Ísafold - 08.01.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.01.1890, Blaðsíða 1
fCemur nt á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júHmánuð. XVII 3 ISAFOLD. Reykjavik, miðvikudaginn 8. janúar. Uppsögn jskrifleg) bundin við áraraót, ógild neraa kcmin sje til útgefanda f'yrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8, 1890 Tii sölu verzlunarhús og nokkrar jarðir. 1. Verzlunarhiís ágætt, 6 ára gamalt, í Sauð- árkróks kaupstað. — í hálfu húsinu upp og niðri eru fðgur og björt íbúðarherbergi með góðum ofnum og eldavjel, en í hinum helm- ingnum er vönduð og hentug sölubúð, og skrifstofa niðri, en stórt [geymslulopt uppi. Hiísi þessu fylgir allstórt útisvæði og rúm- gott vöruhús við sjóinn, og getur húsum þess- um þessutan fylgt öll verzlunaráhöld, úti og inni við, í bezta ásigkomulagi, 2 uppskipuuar- bátar og bryggja. 2. Sjávárborg, með nýbýhnu Tjbm, sú alkunna fagra ílutningsjörð, 29.1 hndr. að dýrleika; hlunnindi margs konar til lands og sjávar, svo sem: óþrjótandi uppgripa-slægjur, bezta sil- ungsveiði, æðarvarp í framför, rekapláss stórt og gott, hvar síðast nú í haust rak hval; útræði á hinn fiskisæla Skagafjörð má einnig hafa þaðan. 3. Ashildarholt, 10.6 hndr. að dýrleika með lf kitgildi ; slægnajörð hæg og góð ; nær hæg- lega til sjávargagns. 4. Hálfir Kimbastaðir, 13.9 hndr. að dýrleika með 1 kúgildi ; sömuleiðis góð slægnajörð, liggur haganlega við alfaraveg nálægt kaup- stað, og má sem hægast ná þaðan til sjávar- gagns. Allar þessar eignir eru í Sauðárhreppi í Skagafirði og eru eign herranna B. Muus & Co. Kaupinannahöfn. |>eir sem kaupa vilja, snúi sjer til undir- skrifaðs umboðsmanns eigandanna rneð fram- boð sín, annaðhvort sjálfir eður með milli- göngumönnum, sem þá hafi óyggjandi skrif- leg umboð til að semja urn, og ef sainan gengur, að fullgjöra kaup á ofangreindum eignum. Görðum i Reykjavík 16. des. 1889. Egilsson. Faxaflóafiskur og vestfirzkur fiskur- Spánar farm af vestfirzkum jaktaíiski; en sú varð raunin á, að farmurinn var metinn sunnlenzkur fiskur. /¦Verðmunur á Spáni á sunnlenzkum og vestfirzkum tiski er geysimikill, og skiptir tugum þúsunda tjón það, er fiskimenn við Faxaflóa hafa af því, að vara sú, er send er frá Faxaflóa, selst stundum allt að því 10 kr. minna hvert skpd. en vestfirzkur fiskur. petta er nú ekki af því, að menn pressi ekki eða þurki ekki fiskinn nægilega (reynd- ar eru einstöku menn, sem svíkjast um það eða vanrækja það); en orsökin er eingöngu sú, að menn við Faxaflóa þvo fiskinn illa upp úr salti. Fiskurinn er þveginn úr ílát- um, og skipt mjög sjaldan um við hreinan sjó. Afleiðingin verður sú, að á fiskinn sezt skán af salti og óþverra, sem úr fiskinum kemur, en kemur ekki í ljós, svo á beri verulega, fyr en búið er að sjóða fiskinn; þá verður að skaía óþverrann af fiskinum ; það er nokkurs konar forarleðja. Jpar á móti er vestfirzki fiskurinn allt af þveginn úr hreinum sjó. f>egar búið er að sjóða þann fisk, er hann allt af hreinn. Frá einum verzlunarstað sunnanlands hefir fiskur hjer um bil allt af verið þveginn úr hreinum sjó og er það enn. f>essi fiskur reynist mæta vel á Spáni; en eitt ár var talsvert af fiski frá þessum sama verzlunar- stað þvegið úr ílátnm. TJndir eins komst mesta óorð á fiskinn; og þessir menn vnunu víst vara sig á, að gjöra slíkt optar. Hið eina ráð, sem dugar fyrir alla þá, er fiskiveiðar stunda við Faxafióa, til þess að fiskur þeirra geti orðið sem vestfirzkur fiskur, er, að þvo hann upp úr hreinum sjó, en alls ekki úr ílátum. Verði þeir allir samtaka um þetta, þá mun ekki langt að bíða þess, að sunnlenzki fiskurinn verði álitinn jafngóð- ur hinum vestfirzka. Ed það er máske ekki að biiast við, að þetta geti orðið fyrsta árið. |>ví sjaldan fellur eik við fyrsta högg. Að þurka fiskinn vel og pressa, vita allir að er einnig skilyrði fyrir því, að geta haft góða vöru; sömuleiðis, eptir að fiskurinn er búinn, að geyma bann í góðu húsnæði. jS. Fiskverkunin við Faxaflóa er enn þá langt frá því að vera góð. Ymsar reglur hafa verið samdar og sam- þykktar, en þrátt fyrir það hefir þó sunn- lenzki fiskurinn aldrei getað komizt í sam- jöfnuð