Ísafold - 11.01.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.01.1890, Blaðsíða 1
cCerau: út i miðvikudö^um og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skriHeg) bundin vjð áramót, ógild neraa komin til útgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Austmstrœti 8. XVII 4 I Reykjavik, laugardaginn 11. janúar. ! 1890 Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið. Eptir Jms Pálsson. IV. Hestarnir með reiðingunum eru, eins og allir vita, aðal-flutningatól hér á landi. Hin- íir alkunnu lestaferðir eru viðskipta-lífæðar þjóðarinnar. En hvílíkar lífæðar! Hjer á við hið fornkveðna : að »svo iná illu venjast uð gott þyki», því svo virðist sem þjóðin sje fyrir afl venjunnar búin að sætta sig heilum sáttum við flutningaaðferð þessa, sem þó er neyðarúrræði, þar eð hún leggur á landsmenn afar-þungbæran skatt árlega, og veitir auk þes3 alls ónóga úrbót flutningaþarfarinnar, •og hefir því verið, er og mun jafnan reynast hinn versti þrándur í götu allra verklegra fram- fara vorra og megunarþrifa. Að leysa úr þeirri spurningu, hvað lesta- ferðirnar kosti á ári hverju hjer á landi, svo nærri sönnu fari, er án efa vandasamt; um þetta atriði munu skoðanir mjög skiptar, því sínum augum lítur hver á silfrið. Pjöldi manna hjer á landi hugsar lítt út í, hvað þau verk eða þeir munir kosta, sem ■ekki eru jafnstunðis borgaðir með peningum eða öðrum verðmætum munum, og ekki all- fáir telja sjer allt kostnaðarlaust annað en það, sem þannig er beinlínis borgað. Frá þessu sjónarmiði líta eigi allfáir á ferðalög sín, og hugga sig við það, að þau kosti ekki •annað eu það, sem beint er borgað út t. d. fyrir næturgreiða, í ferjutolla og þess konar fl. Tíma, vinnukrapt og áhaldaslit álíta þeir svo sem einskis virði. En hversu fráleitt sem slíkt hugsunarleysi er, rná leggjaþvíþað líknaryrði, að það er ekki óeðlilegt hjá þjóð, sem búið hefir við slíka kosti sem vjer. Fleiri eru án efa þó þeir, sem hugsa alvar- lega um það og finna til þess, hve dýrir og erfiðir lestaflutningarnir eru, og vita það, að þeir eru í sínu verði eins fyrir því, þótt eigi sjeu beitiir peningar greiddir af hendi fyrir þá, og að þeir eru jafndýrkeyptir þeim, sem legg- ur til þeirra menn, hesta og áhöld, eins og hinurn , sem kaupir allt þetta sanngjörnu verði fyrir borgun út í hönd. Eigi munu menn þó almennt gjöra sjer sem ljósasta grein fyrir lestaferðakostnaðinum, og er þó hin brýnasta nauðsyn á þvi, að almenningur komist að rjettri niðurstöðu um þennakostn- að; því glögg hugmynd um hann mundi verða hin mesta livöt til þess að kapp yrði lagt á, að koma samgöngum vorum í annað ogbetra liorf en þær eru í. Jeg ætla meira að segja, aö ef mönnum væri ljóst, hversu óbærilega dýr ferðalög vor og flutningar eru, þá mundi hver sannur framfaramaður og ættjarðarvinur vilja leggja jafnvel hart á sig til þess að styðja að þvi, að bæta þetta þjóðarböl vort. |>egar áætla skal, hvað lestaferðirnar á ls- Iandi kosti, þá er næsta erfitt að finna hinn rjetta mælikvarða, með því að bæði menn og hestar eru svo misdýrir og vegalengdirnar til aðdráttanna svo mjög misjafnar í ýmsum hjeruðum. Jeg ætla samt að gjöra tilraun til að áætla hinn árlega lestaferðakostnað hjer á landi, í þeirri von, að áætlun mín fari eigi mjög fjarri vegi, og kunni að verða mönn- um hvöt til að hugsa rækilega um þetta mikilsverða mál ; en skyldi mjer skjátlast að mun í áætlun þessari, og yrði mjer með rök- um sýnt fram á það, rnundi jeg verða mjög þakklátur fyrir slíka leiðrjetting. Jeg gjöri, að allt að ðO þúsundir manna hjer á landi að mestu leyti flytji að sjer og frá á hestum, en að fullar 20 þúsundir manna (y: kaupstaðafólk, sjávarsveitamenn og eyja- skeggjar) ýmist þurfi litlar sem engar vörur að flytja að sjer og frá, eða flytji að sjer á opnum bátum. Aðflutning þessara nær 50 þúsunda sveita- búa áætla jeg 150,000 hestklyfjar, og mun það ekki of í langt, að gjöra allan aðdrátt (trjávið, fiskæti og alla kaupstaðarvöru, auk annars sem flutt er) hjer um bil þrennar klyfjar á mann. Meðaltal vegalengdar þeirr- ar, sem flytja skal varninginn yfir, áætla jeg þingmannaleið og gjöri, að til hverrar lestaferð- ar, sem farin er, þingmannaleið vegar fram og aptur gaugi, gangi að minnsta kosti 3 dagar, að þeim tíma meðtöldum, sem þarf til heiman- búnaðar og uppbúnaðar á lestina á síðan. Sje nú gjört að hver áburðarhestur með öll- um áhöldum kosti 1 kr. um dag hvern, þá verða það árlega 450,000 kr. þegar ætlaður er fullgildur lestamaður með hverjum 5 á- burðarhestum, og honum ætlaðar með