Ísafold - 02.01.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.01.1890, Blaðsíða 3
3 ekki taldir með (nauðungar-)álögum, sem vel má til sanns vegar færast af því, að flestir geta, ef vilja, komizt hjá þeim gjöldum. Munaðarvörutollarnir, tóbakstollur og aðflutn- ingsgjald af áfengum drykkjum, samsvarar öðrum þriðjungnum af tveimur, er útgjöld landssjóðs hafa aukizt um á tuttugu árum, en í hinn þriðjunginn höggur tillagið úr ríkissjóði talsvert skarð,—þetta tillag, sem í raun rjettri stafar frá íslenzkum tekjustofnum frá fyrri tím- um. þar við bætist enn, að ýms útgjöld og þar til svarandi tekjur, sem landssjóður hefir nú, voru fyrir 20 árum talin honum eigi viðkom- andi öðruvísi en óbeinlínis, og komu því eigi fram í landsreikningunum, svo sem t. d. laun sýslumanna og manntalsbókargjöldin, tekjur læknasjóðsins og fleiri sjóða og gjöld þau, er á þeim lágu. Enda veit þorri landsmanna það og viðurkennir nú orðið, að landssjóðsgjöld manna hjer á landi eru enn mjög svo lág í samanburði við það, sem annarsstaðar gerist að jöfnum efnahag, og að þau eru svo sem ekki neitt í samanbnrði við sveitarútsvörin t. a. m. En það er um munaðarvörutolla að segja __hreina og beina munaðarvörutolla, svo sem tóbaks og brennivíns —, að þótt menn vilji telja þá rneð reglulegum álögum, þá hafa þeir þann rnikla kost, að vitni reynslunnar hjer á landi og víðar, að fyrir þá minnka þó munaðarkaup þau yfir höfuð að þeim mun, að þeir skerða eigi efni gjaldþegna yfir höfuð eða að öllu samaolögðu, auk annara hlunn- inda, sem miunkun óhófs hefir í för með sjer. Enginn mun treysta sjer til að fullyrða, að efnahagur þjóðarinnar í heild mundi nú standa með meiri blóma, ef áminnztir mun- aðarvörutollar, sem verið hafa megintekjulind landssjóðs í 16—17 ár, hefðu eigi verið á lagðir. Fleiri rnundu treysta sjer til að leiða rök að því, að hefði eigi munaðarvörunautn- in verið hept eins og gjört hefir verið með þessum tollum, þá mundi afleiðingin hafa orðið meiri örbyrgð og óhagsæld meðal landsbúa. En mjög mikið og merkilegt mundi ógjört af því, er landssjóður hefir getað kostað fram- kvæmd á á þessu tímabih einmitt fyrir það, að tollar þessir voru í lög teknir. Hvað hefði t. d. eigi mátt vinna að vegabótum og brúar- gerð á stórár landsins, ef tollar þessir hefðu verið á lagðir 20 árum fyr en gjört var, og því fje varið til slíkra hluta ? f>eir, sem eru nú búnir að mjólka landssjóði fram undir 2 milj. kr., á minna en 20 árum. Og mundi þjóðin hafa verið fátækari en hún var 1870, þótt hún hefði þá verið búin að safna í sjóð 1 milj. kr. í tollum af áfengum drykkjum og tóbaki ? Varla. Utgjöld landssjóðs hafa vaxið stórkostlega á síðustu 20 árum, eins og sýnt hefir verið, og tekjurnar sömuleiðis, en án þess að nokkr- ar líkur verði að því leiddar, að það hafi rýrt efnahag almennings. En hitt er hægt að sýna og sanna, að stórmikið hefir þó verið afrekað á því tímabili landinu til hagsbota, og sem því mundi stórmikill bagi að, ef ó- gjört væri. jpjóðin hefir rneð öðrum orðum, þegar rjett er á litið, haft hag en eigi óhag af hinum stórkostlega vaxandi útgjöldum. Og það hafa allar þjóðir, ef útgjöldunum er hyggilega varið. En það er á valdi þjóðar- innar sjálfrar, ef hún hefir fjárforræði, enda stafa flest framfarafyrirtæki vor á landssjóðs kostnað frá því tímabili, er alþingi hefir haft fjárforræði. Bæjarfulltrúakosning. Tvo nýja bæjarfullrúa eiga Eeykvíkingar að kjósa á mánudaginn kemur, og mun eigi góð vísa of opt kveðin : að minna menn á að sækja kjörfund almennilega. Baunar á eigi að kjósa nema til eins árs í þetta sinn, í stað tveggja bæjarfulltrúa, er annar hefir fengid lausn (Jón Olafsson), en hinn er farinn af landi burt (Páll Jporkelsson). En þaö er samt engin ástæða til að slá slöku við kosningu þessa. Komist mi nýir menn, áður óreyndir, í bæjarstjórnina, þá er þetta eina ár góður reynslutími, og því leiðbeining fyrir kjósendur að ári, er almennar kosningar eiga að fara fram. Samtaka er ómissandi að menn sjeu, ef vel á að fara, eins við þessa aukakosningu eins og við almennar kosningar ; annars eiga bæjarmenn það á hættu, að inn skjótist ein- hverjir fuglar, sem þangað fýsir sjálfa fremur j heldur en að almennig langi til að fela þeim stjórn sinna fjelagsmálefna. þurrabúðarmenn, fjölmennasti flokkur kjós- enda, ættu í þetta sinn endilega að koma að manni úr sínum hóp. Ymsir kunnugir hafa tilnefnt Gunnlcmg Pjetursson fátækrafulltrú