Ísafold - 08.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.01.1890, Blaðsíða 2
10 upp, tekur ekki í mál að gjöra skáldlýsing af öðru en sinni öld eða sínum samtíðarmöun- um, þar sem lítt færir viðvaningar ráðast ef til vill í hitt, sem er margfalt vandameira. Höf. »EIdingar« kannast að vísu við þenn- an vanda, —í eptirmálanum, sem er sköru- lega og mælskulega saminn, ber sumstaðar nærri því keim af mælsku meistara Jóns Vídalíns. Hún huggar sig að nokkru leyti sjálf, og segir : »Geri þeir betur, er þar til eru færir«. En hún hefði varla iagt út í þenna vanda, ef hún hefði haft glögga hug- mynd um, hvert stórvirki það er, að leysa hann vel af hendi. Sagan gerist mestöll á ríkisárum Hákonar Hlaðajarls og Olafs konungs Tryggvasonar. Hún lýsir hinum merkilegu tímamótum, er Asatrúin leið undir lok bæði á Islandi og í Noregi, en kristin trú ruddi sjer þar til rúms. »Eldingar«-nafnið lætur höf. helgast með fram af því, að xgeisli hinnar fyrstu kristm, svo sem hann ruddi sjer braut gegn um himin heiðindómsins, megi með rjettu nefnast eld- ing, einkum þar eð kristniboð Olafs konungs Trýggvasonar reið sem elding yfir Noreg og fleiri norðurlönd öldungis óvænt«. Við söguna kemur flest stórmenni á Islandi á þessu tímabili, og ýmsir meiri háttar menn í Norvegi, auk Olafs konungs Tryggvasonar og fleiri stórhöfðingja. En allmörgum þeirra verður varla sagt að gjöri nema að bregða fyrir allra snöggvast. Búmið leyfir ekki meira, þótt bókin sje stór. Sama er og að segja um marga merkisviðburði frá þessu tímabili. þeii', sem við söguna koma, hinir og þessir, eru látnir rifja þá upp í fám orð- um eða minnast þeirra lauslega. f>að gjörir ritiö nokkuð samtíningslegt. Einkennilegt er það, að hvergi er lýst bardaga í allri bók- inni, —á þeirri miklu bardagaöld. Höf. hefir anuaðhvort sneitt hjá þeim af mannúðar- hugarfari sínu, eða þá líklega öllu heldur af því, að hún hefir matið mest að lýsa áhrif- um hvorutveggja átrúnaðarins, hins heiðna og híns kristna, á hugarfar manna og breytni. þess vegna koma þeir rnest við söguna, sem mest voru við riðnir kristniboðið á Islandi og líka í Norvegi, og í annan stað þeir, er mesta veittu því mótspyrnuna. Nema hvað þessi saga á það sammerkt við aðrar skáld- sögur, svo sem lög gjöra ráð fyrir, að einn aðalmáttarviður í henni er samdráttur karls og konu, þorleifs kristna og Helgu ambáttar, er raunar var lends manns dóttir, af ensku kyni, og lýkur með því, að þau eigast—eins og í sögu—■, en þórdís todda Brodd-Helgadóttir frá Hofi, er þorleifur hafði áður lagt hug á, en sundur dró með þeitn vegna gagnstæðs átrúnaðar, verður síðari kona vinar þorleifs og fjelaga, Hösknldar þorgeirs- sonar Ljósvetningagoða. Vegagjörð á Laxárdalsheiði- í Fj.kon. 17. og 18. tbl. þ. á. er grein um vegagjörð á Laxárdalsheiði eptir Alex. Bjarna- son. þar sem margir eða allir, sem til þekkja, munu vera á annan skoðun, en hr. A.B., hvað máleíni þetta snertir, þá hef jeg búizt við, að einhver mundi mótmæla grein þessari opin- berlega; en það hefir, mjer vitanlega, ekki ver- ið gjört til þessa. Jeg ætla því með fám orð- um að drepa á hið heízta, er mjer virðist at- hugavert í greininni. Eyrst byrjar hr. A. B. með almennum at- hugasemdum um vegagjörðir, en því miður, skil jeg ekki sumt, sem þar er sagt, svo sern: að það nægi eigi — til að gera samgöngur og ferðalög manna hægri og greiðari — að gera vegi greiðfæra og fljótfarua, einnig, að