Ísafold - 22.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.01.1890, Blaðsíða 2
a« þekking, rökstudd á allar lundir, verði jafn- algeng eins og þau sannindi, er hverjum manni eru álitin nauðsynlegust; en til slíkra hluta eru blöð og tímarit einkar-vel fallin. í>ingmanna-leiðir. Hinn »vani ferðamaður« í síðasta bl. hefir villt ókunnuga hraparlega með dagleiðareikn- ingi sínum sumstaðar. Hann hefir gert dagleiðirnar úr Múlasýslum til Eeykjavíkur sennilegar fyrir syðri helming leiðarinnar, nær Reykjavík, —en þann hlutann þekkja miklu fleiri en hinn eystra;— en til dæmis um það, hve háskalega hann villist á eystri dagleiðunum, þótt hann þykist hafa farið alla þá leið og vera kunnugur víðast um land, er nóg að nefna það, að hann gjörir eina dag- leið frá Ketilsstöðum eða Seyðisfirði og suður að Lónsheiði, þótt það eptir samhljóða vitn- isburði áreiðanlega kunnugra manna sjeu fullkomnar 2 dagleiðir frá Ketilssöðum suður undir Lónsheiði, og jafnvel 2J dagleið af Seyðisfirði og suður undír Lónsheiði. Sum- ar aðrar dagleiðir eru og býsna langar hjá »ferðarnanninum«. f>að mun mega fullyrða, að minna en 12 dagleiðir sje engin nærgætni að ætla þing- mönnum úr Múlasýslum til Reykjavíkur, en 14 daga til þingferðarinnar með ofanálags- dögunum, til þess að búa sig af stað heitnan og koma frá sjer hestum o. s. frv., þegar til Reykjavíkur kemur—, eins og talað var um hjer í blaðinu fyrir skemmstu. f>ar var líka tekið fram, að þó að unglingar, t. d. skóla- piltar, gætu farið einhesta svona langa ferð, og þó með því að verða ef til vill í vandræð- um, ef eitthvað bæri út af, þá leggur enginn fulltíða maður í aðra eins langferð öðru vísi en með 2 til reiðar, ef hann ætlar sjer að halda sæmilega áfram og vera ekki upp á aðra kominn á leiðinni með fararskjóta. Stoð- ar því ekki að vitna í það, þótt sá og sá maður hafi farið það og það einhesta. f>ing- menn þurfa að vera komnir alla leið í ein- daga, og verða því að vera svo útbúnir í ferðina, að þeir sjeu vissir um að geta það þess vegna. Enda er ósamboðið virðingu þjóðarinnar, að ætla þingmönnum að ferðast eins og húsgangar. f>eir verða að geta ferð- ast eins og tízka er að beldri menn ferðist hjer um land, með fylgdarmanni og nægum reiðskjótum. f>að er ekki vanþörf á, eptir því sem þessi »ferðamaður« kemur fram, að ítreka það hjer, að tilgangur ísaf. með því að stinga upp á fastákveðnu þingfararkaupi, er ekki sá, að færa niður ferðakostnaðinn yfirleitt, hjá öllum eða flestum þingmönnum, heldur hinn, að jafna hann, gjöra hann fastá- kveðinn eptir jafnaðarlegum reglum, og skjóta þar með auðvitað loku fyrir, að einstakir þingmenn geti, ef þeim býður svo við að horfa, skrúfað hann gegndarlaust upp. Auk þess að lögákveðið þingfararkaup firrir þingmenn vítum og sýtingsiegum eptirtölum af almennings hálfu eptir hvert þing, ef mis- fellur þykja vera á reikningunum. „ÚtQjörðarkostnaður og útróðrarmenn.“ „Ekki er nema hálfsögð sagan þegar einn segir.