fæði og fatasliti 3 kr. um dag hvern, þá verður kaup lestamanna samtals um árið 270,000 kr. og sjeu reiðhestar þeirra látnir ltosta 1 kr., hver um daginn, þá kosta þeir árlega 90,000 kr. |>etta verða samtals 810,000 kr. í ferjutolla, næturgreiða, borgun fyrir hesta- beit og hestapössun, og í hestamissi fyrir slys legg jeg samtals 40,000 kr. f>ann- ig reiknast mjer að allur lestaferðakostnaður hjer á landi nemi að minnsta kosti 850,000 kr. á ávi hverju. þetta mun mörgum þykja býsna- mikil upp- hæð; en þó er jeg þeirrar skoðunar, að áætl- un þessi sýni ekki ofháar tölur aó óliu sam- töldu, enda hef jeg sleppt mörgu, sem sjálf- sagt er að telja til lestaflutningakostnaðar- ins, t. d. tafir þær, sem lestir verða að sæta, og skemmdir þær, sem flutningurinn opt og tíðum verður fyrir eimnitt fyrir þá sök, að hann er fluttur á þennan hátt. jpennan kostnað legg jeg ofan á áætlun rnína, og er þó augljóst, að hann getur ekki verið neitt smáræði, því að það er kunnugra en fráþurfi að segja, að lestamanna varningur vöknar opt til stórskemmda í rigningum og atast út í for, ryki og sandi, bæði meðan verið er á ferðinni og þó einkum þegar tekið er ofan af hestunum við ferjuvötn og í áfangastöðum, og eins þegar «gjöra verður að» á hestum á ferðinni, sem komið getur fyrir hvar sem vera skal, ekki síður iiti í mýrum en á þurri jörð. þá eru og tafirnar eigi síður tilfinnanlegar; verða lestamenn, hjer á Suðurlandi að minnsta kosti, eigi allsjaldan að «leggjast» með lestir sínar vegna illviðra, bunka saman farangurinn, ef þeir hafa tjald yfir sjálfa sig, en annars jafnframt hlaða úr honum skýli sjer til afdreps; og síðan er ekki annars kostur en hýrast þar sem menn á þenna hátt eru seztir að, unz veður batnar. |>ann- ig verða lestamenn stundum að liggja úti votir, kaldir og einatt í fleiru tilliti illa haldn- ir dægrum saman yfir farangrhium, sem vöknar og skemmist æ meir og meir. Ofan á hinn gegndarlausa kostnað, sem verður að áætlun minni 17 kr. á uef hvert og mundi þykja tilfinnanlegur skattur til lands- þarfa, og erfiðleikana, sem lest&fiutningarnir hafa í för með sjer, bætist nú sá annmarki, að með þeim er eigi unnt að fullnægja vaxandi flutningaþörf landsmanna. Fyrst og fremst verða yfir höfuð eigi fluttir þvngri hlutir en svo, að klyftækir sjeu, og auk þess er frá- gangssök að flytja að sjer ýmsar nauðsynja- vörur, t. d. óleskjað kalk, sement og íi. J>ann- ig er loku fyrir það skotið, að torfbæirnir geti horfið fyrir steinhúsum og timburhúsum, en hitt víst, að meiri hluti þjóðarinnar verð- ur að hýrast í sínum torfkofum, meðan lesta- ferðaokið liggur á henni með sínum heljar- þunga, og sætta sig við rakann, kuldann, fú- ann, óþrifnaðinn og öll óþægindin, sem jat'n- an verða torfbæjanna fylgifiskar, auk sífeildra jarðarskemmda, erfiðis og tilkostnaðar. Auðvitað hlytu flutningar þessir að kosta töluvert fje, þótt hjer væru komnir akvegir um lancl allt; en svo telst mjer til, að gætu menn dregið að sjer á vögnum hinn saina aðdrátt, sem nú er á liestum fluttur, þá mundu við það sparast að minnsta kosti 300,000 kr. á ári hverju, og er það dálagleg upphæð; það væru 3 miljónir króna á 10 árum, auk hins ómetanlega óbeina hagnaðar, sem af því stæði, að nota vagna til fluíninga í stað ábui'ðarhesta. V. jpeir flutniugai', sem hvorki leuda á mönn- um nje hestum, ien-cla á opnu bátunum, og hef jeg áætlað, að fullar 20 þúsundir manna —að frádregnum kauptúnabúum, sem enga flutninga þurfa að annast—, ferðist og flytji flutninga sína á opnum bátum. En auk þessa kemur og á opnu bátana nokkur hluti sveita- mannatíutninganna, t. d. skreið, sem opt er liutt nokkurn hlut vegar á bátum, til að stytta leiðina. Ef miðað er við hinar áætluðu tölur, ættu þannig að einfe f hlutar allra flutninga á landinu að lenda á opaum bátum, en -f á hestunum. En af því að sjávarsveitafólk sækir margfalt meira í kaupstaði en sveita- bændur og framleiðir einungis þunga og fyrir- ferðarmikla vöru, sem mestöll er flutt burtu til kauptúna, þá verða flutningai' sjávarbyggð- armanna, að tiltölu við fjölda þeirra, marg- falt meiri eu flutningur sveitamanna, og lendir því vafalaust miklu meira en f allra flutninga hjer á landi á opnu bátuuum. Aðalkostur bátaflutningamia um fram lesta- flutninga er sá, að á bátum má flytja þyngri og stæiri hluti en á hestum, og er eigi lít- ils vert um þann kost. jþað er honum án efa að þakka, að húsakynni megandi sjávar- bænda taka langt fram húsakynnum jafnvel miklu efnaðri sveitabúa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.