gagns- lítið sje að gera við vegarkafla, ef allur vegur- inn sje ekki góður ! ! »f>ví stundum», segir hr. A. B., »eru þeir fyrst gerðu orðnir ófærir, þá hinir seinustu (kaflar) verða bættir». Fyrsta skilyrði til þess, að vegir verði að fullum notum, mun vera það, að þeir sjeu gerðir greiðfærir og fljótfarnir ; en tími sá, sem útheimtist til þess, að fullgera vegi, verð- ur að vera eptir kringumstæðum lengri eða skemmri, að jeg hygg. þegai' fje skortir allt af til að bæta vegi, eins og of víða á sjer stað, þar á meðal um Laxárdalsheiðarveginn, þá verða menn að gera sjer gott af hverjum vegarspottanum, sem gerður er af nýju eða bættur. Hr. A. B. hefir gleymzt að geta þess, sem vegfræðingar leggja mikla áherzlu á : að vegir sjeu sem ódýrastir og bratta- og mishœða- minnstir sem unnt er. þetta er skýrt tekið fram í skýrslu til landshöfðingjans 12. jan. 1885 frá Niels Hovdenak, sem prentuð er í Andv. XI. bls. 155—183. þar er meðal ann- ars komizt svo að orði : »Aðalreglan við öll fyrirtæki, sem miða að því að bæta samgöngur, er sú, að velja jafn- an hinn ódýrasta veg» ... — »að kostnaður- inn til vegagjörðarinnar, að viðbættum flutn- ingskostnaði og kostnaðinum til viðhalds veg- arins, skuli samanlagt vera sem minnst». Enn fremur segir Hovdenak : »Jeg hef opt tekið eptir því á Islandi, að mjög þykir undir því komið, að vegirnir verði sem stytztir, og menn ætla þess vegna, að það hljóti að vera rjettast, að hafa veginn sem allrabeina8tan. En hvað halla vegarins eða bratta líður, það þykir miklu síður máli skipta, sje á annað borð nokkuð um það hirt». »í raun og veru» bætir Hovednak við , »er þó þetta atriði það, sem langmest ei' undir komið, og hafa verður í fyrirrúmi fyrir öllu öðru». þegar skoðað er vegarstæði það, sem hr.A.B. ætlar að muni vera hentugast yfir Laxárdals- heiði, þá getur engurn heilvita manni, nema A. B., komið tií hugar að leggja þar þjóðveg, þó ekkert tillit væri haft til þess fjár, sem varið hefir verið til að bæta hinn gamla veg. því hinn nýi vegur hlyti ætíð að verða ákaf- lega dýr, erfiður og hættulegur, og með öll- um krókum, upp og ofan, út og suður, yrði hann að líkindum ekkert styttri en hinn, sem nú er notaður, þó sá vegur beygist út á heið- ina, þar sem hún er lægri, og þar sem víða er sjálfgjörður vegur. Hinn nýi vegur A. B. ætti að leggjast eptir hinum mestu mishæðum, sem nú eru á þeirri leið, víðast yfir urðir, mosaflár.fúafen og tjarnir. Svæði það, sem vegur þessi ætti að liggja um, er alþekkt illviðrabæli, sem er : Selborg, Grímsás, Brekkurnar og hæðirnar suðvestur frá Kvíslaseli. Mörgum hefir líka orðið að því, og síðast þeim 2 mönnum úr Laxárdal, er hr. A. B. minnist á í enda greinar sinnar. þeir fóru ekki nálœgt gamla veginum, sem jeg veit eigi til, að nokkur maður hafi haft tjón af að fara eptir, enda gera það margir árlega vetur og sumar. það er því ekki satt, sem hr. A. B. vill telja mönnum trú um, að enginn fari, þegar lagt sje að vetrinum, nálægt gamlaveg- mum, nema maðurinn eigi erindi hjer út að Kjörseyri eða lengra. Ekki þekki jeg heldur hinar hörmulegu afleiðingar, sem hr. A. B. ætlar, að hafi hlotizt af því, hvar hinn gamli vegur liggur. þeir menn, sem ferðast árlega yfir Laxár- dalsheiði, geta borið um, hve lýsingin hjá hr. A. B. er rjett, eða hitt þó heldur, þar sem hann minnist á gamla veginn og lýsir hon- um þannig, að ókunnugir geta haldið, að hvergi sje fær spotti f-rá