“ í ioi. nr. þessa blaðs stendur grein frá „Útvegsbónda11 um „útgjörðarkostnað og útróðrarmenn“. en af því mjer finnst hann ekki líta nema á aðra hlið málsins, þá viljeg fara um hana nokkrum orðum. f»ó reikningur útvegsbóndans sýni, áð útgjörðarmenn hafi oréið fyrir allmiklum balía í sumum árum, þá mun mega með sanni segja, að útróðrarmenn hafi orðið fyrir hinu sama; því fiskileysið kemur jafnt yfir þá báða. Reynslan sýnir, að hvorugur getur án annars verið, og báðir hafa sömu mannrjettindi, og er því ekki skynsamlegt fyrir útvegsmenn að þröngva mjög" kostum útróðramanna, því búastmá þá við, að þeir reyni að gjalda i likum mæli. Auk þess hafa útgjörðarmennirnir sjálfir boðið þessi vildarkjör, sem útvegs- bóndinn kallar svo, og getur verið eins óheppilegt fyrir þá, að hætta við þau, eins og að koma þeim á. Ennfremur nefnir „Útvegsb.“ ýmshlunn- indi, sem hann segir, að vant sje að veita hásetum, en sem ekki mun hafa hlotn- azt nema mest einum eða tveimur í veiði- stöðu, sem sakir sjerstakra hæfileika og atorku hafa dugað húsbóndanum betur en aðrir. / Útvegsb. segir, að vant sje, að leggja básetum til harðæti ókeypis. Jeg þekki það ekki sem almenna reglu, og borgun fvrir þjónustu og söðningu mun fullnæg vera, enda er hvorttveggja opt alls ekki svo af hendi leyst, að það geti selzt fullu verði. Reikningur „Útvegsb.“ á kaffinu er svo hár. að engu tali tekur; nemur það */4 á kaffinu, og nærri helmingi á exportkaff- inu, og það því fremur sem kaffið drýg- ist við að hita banda mörgum i fjelagi; og mjólkinni held jeg sje óhættað sleppa úr reikningnum víðast hvar. f Hvað beituhlut snertir, mun víðast venja, áð hásetar leggi sjer til grásleppunet, og borga þó 2 krónur fyrir síld, sje henni beitt til muna. Hrognkelsanetateinarnir að minnsta kosti eru ekki ónýtir eptir eina vertíð og svo hefir neteigandinn talsverðan arð af hrognkelsunum sjálfum og eins þegar það kemur fyrir, að hnýsa eða kópur slæðist í netin. Reikningur „Útvegsb.“ er líka að því leyti ófullkominri og einhliða, að hann gjörir að eins ráð fyrir litlum afia, en tekur ekki þau ár til greina, þegar út- gjörðarmaðurinn hefir bersýnilegan hag af útgerðinni, Líka mætti minnast á helm- ingaskiptin og gæta þess, hvort útgerð- mennirnir hefðu halla af þeim. En fyrst „Útvegsb.11 finnst útgerðar- menn verða fyrir svona feikna miklum halla í viðskiptum við háseta, því sting- ur hann þá ekki upp á því, að öll skips- höfnin legði til það, sem þarftil skipsins, til þess að tjónið verði ekki eins tilfinn- anlegt þegar illa tekst til, ef það skiptist á marga? jbetta hefir líka verið tízka I mörgum sjóplássum til þessa, t, d. bæði fyrir norðan og vestan. Hitt mun miður ráðið, að þröngva mjög kostum háseta; því hætt er við að þeúr reyni þá að gjalda líku líkt eptir megni. J.íka geta verið agnúar á, að útvegsbændur hafi alla sína heimamenn á sama skipi, þegar skiptapi verður; því þá verður heimilið forstöðu- laust eptir, eins og stundum hefir borið við. Og að minnka sjávarútveginn lýsir frá sjónarmiði sjómanna svo miklu úr- ræðaleysi og vesaldóm, að vonandi er, að „Útvegsb.11 hugsi sig vel um og gæti betur að kröfum tímans áður en hann ráðleggur slíkt í annað sinn. Útrnðrarmaður. íslensk rjettritun. Andsvar til hr. ifirk. H. Kr. Friðnkssonar Irá Birni M. Olsen. Sakir veikinda hefur það dregist firir mjer að^ svara greinum herra H. Tír. Friðrikssonar í ísafold XVI. árg. 97.