Ísafold - 22.01.1890, Side 1

Ísafold - 22.01.1890, Side 1
fcCemui út á iinðvik.udöí'um og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. XVII 7 Reykjavík, miðvikudaginn 22. janúar Uppsögn (sknfleg) bundtn viC áramót, ógild nema koimn til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. f Austurstrœti 8. 1890 Manníjöldi á íslanöi ]*jptir nýprentuðum mannfjöldaskýrslum í Stjórnartíðindunum, sem munu vera byggðar á skýrslum presta og prófasta, hefir fólki fækk- að hjer á lándi um hjer um 2400 á 4 árum hinum siðustu, er skýrslurnar ná yfir, 1885, 1886, 1887 og 1888. Hefir mannfjöldinn verið í lok hvers árs : 1885 71,613 1886 71,521 1887 .................. 69,641 1888 ..................... 69,224. A einu ári, 1887, hefir fækkunin num- ið 1880. f>á voru sem sje útflutningarnir langmestir, til Vesturlieims, en það eru þeir eingöngu, er fækkuninni valda; því það ár fæddust hjer 300 fleiri en dóu. Hin árin var enn meiri munur fæddra og dáinna á landinu, sem sjá má á þessu yfirliti : Fæddir Dánir Mismunur 1885 . . . 2333 1422 911 1886 . . . 2214 1479 735 1887 . . . 2080 1775 305 1888 . . . 1994 1384 610 AHs 8611 6060 2561 Meðaltal á ári 2153 1515 640 Hefðu engir útflutningar átt sjer stað á þessu tímabili, eða ekki meir en til að vega upp á móti innflutningum fólks frá öðr- um löndum, muudi fólki hafa fjölgað á land- inu á þessum 4 árum utn hjer um bil 2J þús. Langmest kemur fækkunm fram í norður- og austurumdæminu—þaðan hafa vesturflutn- ingarnir verið mestir,—og þar næst í vestur- umdæminu, en í suðurumdæminu hefir þar á móti fjölgað, það lítið það er, eins og sjá má á þessu yfirlit: 1885 1886 1887 1888 Norð.- og aust.&mt. 27661 27663 26328 25731 Vesturamtið...... 17101 17041 16646 16558 Suðuramtið....... 26851 26817 26667 26935 j Húnavatns- og Skagafjarðarsýsluin hefir fækkunin verið langmest, nærri því voðaleg í Húnavatnssýslu : 1885 1886 1887 1888 Skagafjarðarsýsla...... 4252 4344 3948 3833 Húnavatnssýsla ........ 4800 4542 4023 3785 Fólkstala hefir minnkað um meira eu þús- und, um meira en jþ í Húnavatnssýslu á 4 árum. í kaupstöðum og nokkrum verzlunarstöðum lundsins hefir fólkstalan verið þetta í árslok: 1885 1886 1887 1888 fieykjavík............. 3460 3540 3519 3599 Isafjörður.............. 711 723 646 692 Skaginn (Akranes)...... 592 547 561 609 Akureyri, með 0ddeyri 550 597 583 560 Eyrarhakki.. ........... 483 483 484 534 Seyðisfjörður........... 43g 403 368 366 lyrii utan Reykjavíkur prestakall, með 4123 sálum, er Garða prestakall á Álptanesi ið fjölmennasta prestakall á landinu: með 1552 sálum í árslok 1888; en Útskála presta- all er rjett að segja eins fjölmennt : 1540. Þá er Eyrar prestakall við Skutulsfjörð, með ■^32 ; þá Stokkseyrar prestakall: 1273; þá Garða prestakall á Akranesi : 1030 ; þá Ak- ureyrar prestakall : 951 ; þá Kálfatjarnar prestakall : 938 ; þá Landeyjaþinga presta- kall : 920 ; þá Hofs prestakall í Vopnafirði : 897. Fámennasta prestakall á iandinu er Gríms- ey, með 91 sál. I utanþjóðkirkju8öfnuðinum í Keyðarfirði voru í árslok 1888 316 manns. „íslenzki Good-Templar“. Blað þetta er miunst og ódýrast allra ís- len/.kra blaða, 12 arkir á ári, er kosta 75 aura. En eitt hið nytsamasta tímarit er það, sem til er á íslenzku. þar er eigi einungis samandreginn margvíslegur fróðleikur og frjettir um bindiudismál og hindindishreyfing- ar, utan lands og innan, heldur er einnig í hverju blaði ein eða fleiri hugleiðingar um hindindismál, opt mikið vel samdar, stund- um afbragðsvel. Almenningur þekkir það, hve fjörugt og gaguort alþingismanni Jóni Olafssjmi er lagið að rita um sín áhugamál, en hann hafði ritstjórn blaðsins næst á undan þeiin, sem nú stendur fyrir því, en það er málfærslumaður Guðl. Guðmundsson, síðan í haust, og eru hugvekjur lians í hlaðinu bæði efnismiklar, skorinorðar og mælskulegar. Blaðið er eigi einungis fjelagsrit Good- Templar-reglunnar, heldur sambandsliður milli hennar og annara bindindisvina á landinu. það er alþýðlegt fræðslurit um bindindismál- ið ; en hleypidómar manna gegn því eru mjög sprottnir af fáfræði og fákunnáttu, hjá æðri sem lægri, og því þarf fyrst og fremst á góðri fræðslu að halda í þeirri grein. þetta er rit, sem óhætt er að segja að ekki sáir nema góðu fræi í siðferðislegan ak- ur þjóðarinnar. Good-Templar-fjelagið og rit þess hafa stórmiklu góðu áorkað hjerálandi, þar sem hin nýja bindindisstefna hefir náð að festa rætur, á þeim fáu árum, sem liðin eru síðan hún kom fyrst hingað til lands.