i sem mikið líklegt bæjarfulltrúaefni, og ættu menn þá að sameina sig um hann, bæði þurra- búðarmenn og aðrir bæjarmenn. Og sje svo. sem óhætt mun að fullyrða, að prestaskóla- kennari Eiríkur Briem skorist ekki undan kosningu í þetta sinn, þótt skammt sje síðan haun var í bæjarstjórn, þá er þar hitt bæjar- fulltrúaefnið, — maður, sem fullreyndur er að beztu fulltrúahæfilegleikum, hvort heldur er á þingi eða í sveitarstjórn. Hátíðaskemmtanir almennar hofir verið lítið um í höfuðstaðnum að þessu sinni. Kaupm. þorl. <). Johnson hafði samt mynda- sýning með sögu-upplestri milli jóla og nýárs ókeypis, fyrir fátækt fólk, um 300 manns, er skemmtu sjer, hið bezta og hafa óskað þess margir, að Isaf. flytti honum alúðar- þakkir af þeirra hendi fyrir þá drengilegu hugulsemi. Nýtt jólakvæði var sungið á undan skemmtuninni. Tíðarfar- Snjóasamt hefir'verið í meira lagi og umhleypingar síðan nokkuð fyrir jól, optast af útsuðri. En frost ekki mikil. ý Hinn 15. júlí andaðist að heimili sínu, Graf- ardal < Skorradalshreppi, Bóihildur Högnadóttir, 02 ára gömul. Halði hún Jiá lilað í hjónabandi í full 25 ár með eptirlifandi manni sinura, sjálfs- eignarbónda .lóhanni Helgasyni í Grafardal. þau hjón eignuðust saman H börn.. Bóthildur sáluga var stillt kona og vönduð í alla staði, laus við allan hjegómaskap, en heimil- isrækin og samtaka manni sinum í því, að taka með gestrisni og sóma á móti öllum þeim, er að garði bar. Hún var guðhrædd kona, er iðulega hafði guðs orð um hönd á heimili sínu. Hennar er því sárt saknað, ekki einungis af manni sínum og eptirlifandi þremur börnum, heldur og af öll- um þeim, sem kynntust henni. N. Upp koma svik um síðir. Ensk saga. »Hamingjan hjálpi okkur, hiffiris, hvað eruð þjer að segja?« mælti prestur; hann hrökk svo við, að hann vai’ nærri búinn að hella um koll tebollanum sínum. »Sjer er hver bíraefnin« ! »Já, prestur minn góður«, sagði meðhjálp- arinn; »jeg sá þá ekki sjálfur; en hann Jakob minn sá þá, og Benjamín minn líka, segir hann«. "Og þjer segið mjer að það hafi verið brot- izt inn í kirkjuna og stolið öllu silfrinu ur altarinu?# »það hefir verið brotizt inn; en hvort þeir hafa tekið silfrið, það get jeg ekki sagt með vissu enn. Komið þjer sjálfur og sjáið, prestur minn góður«, mælti meðhjálparinn. Presturinn stóð upp frá borðum og sonur hans líka, seytján vetra piltur, og dóttir, tví- tug að aldri, og kona hans, á fertugsaldri, og gengu öll út að kirkju, og austur fyrir hana. f>au námu staðar við kórgluggann einn. jpar höfðu þjófarnir eða þjófurinn arðsjáan- lega brotizt inn. «það er talsvert áræði, að leika sjer að öðru eins», segir prestur. «En nú skulum við gá að, hvað mikið hefir horfið». þau gengu síð öll inn í kirkjuna, og sáu brátt, hvað miklu hafði verið stohð. þ>að voru tveir ljósastjakar af silfri, tvær silfur- skálar gamlar og fornlega gerðar, er höfðu verið hafðar undir offur safnaðarins, og ein patína. Prestskonan gat eigi orða bundizt. Hún varð hámælt út af þessum osköpum. Systkinin litu hvort framan í annað og sfðan á foreldra sína. Prestur stóð hljóður °g bugsi. “Miklir græningjar hafa þetta verið», sagði hann. «Hver sem hefði haft vit á, hvers virði kaleikarnir þeir arna eru, mundi ekki hafa farið að skilja þá eptir, og ekki heldur þetta dót, sem jeg á hjerna». Um leið og hann sagði þetta, dró hann út litla skúffu úr skápnutn bak við altarið, og lá þar dýrindis-vasaúr og nokkur signet, og talsvert af gullpeningum og bankaseðlum, og fáeinar silfurskeiðar gylltar. Meðhjálparinn rak upp stór augu, og börnin prestsins voru líka hálfhissa, að sjá slíkan fjársjóð þar. «Jeg var svo hræddur um», mælti prestur «að það kynni að verða brotizt inn í húsið okkar —það er svo ofur-hægt—, að jeghafði ekki önnur ráð, en að geyma nokkuð af kjör- gripum mínum hjer; hugði jeg þeim alveg ó- hætt á slíkum stað. En nú verð jegaðtaka. þá hjeðan. þ>eir eru mjög mikils virði». «|>að er ekki líklegt, að þjófarnir komi apt- ur», segir meðhjálparinn. «þeir eru nú búnir að koma sjer undan raeð ljósastjakana og skálarnar, og fara ekki að hætta á, að hverfa hingað aptur». «Whiffins mun hafa rjett að mæla», segir prestskonan. «Slíkt rán er ekki framið tví- vegis á sama stað». »Jæja, jeg ætla þ4 að láta það vera kyrrt hjer í dag að minnsta kosti. Á morgun get- um við afráðið, hvað gjöra skal. það sem við verðum fyrst að gjöra, er að láta lög-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.