—98. tölubl. Annars eru þessar greinir varla svara verðar. þær eru í stuttu máli ekki annað enn eintómar málaflutningsmannaflækjur, ósamboðnar slík- urn vísindamanni, sem ifirkennarinn er. Ifirkennarinn getur ekki borið á móti því, að Rask hatí venð á þeirri skoðun, að fram- burðurinn eigi að vera œðsta regla stafsetn- ingarinnar. Enn hann reinir að breiða ifir þetta með því að tilfæra langan útdrátt úr rjettritunarfræði Rasks, sem snertir einstök atriði í danskri rjettritun og ekkert kemur þessu máli við, nema ef hann á að sína, að Rask hafi viljað taka fleira til greina við stafsetning enn framburðinn einn. Enn það var óþarfi að sína fram á þetta, því að þessu hef jeg hvergi neitað, enda leiðir það af sjálfu sjer, þegar framburðurirm er œðsta reglan, að hún getur ekki verið hin eina. Jeg hef líka tekið það fram víða bæði í firir- lestri mínum og í hinu firra svari mínu til ifirkennarans, að jeg ekki álíti það hagfelt að svo stöddu, að gera frarnburðinn að einka- reglu stafsetningarinnar, heldur verði líka að taka tillit til vanans, og af því erþað sprott- ið, að jeg vil ekki fara lengra að sinr.i í staf- setningarbreitingum, enn að sleppa y, ý og z, Hitt finst mjer vera hjegómi, að taka nokk- urt tillit til upprunans, því að skriftin er ekki til þess að gefa mönnum færi á að'sína lærdóm sinn eða vanþekking um uppruna orð- arina, heldur er tilgangur hennar að eins sá, að gera öðrum mönnum skiljanlegar hugsan- ir sínar með sínilegnm táknum hins heirilega hljóðs eða máls. Annars hefur ifirkennarinn ekki æfinlega virt framburðinn eins lítils nje upprunann eins mikils, eins og hann gerir nú. I Rjettritunarreglum sínum á 35. bls. viðurkennir hann, að sú regla að rita öll orð eftir framburði «sje í sjálfu sjer rjettusU, og að það «að rita alt eftir wpvruna virðist enn síður geta átt sjer stað». Mjer er óskiljan- legt, hvernig sá maður, sem hefur sagt þetta, getur tekið því óstint, þó að stungið sje upp á hóflegum rjettritunarbreitingum í fram- burðaráttina. Ifirkennarinn vitnar enn fremur til «Lestr- arkvers» Rasks því til sönnunar, að hann mundi ekki hafa verið því samþikkur að sleppa y, ý og z. Jeg hef hvergi sagt, að Rask hafi viljað sleppa þessum stöfum. Jeg veit vel, að Rask vildi hafa alla þessa stafi í stafrofinu, og meira að segja: það var hann, sem vakti z upp aftur eftir hjer urn bil tveggja alda svefn, því að í ritum frá 17. og 18. öld kemur hún varla firir nema í útlend- um orðum; það var hann, sem bjó til regl- una um það, hvar z skuli skrifa, þá reglu, sem ifirkennarinn og flestir aðrir nú filgja, og er hún þó ekki samkvæm þeirri reglu, sem gömul handrit filgja, að því er snertir þenn- an staf. jjað er því ekki rjett, sem ifirkenn- arinn segir, að ritvenjan sje gömul, að því er til z kemur. Hún er ekki eldri enn frá Rask. Enn þó að Rask hafi viljað halda öllum þessum stöfum, þá er það engin á- stæða firir oss, svo framarlega sem þeir ann- ars eru skaðlegir og óþarfir í stafrofinu, eins og jeg hef sínt. Um rjettritun Rasks get jeg vitnað til orða ifirkennara H. Kr. Friðriks- sonar í formála Islenskra rjettritunarreglna (V. bls): «j?ó virðist sá galli á þeim (o: Rasks) reglum, að hann hafi eigi gætt þess, hvernig tungan nú er orðin, heldur einungis haft firir augum, hvernig hún var til forna, og virðist jafnvel hafa farið of mikið eftir upprunanum eða frummindum orðanna, og (þannig!) sem sumar hverjar aldrei munu hafa komist inh í íslenskunan. Efnið í þess- um orðum get jeg alveg fallist á. Firsta skilirðið firir þvf, að nokkur árang- ur verði af ritdeilu, er það, að hvorugur mótstöðumannanna rangfæri orð annars. If- irkennarinn ber mjer á brín, að jeg hafi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.