— það er fjórði árgangur blaðsins, sem byrjaði í haust,—En þó mun það vera enn harla fá- liðað af kaupendum. Enda er það ekki í fyrsta sinn, sem alþýðuhyllin villist á bug við það, sem hvað helzt á hana skilið. í síðasta blaðinu af «ísl. Good-Templar«, janúar 1890, er haft eptir einum miklum og frægum mannvin og bindindismanni í Vestur- heimi, Dr. Lee, að það liti svo út um prest- ana, sem margir þeirra kynnu eigi »Faðir vor«, eða læsi að minnsta kosti drottinlega bæn aldrei til enda ; þeir slepptu aptan af orðun- um : »Leið oss eigi í freistni. Frelsa oss frá illu«. Ef þeir læsu og kynnu og skildu þessi orð, þá hlytu þeir að berjast með bindindis- vinunum móti áfengum drykkjum ; því ekki er hægt að neita því, að áfengir drykkir »leiði í freistui«, o. s. frv. Mundi það nú ósamkvæmt stöðu og skyld- um íslenzkra presta í þjónustu guðsríkis, að þeir hlynntu af alúð að gróðursetning jafn- góðs sæðis, og bindindiskenningar eru, meðal hinnar uppvaxandi kynslóðar í sóknum sín- um? Hjer er talað til íslenzkra reglupresta; til hinna nær þetta ekki; það er að fara í geit- arhús ullar að leita, að búast við góðu sæði frá »hneykslisprestum«; þeirra dæmi er öllum kenningum öflugra. Góðir presta, reglu-prestar, munu, ef þá brestur eigi þekkingu á þessu máli, óska þess, að annað eins rit og »Isl. Good- Templar« væri lesið á hverju heimili í sókn- um sínum ; því þótt ekki þurfi ef til vill að xitrýma drykkjuskap nema á fám þeirra, þá þarf að afstýra honum alstaðar,—afstyra því, að menn leiðist i'it í drykkjuskaparfreistiuguna fyr eða síðar, af þekkingarleysi, kæruleysi eða illu eptirdæmi. En skorti prestana sjálfa þekkingu á rjetcu eðli drykkju-ósiðarins, þekkingu á þvi, að hann er, þegar hezt læt- ur, einber heimska, sem alþýða apar eptir for- dildartízku heldn manna, sem kallaðir eru, þá eiga þeir að byrja á því að afia sjer sjálfir nauðsynlegrar fræðslu í því efni, og hana fá þeir af þessu tímariti. Eða sveitarstjórnirnar hjer á landi, sem mæðast og kveina ár út og ár inn út af hin- um óbærilegu sveitarþyngslum. Mættu þær eigi óska, að glögg og áreiðanleg þekking á áhrifum áfengra dryklrja á eðli og heilbrigði mannlegs líkama, þótt í hóíi sje neytt, sem kallað er, hvað þá heldur í óhófi, væri svo almenn sem mest má verða, að ógleymdum öllum öðrum illum áhrifum víndrykkjunnar, heinlínis og óbeinlínis ? Mundi eigi sparast mörg ómagafúlgan með tímanum, ef slík þekk- ing yrði nógu almenn ? þvi ekki er það að efa, að þott það sje sitt hvað, að skilja og að vilja, sitt hvað, að vita hvað rjett er og að gjiira það sem rjett er, þá ber þekkingin jafnan einhvern ávöxt, meiri eða minni, hjá mörgum eða fáum. »Orð liggja til alls fyrst«. þrír fjórðu hlutar sveitarlima á Englandi eiga ogæfa sína að rekja til vínnautnarinnar, fjórir fimmtu Genf og París, níu tíundu — 9 af hverjum 10 sveitarlimum—á þýzkalandi! þetta mátti lesa nýlega í »Isl. Good-Templ- ar«, eptir áreiðanlegu hagfræðisriti útlendu. Látum vera, að ísland sje það fremra, sje það óspilltara í þessari grein, að þar eigi t. d. að eins einn fjórði hluti sveitarlima og þurfa- manna eymd sína að rekja til nautnar áfengra drykkja, beinlínis, eða óbeinlínis, erþáekkiær- ið að vinna samt, að gjöra þennan £ fyrst að 8V0 að s, þá að i, i, Tu, eða livað sem frekast mætti takast að minnka þetta brot ? það verður seint nógsamlega itrekað, að það er tómur þekkingarskortur, eintómur fá- kunnáttu-hleypidómur, marghrakinu af beztu og sannorðustu vísindamönuum, að áfengir drykkir gjöri nokkurri skepnu, mönnum eða dýrum, nokkurn tíma nokkurt gagn, öðru vísi en sem læknislyf; og skilyrðið fyrir því, að þeir gjöri þá gagn, er það, að þeiv sjeu þá eingöngu notaðir eins og læknislyf, ákveðinn skammtur við ákveðnumsjúkdóm,en slíkri notk- un þeirra andæfa ekki einu sinni hinir ströng- ustu bindindismenn. — Fyrsta skilyrðið fyrir því, að brennivínshjátrúin útrýmist, er, að þcssi

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.