Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 3
115 Rússar og Frakkar tortryggja Englendinga, segja, að þeim sje á sjálfsvaldi, að róa undir til ófriðar í landinu, og láta svo sín aldrei mega við missa, og því tregð- ast þeir að svo stöddu að samþykkja þau einkamál. þÝZKALAND. Nú er tekið til skurðgerð- ar milli Vesturhafs og Eystrasalts. Skurð- urinn verður á milli Brunsbiittel við Ham- borgarelfu og Holtenau við Kílarfjörð; á lengd eitthvað um 14 mílur, dýptin 27 og breiddin 150 feta. Vilhjálmur keisari vígði undirstöðu þessa mannvirkis 3. þ. m. í Holtenau, en með honum prinsar og mesta stórmenni. Sagt er, að keisarinn hafi kvefazt á ferðinni, og síðan hefir hann að jafnaði legið rúmfastur. Seinustu sögumar bera þó, að hann sje í apturbata. Sömu bata- frjettir fara nú af krónprinzinum, en hann hafði fengið kverkamein, og voru margir Iækningaskörungar til kvaddir; meðal ann- ara Mackenzie doktor *frá Lundúnum. Eptir honum haft, að meinið sje ekki svo hættulegt, sem ætlað var í fyrstu. Fkakkland. Ejett á eptir frjettalokin síðustu tókst Grévy að skipa nýtt ráða- neyti, eða þeim manni fyrir hann, sem Fourier heitir, og var formaður fyrir fjár- laganefndinni. Til sæta gengu með honum ýmsir af hinum fyrri Gambettuliðum. Einn þeirra er Spuller (fyrir kennslumálum), sem var í loptfarinu með Gambettu, þegar hann ljet berast frá París til Tours. Flour- ens, ráðherra utanríkismálanna, er sá eini sem sat kyr. Hann hefir líka bezta orð á sjer fyrir gætilega meðferð sína á þeim mál- um, en á síðustu tfmum hafa Frakkar átt fram hjá mörgum boðum að stýra. Ferron heitir sá, sem tók við hermálastjórninni af Boulanger, en hefir sagt, að hann ætli að halda öllu í sömu stefnu hvað endurskipun og efling hersins snertir. Svo er kallað, að hjer hafi hófsmenn unnið sigur; en mörg blöð spyrja, hve lengi hans muni notið ? Hægrimenn og einveldis- liðar hafa sýnt sig heldur stjórninni nýju vinveitta þann skamma tíma, sem liðinn er, en allir ugga, að lítið þurfi á milli að hera til þess að þeir að venju leggist á eitt með frekjumönnum vinstra megin, en þá ræð- ur aflið til nýrra vandræða. Sumir telja víst, að Grévy karl segi þá af sjer, hvað sem þá tekur við. — Um það kemur öllum sam- an, að Frakkar geri friðinn aptur valtan í álfu vorri, ef þeir reka hina nýju menn frá stjórninni. FkA Rússlandi og Balkanslöndum. Mörg blöð hafa sagt svo frá, að keisarinn hafi viljað koma samkomulagi á með þeim v. Giers, ráðherra utanríkismálanna, og vini sínum Katkoff, þjóðvinaskörungi Rússa og og forustumanni alslafasambandsins á Rúss- landi. Katkoff hefir opt hnýtt í stjórnar- stefnu hins og ráðþægni hans við Bismarck. Að boði keisarans fór Katkoff á fund v. Giers, en hann þóttist ekki vera við látinn. KeÍ8arinn varð byrstur við þá sögu og boð- aði ráðherranum á sinn fund, og mælti til hans af engri blíðu. Giers bauðst þegar til að sleppa stjórninni, en keisarinn bað hann ekki gleyma, hver hjer ætti til að segja. Svo lauk þó, að Katkoff fór erind- islaus heim aptur til Moskófu, en hann hafði talað um fyrir keisaranum að taka til athafna á Balkansskaga, hirða miður um, hvað þjóðverjum líkaði, en draga held- ur Frakka til fylgis og vináttu. þau um- skipti, sem nú hafa orðið á Frakklandi, þykja þó sanna, að v. Giers sje hinum hyggnari, en hann vill fara varlega í sak- irnar. Annars kann skjótara að draga til tíð- inda á Balkanskaga, en nokkur hefir fyrir sjeð. Nú hefir stjórnin á Bolgaralandi kvatt til þinggöngu í Tirnófu—líkast tilhöfðingja- kosningar—, en þá kemur undir, að hjer verði ekki neitt svo ráðið, að Rússar þykist þurfa að skerast í málin. Frá Serbíuhefir nýlega borizt, að Garaschauin, stjórnarfor- setinn, hafi sagt af sjer, en hann hefir verið Austurríki hinni leiðitamasti, og getur þá svo farið, að forustumenn Slafa- og Rússa- vina, Ristic og hans flokkur, komist aptur að stjórninni. Voðaviðburbir. Að því tölu hefir orðið á komið fórust 131 manna í leikhúsbrun- anum í París.—Við sprengigos í kolanám- um ljetust 200 manns 28. maí við Udston í Lankaskíri á Englandi. — Af líkum at- burði fórust 60 menn í námum þar sem Gelsenkirchen heitir á jpýzkalandi fyrir ekki löngu.