Alþýðublaðið - 26.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1922, Blaðsíða 4
ALÞ¥ÐUBLAÐIÐ D « Með ikipuaj Bergeaska eiunskipafélagsinít eru hagttseðar feiðir tii vöruflutftingii tii Irlands, frá London, Newcastle, Grlas- g-ow, Antwerp®n5 lí-ottei’clam, Hamburg, New-York og fleiiL hö'nutp, -mei)umhl ðiln í: Norégi, Fe:ð irnar eru; fljðfor, og .ý'dðánlegar ' FiaínbgsgjaM sanagjarat Fetðaiaetlue : it árið-eg-^liar ■aátsaM »pp'ýs:ag»r -hji- *- Nic, Bjapnason. Jl. IX S. ]X. Æ.. L. EíSf Tyrifjor'd hleður í NEW-\ OltK f byjua srptember. Vö.ur tll ís landí (kotns með e s. Sirius tii Bsr.geu 4 okt.) tiikyaaht hér á skdí- siofunni ssm fyrst Nic. B|amasoii. Vandaðastur, beztur, | ódýrastur. I 1 Sveinbiörn Arnason | fe Laugavísg 2 É I Ksnpendnr^ferkantnaaslas6' ’r'ér í bæ e»u vinramlsigxst brðot- sd greiðð hið íjtfsU 'srsgjgidið 5 kr., 4 »,%?■ Alpýðablaðsiaft. Kaupið A Lþý ðublaðið! Ritstjórl og sibytgfistfc^Bj: Ola/ur Friáriksjion PrestttBttdí*# Gulsnfcaig, Edgar Rice Burrmghs: Tarzaií; snýr aftnr. VI. KAFLI. Hólmgangra. d’Arnot var sofnaður, þegar Tarzan kom hetm frá Rol«)ff.. Tarzan ónáðaði hann ekki, -en morguninn eftir sagði hann honum alt áf létta, og slepti engu úr því- er skeð hafði um kvöldið. »Þv(l(kur asni eg hefi verið“, lauk hann máli sínu. „Greifinn og kona hans voru bæði vinir mínir. Hvernig hefi eg launað þeim vináttuna? Það munaði minst að eg dræpi greifann. Eg hefi varpað skugga á heiður góðrar konu. Það er mjög senniiegt, að eg hafi koll- varpað gæfusömu heimili". „Elskarðu Olgu greifaynju?“ spurði d’Arnot. „Væri eg ekki vís um, að hún elskar mig ekki, gæti eg ekki svarað spurningu þinni, Páll; en án allra óein- lægni gagnvart henni er mér óhætt að segja, að eg elska hana ekki, og hún ann mér ekki heldur hugást- um. Við vorum eitt augnablik gagntekin einhverri heimsku — þáð var ekki ást — og hún hefði látið okkur eftir ósködduð, eins skjótt og hún kom, jafnvel þó greifinn hefði ekki komið. Eins og þú veist, hefi eg haft lítil kynni af konum. Oiga er mjög fögur; mentaðri maöur en eg hefði getað staðist bæði það, hálfrökkrið, umhverfið og einstæðingshátt konunnar, en menning mln nær grunt — hún nær ekki inn fyrir fötin. París hæfir mér ekki. Eg sekk að eins í fleiri og fleiri keldur. Mér finst eg altaf vera fangi. Eg uni því ekki, vinur minn. Eg held að það væri bezt, að eg færi aft- ur til skóganna minna, og lifði þar þvi lífi er alfaðir fyrirbjó mér, er hann lét mig hefja þar lífsgöngu mína“, „Taktu þetta ekki svona nærri þér, Jean“, mælti d’Arnot. „Þú hefir hegðað þér miklu betur en flestir „mentaðir" menn mundu hafa geit undir sömu kring- umstæðum. Hvað því viðvíkur, að ætla að yfirgefa París, }>á er eg hræddur um, gð greifinn muni síðar láta til sín heyra". d’Arnot skjátlaðist heldur ekki. Viku síðar var Flau- bert nokkur leiddur inn, er þeir d’Arnot og Tarzan sátu að morgunverði. Herra Flaubert var ákaflega kurt- eis maður. Hann hneygði sig og beygði, er hanD flutti Tarzan boð greifans af Coude. Vildi herrann vera svo vænn, að láta einhvern vin sinn hitta Flaubert, eins fljótt og hægt væri, til þess að gera út um ýmisleg at- riði, svo full afsökun mætti fram fara á báða bóga? Vissulega. Tarzan fól vini sínum, d’Arnot herforirigjk, að annasf alt af sinni hálfu. Það var því ákveðið, að d’Arnot kærai heim til Flaubert klukkan tvö um dag- inn, og hinn kurteisi Frakki kvaddi með ótal hneig- ingum. Þegar hann var farinn leit d’Arnot'spyrjandi til Tarzans. „Jæja?“ sagði hann. „Nú verð eg að bæta morði á samvizkuna, éða lig'fejal sjálfur dauður", sagðí Tarzan. „Eg nálgast óðfluga hættu „roentaðra" bræðra rhinna". „Hvaða vopn kýstu þér?“ spurði d’Arnot. „Greifinn er afbragðs skilmingámaður og afburða skytta". „Eg verð þá líklega að kjósa niér eiturörvar f tuttugu skrefa fjarlægð, eða spjót á sömu vegalengd" mælti Tarzan hlægjandi. „Það er bezt það séu skammbyssur, Páll". „Hann drepur þig, Jean“. „Það efast eg ekki um“, svaráði Tarzán. Einh\ern-' tfma dey eg hvort sem er“. „Það væri betra að nota sverð“, mælti d’Arnot. „Hann mun gera sig ánægðan með að særa þig, og minni hætta er á banasári. „Skammbyssur", sagði Tarzan, ákveðinn. d’Arnot reyndi að fá hann ofan af því, en það dugðí ekkeit. Skömmu eftir klukkan fjögur kom d’Arnot frá Flau- bert. „Alt er ákveðið", sagði hann. „Samkomulagið er full- komið. I dögun á morgun — afskektur blettur, er dá- lítið frá götunni skamt frá Etarripá. ‘ Af séifStölstiiníi' á- stæðum kaus Fiaubert hann. Eg mótmælti ekki“. „Ágætt“, svaraði Tarzan að eins. Hann mintist ekki einu sinni óbeinlínis á þetta frekar. Um kvöidið skrif-, aði hann allmörg bréf, áður en hann gekk til hvfldar. Er hann hafði skrifað utan á þau og frímerkt þau, lét hann þau öll í eitt urnslag og skrifaði utan á það til d’Arnot. d’Arnot heyrði, að hann raulaði gamanlag fyrir munni sér, meðan hann háttaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.