við vestfirzkan fisk. Af hverju kem- ur þetta? Sumir ímynda sjer og standa á því fastara en fótunum, að það sje önnur tegund af þorski, sem fæst vestra; en þetta er alveg fjarstætt. £>að er sams konar þorskur, sem fiskast við Faxaflóa (nema ef vera skyldi netafiskur) og á Vestfjörðum; og jeg veit til þess, að farmur af fiski úr Reykjavík var sendur til Spánar árið sem leið, sem var eingöngu fisk- aður á þilskip vestra, en þetta reyndist sunn- lenzkur fiskur. W. Fischer sendi fyrir rnörgum árum til „Elding". í. KLDING. Söguleg skáldsaga frá 10. öld. Eptir Torfhildi p. Holm. Rvík 1889. (Aðal- útsala í Sig. Eymundssonar bókaverzlun). 774 bls. f>að er bið lang-fyrirferðarmesta skáldrit, er birzt hefir frumritað á íslenzka tungu. Skáld- sagan sjálf er meira en 600 bls., í heldur stóru 8 blaða broti, og með smáletri. f>á koma „skýringar", rúmar 120 bls. þjettprentaðar, yfirlit yfir skýringarnar, og loks all-langur eptirmáli, meira en 20 bls. Framan við bók- ina er og þar að auki ofurlítill inngangur. Manni liggur við að segja, að rit þetta sje jafnvel að fyrirferðinni einni saman virðingar- vert hjáverk, og það af konu; og virðingarvert áræði er þaðaf fátækum, umkomulausumkvenn- manni.að koma jafn-kostnaðarsömu riti á prent. f>ess er eigi að dyljast, að þehn, sera dæma kunna skáldrit, mun þykja því talsvert ábóta- vant sem skáldlistarsmíði. Komist íslenzk skáldsagnamennt nokkurn tíma í blóma, svo sem t. d. sú list er mi í hjá frændum vorum Norðmönnum, er eiga hvern snillinginn öðr- um meiri— Björnstjerne Björnson, Jonas Eie, Alexander Kielland o. fl.—, mun höfundi »Eldingar» vafalaust skipað á óæðra bekk, enda mun hún ekki gera sjer sjálf hærri hugmynd um sig en svo. En þar verða þá líka fleiri íslenzkir skáldsaguahöfundar frá þessari öld, hklegast allir, og ýmsir langt um utar en hún. — f>rátt fyrir það má með sanni segja, að rit þetta er eigi lítils virði. f>að hefir stórmikinn fróðleik í sjer fólgiun, — bæði skáldsagan sjálf, og eigí síður hinar miklu skýringar við hana. Efnið er þjóðlegt, frá hínu sogulegasta tímabilí forn- aldar vorrar. Meðferðin er þannig — hvað sem skáldlistiuui líður—að enginn þarf að ótt- ast siðumspillandi áhrif á þá sem lesa, unga eða gamla. f>að er síður en svo. Höf. er gagntekin af lotningu fyrir því sem fagurt er og gott, — fyrir skaparanum og hans liand- leiðslu á þessari þjóð sem öðrum. Hún segir sjálf í eptirmálanum, að rit þetta sje „guði helgað verk", og það segir hún í fullri al- vöru. Ritið hefir því margt til þess, að verða góð og vinsæl alþýðubók. f>að er ákaflega mikið vandaverk, að gjöra senuilega skáldlýsingu á lífi og háttum nianaa meðal fjarlægra þjóða, þótt höf. hafi fyrir sjer greinilegar sögur af þeim, og þær sjeu uppi samtíða honum. En ekki er slíkt nnnni vandi, ef kynslóð sú, er lýsa skal, er fyrir löngu undir lok liðin, jafnvel fyrir mörguni, mörgum öldum,—þutt sömu þjóðar sje og þótt til sjeu ýtarlegar sógur af kynslóð þeirri, er lýsa á. Höf. þarf að geta lifað sig inn í aldarháttinn, drukkið í sig hugsunarhátt kyn- slóðarinnar. En til þess þarf eigi einungis svo nákvæma þekkingu á þeirri öld, er lýsa skal, sém frekast er kostur á af sagnaritutM og ýmsum menjum frá þeim tímum, heldur einnig nokkurs konar frábæra getspeki. f>að er sannreynt, að hve rækilega sem skáld- sagnahöfundar leitast við að setja sig í ann- ara spor og gjöra þeim upp hugrenningar og girndir og þar af leiðandi órð og gjörðir, þá þá gægist andleg ásýnd höfundarins sjálf3 fram úr hverju gervi, sem hann býr til, þeg- ar vel lætur, þ. e. ef hann á að lýsa mönn- um, sem eru eða eiga að vera honum eigi mjög fjarskyldir að hugsunarhætti eða iífs- stefnu; að öðrum kosti fer svo að jafnaði, að skapnaðurinn verður einhvers konar brúða með álímdum einkunnarseðli, en ekki—mann- leg vera. En vegna þess, að samtíðarmenn og sömu þjóðar eru hver öðrum svo andlega skyldir og keimlíkir að mörgu leyti, þá á þessi hálfgerða sjálfslýsing við svo marga þeirra á meðal, að þar verða missmíðin eðli- lega margfalt minni. því er það, að margur vel fær og leikinn rithöfundur leggur ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.