— Af landskjálftum hafa sögur borizt frá Mexíkó og frá Túrkestan í Asíu, en þar hafa bæir eyðzt og mörg hundruð manna fengið líftjón og lemstranir.—Ný- lega brann mikill hluti bæjarins Luleá í Svíariki (norðanvert við Helsingjabotn). Einn liður i samgöngumáli voru. — og hann ekki óverulegnr — eru ferjurnar og lög þau sem um þær eru sett. það er eins með þau og önnur lög, að ef not eiga að þeim að verða, þurfa þau að eiga við þar, sem þeim á að hlýða, og frá því, sem þar á brestur, þarf opinberlega að skýra, til þess úr því verði bætt. Og það er eins með þau og önnur lög, að þeir sem vilja um þau fjalla, hvort heldur til að semja þau, eða til að gera athugasemdir við þau, þurfa að hafa ljósa þekkingu, byggða á nægilegri revnslu. Tuttugu ára reynsla hefir nú sannfært mig um : að þá er samin voru ,. Lög um ferjurnar f Amess og Rangárvalla sgslumu, hafi þeir, er þau sömdu, ekki haft svo Ijósa þekkingu sem æskilegt hefði verið á ýmsu þar að lútandi, sjerstaklega að þvi er snerkir ferjustaðinn í Óseyrarnesi, sem afnátt- úrunnar hálfu er nokkuð sjerstaklega á sig kominn. þetta vil jeg sýna með nokkrum orðum. Hjer hagar nfl. svo til, að flutt er yfir ár- ósinn, nokkur hundruð faðma frá sjó; hjer hafa því sjáfarföllin hindrunarlaus áhrif. Os- inn er einna mjóstur fremst, en breikkar inn- eptir; um ferjustaðinn er breiddin nál. 300 faðmar, en miklu breiðari strax fyrir innan. Verður því, þegar út fellur, og þó miklu frem- ur þegar að fellur, fleygi-straumur eptir miðj- um ál árinnar, þó lygnt sje nær lönduin. það er því opt ómögulegt fyrir ókunnuga að sjá úr landi hvort fært er yfir eða ekki ; en kunnug- ir, sem lengi hafa tekið eptir straumum þar og áhrifum veðurs á þá, vita það gjörla. |>etta hefir stundum valdið nokkurs konar ágrein- ingi milli ferðamanna og ferjumanns, sem nátt- úrlega er skyldur að flytja „að færu veðri og vatni“, samkvæmt 1. gr. áður nefndu laga. En í þá grein hefði þurft að bæta ákvörðun um það, a6 ef ferðamenn og ferjumenn greinir á um það, hvort ýœrt er, þá skuli ferjumaöur ráða. Hjer hagar lika svo til, að sljettur lausa- sandur er að utanverðu við ána, en enginn steinn eða neitt annað, sem festa megi skip við, ef það verður veðurteppt fyrir utan, nema ef svo vill til, að þar sje jakahrönn, svo bera megi að því jaka. Nú hefir það optar en einu sinni komið fyrir, að fært hefir verið út yfir, undan vindi, en ódrægt austur yfir, ferðamenn þó krafizt flutnings, og skipið svo teppzt fyrir utan. í slíkum tilfellum er skipið lagt í ber- sýnilegan voða, og er lítið vit í að gera feriu- manni slíkt að skyldu, þó tjón yrði að því hvað eftir annað, þar sem hann þó, samkvæmt 2. gr., á sjálfur að ábyrgjast skipin fyrir skemmdum, svo sem ef þau fjúka e. þvíl. Ferjumanni ætti að vera heimilt að neita um flutning, þá er svo stendur á sem nú var sagt, nema svo mik- il nauðsyn reki á eptir, að skip sje leggjandi í voða fyrir. Af því áin er hjer svo breið og opt verri yfirferðar út á miðjunni heldur en úr landi sýnist, þá er það eigi sjaldgæft, að ferða- menn vilja bera meira á skip eða hafa með því fleiri hesta en ferjumaður veit að fært er. f>að væri því lífs-nauðsynlegt, að 4. gr. tæki skýrar fram en hún gerir, að í því efni sknli ferjumaður hafa óskorað vald til að taka af tvímælin, og sekt lögð við, ef honum er þar í sýndur mótþrói. En þar sem bæði 4. og 5. gr. gera ráð fyrir, að ferðamenn, á eigin ábyrgð, beri meira á skip en ferjumaður leyfir, þá get- ur það verið fullkomið banaráð. |>etta sýndi sig árið 1800, þegar Markús prestur Sigurðsson tók ráðin af ferjumanni, og ljet hlaða skipið svo, Bem framast var fært á lygnu vatni f land- vari; en er út í strenginn kom, sökk skipið, og drukknuðu 7 menn; en presti og 4 öðrum var bjargað af hinu ferjuskipinu, sem líka var á leið yfir ána; ferjumaðurinn drukknaði og kona prestsins, sem sagt er að hann hafi borið nauð- uga út á skipið. Má nærri geta, að svo merk-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.