Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 2
semjendur skýrslnanna sagna um, hvaðan þeir hafi verðlag það, er þeir hafa sefct í skýrslurnar, og eins að mega hafna skýrsl- um, sem reyndust alveg rangar.—Lands- höfðingi leggur á móti þessu, með því að lítil trygging mundi fyrir því, að skýrslurn- ar yrðu áreiðanlegri með þessu mófci held- ur en gömlu aðferðinni, enda engin ástæða til að efast um, eptir reynslunni, að skýrsl- umar hafi verið áreiðanlegar; svo mundi og þinginu naumast þykja nógu langt far- ið með þessari tilhögun. Niðurstaðan er sú, að ráðgjafinn segist muni þá leggja málið á hylluna (brjef 14. maí þ. á.). —þetta um áreiðanlegleikverðlagsskýrsln- anna er líklega svo að skilja, að það vegi salt hvað á móti öðru, sem hreppstjórar toga verðið niður, en prestar upp! Brauðaskipunarvald landshöfð- ingja. I brauðaskipunarlögum 27. febr. 1880, 4. gr., segir svo: »Nú vilja söfnuðir breyta skipun sókna eða brauða, og hjeraðsfundur samþykkir, þá er rjett, að landshöfðingi með ráði biskups samþykki breytinguna. Ef hjer- aðsfundur samþykkir tillögu um breyting á takmörkum sókna eða brauða, svo og ef hann samþykkir, að kirkju megi niður leggja, færa úr stað eða upp taka, þá er landshöfðingja rjett með leyfi biskups að veita leyfi til, að svo skuli vera«. þrátt fyrir þessi fyrirmæli hefir svo verið álitið að undanförnu, að allar breytingar á brauðaskipun þyrftu að koma undir lög- gjafarvaldið, hvort sem breytingunni fylgdi kostnaðarauki fyrir landssjóð eða ekki, enda hafa brauðabreytingar-frumvörp komið fram á hverju þingi síðan brauðaskipunar- lögin komust á, og eytt talsverðum tíma fyrir þinginu. Nú hefir ráðgjafinn í brjefi 5. maf þ. á. fallizt á þann skilning hins nýja lands- höfðingja á þessu máli, að áminnzt laga- grein »veiti laudshöfðingja heimild til að staðfesta breytingu á sókna- og brauða- skipun, sem ekki hefir gjöld í för með sjer fyrir landssjóð, þegar hlutaðeigandi söfnuðir biðja um breytinguna, hjeraðsfundur sam- þykkir hana og biskupinn gefur henni meðmæli sín«. Prestakall lagt niður. Samkvæmt þessu ráðgjafabrjefi hefir landshöfðingi í f. m. úrskurðað, að Klausturhólaprestakall í Arnessýslu 8kuli lagt niður, þannig, að Klausturhóla- og Búrfellssóknir legg- ist til Mosfellsprestakalls í Grímsnesi, en að Úlfljótsvatns kirkjusókn leggist til þingvallaprestakalls, og að þangað renni jarðarafgjöld af Miðdalskirkjujörðinni Ket- ilvöllum og sömuleiðis prestsgjöld frá jörð- unum Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú og Asgarði í Búrfells-sókn. Alyktun um þetta hafði verið samþykkt í einu hljóði á safnaðafundum í öllum kirkjusóknum í Mosfells- og Klausturhóla- prestaköllum, en hjeraðsfundur, hjeraðs- prófastur og biskup lagt með því, og sókn- arpresturinn á þingvöllum sent yfirlýsing um, að hvorki hann nje söfnuður hans hafi neitt á móti því, að Úlfljótsvatnssókn verði sameinuð þingvalla prestakalli. Herskipið Díana, kapt. Dreyer, fór hjeðan til (rrændands í gær. Keraur aptur eptir 6 vikur. Próf i heimsspeki við prestaskólann í Revkjavík tóku 27.—28. þ. m.: Árni Jóhannesson dável ; Bjarni Einarsson dável +- Bjarni þorsteinsson dável; Bggert Bálsson dávol -y-; Grísli 0. Pjetursson dável + ; Hallgrímur l’horlaeius dável ; Hannes þor- steinsson ágætlega; Jóhannes L. L. Jóhanns- son ágætlega; Jón (.Tuðmundsson dável ; Jó- sef Hjörleifsson dável -f-; Kjartan Helgason dável + ; Mattías Eggertsson dável; Ólafur Finnsson dável; Richard Torfason dável; Sig- fús Jónsson vel + ; Sigurður Sigurðsson vel; Theodór Jónsson vel +. Útlendar frjettir. Khöfn. 