Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.06.1887, Blaðsíða 4
116 ur maður sem síra Markús var, hefði eigi gjört þetta, ef honum hefði eigi sýnzt það fært. fó koma margir óvitrari að ánni, og sumir eigi algáðir. Má nærri geta, hvaða vit er í, að leyfa slíkum mönnum að ábyrgjast hleðslu skips. Orsaki þeir drukknun sína eða annara, verður það eigi aptur tekið, hvað svo sem lög segja um „ábyrgð“ þeirra. Jeg hefi of opt fengið að reyna, hversu þetta ákvæði laganna gerir ferju- mönnum örðugt fyrir í því, að sjá skipi og mönnum borgið fyrir ofhleðslu. Sama er að segja um það, er ferðamenn vilja hafa fleiri hesta með skipi en fært er. Jeg gæti t. d. nafngreint merkan mann, sem, þrátt fyrir mót- mæli min, hafði hest sinn á skipinu ; hörkuút- fall var, og náðum við nauðulega landi i yzta tanganum við sjóinn. J>að var fyllsti lífsháski, en hefði þó verið vel fært hestlausu skipi. fað þyrfti að vera skýrt ákveðið, að ferjumaður ráði því undantekningarlaust, hvort hest- ur, einn eða fleiri, eru hafðir með skipi. f>að er líka mjög óheppileg ákvörðun í 5. gr., að serjumenn skuli skyldir að róa sjálfir, hvernig fem á stendur, og eins þó hestar sjeu með skipi, og ferðamenn kunni ekki að halda þeim, —því það er langt um meiri vandi en margur hyggur, að halda mörgum hestum á sundi í einu.—J>ó er ábyrgð lögð á ferjumann. ef hest- ur deyr á sundi „fyrir vangá eða tilhlutunar- lcysi“ hans. iNú getur hann þó eigi gert hvort tveggja undir eins : róið og gætt hestanna, og þó hann segi ferðamönnum fyrir um það, vant- ar marga vit og lag til að hiýða því, en kenna þó ferjumanni, ef út af ber. Optast er bezt að ferjumaður haldi hestunum sjálíur, en ferða- menn rói, og ætti hann að mega ráða því. Auk þess er ofætlun að ætla sömu mönnum að róa allan daginn, svo örðugt sem hjer er opt- ast. Um lestatímann er opt flutt á 2 skipum fjórrónum ailan daginn; til þess þarf 8 menn; svo veitti ekki af 4 mönnum til umskipta, ef ferðamenn hlypi ekki undir baggann við og við, sem ekki er lögunum að þakka—. Hjer veitti þá ekki af 12 mönnum, sem suma daga hefðu ærið að vinna, en marga aðra daga ekkert að gera annað en auka ferjnmanni kostnað. Mun bezt á því fara, að láta komið undir samkomu- lagi ferðamanna og ferjumai.na, hvorir róa, —eins og lengi var áður—, þó svo, að ferju- maður skuli ráða, ef hann álítur þörf á að halda hestum sjálfur. Enn fremur hagar hjer svo til, að langt er frá bænum til ferjustaðarins, og breidd árinnar þó góð viðbót, þangað sem menn verða að standa til að láta sjá sig, er þeir koma að ánni að ut- ai.verðu, og þar er engin hæð eða upphækkun á sandinum, þar sem meira beri á mönnum. J>að er því eigi unnt, í skammdegi eða dimm- viðri, að sjá þó menn komi þar að ánni, úr því hálfrökkvað er, nema maður sje staddur út við á, eða verið sje að flytja. Hjer væri því nauðsynlegt að gera nokkra undanþágu frá hinni gömlu reglu, sem fram er tekin í 13. gr. að dagur skuli á vetri flutningi ráða; annars geta ierðamenn, í trausti þeirrar reglu,, komið svo seint að ánni, að ekki sjáist til þeirra, og verði þvi ekki sóttir. En það getur verið hættulegt, því mjög er langt til bæja frá ferju- staðnum að utanverðu. Óseyrarness ferjustaður er einn hinna fjöl- förnustu ferjustaða, svo að, þó þetta mál sje í sjálfu sjer einstaklegt, þá er það engan veginn almenningi óviðkomandi. Og að því leyti sem það er einn liður samgöngumála vorrra. sýnir það tvennt: 1. aö þau mál eru skammt á leið komin hjá oss, og 2. að það ríður á, þegar lög eru samin, að þeir, sem gera það, hafi nákvæm- an kunnugleik um a!lt ásigkomulag á hverjum stað þar, sem þau lög eiga að gilda ; með öðr- um orðum : hin svonefnda „nesja-pólitík“ er eigi svo skaðleg á löggjafarþingi, sem sumir ætla, heldur opt og tíðum ómissandi. Óseyrarnesi i apríl 1887. Grímur Gíslason. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta a. (þokkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Proclama. Hjer með er samkv. lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánar- og fjelags- búi Hákonar heit. Bjarnasonar kaupmanns frá Bíldudal í Barðastrandarsýslu og eptir- lifandi ekkju hans, frú Jóhönnu Kr. Bjarna- son, að lýsa skuldum sínum og sanna þœr fyrir skiptarjetti Reykjavíkur kaupstað- ar áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Keykjavík 13. júní 1887. Halldór Daníelsson. M I A C A kemur e k k i hingað um þessi mánaðamót, eins og auglýst var, sökum þess, að ekkert útlit var fyrir að hún gæti komizt kring- um landið fyrir is, eins og reyndist með hin skipin til 25. þ. m. Um seinni ferðir hennar verður nán- ara auglýst. Reykjavík 29. júni 1887. John Coghill. Skiptafundur í dánarbúi Gísla heit. Björnssonar á Bakka verður haldinn á bœjarþingstofunni föstu- daginn 1. dag júlímán. kl. 4. e. m. ncest- komandi, og verður þá meðal annars ráð- stafað óseldum eignum búsins og lagt fram yfirlit yfir skuldir þess. Bæjarfögetinn í Reykjavík 1 . júní 1887. Halldór Haníelsson. Frá 1. júli næstkom. verður landsbankinn opinn á hverjum virkum degi kl. 11—12, á meðan á þingtímanum stendur, en eptir þann tíma eins og áður kl. 1—2. Reykjavík 27. júní 1887. L. E. Sveinbjörnson. Undirskrifaður vill kaupa 2 góða reið- hesta, Og vil jeg því vekja athygli þeirra, sem kynnu að hafa gæðinga á boðstólum, að sýna mjer þá sem fyrst. G. Zoéga. Det Kgl. Octr. almindeiige Brand-Assurance-Compagni tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða hús, innbú (Meubler) og alls konar vörur, við vægu brunabótagjald. þeir, sem vilja vátryggja bjá nefndu fjeiagi, verða að láta beiðninni fylgja virð- ingargjörð á húsinu og skýrslu um, úr hvaða efni það er byggt, svo og stærð þess, og verður beiðnin að vera komin 2 dögum áður en póstskip fer frá Reykjavík til J. P. T. Brydes verzlunar í Rej>kjavík, sem heflr umboð fyrir nefnt fjelag á íslandi. íslenzk frímerki brúkuð eru keypt með hæsta verði, í búð H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. Prísinn er hækk- aður síðan i fvrra. D. Thomsen. Bókmenntafjelagsfundur verður haldinn í leikfimishúsi barnaskólans föstudag 8. júlí þ. á. kl. 6 e. m. Duglegir menn víðsvegar um landið, sem vilja verða umboðsmenn fyrir bankafjelag eitt í Amsterdam, geta snúið sjer með bónarbrjef á dönsku til undirskrifaðs aðalumboðsmanns ijelagsins í Reykjavík. 24. júuí 1887. Ó. .1. Halldórsen. Á s k o r u n. Jeg leyfi mjer hjer með að biðja alla þá, er skulda verzlun minni, að borga mjer skuldir s nar íyrir 30. júlí þ. á. þeir, sem ekki hafa borgað mjer skuldir sin- ar, eður sett mjer örugg veð fyrir þeim fyrir ofangreindan tíma, verða lögsóttir án frekari fyrirvara. Reykjavik 23. júní 1887. 6. H. Bjarnason. Passíasálmar, í mjög góðu og fallegu s kr aut bandi, fást á afgreiðslustofu Isafoldar og kosta 2kr. Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1887 er til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar. Kostar 45 a. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja ,.ísafoldar“ á afgreiðslustofu henn- ar (í nýja húsinu milli Austurvallar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.