Borðeyrarbæ vestur að Krókalækjarholti, sem hægt er að sanna að er sæmilegur vagnvegur, ef Eeiðgötuásinn væri ruddur vel. Jeg kannast við það, að mikið þarf að gera við veginn yfir Steinsvatnahæð- irnar, og ef stefnu vegarins væri nokkuó breytt til muua, þá vildi jeg helzt, að hún væri tek- in upp við Víðirlæki og vestur hjá Sólheima- öxl; en það er auðsætt, að kostnaðurinn yrði þá mikið meiri, og þess vegna þorðum við— sem áttum að yfirlíta vegarstæði yfir Laxár- dalsheiði (Jón alþingism. Bjarnason, jeg, og Sigtryggur Finnsson, óðalsbóndi á Sólheimum, allra manna kunnugastur, og mjög vel greind- ur og gætinn maður), ekki í fyrstunni að ráða til þes3 að leggja veginn þar, eða byrja þar á vegagjörð með því fje, sem þá var til umráða, sem var ekki mikið (300 kr., að mig minnir). Með því að leggja veginn, sem áður er sagt, vestur hjá Sólheimaöxl, verður veg- urinn svo stuttur og hægur, sem auðið er að hugsa sjer yfir heiðina. Að með jafnmiklu fje sem því, er varið hefir venð til að bæta hinn gamla veg, muudi hafa mátt gera færan veg austur hjá Kvísla- seli, það hygg jeg engum komi til hugar, nema frjettaritara »Fj.kon.» og Alex. Bjarna- syni, sem að líkindum er einn og hinn sami maður. Jeg er eigi fær um að skipa nákvæmlega fyrir, eða gefa reglur um vegabótastörf, og eptir ávöxtum að dæma, mun hr. A. B. ann- að hentara. það er því bezt fyrir okkur að. fara ekki langt út í þá sálma. það er annars undarlegt, að hr. A.B. hreifði aldrei þessu máli, svo að jeg viti, í öll þau ár, sem hann dvaldi hjer í Hrútafirði, í seinni tíð, einmitt þau árin, sem mest var gert við Laxárdalsheiðarveginn ; en nú fer hr. A. B. í ótíma að reyna til að ónýta nanð- synlegt fyrirtæki með ósönnum og villandi orðum. Kjörseyri í nóv. 1889. Fmnur Jónsson, Vorubirgðir í Reykjarfjarðarkaup stað. Ut af því sem stóð í frjettabrjefi í Isa- fold 6. nóv. f. á. úr Strandasýslu um salt- leysi i kaupstaðnum á Reykjarftrði o. fl., vill kaupmaðurinn þar, hr. J. J. Thorarensen, endilega fá prentaða í blaðinu svolátandi klausu: Það halda flestir, a5 allt sem jirent- aö er i blööum, muni vera eintóm sannindi, en því miður misskrifast lijá sumum, t. d. í grein i ísafold Nr. 89 bl. 355 úr Strandasýslu (noroanv.) 10. okt. Nefnd grein verö jeg hjer meö aö lýsa yíir, að sje samsetningur af ó- sannindum, og hver sá, sem skrifaö hefir frjettapistil þennan, er mjög ómerkur, og hlýtur aö vera beinhnis óforskammaður og skeyta hvorki um skömm nje heiöur. Eeykjarfirði 24. nóv. 1889. i J. Thorarensen. En ekki virðist eiga iila við, að hnýta aptan við klausu þessa svolátandi nýjum frjettakafla þar úr sömu sveitinni frá sama tíma og hún er dagsett: „Tíðin hefir verið hin bezta í haust, þó heldur veðrasamt, og síðastliðna viku var ekki róið á Gjögri sökum storma. t haust hefir þar aflazt vel; en flest vill verða til baga- og mi í haust hafa menn beðið mikið fjártjón af því, að ekki fjekkst salt í Kúvík- um (Beykjarfiði); því vegna óþurka og upp- festuleysis hefir fiskurinn inikið skemmzt. Hefðu menn getað saltað fisk sinn til verzl- unar, þá hefði hagur almennings stórum batnað.“ Björnstjerne Björnson á búgarði SÍnum. I Gautsdal (Gausdal) í Guðbrands- dölum í Noregi er stórbýli eitt, er heitir aö Aulestad. þá jörð keypti skáldið Björnstjerne Björnson 1874 og reisti þar bú. Hefir hann setið þar lengstum, er hann hefir verið heima.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.