13. júni. Danmöek. það má kalla, að flokkarnir hjá Dönum haldi nú manntalsþing 5. júnf, eða grundvallarlagadaginn, en hvorir um sig, vinstri menn og hægri, rengja ávallt framtöluna hjá hinum daginn á eptir. Allir fjölmenntu í Höfn enn sem fyr, og sem vita mátti var mestur manngrúinn kominn saman á hátíðarstöð verkmanna- fjelaganna (»sósíalista«), beitivöllunum fyr- ir norðan borgin. Sumir tala um 50, aðr- ir um 100 þúsundir. Areiðanlega til fagn- aðarins taldar 120 þúsundir »hálfra bjóra«. »Bezt var þó hjá okkur í Rósenborgar- garði«, segja hægri menni. »Við vorum sjálfsagt 40 þús., og skemmtum okkur frá- bærlega við ræðurnar hans Matzens«. Hann hafði sumt í flimtan um foringja vinstri manna og hældist þegar af fullum sigri í Höfn við kosningarnar næstu. Höfuð- ræðuna á móti vinstri mönnum hjelt Hol- stein greifi, frá Ledraborg, á vellinum fyr- ir neðan höllina á Friðriksbergi. Hún var snjöll og einbeitt, og tók fjarri öllum sátt- um við stjórnina, nema hún hyrfi frá ó- heimildarlögunum. Mest fjör og geðrekki í ræðum sósíalista. Konungur vor og drottning nýkominn heim. Dóttir þeirra jpyri talin á batavegi. Innan skamms fer konungur til Englands (til júbilhátíðarinnar). Noeegub. Kviðdómanýmælin eru nú komin til »lögþingisins«, og lengur efast enginn um að þau nái lagagildi. því mun trúandi, að svo sje varið í þessa lagabót, sem flestir lögfræðingar segja, og þá hafa Norðmenn riðið hjer á vaðið í miklu máli. Parið var fram á af einum þingmanna, að leggja 40 þús. króna úr rfkissjóði til að styðja að hluttekning Norðmanna í iðnaðar- og smíðgripa-sýning Dana (í Kmh.) að ári komandi. Hjer mun ekki hafa horft álitlega til framgöngu, og því hefir stjórn- in tekið málið að sjer, en farið ekki fram á meira en 25 þús.—jpess má hjer geta, að Svíar neikvæddu þessum framlögum á sínu þingi. SvíÞ.tóð. Lengi í ráði haft að reisa há- ^cóla í Gautaborg, og til þess hafa tveir menn áður (1872 og 1877) veitt allmikið fje, sem stendur í vaxtasjóðum. En nýlega hefir auð- ugur kaupmaður, Davíð Carnegie, gefið til skólans 500,000 kr., og því mun nú aðgerða ekki lengi að bíða. það verður fjórði há- skólinn í Svíaríki. England. Ráð gert fyrir, að þann 21. þ. m.—þann dag er Viktoría drottning tók við ríki fyrir 50 árum—muni hátíðarhald- ið taka yfir flest það, sem fram hefir farið í þá júbilminningu frá 14. maímánaðar. þó á sumu sje þegar orð haft, er bezt að bíða eptir því, sem sögur hafa gerzt af. þinglið stjórnarinnar hefir nú slegið þann varnagla við stappi Parnells liða og hinna, í umræðunum um hegningarlögin fyrir Ir- land, að öllum uppástungum til breytinga skal til úrslita ráðið þann 17. þ. m. Dag af degi gengnr meir sundur með þeim Gladstone og hans fyrri bandamönnum. Ekki fjarri, að þeir jafni honum við land- ráðamann fyrir fylgið við Parnells liða. Hann hefir nýlega ferðazt í Wales og fólk- ið bar hann þar á höndum sjer og færði honum stórgjafir. I Swansea hlustuðu 30,000 manna á ræðu hans. Hann brýndi fyrir Walesbúum, að þeir ættu eptir líkum sjálfsforræðiskröfum að ganga og Irar, og minnti þá á tíundargjaldið til «hákirkjunn- ar» ensku, en í Wales eru | landsbúa fyr- ir utan hana. Nú verður tíðara um óróasögurnar frá írlandi, en fólkið þýtur þar alstaðar til flokkum saman, sem löggæzluliðið rekur leiguþrjóta frá ábýlum. Enginn vill að óreyndu á burt fara; er því öllu beitt til varna, sem fyrir hendi er, bareflum, grjóti eða sjóðandi vatni. Loksins hefir sá samningur komizt á með Englendingum og stjórn Tyrkjasol- dáns, að þeir skulu hafa lið sitt á burt frá Egiptalandi á þriggja ára fresti, en eiga heimilt að senda þangað aptur her- sveit undir eins og á óeirðum bryddir. En nú er sá hængur við þetta mál, að'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.