Ísafold - 27.07.1887, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.07.1887, Blaðsíða 4
140 aðhvort ekki hafa annarstaðar ellegar þd í miður vönduðum afskriptum, svo að gott væri að fá aðrar til samanburðar. Stík söfn eru þeim mun erfiðari viðfangs en kirknasöfnin, sem þau eru á alveg óvissum stöðum, svo að ekki er heegt að vita, hvar þeirra skal leita. pað eru því okkar inni- leg tilmœli til allra þeirra manna á Islandi sem hafa undir höndum forn skjöl eða vita af þeim, hverju nafni, sem nefnast (landa- merkjabrjef, rekaskrár, kaupbrjef, afsals- brjef, gjafabrjef, arfleiðslubrjef, œttleiðslu- brjef, dómar, samningar o. s. frv.), að þeir : 1. gefi eða selji hinu íslenzka bókmennta- fjelagi eða Landsbókasafninu í Reykja- vik slik skjöl eða skjalabœkur; 2. Ijái fjelaginu eða okkur slík skjöl, sjeu þau ekki föl að öðrum kosti, og ábyrgjumst við að skila eigendunum þeim jafngóðum aptur, þegar búið er að nota þau við fombrjefasafnið ; 3. ef skjölin fást hvorki keypt, gefin nje Ijeði sendi fjelaginu eða okkur skýrslu um hvar slik skjöl sje að finna, svo að hoegt sje að afla sjer nánari upplýsinga um þau, og fá nákvæmar afskriptir, ef þurfa þyk- ir. Sömuleiðís verða áreiðanlegar afskript- ir af fomskjölum með þakklæti meðtekn- ar, þó bezt sje að fá frumskrámar sjálfar. Við vonumst til, að allir góðir Islending- ar, sem vilja gagn og sóma sins eigin lands, bregðist vel undir þetta og gœti þess, að hjer er um það að tala, að frelsa og varð- veita hinar merkustu og þörfustu menjar landsins frá glötun og um leið að gera þær öllum aðgengilegar. Útgáfu safnsins mun verða hraðað svo sem hœgt er, og eru bví skjótar undirtektir manna mjög áriðandi. Kaupmannahöfn 13. júní 1887. Ólaf'ur Halldórsson, forseti i deild hins íslenzka bókmenntafjelags í Kaupmannahöfn. Jón f>orkelsson, cand. mag. Hinir heiðruðu ritstjórar á íslandi eru allir vin- samlegast beðnir að taka þessa áskorun upp í blöð sín. AUGLYSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Uppboðsauglýsing. Samkvœmt ráðstöfun skiptarjettarins í dánarbúi Friðriks Nielssonar og konu hans Elínar Snorradóttur, verður jörðin Miklibær í Hofshreppi, 24.2 hndr.að nýju mati, seld við 3 opinber uppboð, ásamt húsum þeim, er á jórðunni standa, sem eru: baðstofa (alþiljuð með stofu og svefnherbergi undir lopti), búr, eldhús, fjós, skáli, 2 hesthús, 4 fjárhús, smiðja, mylna og eldiviðarkofi. Á jórðinni hvílir vcðskuld, að upphæð 1800 kr. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrif- stofu sýslunnar að Gili fimmtudagana 28. júlí og 11. ág., en hið þriðja og síðasta á jörðinni sjálfri fimmtudaginn 25. ágústm. þ. á. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni 3 dögum fyrir hið fyrsta uppboð og síðan upplesnir á uppboðsstaðnum fyrir hvert uppboð. Skrifstofu SkagafjarOarBýslu 9. júlí 1887. Jóhannes Ólat'sson. Proclama. Með því að bú Ingimundar bónda Jak- obssonar á Ytri-Völlum t Kirkjuhvamms- hreppi er tekið til skipta sem þrotabú, er hjer með samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lógum 12. aprít 1878 skorað á alla þá, sem telja til skulda i tjeðu bid, að gefa sig fram og sanna krófur sínar fyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu innan 6 mánaða frá s'iðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Húnavatnssýslu ö. júlí 1887. Lárus Hlóndal. Proclama. Með því að bú Stefáns bónda Stefáns- sonar i Enniskoti í þorkelshólshreppi er tekið til skipta sem þrotabú, er hjer með samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 skorað á alla þá, sem telja til skulda í tjeðu búi, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 6. júlí 1887. Lárus Blöndal. Bókmenntafjelagsfundur verður haldinn í leikfimishúsi barnaskólans föstu- dag 29. þ. m. kl. 6 e. m., til ályktunar um »heimflutningsmálið«. fcsr Garðyrkjufjelagsfundinum er vfegna fjarveru formannsins írestað til laug- ardags 6. ágúst næstkomandi. Samkvæmt samningi, er gjörður hefir verið mill hins sameinaða gufuskipafjelags og sjó-ábyrgðarfjelags þess, er nefnist »De private Assurandeurer« í Kaupmannahöfn, tekur gufuskipafjelagið að sjer ábyrgð á því sem sent er með gufuskipum þessa fjelags ef menn beiðast þess. þeir sem því vilja fá ábyrgð á vörum, farþegaflutningi, lifandi gripum eða pen- ingurn, verða þá að borga fyrirfram í á- byrgðargjald af : Vörum, farþegjaflutningi og lifandi grip- um !*/.. Peningum \j°. Reykjavík 19. júlí 1887. í umboði gufuskipafjelagsins Ó. Finsen. Café „Hermes“. f>essi þægilegi veitingastaður er nú álitinn hinn skemtilegasti fyrir menn, að koma saman á kveld- in til þess að geta fylgt með timanum, heyrt álit ýmsra um hin brennandi spursmál, svo sem úrslit stjórnarskrármáKins á þesgu þingi, tollmál, atvinnu- vegi, gufuskipaferðir, kvennfrelsi, menntun alþýðu vínveitingar, Ameríkuferðir og fleira. Með „Camoensw komu ný nýjar byrgðir af hin- um ágætu ensku hressandi drykkjuna * Gingerale og Lemonade. Með næsta skipi kemur nýr og hollur drykkur, sem heitir Montserrat. Reykjavík 27. júlí 1887. þorlákur Ó. Jolinson. þ. á. Bókmenntafélagsbækur frá Eeykjavíkurdeildinni eru til sölu hjá bóka- verði deildarinnar, cand. theol. Morten Hansen í Reykjavík (í barnaskólahúsinu); Tímarit VIII. árg., á 3 kr. Frjettir frá íslandi 1886, á 50 aura. Romeó og Júlía eptir W. Shakspeare, Matth. Jochumsson hefir íslenzkað; á 1 kr. 25 aura. Nýja sagan II. bindi 3. hepti (frá 1815— 1830 og 1848), eptir Pál Melsted; á 1 kr. 60 aura. íslenzk frimerki brúkuð eru keypt með hæsta verði í búð H. Th. A. Thomsens í Reykjavík. Prís- inn er hækkaður síðan í fyrra. D. Thomsen. Leiðarvísir til lifsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Passíusálmar, í mjög góðu og fallegu s kr aut b andi, fást á afgreiðslustofu Isafoldar og kosta 2kr. Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1887 er til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar 45 a. Sálmabókin gamla. nýjasta útgráfa, frá 1884, fæst á afgreiðslustofu ísafoldar í ágætu ljereptsbandi fyrir l kr. „ — skinnbandi fyrir 1 kr. 25 aur. Nærsveitismenn eiu beðnir að vitja „(safoldar1 á afgreiðslustofu henn- ar (i nýja húsinu milli Austurvallar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.