa 'varasemi með hunda og með engu móti láta börnin leika sjer að hundunum? ff 85. J. Jónassen. AUGLÝSINGAR. ísamfeldu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 slala irekast m. öEru letri efa setning 1 kr. fvrir þumiung dálks-lengdar. Borgun úl i hönd- Til almeimings. Maður þarf ekki að vera efnafræðingur til þess, að skilja það þegar, aö það er meú öllu ómögulegt að leysa svo í suudur seyði af plöntu- efnum, að maður geti með vissu sagt: þessi plöntuefni og ekki önuur, og svona og svona mikið af þeim. það er hægt að sýna og sanna hver frumejni eru í einhverjum „Bitter“, t. d. súrefni, köfnunarefni, kolefni o. s. frv., en hverj- ar urtir hafi verið notaðar og hve mikið úr þeim, . mundu mestu efnafræðingar heimsins kynoka sjer við að fullyrða. þessvegna verður liver „Bitter“, sem kallar sig „Brama“,eptirlíking, sem er ætlað að blekkja almenning. Nú getur sá, sem býr til „Brama“ ekki sagt hvað er í Bramalífs-elixír; hann bragð- ar á honum, og eptir bragðinu býr hann til eitthvert samsull, má vera af einhverjum urtum, og katlar það svo „Brama“, til þess, að almenn- ingur haldi að það eigi eitthvað skylt við vorn heimsfræga Brama-lífs-elixír. það er gamla sag- an um asnann, sem fór í ljónshúðina; það sjer alltaf á eyrun. það sannast enn i dag. Oss hefir verið sent frá íslandi, með gremjuorðum, sem vjer skul- um ekki tilfæra, þetta, sem kallað er „Brama". A miðanum stendur, að það sje búið til úr sömu efnum og „Brama-lífs-elixír“—búið til á apótekinu i Beykjavik. Nú geta menn dæmt um kunnustu apótekarans og virði eptirlíkingar hans. Bæði litur og bragð „Bittersins“ lætur hvern mann ganga úr skugga um, að hann er ekki eins og Brama-lijs-elixír, og þar sem vesl- ings-apótekarinn ætlar að telja mönnum trú um, að hann sje öllum efnafræðingum fróðari, sannar hann í sömu andránni með eptírlikingu sinni, að hann trúir hvorki sjer, nje því, sem hann hefir búið til, úr því hann verður að skreyta sinn „Bitter“, með nafninu á vorum „Bitter“ til þess, að reyna að selja hann. Eins og þetta er undarlegt, eins er kynlegt vottorðið, sem þessi kunuáttu-maður vefur um glösin sín. það eru Schierbeck, „landlæknir11 og T. Hallgrímsson, „Dócent við læknaskólann“, sem segja, að þetta, sem hann kallar „Brama“ hafi „að öllu líkar verkanir“ og hinn egtaBrama- líj's-elixír. Hvaðan vita þessir menn þetta ? því segja þeir þá ekki, hvað er í Brama-lífs-elixír, og hvernig hann er samsettur? Eptirlíkingin, „Brama“ hefir anuað bragö en „Bitter“, þar verða því að vera: önnur efni, önnur samsetn- ing og þar af leiðandi aðrar verkanir. þetta sjer hver maður. Vjer skulum ekki neita því, að vjer kunnum fullkomlega að meta það hrós, sem oss er veitt, með því, að líkja eptir vorum Brama-lífs-elixír af svona mönnum; en ætli það sje ekki öfund? Ætli það sje ekki til þess að teygja fje af trúgjörnum mönuum? Að „almenn- ingur sjái sjer hag við“, að kaupa samsull fj’r- ir lágt verð, auðvitað, heldur en „Bittera11, sem menn hafa reynt um 15 ár, og æ þekkjast betur og betur, því trúir enginn. Eins og mönnum mun kunnugt, var „Bitter“ vor sæmdur verð- launum á Alþjóðasýningunni í Lundúnum á matefnum og heilsubótarmeðölum ; nú var hann aptur, eður rjettar enn einu sinni sæmdur verðlaunum á heimssýningunni i Antwerpen. Allir vargar vilja æti, og hundar allir hnútu væna. Kaupmannaliöfn í nóvembermánuði 1885. Mansfetd-Búllner & Lassen sem einir búa til hinn verðlaunaöa Brama-líjs-elixir. Vinnustofa í Kaupmannahöfn, Nörregade 6. Takið eptir ! þar sem vjer ekki höfum útsölu- menn, þurfa þeir er viljagerast það þegar, ekki annað, en senda oss fje það, er þeir vilja kaupa fyrir, og fá þeir þá mikil sölulaun, ef keypt er ekki mínna en 25 glös (*/4 úr kassa). Einkenni á voruin eina egta Brama-lífs- elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinu-m á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB. & L. í grænu Íakki er á tappanum. Til atliugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansjeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki rama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-líjs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendumir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöreved Lemvig. Jens Cliristian Knopper. Thomas Stausholm. C. JP. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dalilgaard Iiokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.J N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Störfum Söfnunarsjóðsins í Keykjavík verður fyrst um sinu gegnt hinn fyrsta virkan mánudag í hverjum mánuði (í fyrsta sinn mánu- daginn 4. jan. 1886) kl. 4—5 e. m. á herbergi Sparisjóðsins í Keykjavík í Austurstræti , þ* 5 fi. Hjálp í viðiögum, þegar slys ber að hönd- um og ekki nœr til lœknis, eptir PróJ. Dr. Fr. Esmarch. þýtt aukið og lagað lianda íslend- ingum af Dr. J. Jónassen, fæst hjer hjá bóksala Kr. O. j>orgrímssyni, Sigurði Kristjánssyni, póst- meistara Ó. Finsen og Dr. Jónassen. Verð 1 kr. i snotru bandi. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði.................2,25 Gröndals Steinafræði...............1,80 íslandssaga J>orkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama.......................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg......................... 2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ...................0,25 Hættulegur vinur.....................0,25 Landamerkjalögin.....................0,12 Almanak J>jóðvinafjelagsins 1886 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer....................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Brentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.