Ísafold - 04.01.1890, Side 1

Ísafold - 04.01.1890, Side 1
KLemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Áusturstrœti 8. XVII 2 Reykjavik laugardaginn 4 janúar. 1890. í S A F O L D kemur út þetta ár, 1890, tvisvar í viku, á miövikuclogum og laugardögum, alls 104 blöö, heilar arkir, uin árið, eins og áriö sem leiö, fyrir sama verö, 4 kr. innanlands, en 5 kr. er- lendis. Einn árgangur af ísafold er miklu meira en helmingi stserri en önnur hlöö hjer á landi, og þó ekki dýrari. J>eir sem kaupa Isafold fá því eins mik- ið fyrir 4 kr- á einu ári eins og kaup- endur annara innl. blaða fyrir 9— 10 kr-á 2—3 árum. En þar aö auki fá nvir kaupendur aö þessum árgangi ókeypis hiö ágæta Sögusafn ísafoldar 1889, 368 hls. alls. Audviröið greiöist, eins og áður lieíir verið áskilið, fyrir miðjan júlímánuð innanlancls, en erlendis fyrir fram. Pó getur útgefandinn eigi undirgengizt að [ sencla blaoiö eoa Sögusafnið sjer i lagi einstökum mönnum í fjarlægð öðru vísi en að borgaö sje fyrir fram. Sölulaun y.—J/g, eptir kaupendaíjölda. lajf Nýir kaupendur geft sig fram sem fyrst. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið. Kptir Jens Pálsscn. III. Svo ljeieg eru samgöngumeðul þau, sem við Jslendingav enn notumst við inuanlands, að tæpast mun nokkurt annað atriði í þjóðlífi voru sýna eins augljóslega, hve skammt vjer ev jm á veg komnir í sannri þjóðmenningu. Að Undanskildum strandferðaskipuin þeim, sem á síðustu árum hafa gengið milli nokkurra hafna á landinu, eru samgöngumeðul vor nálega öll þau sömu, sem þau voru á landsins mestu niðuiiægingarárum; og þar sem vjer í þessari grein stöndum svo að segja kyrrir í sömu sporum, oss til ómetanlegs tjóns, en nágranna- þjóðir vorar hafa tekið og taka stöðugt stór- miklum framförum, er óhugsandi að vjer til langframa þolum tjón það og getum unað við óhagræði það, sem oss stendur af hinum úr- eltu vandræða-samgöngumeðulum, sem vjer til þessa höfum mátt bjargast við. það er þess vegna lífsnauðsyn fyrfr þjóð vora, að sam- göngur vorar breytist gagngjört í betra horf og samgöngumeðulin verði önnur og fullkomn- ari, og fyrri en það er orðið, er ástæðulaust að gera sjer miklar vonir um verulegar frarn- farir og betri tíma. Til þess að sannfærast um þetta, þarf ekki annað en virða fyrir sjer með athygli sam- göngumeðul (vegi og flutningatól) þau, sem vjer notumst við. það mun þykja heldur djúpt tekið í árinni að segja, að land vort sje ein endilöng veg- leysa, því tilraunir hafa verið gjörðar til að leggja reiðvegarspotta hjer og hvar, þótt flest- ar þeirra hafi misheppnast, svo að spottar þessir hafa að vörrnu spori orðið ógreiðir og jafnvel ófærir yfirferðar; en vagnveg á þetta land ekki til, nema ef telja skal lítinn spöl upp frá Reykjavík og ef til vill einhvern spotta á Austurlandi eptir hinn norska veg- fræðing Hovdenak; að öðru leyti verðum vjer víðast að ferðast um sannnefndar vegleysur eða um uiðurgrafna, grýtta troðninga, sem fyllast vatni og forarleðju í rigningum um sumar, vor og haust, en snjó og krapaávetr- um, og verða varla farnir, þegar mest er þörfin á vegum. það mun erfitt að áætla, hve mikill hluti allra ferðalaganna lendir á vegleysunum, og hve mikill á þessum fáu lje- legu vegarspottum, sem gerðir hafa verið á hinum síðustu árum, en óhætt ínun að full- yrða, að yfirgnæfandi meiri hluti lendir á veg- leysunum. Utlendír menn, sem komu á þingvöll með- an eg var þar, voru á einu rnáli um það, að vegir væru hjer svo illir, að furðu gegndi, að menn gætu við slíkt lifað, og töldu hið mesta þrekvirki, að menn skyldu um slíkar vegleys- ur geta náð að sjer nauðsynjum sínum, eink- um timbri í hús þau, er landsmenn byggju í, hversu smá og ljeleg sem þau væru. f>eir litu flestir svo á, að þing vort og stjórn væru samtaka í ófyrirgefaniegu tómlæti um sam- göngur hjer á