Ísafold - 18.01.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.01.1888, Blaðsíða 3
11 með áföstu fyrirbandi um hálsinn, úr segl- dúk, sera verður vatnsheldur eða jafnvel loptheldur, þótt gamall sje, ef hann er bikaður vel. Poka þessa 4—8 með skipi hverju, skal hafa í austurrúmi og fylla með sjó eða tæma eptir þörfum, í stað þess að hafa grjót fyrir seglfestu, sem auk annara óþæginda fer með skipið til botns undir eins, ef áfall berað, svo eigi eru nein tiltök að bjarga sjer á kjöl. |>ar á móti geta pokarnir, ef lopt er í þeim meðfeam, orðið til þess að halda mönnum á floti. Utvegsbóndi Jón Ólafsson hafði látið búa til slíka poka handa sjer, og gerði það maður frá Mýrarhúsum, er lært hafði það utanlands í fyrra um leið og seglasaum, eptir fyrirmynd, er hann sá þar. A undan fyrirlestrinum hafði síra Oddur, sem er annálaður sjósóknari fyr og síðar, fengið 18 helztu útvegsbændur hjer í bæn- um og á nesinu til að bindast samtökum um að hafa allir bárufleyga (eða annað jafngott áhald) og sjópoka í hverjum róðri á næstu vertíð. Líkum samtöknm ætlar hann að reyna að koma á f syðri veiðistöðunum og eins austanfjalls. Er það hið nvtasta fyrirtæki, sem von- andi er að hafi góðan framgang. Heilir 20 sjómenn (um 30 manns alls) sóttu fyrirlestur þennan, sem var bæði sjer- lega nytsamur fyrir þá og fróðlegur — af mörgum hundruðum hjer í bænum og á nesinu. þetta var nefnilega ekki — dansleikur í Glasgow, Vegurinn nýi, sem Norðmennirnir hafa verið við 2 sumur undanfarin, frá Fóelluvötnum niður í Eeykjavík, og kom- inii var í haust nærri niður undir Hólm, með 18 álna brú yfir Hólmsá, hefir skemmzt stórkostlega í leysingunum vikuna sem leið, og brúna tekið af anni aðfaranótt hinsll. Skemindirnar eru mestar á hólmunum upp frá brúarstæðinu, og sömuleiðis mjög mikl- ar upp á Sandskeiði : stórt haf brotið í brúna yfir það og klofinn frá annar jað- arinn vegarins þar á löngu bili. Nánari skýrsla um þetta ljóta áfall, sem Iíklega nemur 7—8000 kr. skaða, verður að bíða næsta blaðs. „Laun heimsins eru vanþakklæti". — Samkvæmt sínu margreynda íjelagslyndi og kurteysi vid önnur blöð, hvort sem þau hafa til þess unnið eða ekki, hafði „ísafold" aldrei minnzt á það einu orði, að „þjóðólfur" hefir nú í 2 ár samfleytt verið í raun og veru V4-V5 parti minni heldur en „ísafold", þótt hann kostaði jafnmikið og hefði viðlíka númerafjölda, og með jafnstórum pappír, — nefnilega vegna svo mildum mun ódrýgra leturs og mjórri dálka. það er með öðrum orðum, að til þess að jafnast við „ísafold" árið sem leið t. a. m, hefði „þjóðólfur" þurft að vera 75—80 númeri í stað (i0. Eða þá að „þjóððlfur" (með 60 nr.) hefði ekki átt að kosta nema S kr. til 3 kr. 30 a., í stað 4 kr., til þess að vera eins ódýr og „Isa- fold" með sama verði. þetta hafði „ísafold" ekki bent á, — fyr en nú, að „þjóðólfur" hafði tekið sig til og lagað þennan halla eptirleiðis að miklu leyti, með því að stækka pappírinn. Að miklu leyti, — en ekki öllu; því enn er talsvert meira Ietur á „fsafold", þótt pappírinn sje minni. En nú, þegar „þjóðólfur" fór að gera kaupendum síuum þetta botur til en áðar, þá segir „ísafold" frá þvi undir eins, honum til lofs og heiðurs. Siðað fólk er nú vant að taka kurteysi vel og þakklátlega. En hvað gerir „þjóðólfur" ? Setur upp á sig hundshaus og segir, að „Isa- fold" hafi með þessu hafið „smámunalegan blaðakrit" ! Smámunasemin er það, að vera að minnast á svona lítinn mismun, sem ekki nemur meiru en 4. eða 5. part! Svo bætir hann við þeirri upplýsingu, að uppboðsauglýsingar og þess háttar, nefnilega i „Isafold" árið sem leið, telji hann ekki ti' skemmtunar og fróðleiks, — hafandi í huga hina óþrjótandi uppsprettu skemmtunar og fróðleiks, sem er fólgin í þeim 25—30 dálkum af Bramalífselixirs-og Heinsbergers-auglýsingum, er hann hefir sjálfur flutt kaupendum sínum sama árið. „Laun heimsins