landi, og kváðu mikla bernsku að ætlast til, að þjóðin tæki nokkrum veru- legum framförum án þess að samgöngurnar kæmust 1 aunað og betra horf. Mjer þótti vænt um að geta afsakað þingið og stjórnina með því að skýra frá, að lög hefðu hvað eptir annað verið sett um vegagjörð lijer á landi á síðustu árum, og að varið hefði verið töluverðu af almannafje til umbóta samgöng- unum. Hinu átti jeg aptur á móti erfiðara með að hrinda, að lög þessi hlytu að ganga í skakka stefnu og fjenu hlyti að vera miður hyggilega varið, því litla sem enga sæi stað- ina; enda var • jeg að þessu leyti á sömu skoðun. Flutningatól vor á landi fara eðlilega eptir ástandi veganna; og með því að landið er ak- vegalaust, erum vjer ekki komnir á það stig, að nota vagna til flutninga. Hvílík ómynd sem það oneitanlega er, að vjer ekki enn þann dag í dag erum farnir að taka vagn- hjólið í vora flutningaþjónustu, þá verður að segja eins og er, að svo miklir menn erum vjer ekki orðnir ; en í stöku hjeruðum eru sleðar notaðir að vetrarlagi og hestum beitt fyrir; á þessari flutninga-aðferð er menning- arbragur, og ættu menn að taka hana upp hvervetna þar, sem henni verður við komið, og jafnframt vanda sem bezt sleðana og ak- tygin, og leggja niður þann heimskulega og harðneskjulega ósið að ríða hestinum, sem sleðann dregur, sem sagt er að sumstaðar tíðkist. Að öðru leyti eru flutningstól vor á landi ekki annað en hesturinn með reiðingnum eða söðlinum; og þar sem skortur er á þessum áburðardýrum, gjörast menn og konur áburð- ardýr í þeirra stað. Hafa kaupstaðir vorir gengið í broddi fylkingar í því að nota karla og konur til vöruflutninga í vagna og hesta stað, og hefur hneykslið náð svo að útbreiðast frá þeim, að það er tízka í byggðunum um- hverfis ýms kauptún hjer ú landi, að menn bera á bakinu um langar leiðir allan eða mestan aðdrátt að heimilunum. jpannig eru á öllum árstímum heilir hópar slíkra áburð- armanna á ferðinni í byggðunum við sunnan- verðan Faxaflóa, einkum þó að vetrinum og haustinu, þegar illviðrasamt er og færðin verst. Aburðarmannahópur þessi er sorgleg sjón og það því fremur, sem land er hjer víða mjög vel fallið til akbrautagerðar, en hin bezta ak- braut, sjórinn, liggur nálega heiin að hverjum bæ. En þótt mest kveði að þessari áburðar- mennsku í kanptúnum og sjóþorpum, þá er heldur eigi örgrannt um að henni sje brugðið fyrir sig til sveita. þannig bera flestir xit- róðrarmenn stórar byrðar á herðum sjer landsfjórðunganna á milli, í ver og frá því, og auk þess er mönnum opt og einatt ætlað að bera dagleiðum saman byrðar, er nema 40—80 punda þunga, og það einkum um hávetur, þegar ófærða og illviðra er von. þessi skrælingjabragur, að skipa mönnum í rúm hesta, sleða og vagna, hefur kostað land þetta margra manna líf. En svo sorg- legt sem er að hugsa til þess, að menn þess- ir hafa einatt hnigið örmagna undir byrðum sínum og orðið úti, þá er ekki síður hörmu- legt að hugsa út í það, að þessi óhæfa lamar andlega atgjörvi fjölda fólks og veiklar fjör og þrótt manna til framtakssemi og framfara; því eins og það er hefjandi og lífgandi fyrir manninn, að hafa meðvitund um, að hann hafi önnur dýr og krapta náttúrunnar í sinni þjónustu, eins er það niðurlægjandi og'and- lega drepandi fyrir hann, að finna sig settan á bekk með skynlausum skepnum, og dæmd- an til að vinna verk þau, er vinnudýrin og dauðir nátturukraptar eiga að vinna, og slíta þannig kröptum sínum gagnstætt ákvörðuu sinni. 1'jQ þótt sú óhæfa, að nota rnenn bein- línis til áburðar, tíðkist enn svo mjög hjer á landi, að eigi verði þegjandi gengið framhjá henni, úr því verið er að rita um flutninga- meðul vor, er það þó aðeins örlítill hluti flutninganna, sem lendir beinlínis á manna herðum, móts við hitt, sem á hestum er flutt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.