eru vanþakklœti". Hvað margir af þeim „tólf" skyldu það vera, sem ekki hafa „spekúlerað" i því samaV Hefði ekki ísafold þegar í stað skráð nöfn þeirra „tólf' með óafmáanlegu letri á sögunn- ar spjald, þá hefði getað farið svo, að hver sem vildi af þeim 80—100 ibúum höfuðstaðar- ins, sem á kjó'rfund komu, hefðu getað helgað sjer þá frægð, að hafa verið einn í þeirri ó- dauðlegu sveit — og eins a&rir út í frá eignaö þeim þab —; að sinu leyti eins og sjö grískar borgir í fornöld hrósuðu því, að hafa alið Hómer skáld. Atkvæðapukur. Eptir bæjarstjórnarkosn- ingarnar um daginn, um kvöldiö, kom einn af þeim „tólf" inn i búð hjer í bænum, og fór um það mörgum orðum, að hann skildi ekki í því, hvernig nokkur maður hefði getað fengið af sjer að kjósa Kr. 0. þ., nýkominn úr 3 vikna viknadvöl „hjáSigurði" eptir vistarráðum hæsta- rjettar einmitt fyrir sjóðþurð hjá honum sem gjaldkera fyrir hafnarsjóð bæjarins, og með þeim formála að því er snertir kærur fyrir skjalafölsun og sviksamlegt athæfi sem bæjar- sjóðsgjaldkeri, að „þar sem upplýsingum i mál- inu væri svo ábótavant", þá yrði að láta standa við sýknardóm yfirrjettarins. þegar kjðsandinn var búinn að láta dæluna ganga góða stund, með mikilli óþarfa-mælgi um orðna sök og afplánaða, sagði sá sem hann átti orðastað við: „Og þjer sem einmitt gáfuð honum sjálfur atkvæði! Jeg heyrði þegar seðl- arnir voru lesnir upp!" Hinn varð hljóður við og hraðaði sjer út úr búðinni sem mest hann mátti. Hann kemur þar varla næsta daginn. Manntötrið hafði imyndað sjer, að atkvæða- greiðsla sín mundi vera leyndardómur öllum nema sjálfri kjörstjórninni, og hún mundi frá- leitt hafa orð á því, eða kannske ekki mega það — það hefir honum ef til vill verið talin trú um áður. — Meiri freegð! Einn af „landsstólpunum", sem getið var um í ísafold 4. þ. m.. hiun síð- asti, en þar fyrir engan veginn rýrasti — það getur enginn að því gjört, þótt hann sje seint í stafrófsröð — varð svo ,.upp með sjer" af því að komast á prent og það í ekki lakara „sel- skap" en þessari víðfrægu kjósendasveit Kr. Ó. þ., að hann vildi endilega fara að gjörast rit- höfundur. Hann, kaupmaðurinn W. (ekki V.) Ó. Breið- fjörð, settist þvi niður og samdi 3 svonefndar „meiningar"-spurningar, vandasama ritsmíð, sem ekki er á allra færi. þennan frumgetning sinn í ritsmíðum sendi svo kaupmaðurinn WW.' Ó. Breiðfjörð náö- ugast einu blaði, sem ekki þekkti betur sóma sinn en svo, að það sneri þeim við til sama lands aptur, með því vottorði. að þær væri of einfeldnislegar til að láta almenning sjá þær. — Hitt hefði þó verið sönnu nær, að kalla þær of háfleygar fyrir almenning. Kaupmaðurinn WWW." Ó. Breiðfjörð var ekki a( baki dottinn; hann hugsaðí með sjer: „Mjer er sama í hvorri Dritvíkinni jeg m>", og fór með fósttir sitt í annað blað, sem af vissum, „ósmámunalegum" ástæðum breiddi út á móti þeim sinn höfðinglega föðurfaðm. þar standa svo hinar snjöllu „meiningar"- spurningar allar þrjár, og bíða þess, að aðrar enn snjallari leysi þrer af hólmi. Eu hvenær verður það? Meiri frœgö! Meiðyrðamál í svæsnara lagi er sjálfsagt í vændum milli þeirra Kr. Ó. þ. og W. Ó. Br., út af því, að IKalgarður (ekki Falgarður) hafði líkt því við „saurkast". er sagt hafði verið frá því á prenti, að hann hefði gefið Kr. Ó. þ. at- kvæði sitt i bæjarstjórn um daginn. Hitt og þetta. — það var altalað um Alexander Dumas hinn eldri, að hann ætti ekki sjerlega mikið í sumum skáldsögunum, er hann Ijet prenta með sínu nafni. Einhvern tíma hittir hann son sinn, Alexander unga, og spyr hann, hvernig honum líki síðasta bókin eptir sig. eða hvort hann hafi lesið hana. „Nei, faðir minn" svaraði hinn, og bætti við: „En þú, hefir þó lesið hana ?" — Spartverjar sögðu um Persa, að þeir væri þrælar, af því, að þeir gætu aldrei sagt nei 1) Betra o/ en van.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.